Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 18

Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 ✝ Þórir PálssonRoff fæddist í Reykjavík 15. mars 1940. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. sept- ember 2016. Þórir var sonur Steinunnar Sig- hvatsdóttur, f. 11.12. 1916, d. 2001, og Páls Jak- obs Daníelssonar, f. 16.11. 1915, d. 2000, bæði fædd í Reykjavík . Hann var ættleiddur af manni Steinunnar, Stanley Roff, f. 19.12. 1921, d. 1969 í Brooklyn, New York. Þórir ólst upp til 9 ára aldurs á heimili ömmu sinnar, Þóru Sveinbjarnardóttur, á Berg- staðastræti 43, Reykjavík, en þá flutti hann til Brooklyn, NY, Henry, f. 4.6. 1952, Allan Wayne, f. 23.5. 1958, og Kristín Ester, f. 23.11. 1959. Samfeðra með seinni konu Páls, Þorbjörgu Jakobsdóttur, f. 15.2. 1931, d. 1995, Daníel Jakob, f. 3.5. 1953, og tvíburarnir Ólöf Gerður og Unnur Björg, f. 2.10. 1954. Þórir giftist eftirlifandi konu sinni, Ásthildi Brynjólfsdóttur, f. 13.8. 1944, 17. júlí 1965. For- eldrar hennar voru Ásta Beck Þorvarðsson, f. 14.9. 1913, d. 2011, og Brynjólfur Þorvarð- arson, f. 6.5. 1902, d. 1974. Þau eignuðust tvær dætur. a) Stein- unni Ástu, f. 17.11. 1965, maður hennar er Daníel B. Nater og á hún tvö börn, Ragnheiði Mekk- ín, f. 1993, og Jacob Thor, f. 2002. b) Maríu Alva, f. 24.9. 1968, og á hún tvö börn, Valent- ínu, f. 1997, og Óðin Flóka, f. 2006. Útför Þóris fer fram frá Digraneskirkju í dag , 12. sept- ember 2016, kl. 11. með móður sinni og stjúpa og var þar til 13 ára aldurs. Eftir gagnfræðaskóla vann Þórir við ýmis störf, en aðallega sem trommari með danshljómsveitum. 20 ára fór hann aft- ur til Bandaríkj- anna og gekk í sjó- herinn og var í honum í fjögur ár. Eftir stutta dvöl á Íslandi flutti hann til Kaliforníu þar sem hann bjó í 40 ár og vann við tekníska sölumennsku þar til hann fluttist alfarið heim til Íslands 2006. Síðustu árin vann Þórir í hluta- starfi hjá IBH. Systkini Þóris sammæðra eru Arnold Jeffry, f. 10.5. 1949, Una Steffany, f. 8.10. 1950, Brian Ég get varla sagt að ég hafi kynnst Þóri mági mínum að ráði fyrr en þau Ásthildur komu alkom- in heim eftir 40 ár í Kaliforníu. Kynnin voru í stuttum heimsókn- um og ekki síst þegar við hjónin heimsóttum þau um jól og áramót í Cupertino. Það er annað að ganga inn á heimili fólks og þá fann mað- ur hlýju Þóris og umhyggju fyrir börnum og barnabörnum. Svo fluttu þau heim fyrir 10 ár- um og þá sá maður þúsundþjala- smiðinn við smíðar og lagnir við endurgerð Freyjugötu 45. Og svo lá fyrir að flytjast í lokaheimilið þegar reiðarslagið reið yfir; heilablóðfall með lömun að hluta. Við tók dvöl á Grensási, sem Þór- ir gat ekki dásamað nóg. Nú sneri þúsundþjalasmiðurinn sér að eigin líkama af sömu atorku og nákvæmni og smíðunum áður. Í stað teikninga kom æfingaplan enda náði hann miklum árangri og varð að mestu sjálfbjarga. Það var svo gaman þegar við hittumst síðast, á afmæli Ásthildar, að heyra hann segja frá siglingunni í sumar frá Florida til Reykjavík- ur. Bæði var hann athugull og kunni að segja frá. Með Þóri Roff er genginn góð- ur eiginmaður og ástríkur faðir og afi. Okkur tengdafólkinu var hann hlýr og hjálplegur, ekki síst Ástu tengdamóður sinni. Þegar Þórir er kvaddur koma mér í hug orð sem notuð voru í eins konar meðmælabréf ferða- langs í framandi landi: Trúðu engu illu um þennan mann. Ríkharð