Morgunblaðið - 27.09.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
Það er margt sem glepur hugann sem hægt er að
finna í snjallsímanum sem gaman er að skoða,
sérstaklega þegar maður er ungur og er mögu-
lega á leiðinni heim úr skólanum. Þegar svo ber
undir er ekki síðra að hreiðra um sig í blóma-
breiðu í dreggjum sumarsins og gleyma sér um
stund. Landsmenn geta haldið áfram að njóta
fallegu haustlitanna en hæglætis veðri er spáð
næstu daga en þó kólnar.
Rýnir inn í framtíðina á blómabreiðu
Morgunblaðið/Eggert
Litríkir haustlitir í dreggjum sumarsins
Kristina EA 410 landaði 2.340 tonn-
um af heilfrystum makríl í Nes-
kaupstað sl. sunnudag. Þetta er
stærsti farmurinn sem þetta
stærsta fiskiskip landsins hefur
landað á Íslandi.
Kristján Vilhelmsson, útgerðar-
stjóri Samherja, sem gerir skipið
út, sagði að þeir á Kristinu EA
hefðu verið tólf daga að stútfylla
skipið. Í áhöfn eru 34 manns og var
unnið dag og nótt við frystinguna.
Að meðaltali voru fryst 195 tonn af
makríl á sólarhring. Aflinn fékkst í
svonefndri Síldarsmugu, sem er al-
þjóðlegt hafsvæði austan við ís-
lensku efnahagslögsöguna. Krist-
ina EA á eftir um 2.500 tonna
makrílkvóta og mun skipið halda
áfram veiðum til að klára hann.
Aflinn var settur í frystigeymslu í
Neskaupstað og verður fluttur
fljótlega á markað. Kristján sagði
að framan af makrílvertíðinni hefði
gengið hægt að afsetja afurðirnar
en undanfarið hefði það gengið bet-
ur. Makríllinn fer m.a. til Afríku,
Asíu og Úkraínu í Evrópu. Kristina
EA er 105 metra langur og tæplega
4.300 brúttórúmlesta frystitogari.
Skipið hét áður Engey RE og var
smíðað á Spáni árið 1994. Samherji
keypti skipið af HB Granda árið
2007. gudni@mbl.is
Metlöndun á frystum makríl
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Norðfjörður Kristina EA lá við bryggju í Neskaupstað í gær.
Kristina EA land-
aði 2.340 tonnum
Hæstu tré sem vaxa á Vest-
fjarðakjálkanum nálgast nú tutt-
ugu metra hæð og má búast við
að þeirri hæð verði náð á næsta
ári. Nánast hníf-
jafnt er nú í
kapphlaupi
alaskaaspar í
Dýrafirði og
sitkagrenis í
Reykhólasveit,
segir á vef
Skógræktar-
innar.
Starfsfólk
landshlutaverk-
efna í skógrækt
sem nú eru hluti af hinni nýju
stofnun, Skógræktinni, funduðu á
Reykhólum fyrir nokkru og í
tengslum við landsmótið var efnt
til trjámælinga þar sem vitað var
um hæstu tré á Vestfjarðakjálk-
anum. Myndarleg alaskaösp við
Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði
mældist 19,7 metrar og hefur
hækkað um 140 sentímetra á
tveimur sumrum. Sitkagrenitré í
Barmahlíð í Reykhólasveit mæld-
ist nú 19,6 m og hefur bætt við sig
60 cm síðustu tvö sumur. Grenið á
væntanlega eftir að taka út hag-
stætt sumarið 2016.
Hæsta tré á Íslandi er talið vera
sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri,
27,3 m.
Hæstu tré á
Vestfjörðum að
ná 20 metrum
Alaskaösp við Mið-
bæ í Haukadal.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þrjú samverkandi atriði urðu til
þess að sjór komst í sanddæluskipið
Perlu í Reykjavíkurhöfn hinn 2. nóv-
ember í fyrra með þeim afleiðingum
að skipið sökk. Dráttarbáturinn
Magni var að færa skipið úr Slippn-
um að Ægisgarði þegar það sökk.
