Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 VALENCIA 8. október í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 57.950 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Holiday Inn Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð irá sk ilja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 57.950 m/morgunmat Helgarferð til ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TIFY RI R2 1 áflugsæti m/gistingu Anna Lilja Þórisdóttir Jón Birgir Eiríksson Nú liggur fyrir hverjir muni skipa efstu sætin á 31 framboðslista víða um land fyrir alþingiskosningarnar í haust og er ýmist um að ræða niðurstöður prófkjara eða annars konar val á lista. Samkvæmt því munu konur leiða níu lista og karlar 22. Af þeim níu listum sem konur munu leiða eru átta lagðir fram í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur. 21 kona og tíu karlar eru í öðru sæti á framboðs- lista, tíu konur og 20 karlar eru í 3. sæti, en á einum listanum hefur einungis verið skip- að í tvö efstu sætin. Niðurstöður prófkjara Sjálf- stæðisflokksins í Suður- og Suðvest- urkjördæmi lágu fyrir á laugardag og einnig niðurstaða í flokksvali Samfylkingar í Reykjavík, Suð- vestur- og Norðvesturkjördæmi. Dræm kosning þingkvenna Talsverða athygli vakti um helgina hversu fáar konur verma efstu sæti á listum sjálfstæðis- manna í þessum tveimur kjör- dæmum, en efsta konan í Suð- vesturkjördæmi varð Bryndís Haraldsdóttir í fimmta sæti og í Suðurkjördæmi varð Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hlutskörpust kvenna. Hún endaði í fjórða sæti og tilkynnti í kjölfarið að hún hygðist hætta þátttöku í stjórnmálum. Aðrar sitjandi þingkonur fengu dræma kosningu. Unnur Brá Kon- ráðsdóttir endaði í fimmta sæti eftir að hafa sóst eftir öðru sæti og Elín Hirst náði ekki einu af sex efstu sætunum í Suðvesturkjördæmi, en hún sóttist eftir öðru til þriðja sæti. Valgerður Gunnarsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks í Norðaustur- kjördæmi, féll niður um sæti eftir að kosið var á kjördæmaþingi flokksins þar um þarsíðustu helgi. Sóttist hún eftir öðru sæti en endaði í því þriðja. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hafa ályktað um listana og gagnrýnt þá fyrir að þar séu fáar konur í efstu sætum. Krafa er uppi um að þeir verði endurskoðaðir. Í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi endaði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður flokks- ins, í þriðja sæti, en hún sóttist eftir forystusæti. Ákvað hún að hafna sætinu og segja skilið við stjórn- málin. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður flokksins, endaði í fjórða sæti en sóttist eftir fyrsta eða öðru sæti. Ekki jafnræði í dómi kjósenda Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur segir að mögulega hafi það haft áhrif að dómur kjósenda sé misjafn í afstöðu sinni til karla og kvenna. Umræðan sé þó ekki ný af nálinni hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. „Það má benda á að niðurstöður rannsókna á ýmsum sviðum þjóð- félagsins sýna að önnur viðmið eru notuð um konur en karla um frammistöðu og hæfni og að karlar hafi ágætis forskot á konur,“ segir hún en bætir við að frambjóðendur þurfi að hafa fyrir því að ná í at- kvæði og vekja athygli á sér á kjör- tímabilinu. „Einhverjir benda á að það sé erfiðara fyrir konur að komast að í fjölmiðlum en karla. Ragnheiður El- ín er ráðherra og hefur því verið talsvert í fjölmiðlum. Unnur Brá er formaður nefndar og sem slíkur bar svolítið á henni líka,“ segir Stefanía. Erfitt geti verið að vera almennur þingmaður í stjórnarmeirihluta og að frambjóðendum hafi tekist mis- vel að mynda sér sérstöðu á kjör- tímabilinu. „Það er erfitt að fara fram með mál til að vekja athygli á sér sem einstaklingur. Maður er að bakka upp meirihlutann,“ segir hún. Spurð hvort líklegt sé að list- unum verði breytt til að tryggja jafnt kynjahlutfall segir Stefanía að það geti reynst flókið mál, vand- meðfarið sé að breyta listunum afturvirkt. Fullmótaðir listar á næstunni Framboðslistar Pírata í öllum kjördæmunum sex liggja nú fyrir og er það eini flokkurinn sem hefur birt alla lista. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins hefur verið haldið í öllum kjördæmum en eingöngu liggur fyr- ir hverjir munu skipa efstu sætin, einn listi Framsóknarflokksins hef- ur verið birtur og fyrir liggur hverj- ir verða í efstu sætunum í tveimur kjördæmum til viðbótar, Vinstri græn hafa birt tvo fram- boðslista og í dag verða tillögur uppstillingarnefndar að listum VG í Reykjavíkurkjördæmunum lagðar fyrir félagsfund. Dögun hefur til- kynnt um skipan í fimm efstu sætin í báðum Reykjavíkurkjördæm- unum, efstu sætin á listum Samfylk- ingar liggja fyrir í fimm kjör- dæmum, Björt framtíð hefur kynnt sex efstu frambjóðendur í öllum kjördæmum og Viðreisn hefur til- kynnt þrjú efstu sætin í einu kjör- dæmi og mun í dag kynna fullskip- aða lista í öllum kjördæmum. Fáar konur í efstu sætum  Ein kona leiðir lista utan Reykjavíkurkjördæmanna  Reyndum þingkonum var hafnað um helgina  Segir verk karla og kvenna metin á mismunandi hátt Hlutfall kvenna í 1. sæti þeirra lista sem nú eru komnir fram Karlar og konur sem leiða