Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Farþegar sem héldu til Rómar á þriðjudaginn með flugfélaginu WOW air þurftu að búa við fata- skort í dágóðan tíma vegna þess að ferðatöskur skiluðu sér ekki á áfangastað. Mistök á tveimur flug- völlum urðu til þess að sumir hafa eytt hálfu fríinu í sömu fötunum. Mbl.is hafði samband við farþega sem var einn af þeim síðustu sem fengu töskurnar afhentar. Hann sótti þær á flugvöllinn í gær, fjórum dögum eftir brottför. Hann fer aft- ur til Íslands á morgun. Farþeginn sagði að 40 töskur hefðu ekki kom- ist á leiðarenda. Síðan hefðu far- þegar fengið þær upplýsingar nokkrum dögum síðar að 32 töskur hefðu komist til Rómar, en átta töskur orðið eftir. Hann segir flug- félagið ekkert frumkvæði hafa haft að því að upplýsa farþega. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, sagði að ástæða þessa væri mistök á Kefla- víkurflugvelli og flugvellinum í Genf í Sviss, en þangað var farið með töskurnar frá Íslandi. Töskurnar skiluðu sér seint  Í sömu fötunum í Róm í marga daga WOW Farþegar félagsins í Róm biðu lengi eftir ferðatöskum sínum. Hæstiréttur hefur fallist á kröfu eigenda lands Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit um að dómkvaddir verði matsmenn til að meta jarðhitasvæði þeirra og jarðhitaréttindi Lands- virkjunar og ríkisins við Kröflu og Bjarnarflag. Ríkið keypti fyrir mörgum árum jarðhitaréttindi við Bjarnarflag og á Kröflusvæðinu og seldi þau seinna til Landsvirkjunar. Landeig- endur Reykjahlíðar eiga jarðhita- réttindi utan við afmarkað svæði Landsvirkjunar og vilja nýta það eða fá greiðslur fyrir nýtingu þess. Þeir telja að jarðhitageymirinn sé sameiginlegur og vilja fá mat á það hvort réttindi þeirra verði aðskilin frá réttindum Landsvirkjunar. Sé það ekki hægt, eins og þeir telja lík- legast, eigi að meta hvernig hag- kvæmast sé að hagnýta réttindin og hver réttur hvers og eins þá væri. Hagkvæmni nýtingar metin Hluti landeigenda Reykjahlíðar óskaði eftir tilnefningu dóm- kvaddra matsmanna, eins og þeir töldu sig eiga rétt á samkvæmt samningum og landslögum. Héraðsdómur Norðurlands úr- skurðaði að matið mætti fara fram að hluta. Kröfurnar voru þær að ef ekki væri hægt að aðskilja nýt- inguna yrði metið hvernig hag- kvæmast væri að hagnýta jarð- hitaréttindin og hver væri hlutfallslegur réttur sérhvers eig- anda jarðhitaréttindanna. Héraðs- dómur heimilaði ekki að spurningin um hagkvæmni hagnýtingarinnar yrði lögð fyrir matsmennina en Hæstiréttur taldi rétt að leggja all- ar spurningarnar fyrir. Hæstirétt- ur vísaði til ákvæða laga um að við ágreining um nýtingu auðlindar skuli afla mats um hvernig hag- kvæmast væri að nýta hana og hver væri hlutfallslegur réttur hvers og eins. Þessu til stuðnings vísaði Hæsti- réttur til þess að hlutfallslegur rétt- ur hvers og eins yrði ekki metinn nema fyrir lægi hvernig hagkvæm- ast væri að nýta réttindin. helgi@mbl.is Fá mat á jarðhitaréttinum á Kröflusvæðinu Morgunblaðið/Birkir Fanndal Bjarnarflag Ríkið keypti jarð- hitaréttindin og seldi Landsvirkjun.  Landeigendur vildu láta meta hvort réttindi þeirra verði aðskilin frá réttindum Landsvirkjunar Sigurður Ingi Jó- hannsson for- sætisráðherra hélt af stað í gær í opinbera heim- sókn til Dan- merkur í boði Lars Løkke Rasmussen for- sætisráðherra Danmerkur. Forsætisráð- herra mun í heimsókninni eiga fundi með Rasmussen og eiga einkasamtal við Margréti Danadrottningu ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins. Jafnframt mun forsætisráðherra heimsækja Kaupmannahafnarhá- skóla, Árnasafn og Jónshús og hitta Íslendinga búsetta í Danmörku. Heimsókninni lýkur miðvikudag- inn, 13. september. Forsætisráð- herra til Danmerkur Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.