Þetta er niðurstaða skýrslu sem
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur birt.
Niðurstaða nefndarinnar er eft-
irfarandi:
Blöndunarloki var opinn og
sjór streymdi inn í lest skipsins.
Opið var niður í botntank undir
lest vegna viðgerða á tankþilfari.
Mannop í rými í framskipi nið-
ur í sama botntank var opið.
Við þessar aðstæður fylltist ekki
einungis lestin heldur allt framskip-
ið af sjó og það sökk eftir sjósetn-
ingu.
Sérstök ábending nefndarinnar er
sú að mikilvægt sé að skýrar verk-
lagsreglur séu til um sjósetningu og
slipptökur og gátlistar notaðir til að
tryggja öruggt verklag.
Blöndunarlokinn sem um ræðir
var framarlega í skipinu og notaður
til að taka inn sjó í lestina til blönd-
unar við farm (jarðefni) til að auð-
velda losun með dælingu. Fram kom
hjá skipstjóra skipsins að hann hefði
opnað blöndunarlokann þegar skipið
var tekið í slipp eins og alltaf væri
gert við þær aðstæður. Skipstjórinn
var ekki um borð í skipinu við sjó-
setninguna og engar ráðstafanir
gerðar til að tryggja þéttleika lok-
ans. Stjórn á lokanum var í brú.
Einnig kom í ljós við rannsóknina
að ca100 x 50cm gat og tvö önnur
minni voru á tankþilfarinu ofan í
stokkinn, sem lá í gegn um alla lest-
ina, fyrir blöndunarlokann vegna yf-
irstandandi viðgerða. Til þess að
skoða innstreymið í lestina var gerð
tilraun með að opna blöndunarlok-
ann. Kom þá í ljós að sjór streymdi
inn í lestina í gegnum gatið á
stokknum og um öftustu stað-
bundnu lúgu á stokknum sem var
opin. Þaðan átti sjórinn greiða leið
niður í kjölfestugeymi í gegn um
viðgerðargötin á tankþilfarinu og
síðan upp um mannopið í framskip-
inu þegar sjávarhæðin jókst í lest-
inni.
Þrír menn voru um borð í Perlu,
vélstjóri skipsins og tveir starfs-
menn Stálsmiðjunnar Framtaks.
Ekki urðu slys á fólki og komust
mennirnir þrír sem voru um borð
klakklaust í land en tæpt var á því
þar sem skipið sökk mjög hratt, seg-
ir í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar. Perla var dæmd ónýt og seld í
niðurrif.
„Tilgangur þessarar skýrslu er
ekki að skipta sök eða ábyrgð og
skal henni ekki beitt sem sönnunar-
gagni í dómsmáli,“ segir í skýrslu
rannsóknarnefndarinnar.
Blöndunarloki Perlu var opinn
Sjór streymdi óhindrað inn í sanddæluskipið Perlu og hún sökk á skömmum tíma í Reykjavíkurhöfn
Morgunblaðið/RAX
Reykjavíkurhöfn Perla sökk við Ægisgarð fljólega eftir sjósetningu.
Fram kom í máli hafnaryfir-
valda að ekki hefðu verið neinar
sérstakar reglur til um mönnun
skipa við slipptökur eða sjósetn-
ingar frá þeim en ástæða væri til
að endurskoða það.
Samkvæmt verklagi slippsins
eru eigendur skips ávallt áminnt-
ir um að manna skip þannig að
sigling og/ eða flutningur þess
úr slipp sé öruggur. Skipum er
ekki slakað nema samþykki
skipsmanna liggi fyrir.
Ekki var til sérstök viðbragðs-
áætlun vegna sjósetninga hjá
slippnum og ekki voru notaðir
gátlistar við slipptökur eða sjó-
setningar. Í ráði væri að gera
slíkt í framtíðinni
Verklagið
endurskoðað
SLIPPTÖKUR/SJÓSETNING