Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! TEMPUR-DAGAR TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfis- og auðlindaráðherra hef- ur ákveðið að leyft verði að veiða rjúpur í tólf daga í haust. Þeir skiptast á fjórar helgar, þrjá daga hverja helgi, frá 28. október n.k. til 20. nóvember. Leyfileg heildar- veiði er 40.000 rjúpur. Sölubann gildir áfram. Veiðimenn eru hvattir til að veiða ekki nema 5-6 fugla hver. Verndarsvæði rjúpna verður áfram á Suðvesturlandi. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við ráðgjöf Náttúru- fræðistofnunar Íslands (NÍ) frá 6. september sl. Umhverfisstofnun (UST) sendi ráðuneytinu tillögur um fyrirkomu- lag rjúpnaveiða 7. september sl. UST mælti m.a. með því að veiðifyrir- komulag rjúpu yrði ótímabundið. Varpstofn rjúpu færi ekki undir 90.000 fugla. Færi stofninn undir þau mörk yrðu veiðar ekki heimilaðar fyrr en metinn varpstofn mældist yf- ir 100.000 fuglum. Þá vildi UST að leyft yrði að veiða í 18 daga eða um sex þriggja daga helgar, þ.e. tvær síðustu helgarnar í október og fjórar í nóvember. Dúa J. Landmark, formanni Skot- veiðifélags Íslands (Skotvís), finnst að NÍ hafi seilst inn á verksvið Um- hverfisstofnunar varðandi ráðlegg- ingar um veiðistjórnun. „Okkur hefði þótt eðlilegt að ráðherra tæki mark á tillögum frá stofnun sem heyrir undir hennar ráðuneyti og fer með veiði- stjórnunarhlutverkið,“ sagði Dúi. „Það virðist að ráðherrann líti svo á að það sé meira að marka tillögur sem koma frá Náttúrufræðistofnun en frá Umhverfisstofnun og vinnu- hópi UST sem m.a. Skotvís og Fugla- vernd sátu í. Við í Skotvís erum ekki sátt við þessi vinnubrögð og finnst að þau þarfnist endurskoðunar.“ Dúi sagði að í ljós hefði komið að UST og NÍ notuðust ekki við sömu viðmið um hvað væru sjálfbærar veiðar. „Það þykir okkur mjög sér- kennilegt,“ sagði Dúi. UST skipaði vinnuhóp í mars 2016 til að leggja á ráðin um fyrirkomulag rjúpnaveiða í framtíðinni. Auk UST var NÍ, Skotvís og Fuglavernd boðið í hópinn sem mótaði tillögur um fyr- irkomulag rjúpnaveiða. Dúi sagði að fjölgun veiðidaga úr 12 í 18 hefði ekki aukið veiðiálag á rjúpuna. „Sölubannið sem sett var á rjúpur gerði að verkum að magn- og at- vinnuveiðar hurfu. Tölur hjá UST sýna að það skiptir ekki máli fyrir veiðiálag hvort það er leyft að veiða í 69 daga, eins og einu sinni var, eða í 9 daga. Sportveiðimenn fara ekkert oftar til veiða. Þeir veiða í 3-4 daga og ná í þær rjúpur sem þeir þurfa fyrir sig,“ sagði Dúi. Hann sagði að hefðu menn úr fleiri dögum að velja væri síður farið á fjöll í tvísýnni veðurspá. Einnig minnkaði það álag á veiðislóð þegar veiðarnar dreifðust á fleiri daga. Fáir veiðidag- ar ykju álag á fuglinn og rýrðu gæði þeirrar náttúruupplifunar að ganga til rjúpna. Ráðherra hunsaði ráð UST  Umhverfisstofnun ráðlagði rjúpnaveiðar í 18 daga að höfðu samráði við Skotvís, Náttúrufræðistofnun og Fuglavernd  Formaður Skotvís ósáttur við 12 veiðidaga Dúi J. Landmark Morgunblaðið/Golli Rjúpnaveiðar Þúsundir íslenskra veiðimanna ganga til rjúpna á hverju hausti, þegar leyft er að veiða. Flestir fara 3-4 daga til rjúpna. Kristján Johannessen khj@mbl.is „Það skapast alltaf vandræði þeg- ar loka þarf götum. Og fólk er margt ósátt við þetta,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og vísar til þeirra miklu lokana sem beindust gegn akandi umferð í Reykjavík á meðan hjólreiðaviðburðurinn Tour of Reykjavík stóð yfir í gær. Var m.a. lokað fyrir umferð á gömlu Hringbraut, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlands- braut, Réttarholtsvegi, Bústaða- vegi, Lækjargötu og Tryggva- götu. „Þetta voru náttúrulega mjög umfangsmiklar lokanir og í raun er verið að skera bæinn algerlega í tvennt. Fólk komst því illa um og þá sérstaklega í miðbænum,“ segir Árni og bendir á að lok- anirnar hafi staðið yfir frá klukk- an 8 til 13. „Við munum funda með skipuleggjendum og fara yf- ir þetta. Með betra skipulagi hefði t.a.m. verið hægt að opna miðbæinn miklu fyrr.