Brynjólfsson. Hann Þórir frændi minn er dá- inn. Ég hef þekkt hann alla ævi, litið upp til hans, verið ofboðslega stolt af honum og oft hissa á hon- um. Lífsferillinn skiptist í kafla og einn kaflinn kallast bernska. Í minni bernsku var Þórir aðalper- sóna; hann var uppáhaldið henn- ar ömmu Þóru en það var í góðu lagi því mér fannst hann eiga það fyllilega skilið. Seinna flutti hann til Ameríku. Það var ekki margt sem gat toppað það. Við fengum fréttir af fjölskyldunni í Brooklyn með bróður mínum, Unnari, sem sigldi þangað. Mamma hans var systir mömmu minnar, hún Steina frænka, sem var uppá- haldsfrænka eins og Þórir var uppáhaldsfrændi. Seinna kom Þórir heim með fjölskyldu sinni og talaði íslensku með hreim. Mér fannst það hrikalega smart. Hann gerðist hljómsveitargæi og ekki var það verra. Alltaf flottur. Seinna þurfti hann að gegna her- þjónustu og það gerði hann líka með stæl. Hann var í ameríska flotanum en átti líka íslenskt vegabréf og þegar hann var í landi gat hann ferðast um sem Ís- lendingur. Alltaf klár. Hann gift- ist Ásthildi sinni árið 1965 og ári seinna fluttu þau til Kaliforníu og bjuggu í Cupertino, sem er út- hverfi San Jose. Þangað var gott að koma en það mátti ekki fyrir nokkurn mun missa niður steina úr ávöxtum því þar óx allt. Þóri fannst það ekkert sérlega spenn- andi og verst þótti honum að þurfa að slá grasið um jólin. Ég minnist eins samtals við hann í marsmánuði fyrir mörgum árum þar sem ég lýsti fyrir honum al- veg viðbjóðslegu veðri í Reykja- vík; það var skafrenningur, ískalt og ekki hundi út sigandi. Hann bað mig í guðanna bænum að hætta – hann fékk svo mikla heimþrá þegar hann heyrði þetta. En „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ – eins og segir í fornu kvæði – því eftir 40 ára búsetu í Kaliforníu sneru þau Þórir og Ásthildur aftur heim. Þau settust að í 101 Reykjavík, nærri bernskuslóðum þeirra beggja, og keyptu sér íbúð á Freyjugötu 45. Flestir hefðu haldið að nú ætti að setjast í helg- an stein en sú varð aldeilis ekki raunin. Stórhugurinn leyndi sér ekki – fljótlega var búið að lyfta þakinu á húsinu, setja á það svalir og breyta á ýmsan hátt og allt til að gera það sem glæsilegast. Það var líka gott að koma til þeirra Ásthildar og Þóris. Þau höfðu alltaf opið hús á Þorláksmessu og var dásamlegt að koma þangað inn úr kuldanum, þiggja jóla- glögg eða heitt súkkulaði og ann- að góðgæti. Höfðingjar heim að sækja, bæði tvö. Þessi minningabrot sækja að við fráfall kærs frænda en ekki má gleyma að minnast á það sem hjarta hans stóð næst, en það er eiginkonan, dæturnar og barna- börnin. Þeirra er missirinn sár- astur og votta ég og fjölskylda mín þeim okkar dýpstu samúð. Systkinin í Bandaríkjunum sjá eftir stóra bróður sem þau gátu öll treyst á og sakna nú og trega. Ég bið Guð að geyma þau, vernda og styrkja. Stefanía Magnúsdóttir (Níní frænka). Það var árið 2003 sem ég ákvað að bregða mér á vit æv- intýranna og dvelja sem au pair hjá Addy og Dan. Þrátt fyrir að talað sé um að verða hluti af fjöl- skyldu í slíkri dvöl þá er það ekki sjálfgefið. Ég bjó hjá Ásthildi og Þóri og það varð ekki aftur snúið. Addy og Dan ásamt Ásthildi og Þóri lögðu ríka áherslu á að ég væri hluti af fjölskyldunni og það var góð tilfinning. Við Þórir mynduðum einstaka vináttu. Það er erfitt að útskýra það því að jú, hann var eins