Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Bandaríkjamenn minntust í gær at- burðanna 11. september 2001 þeg- ar hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaflugvélum og flugu þremur þeirra á World Trade Center í New York og Pentagon-bygginguna í Washington. Fjórða vélin hrapaði á engi í Shanksville í Pennsylvaníu. Alls létu hátt í 3.000 manns lífið í þessum voðaverkum. Barack Obama Bandaríkjaforseti var viðstaddur athöfnina sem fram fór við varnarmálaráðuneytið, Pentagon. Þar sagði hann m.a. að fjölbreytni bandarísku þjóðarinnar væri einn helsti styrkur landsins. Athygli vakti að Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, þurfti snemma að yfirgefa athöfnina í New York, en hún er sögð hafa fengið skyndilegt hitaslag. AFP 15 ár liðin frá voða- verkunum Afganskar hersveitir sækja nú í átt að sveitum talibana sem umkringt hafa Tarinkot, höfuðborg héraðsins Uruzgan í Afganistan. Bandarískar orrustuflugvélar veita þeim mikla aðstoð í formi loftárása. Fréttaveita AFP segir frá því að vopnaðar sveitir talibana hafi fyrir helgi gert harða árás á Tarinkot í þeirri von að leggja borgina undir sig. Var m.a. hart barist við helstu stjórnsýslubyggingar. Nokkrum klukkustundum eftir að átökin hóf- ust tókst öryggissveitum hins vegar að brjóta talibana á bak aftur. Seint í gærkvöldi hófu hersveitir sókn í átt að talibönum og er mark- miðið að hrekja vígamenn frá borg- inni. „Tugir talibana eru látnir eftir sókn hersins, lögreglu og sérsveita,“ hefur AFP eftir talsmanni héraðsins. Þá hafa einnig 13 lögreglumenn ver- ið drepnir og minnst 20 særst í átök- unum við talibana, að sögn AFP. Orrustuflugvélar Bandaríkjahers og afganska flughersins hafa veitt hermönnum á jörðu niðri aðstoð. Almennir borgarar hafa sumir þurft að flýja heimili sín vegna átak- anna og eru margir nú án húsaskjóls. AFP Afganistan Hart var barist í borginni þegar talibanar gerðu þar árás. Sótt gegn sveitum talibana við Tarinkot Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Minnst 62 týndu lífi, þeirra á meðal eru 13 konur og 13 börn, í loftárás sem gerð var á borgina Idlib í norðurhluta Sýrlands um helgina. Fréttaveita AFP greinir frá því að sprengjur hafi fallið víðs vegar um borgina, m.a. á vinsælan útimarkað, en Idlib er á valdi uppreisnarsveita. Seint á föstudag sl. greindu utan- ríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands frá fyrirhuguðu vopnahléi sem hefjast á í Sýrlandi við sólsetur í dag. Að sögn AFP kann árásin að hafa áhrif á afstöðu leiðtoga upp- reisnarsveita til vopnahlésins. Hafa litla trú á vopnahléinu Loftárásir voru einnig gerðar á Aleppo, stærstu borg Sýrlands, um helgina og hafa minnst 12 almennir borgarar fundist þar látnir. „Við vonumst eftir vopnahléi svo að almennir borgarar fái hvíld. Sprengjur falla hér nótt og dag, fólk er skotið á færi og það er setið um borgir,“ segir Abu Abdullah, íbúi í austurhluta Aleppo, í samtali við AFP. „Fólk hefur misst alla trú.“ Þeir almennu borgarar sem fréttamenn AFP ræddu við vegna fyrirhugaðs vopnahlés eru flestir vonlitlir um að það muni halda, en vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi rann seinast út í sandinn í febrúar á þessu ári. „Sýrlenska þjóðin, hvort sem hún býr á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir eða uppreisnarmenn, hefur misst trú á báðum fylkingum,“ segir Safwan Badawi, íbúi í austurhluta Aleppo. Félagi hans sem einnig var spurður álits hló að fyrirhuguðu vopnahléi og sagði það „brandara“. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir um- fangsmikinn hernað gegn Ríki ísl- ams og vopnuðum hópum Kúrda í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir það skyldu sína að tryggja að vígamenn geti ekki framkvæmt árásir í Tyrklandi. „Það er skylda okkar gagnvart þjóðinni að þurrka út Daesh [Ríki íslams] í Sýrlandi og koma því á þann stað að það geti ekki fram- kvæmt árásir í okkar landi.“ Fjölmargir létust í loftárásum  Sprengjum var varpað á borgirnar Idlib og Aleppo í Sýrlandi  Árásirnar gætu haft neikvæð áhrif á fyrirhugað vopnahlé  Almenningur í Sýrlandi virðist vonlítill AFP Á lífi Þessi hópur fólks komst lífs af er loftárás var gerð á Idlib um helgina. Franska lög- reglan hefur handtekið 15 ára gamlan pilt sem sagður er hafa skipulagt voða- verk þar í landi. Fréttaveita AFP greinir frá því að táning- urinn hafi verið handtekinn í austurhluta Parísar og er hann sagður hafa bein tengsl við ísl- amista. Hefur hann m.a. verið í samskiptum við öfgamann sem tengist vígamönnunum ungu sem í júlí sl. myrtu prest á hrottafenginn hátt í kirkju nærri Rúðuborg. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir lögregluna nú hafa upplýsingar um 15.000 ein- staklinga sem sagðir eru aðhyllast öfgastefnu í Frakklandi. Eru þeir nokkru fleiri en talið var í fyrstu. Þá eru nú um 700 franskir ríkis- borgarar sem berjast við hlið víga- manna Ríkis íslams á átakasvæðum í Sýrlandi og Írak. FRAKKLAND Ungur íslamisti tekinn höndum Lögreglumaður horfir yfir París.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.