“ „Hefði mátt fara betur“ Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabanda- lags Reykjavíkur, sem hélt utan um viðburðinn. Hún segir hjól- reiðafólk hafa verið ánægt með uppátækið, en um 700 manns tóku þátt. „Það hefur verið mikil gleði hérna,“ segir Anna Lilja. Spurð hvort hún hafi orðið vör við óánægju með lokanir svarar hún: „Við höfum heyrt óánægju- raddir með lokanirnar. Það var s.s. við því að búast, en það er margt sem hefði mátt gera betur í þeim efnum. Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum viðburðinn og þó að við höfum reynslu af viðburðahaldi er þessi að mörgu leyti öðruvísi. Það skal alveg við- urkennast að þetta hefði mátt fara betur.“ Þrír hjólreiðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa slasast í keppninni, en einn þeirra hlaut talsvert höfuðhögg þegar hann féll af hjóli sínu við Nesjavelli. Margir ósáttir við lokanir  Helstu götum Reykjavíkur lokað vegna hjólreiða Morgunblaðið/Árni Sæberg Reiðhjólafólk Um 700 manns tóku þátt í viðburðinum Tour of Reykjavík og á lokasprettinum var hart tekist á. Engir fundir voru í kjaradeilu Félags grunn- skólakennara og sveitarfélaganna um helgina. Ólaf- ur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakenn- ara, sagði ólíklegt að viðræður yrðu alveg á næstunni. „Nú þurfum við að setjast niður og hugsa allt upp á nýtt,“ sagði Ólaf- ur. Hann taldi líklegt að sú vinna stæði næstu 2-3 vikurnar að minnsta kosti. Grunnskólakennarar hafa ekki ákveðið neinar aðgerðir til að þrýsta á viðsemjendur sína. Ólafur sagði að ef gripið yrði til slíkra aðgerða þyrftu þær að eiga sér langan að- draganda. „Það þyrfti heilmargt að gerast áður en gripið yrði til að- gerða. Við erum ekkert komin þang- að,“ sagði Ólafur. Sem kunnugt er hafa grunnskólakennarar nýverið fellt kjarasamning í tvígang, síðast 5. september sl. gudni@mbl.is Kennarar ráða ráð- um sínum Ólafur Loftsson  Ekki fundað með grunnskólakennurum Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Ég held að húsið sé algjörlega búið að sanna sig,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar, eftir tvenna vel heppnaða tónleika Justins Bieber í Kórnum í Kópavogi. „Allt skipulag gekk mjög vel upp. Við lokuðum fullmikið fyrri daginn og breyttum skipulaginu í framhaldinu. Fífuhvammsveginum var haldið opnum þá, þannig að seinni daginn náðum við að leysa þessar stíflur sem mynduðust fyrri daginn. Fólk streymdi í strætisvagnana mjög kerfisbundið. Fyrri daginn var búið að tæma húsið á 13 mínútum. Síðasti maður í strætó var kominn upp í einni klukkustund og sex mín- útum eftir að tónleikunum lauk. Þetta gekk líka allt upp tæknilega séð. Skiptingin á gólfinu í svæði er vel heppnuð. Loftræstikerfið virkar frábærlega. Við vorum búin að átta okkur á því á Timberlake-tónleikun- um. Þetta er öflugt kerfi, það er aldr- ei heitt þarna. Við erum ánægð,“ segir Ármann. Ánægja í Kópavog- inum með tónleikana  Skipulagið í kringum Bieber gekk upp Morgunblaðið/Ófeigur Bieber Ekkert vesen í Kórnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.