og aukapabbi minn, en umfram allt var hann vinur minn. Ég á margar minningar frá árinu mínu í Kaliforníu en það var eitt sem var þó í dálitlu uppá- haldi hjá okkur. Það var nefni- lega þannig að ef Ásthildur var ekki heima þá vorum við lítið að hafa fyrir því að elda okkur mat og þá stakk Þórir yfirleitt upp á að bjóða mér út að borða. Oftar en ekki fórum við á uppáhalds- staðinn okkar sem var Pho Hoa og tókum matinn yfirleitt með okkur heim þar sem Þórir kenndi mér hvernig ætti að borða þessa dásamlega núðlusúpu. Hann var svo hreinn og beinn þessi maður, einlægur með frá- bæran húmor og svo var hann glæsilegur á velli. Allt til enda. Hann kenndi mér líka að þrífa bílinn sem ég hafði til umráða enda snyrtipinni fram í fingur- góma. Hann sagði mér margar sögur og alltaf var ég jafn upp- numin yfir því hversu góða ís- lensku þau hjónin töluðu. Hann hristi líka hausinn þegar ég, eftir nokkra mánuði, fann ekki ís- lenskt orð þegar ég ræddi við hann og byrjaði að tala við hann á ensku. Þá tók hann mig á teppið, á sinn ofur fallega hátt. Eftir dvölina heimsótti ég Kaliforníu einu sinni áður en þau hjónin fluttu aftur heim og mikið var ég glöð að geta kíkt til þeirra á Freyjugötuna. Í gegnum árin hafa þau verið mér svo kær og mætt í skírnir og afmælisveislur hjá börnunum mínum sem eru svo heppin að eiga auka-ömmu og -afa í þeim. Ég mun sakna vinar míns, en veit að hann er kominn í sumar- landið fagra. Elsku Ásthildur, Addy, Dan, Mekkin, Jacob, María, Valentína og Óðinn, megið þið öðlast styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Aldís. Þórir Pálsson Roff ✝ Edda Þor-steinsdóttir fæddist í Rán- argötu 1 á Ak- ureyri 8. júní 1944. Hún lést 31. ágúst 2016. Edda var einka- barn Heiðrúnar Steingrímsdóttur, f. 1924 á Akur- eyri, d. 2008, og Edvin Potter Sterling. Uppeldisfaðir Eddu er Þorsteinn Jónatansson, f. 1925, og gekk hann henni í föðurstað. Edda giftist Steini Þór Karlssyni, f. 1939, eru þau skilin. Börn Eddu og Steins eru tvíburarnir Heiðdís, f. 1963, gift Almari Eiríkssyni, f. 1963, og eiga þau fjögur börn, og Fanndís, f. 1963, gift Guð- mundi Inga Ingasyni, f. 1956, Edda starfaði lengst af á Sím- anum á Akureyri áður en hún fluttist búferlum til Reykjavík- ur með fjölskyldu sinni árið 1968. Bjó fjölskyldan lengst af í Reykjavík en seinni árin bjó Edda í Kópavogi fyrir utan síðustu tvö árin þegar hún dvaldi langdvölum á Akureyri hjá sambýlismanni sínum. Edda starfaði lengst af sem verslunarstjóri í snyrti- vöruversluninni Glæsibæ, kvenfataversluninni Lótus og Iðunni. Jafnframt var hún sölumaður hjá Rolf Johannsen og co. og prentsmiðjunni Odda. Tók hún virkan þátt í félagsstörfum og var einn af stofnendum deilda Málfreyja á Akureyri þar sem hún vann til verðlauna fyrir ræðumennsku. Einnig starfaði hún með Kiw- anis þar sem hún var mjög virt og var einn af stofnendum Hörpu, fyrstu kvennadeildar félagsins á sínum tíma. Útför Eddu fer fram frá Bú- staðakirkju í Reykjavík í dag, 12. september 2016, kl. 13. