Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 » Elektra Ensemblehélt fyrstu tón- leika starfsárs síns í Norðurljósum Hörpu í gærdag við góðar undirtektir. Kammerhópurinn frumflutti nýtt verk eftir Þuríði Jóns- dóttur ásamt því að flytja Vox balaenae eftir George Crumb, Svítu fyrir fiðlu, klar- ínett og píanó op. 157b eftir Darius Milhaud og Kammersinfóníu nr. 1, op. 9 eftir Arnold Schönberg í útsetn- ingu A. Webern. Védís Kjartansdóttir dansaði í tveikum verkunum ný verk eftir Sögu Sigurðar- dóttur. Tónleikarnir voru hluti af tónleika- röð Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Elektra Ensemble frumflutti nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur í Norðurljósum Hörpu VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bókin Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, rannsóknarlektor á Árnastofnun, kom út haustið 2015 og hefur unnið til tveggja verðlauna en í henni birt- ast niðurstöður margra ára rann- sókna Þórunnar um sama efni. „Ég vann á þessum árum einnig að ýmsum verkefnum fyrir Árna- stofnun, svo sem handritaskráningu, rannsóknir á bókmenntum og hand- ritamenningu og sinnti einnig texta- útgáfu, en rannsóknarstyrkir úr ýmsum sjóðum gerðu mér kleift að vinna að verkefninu nokkra mánuði í senn flest árin. Sumarið 2013 lagði ég ritgerðina fram til doktorsvarnar og varði hana í mars 2014. Ég tók mér þá um sex mánuði til að endur- skoða hana fyrir útgáfu hjá Árna- stofnun og varð bókin að veruleika í haust.“ Áhuginn á bókmenntum 17. aldar kom á kandídatsstigi í miðaldabók- menntum í námi Þórunnar en tíma- bilið kemur kannski ekki fyrst upp í huga margra þegar rætt er um ís- lenskar bókmenntir. „Það kemur svo margt nýtt inn í íslenskar bókmenntir með siðaskipt- unum og þeim menningarstraumum sem bárust með þeim frá Evrópu. Mest áberandi, og það sem ég féll fyrir, er hið samfélagslega eðli þess- ara bókmennta. Þær voru samdar til að gegna ákveðnu hlutverki og þóttu þess vegna síðarmeir ómerkilegur skáldskapur vegna skorts á frum- leika og sköpunarkrafti.“ Þórunn segir það hafi því vakað fyrir sér í rannsóknarstarfi sínu að nálgast raunverulegt fólk í fjar- lægum tíma í anda nýsöguhyggju í bókmenntafræði. „Mér fannst áhugavert að skoða hvernig fólk á 17. öld brást við at- burðum eins og ástvinamissi og hvernig það vann úr áföllum í lífinu. Það getum við að einhverju leyti les- ið út úr bókmenntunum með stuðn- ingi annars konar texta, eins og sögulegra heimilda.“ Vanrækti tíminn Aldirnar eftir siðaskiptin hafa verið vanræktar í íslenskri bók- menntasögu að sögn Þórunnar og sjónum manna einkum verið beint að miðaldabókmenntum, hinu róm- antíska og þjóðernislega tímabili 19. aldar og svo nútímabók- menntum. „Skýringin kann að vera sú að af- ar lítið hefur verið prentað af text- um frá þessum tíma en þeir sem skrifuðu bókmenntasöguna á 20. öld studdust nánast eingöngu við prentuð rit. Þessar bókmenntir féllu ekki að þeim smekk sem varð til með rómantíkinni á 19. öld og við erum alin upp við. Á 17. öld eru bókmenntirnar nytjalist, ef svo má að orði komast, en þær eru áhuga- verðar sem slíkar og reyndar má finna mörg áhrifamikil og stór- fengleg kvæði frá 17. öld, eins og Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar eru dæmi um.Trúarlegt inn- tak texta frá 17. öld hefur sjálfsagt sitt að segja um að ýmsum hefur þótt þeir miður merkilegir,“ segir Þórunn, en hún telur sjálf bæði mikilvægt og áhugavert að skoða trúarlegar bókmenntir frá þessum tíma. „Trúin skipti svo miklu máli í dag- legu lífi fólks. Bókmenntir frá þess- um tíma segja svo mikla sögu um hugarfar og tíðaranda; hverju var haldið að fólki, hvað fólk las og til- einkaði sér í lífsins amstri. Bók- menntirnar opna glufu inn í heim sem okkur er framandi og einmitt þess vegna spennandi.“ Sálfræðimeðferð fyrri tíma Margir klóra sér eflaust í koll- inum og spyrja sig hvað eru erfiljóð? Hvernig eru þau frábrugðin öðrum ljóðum? „Erfiljóð eru þriðju persónu frá- sögn þar sem lesendum eða áheyr- endum er sagt frá hinum látna, ætt hans og uppruna, menntun og starfi, dyggðum, einkum samfélagslegum dyggðum og trúrækni. Þolinmæði í Innsýn í hugarheim fólks  Þórunn Sigurðardóttir hefur fengið tvenn verðlaun fyrir bók sína um kveð- skap á 17. öld  Skyggnist inn í heim erfi- og harmljóða og huggunarkvæða Breyting „Það kemur svo margt nýtt inn í íslenskar bók- menntir með siðaskiptunum og þeim menningarstraumum sem bárust með þeim frá Evrópu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.