þá fram- boðslista sem nú eru komnir fram: 100 80 60 40 20 0 33% 17% 50% 20% 0% 50% 33% 0% Stefanía Óskarsdóttir „Ég held að það sé orðið þannig hjá okkur að þessi kynjakvóti, hann er farinn að bitna frekar á konum. Það þarf að færa þær til þannig að ég held að hann hafi skilað þeim ár- angri sem ætlað var,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún skipaði 2. sætið á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður í síðustu kosning- um, sóttist eftir 1. sæti núna en hafnaði í fimmta eftir flokksvalið á laugardaginn. „Ef ég á að komast á þing þá er mjög á brattann að sækja,“ segir hún. Össur Skarphéð- insson hlaut 1. sætið í flokksvalinu í Reykjavík og Árni Páll Árnason var í 1. sæti í flokksvalinu í Suðvest- urkjördæmi. Kynjakvóti er farinn að bitna á konum Valgerður Bjarnadóttir „Mér sýnist á öllu að það sé kannski að koma að ein- hverju uppgjöri, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, og vísar í máli sínu til þeirrar stöðu sem nú er uppi meðal for- ystu Framsóknarflokksins. Hún segir núverandi formann og vara- formann flokksins báða vera „stórkostlega menn“. Uppgjör virðist í uppsiglingu Sigrún Magnúsdóttir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, sem átti sæti í kjör- dæmisráði Norðvesturkjördæmis, segist hafa mistúlkað orð Birgittu Jónsdóttur í símtali þeirra, en hann sagði Birgittu hafa reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða fundar sem Ágúst átti við Birgittu á laugardag en Ágúst mun þó draga sig út úr stjórnmálunum að svo stöddu. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að draga sig í hlé segist hann þurfa á hvíld að halda og hyggjast einbeita sér að sveitar- stjórnarmálum í heimabyggð sinni, Borgarbyggð. Hann stendur þó við gagnrýni sína á kosningastjóra Pírata, Jó- hann Kristjánsson, sem hann segir ekki fylgja gildum Pírata. „Persónulega finnst mér hann vera vanhæfur sem kosningastjóri fyrir Pírata vegna þess að hann verður að vera með þessi gildi okk- ar á lofti þótt hann sé að vinna að kosningabaráttu,“ segir Ágúst. Hyggst skrá sig úr flokknum Hafsteinn Sverrisson, fyrrver- andi varaformaður Pírata í Norð- vesturkjördæmi, sem varð í þriðja sæti í prófkjörinu í kjördæminu, heldur sig við frásögn sína af ónefndu forystufólki í flokknum auk Birgittu. Hann hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum í flokknum og hyggst skrá sig úr honum. Hafsteinn fékk símtal frá ónefnd- um varamanni í framkvæmdaráði Pírata en sjálfur vill hann þó ekki nafngreina þá sem stóðu að því að koma Gunnari Ingiberg Guðmunds- syni, fyrrverandi gjaldkera Pírata, ofar á listann. „Það sem er sagt við mig í símtali er: „Hafsteinn minn, ert þú tilbúinn að víkja úr þriðja sæti til að koma Gunnari Ingiberg ofar?“ segir Haf- steinn. „Við erum búin að eiga miklar umræður um þetta. Við reyndum eins og við gátum að fá þá sem báru ábyrgð á þessari fram- kvæmd að stíga fram og bera ábyrgð á sínum gjörðum. Það koma bara útúrsnúningar, falsheit og lygar. Ég hef síðan verið sakaður um rógburð,“ segir hann. Meinaður aðgangur að samráði Hafsteinn segir að stuttu eftir fund Ágústs og Birgittu í fyrradag hafi honum verið meinaður að- gangur að lokuðum hópi Pírata á Facebook, „Samráði Pírata“, án þess að skýringar fylgdu. Lilja Magnúsdóttir, sem sat í kjördæmisráði Pírata í Norðvestur- kjördæmi, sendi tilkynningu til fjöl- miðla fyrir helgi, þar sem hún sak- aði Birgittu Jónsdóttur um að hafa hvatt frambjóðendur í efstu sætum lista kjördæmisins til að víkja úr sætum sínum. Hún hefði síðar beitt sér fyrir því að listanum yrði hafn- að þegar hann var borinn upp til samþykktar á landsvísu. Mistúlkaði samtal við Birgittu  Heldur til streitu gagnrýni á kosningastjóra Pírata Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði fyrir konur. Útkoman sé þó ekki lýsandi fyr- ir öll kjördæmi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagðist ekki útiloka að blönduð leið uppstillingar og prófkjörs gæti orðið raunin í framtíðinni. „Það á alls ekki að líta svo á að prófkjör séu hin eina rétta leið, ég er alls ekki sammála því. Þau hafa ótvíræða kosti, sérstaklega þegar um er að ræða oddvitaslag eða slag um sæti, en í öðrum tilvikum hafa þau mjög skýra galla,“ sagði hún. Ólöf sagði að kjördæmin réðu því hvernig gengið væri frá framboðs- listum. Nú væri það verkefni næst á dagskrá. Ólöf kvaðst telja mikilvægt að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins endurspegluðu þá miklu breidd sem væri í flokknum, konur og karla, unga og aldna og fólk með ólíka reynslu. Það hlyti að vera leiðarljósið. Listar endurspegli breiddina ÓLÖF NORDAL, VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Alþingiskosningar 2016 Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, gefur kost á sér til emb- ættis formanns Framsókn- arflokksins, en sitjandi formaður er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Formannskjör fer fram á flokksþingi Framsóknar sem boðað er dagana 1.-2. október. Fari annar öflugur einstaklingur fram gegn sitjandi formanni segist Sveinbjörn ætla að draga sig í hlé. Býður sig fram gegn sitjandi formanni Sveinbjörn Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.