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. og eiga þau fjögur börn. Þórdís, f. 1969, maki Brynj- ar Guðmundsson, f. 1968, d. 2013, og eiga þau tvö börn. Sambýlis- maður Eddu til dánardags var Jón Dan Jóhannsson, f. 1943. Edda var fædd og uppalin í Rán- argötu 1 á Akureyri. Dvaldi hún í sveit á sumrin að Daða- stöðum í Reykjadal. Gekk hún í Barna- og gagnfræðaskóla Akureyrar og útskrifaðist það- an með gagnfræðapróf. Á yngri árum æfði hún með Skautafélagi Akureyrar og Íþróttafélaginu Þór. Lærði hún einnig að spila á píanó og gítar og var tónlist alla tíð mjög stór þáttur í hennar lífi. Elsku Edda mín, nokkur fá- tækleg orð til að þakka þér fyr- ir tímann okkar saman, sem var alltof stuttur, við áttum eftir að gera svo margt. Þú komst eins og engill inn í líf mitt þegar þörfin var mest. Aldrei hefði mér dottið í hug þegar við vor- um að alast upp á eyrinni og þekktumst alla skólagönguna, að fallega ljóshærða stelpan úr Ránargötunni yrði förunautur minn seinna á lífsleiðinni. Það er gott að minnast síðkvöldanna okkar á Akureyri og í Ólafs- firði, ferðanna okkar í sólina, sem þú elskaðir, og margs fleira. Þessi tími var mér dýr- mætur, þú ert og verður í hjarta mér. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Þinn, Jón Dan. Elsku hjartans mamma. Við hittumst fyrst á ljúfu sumarkveldi er sólin og fuglarnir sungu. Í faðm þinn tókstu okkur og vissir alveg frá byrjun hvor var hvor þó svo að margir gerðu það ekki. Við vorum eins og tveir vatnsdropar og fyrsta minningin okkar var er við sátum í glugga- kistunni á Bjarmastígnum, horfðum út í rigninguna og hlustuðum á þig syngja og svo endurtókum við síðasta orðið „Hún hét Abbalá“ og „Sestu hérna hjá mér systir mín góð“. Söngur var þér svo mikilvæg- ur, já tónlist yfirhöfuð enda söngstu mikið fyrir okkur og spilaðir á gítarinn eða píanóið. Þú kenndir okkur að spila „Allt í grænum sjó“ og „Gamla Nóa“. Höldum að hún Ágústa á hæð- inni fyrir neðan hafi verið orðin dálítið þreytt á að heyra glamrið í okkur. En það gerði ekkert til, við héldum bara áfram að syngja og spila. Svo tókstu einn heilan sunnudag í að kenna okkur að tjútta og var Fats Domino settur á og sama lagið spilað endalaust þangað til við vorum búnar að ná réttu sveiflunni. Við biðum eftir þér með eftirvæntingu hjá afa og ömmu fyrir norðan. Þú komst blússandi með nýjustu tónlistina og var svo farið á rúntinn inn eftir Drottningarbrautinni með allar rúður niðri í góða veðrinu. Oftar en ekki hringdum við í þig eða komum til þín þegar eitt- hvað var um að vera í lífi okkar enda varst þú límið sem hélt öllu saman og driffjöðrin er eitthvað lá við. Hvort sem það var að sauma á okkur jólafötin eða hjálpa nágrannakonunni með árshátíðardressið. Varst þú allt- af til í að aðstoða og ganga í mál- in. Þegar við vorum lasnar þá komstu heim og hjálpaðir til með þinni mildi og hlýju. Ég boða þér frelsi sem fær þína sál til að svífa og samviska þín verður hvít einsog fegursta lín, þú þarft ekki lengur upp veraldar kletta að klífa því kærleikurinn verður merkasta ástundun þín. Ég boða þér fögnuð sem von yfir vandamál breiðir og vísar að eilífu draumlausum svefni á bug og þú færð að rata með ástúð þær indælu leiðir sem aldrei þú þorðir að láta þér koma í hug. Ég boða þér fegurð sem opna mun gáttirnar allar er yndisleg birta svo mögnuð frá sál þinni skín, í draumi þú vakir, því þegar þú höfð- inu hallar þá heilsa þér englar – já þannig er veröldin þín. (Kristján Hreinsson) Það er alveg óendanlega sárt að geta ekki séð andlitið þitt og heyrt röddina þína aftur. Geta ekki komið í heimsókn og kallað „halló mamma“, tekið utan um þig og gefið þér knús. Það var svo gott að hringja og segja „mamma, nú ætlum