Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 1
Á meðan borgarbörnin eru farin í skólann hafa mörg sveitabörnin upplifað fjör og ærsl enda eru réttir víða um land. Þar leggja allir hönd á plóg, ungir sem aldnir. Mikil rigning var um helgina í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem þessi mynd var tekin. Réttir í úrhellisrigningu í Víðidal í Húnavatnssýslu Morgunblaðið/Eggert M Á N U D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  213. tölublað  104. árgangur  BÓK UM KVEÐ- SKAP Á 17. ÖLD VEKUR ATHYGLI GAMAN AÐ KEMBA, VEFA OG SPINNA TITILLINN BLASIR VIÐ FH-INGUM DRAUGAR 12 KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIRRANNSÓKNIR 26 Anna Lilja Þórisdóttir Jón Birgir Eiríksson Konur eru í efsta sæti í níu af 31 framboðslista sem kynntur hefur verið fyrir alþingiskosningarnar í haust. Átta af þessum listum eru í Reykjavíkurkjördæmunum og einn er í Norðvesturkjördæmi. Í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins sem haldin voru í Suður- og Suð- vesturkjördæmum um helgina voru karlar í efstu þremur og fjórum sæt- unum. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir að niðurstaðan sé von- brigði fyrir konur. Hún bendir þó á að líta þurfi heildstætt á stöðu mála og líta einnig til úrslitanna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og í Norðvesturkjördæmi, þar sem kon- um vegnaði mun betur. Hún segir það skipta máli að konur sem bjóði sig fram sækist eftir efstu sætum í prófkjörum og hvetja þurfi konur til þess, en kjördæmin ráði því hvernig gengið sé frá framboðslistum. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur segir að rannsóknir sýni að önnur viðmið séu notuð um konur en karla hvað varði mat á frammi- stöðu og hæfni. Vonbrigði fyrir konur  Innanríkisráðherra segir mikilvægt að framboðslistar endurspegli breidd  Konur leiða innan við þriðjung þeirra framboðslista sem núna liggja fyrir MFáar konur í efstu sætum »4 Konur og karlar » Píratar hafa kynnt lista í öll- um kjördæmum og þar eru kynjahlutföll í 1. sætum jöfn. » Björt framtíð hefur kynnt sex efstu frambjóðendur í öll- um kjördæmum. Þar er hlutfall kvenna í 1. sæti 33%. Lýta- og húðlæknar hafa um nokkurt skeið farið fram á það við Embætti landlæknis að settar verði skýrari reglur um hver megi veita meðferð með fylliefnum sem m.a. er sprautað í andlit fólks til að draga úr hrukkum. Viðmælendur Morgunblaðsins segjast þekkja dæmi þess að verið sé að veita meðferð sem þessa í heima- húsum og segir dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdómalæknir, að sífellt fleiri aðilar án læknismenntunar bjóði upp á þessar meðferðir. Samkvæmt upplýsingum frá Emb- ætti landlæknis eru engar reglur í gildi um hver megi veita þessa með- ferð og hjá Lyfjastofnun fengust þær upplýsingar að engar takmarkanir væru á innflutningi á húðfyllingar- efnum og að þau væru ekki skilgreind sem lyf, heldur snyrtivara. Hægt er að kaupa húðfyllingarefni á ýmsum vefsíðum, m.a. á kínversku vefsíðunni AliExpress. Guðrún Þorláksdóttir hjúkrunar- fræðingur er vottaður meðferðaraðili á þessu sviði. Hún segist sammála þeirri gagnrýni lækna sem beinist gegn réttindalausu fólki án heil- brigðismenntunar. »10 Meðferðir í heima- húsum Húðfyllingarefni Engar reglur eru um hver megi veita meðferðina en því vilja læknar breyta.  Læknar vilja reglur um húðfyllingarefni  Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni var grátlega nálægt verðlaunasæti í flokki S14 í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu í Ríó, Paralympics, í gærkvöldi. Jón synti vel og var ná- lægt besta tíma sínum en það dugði ekki til þess að ná verðlaunum. Fyrir fram var búist við því að mikil barátta yrði á milli Jóns Mar- geirs, Daniels Fox frá Ástralíu eins og í London 2012 og Bretans Thom- as Hamers, sem komið hefur sterk- ur upp síðustu árin. Sú varð raunin nema hvað þessir þrír börðust um annað og þriðja sætið. Sú barátta var ansi jöfn og Jón var rétt á eftir þeim í síðustu ferðinni. Jón hafði byrjað af krafti og var fyrstur eftir fyrstu ferðina en var orðinn fjórði eftir aðra ferðina af fjórum. Wai Lok Tang frá Hong Kong kom á óvart og sigraði á nýju Para- lympics-meti. » Íþróttir Jón Margeir missti naumlega af verðlaunum í Ríó eftir tvísýna baráttu Ljósmynd/Sverrir Gíslason Ríó Jón Margeir Sverrisson í sundlauginni í Ríó de Janeiro í gærkvöld.  „Á sjöunda hundrað eru skráðir félags- menn og það mættu á fjórða hundrað á fundinn. Það er öflugt. Ég vona einlæg- lega að fólk sem studdi Kristínu taki þátt í um- ræðunni áfram,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, jarðfræðingur, þýðandi og nýkjör- inn formaður Samtakanna 78, en í kosningunum til formanns embætt- isins í gær kusu 184 hana en 152 Kristínu Sævarsdóttur. »6 Meirihluti fé- lagsmanna mætti María Helga Guðmundsdóttir  Leiðsögumenn með hreindýra- veiðum hafa áhyggjur af sjúkdómi sem leggst á júgur hreinkúa á veiði- svæði 2. Það nær m.a. yfir Fljóts- dalshrepp og hluta Fljótsdalshér- aðs. Á svæðinu er t.d. griðland hreindýranna við Snæfell og Vest- uröræfi. Leiðsögumennirnir óttast að sjúkdómurinn geti haft áhrif á viðkomu dýranna á næstu árum. Sigurður Aðalsteinsson leið- sögumaður sagði að meirihlutinn af kúm sem felldar hefðu verið á svæðinu í haust hefði verið sýktur. Reimar S. Ásgeirsson leiðsögu- maður varð fyrst var við sýkinguna í fyrstu kúnum sem felldar voru nú í ágúst. Hann lét strax vita og skil- aði júgrunum til Umhverfisstofn- unar. Jóhann G. Gunnarsson, sér- fræðingur hjá UST, sagði að Matvælastofnun hefði fengið sýnin til rannsóknar. »6 Óttast áhrif sýkingar í júgrum hreinkúa á viðkomu hreindýranna á næstu árum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sýking Sum júgrin eru svo illa farin að ljóst er að kýrnar verða ekki mylkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.