við að koma og kaupa eitthvað gott í matinn“. Þú varst alltaf til í að prófa eitt- hvað nýtt og gómsætt, fengum við okkur rjómasúkkulaði á eftir. Tíminn er svo dýrmætur er hugsað er til baka um allt það sem við áttum eftir að gera sam- an. En ómetanlegt er að hafa þig í hjartanu og geta alltaf hugsað til þín og talað við þig í draum- um okkar. Vita að þú heldur ávallt í höndina á okkur alla ævi. Takk, elsku mamma mín, fyr- ir alla þína ást, hlýju og stuðn- ing. Njóttu þín í Sumarlandinu, elsku mamma, og dansaðu um í bandaskóm við „Forever For- ever“. Heiðdís og Fanndís. Lífshlaup tengdamóður minn- ar, Eddu Þorsteinsdóttur, var farsælt og gott. Enginn af okkur bjóst við að líf hennar væri á enda komið. Það þykir ekki hár aldur í dag að vera 72 ára. Hún hafði hálfum mánuði fyrr kennt sér meins, var lögð inn á sjúkra- hús en fékk að fara heim. Átti að jafna sig og ekki búist við öðru en að svo yrði. Annað kom þó í ljós og öllum að óvörum. Edda Þorsteinsdóttir var leið- togi ættarinnar af Guðs náð og ákveðin kona. Hún ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum en móðir hennar, Heiðrún Stein- grímsdóttir, var mikill dugnað- arforkur og þrátt fyrir fötlun lík- amlega vann hún mikið starf fyrir Sjálfsbjörg og hlaut m.a. riddarakrossinn fyrir þau störf. Heiðrún lést fyrir nokkrum ár- um, komin þá á níræðisaldur. Þorsteinn gekk Eddu í föðurstað er Edda var ung, hann lifir dótt- ur sína. Þorsteinn er rólfær og hress miðað við aldur en hann er kominn yfir nírætt og býr á Ak- ureyri. Edda bjó síðustu árin í Voga- tungu í Kópavogi þar sem hún naut sín mjög vel. Gott var að koma við hjá henni í kaffi og spjalla. Edda kom með okkur í Spánarferð 2013 þar sem hún naut sín með okkur á ströndinni og í gönguferðum. Edda leit alltaf á sig sem Ak- ureyring og hélt ávallt góðu sambandi við vini sína þar og einnig þá sem fluttir voru á höf- uðborgarsvæðið. Edda var einn- ig mikið á Akureyri vegna Þor- steins föður síns. Hún kynntist æskuvini sínum, Jóni Dan, sem býr á Akureyri, og tókst með þeim vinátta og væntumþykja. Edda blómstraði og var mjög hamingjusöm. Hún og Jón Dan ferðuðust mikið saman, fóru til útlanda og skemmtu sér saman. Kominn var sá tími að Edda hafði fundið lífsförunaut og ham- ingja hennar brosti við henni og allir sáu að hún hafði fundið ást- ina. Eiginkona mín, Fanndís Halla Steinsdóttir, og tvíburasystir hennar, Heiðdís Rúna, eru mjög samrýndar og var náið samband þeirra við móður sína. Edda hafði mikinn metnað gagnvart þeim og var þeim í gegnum tíð- ina stoð og stytta. Um jól bauð Edda til sín í mat en hún naut þess að hafa hjá sér ættingja sína, barnabörn og barnabarna- börn sín. Mjög erfitt er að sætta sig við að líf hennar sé slokknað en minningar um góðar stundir og hana brosandi í gleði og ham- ingju lifa áfram með okkur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Guðmundur Ingi Ingason. Edda Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þórir Pálsson Roff bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Eddu Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, REYNIR ZOËGA rennismiður, Norðfirði, lést 7. september. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 16. september klukkan 14. . Jóhann, Tómas, Ólöf, Steinunn Zoëga, afabörn, langafabarn og langalangafabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.