Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Rúmlega tvítugur karlmaður, sem ók bíl sínum á 171 km hraða á Reykjanesbraut um helgina, reyndist vera með meint kannabis í hanskahólfi bíls síns. Jafnframt fundu lögreglumenn á Suðurnesj- um 10 lítra fötu í bifreiðinni. Var fatan full af meintum spíra. Ökumaðurinn viðurkenndi eign sína á efnum og vökva og jafn- framt á vog og kannabismyljara sem einnig fundust í bifreiðinni. Maðurinn var ekki með ökuskír- teini meðferðis. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðakstursins. Grunur leik- ur á að hann hafi verið undir áhrif- um vímuefna undir stýri. Með kannabis og spíra á 171 km hraða SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Undanfarna daga hefur mikil aðsókn erlendra ferðamanna verið í norður- ljósaferðir, enda skilyrði til skoðun- ar þeirra einstaklega góð, þó hefð- bundið tímabil norðurljósaferða hefjist ekki fyrr en um næstu mán- aðamót. Talsmenn tveggja ferða- skrifstofa segja sífellt fleiri erlenda ferðamenn koma hingað til lands í þeim megintilgangi að sjá ljósin dansa um himininn og fjölbreytt úr- val er af ýmiskonar ferðum sem tengjast norðurljósaskoðun. Á vef Veðurstofu Íslands er spáð fyrir um virkni norðurljósa nokkra daga fram í tímann. Spáin er gefin upp á talnabilinu 0-9, sem byggist á svokölluðum kp-kvarða sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni. Á vefsíðunni segir að algengast sé að gildið sé 0-3 og mjög sjaldgæft að það nái hæstu tölunum. Þar má sjá að í kvöld er spáð tölunni 4 sem stendur fyrir talsverða virkni og annað kvöld hljóðar spáin upp á 6 sem stendur fyrir mikla virkni. Við fljótlega leit á netinu finnast fjölmörg fyrirtæki sem bjóða upp á norðurljósaferðir af ýmsum toga, eitt þeirra er Reykjavík Excursions. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að það sé komið að norðurljósunum aft- ur,“ segir Kristján Daníelsson, sölu- stjóri fyrirtækisins, sem býður upp á ýmiskonar norðurljósaferðir, m.a. á sjó og í heitum laugum. „Við byrjum á þessum ferðum í lok ágúst og svo verður aukning eftir því sem dimmir meira. Þetta fer svo af alvöru af stað hjá okkur í október og við bjóðum vanalega upp á norðurljósaferðir fram í mars.“ Víða má sjá norðurljósin Nokkuð mismunandi er hversu margir eru í norðurljósaferðum á vegum fyrirtækisins hverju sinni, en að sögn Kristjáns eru rúturnar í ferðunum sjaldan færri en fimm í einu og allt upp í 20. Í hverri rútu eru 50-70 farþegar og samkvæmt þessu geta allt að 1.400 ferðamenn verið í einu í norðurljósaferðum fyr- irtækisins. Því má áætla að þegar norðurljósaferðir allra ferðaskrif- stofa eru teknar saman fari a.m.k. vel á þriðja þúsund ferðamenn í norðurljósaferðir á hverjum degi. Kristján segir að góð norður- ljósasýn sé á ýmsum stöðum í akst- ursfæri við höfuðborgarsvæðið og nefnir þar m.a. Borgarfjörð, Hellis- heiði, Þrengslin, Reykjanes og Gróttu. „Svo eru vitarnir mjög vin- sælir til norðurljósaskoðana,“ segir hann. Engin trygging fyrir ljósasýn Að sögn Kristjáns verður talsvert vart við að erlendir ferðamenn komi hingað til lands í þeim megintilgangi að sjá norðurljósin. Ekki er hægt að tryggja að ljósin beri fyrir augu í hverri ferð, enda um margslungið náttúrufyrirbæri að ræða, en hann segir að þau megi sjá í meirihluta ferðanna. „Ég get fullyrt að við sjáum þau oftar en við sjáum þau ekki. En það er auðvitað ekki hægt að tryggja það fyrirfram, ekki frek- ar en mörkin eru innifalin í fótbolta- leik. Þeim sem kaupa norðurljósa- ferð og sjá engin norðurljós er boðið að koma aftur.“ Annað fyrirtæki sem býður upp á norðurljósaferðir er Extreme Ice- land. Þar situr Björn Hróarsson fyr- ir svörum og hann segir að í fyrra- kvöld hafi fjórir bílar á vegum fyrirtækisins verið í norðurljósa- ferðum og að kvöldið áður hafi þeir verið sex. Í hverjum bíl eru 18 - 20 farþegar. „Við erum ekki stór ferða- skrifstofa, við erum pínupeð í þess- um norðurljósaferðum,“ segir Björn, sem segir eftirspurnina eftir ferðun- um vera áþekka og í fyrra og allur gangur sé á því hvort ferðamenn bóki ferðirnar með löngum fyrirvara eða ekki. „Sumir bóka með margra mánaða fyrirvara, aðrir stökkva til samdægurs þegar það lítur út fyrir fallega norðurljósasýn.“ Björn segir að fari svo að engin norðurljós beri fyrir augu ferða- mannanna sé þeim boðið upp á að koma aftur. „Flestir þiggja það – það er svo mikill áhugi á að sjá þetta náttúru- undur. Það eru yfirleitt bullandi ljós fyrir þá sem vita hvar á að leita að þeim. En það þarf að vera heiðskírt og svo er ekki alltaf.“ Norðurljósin seld oft á dag  Mikilli virkni norðurljósanna er spáð næstu daga  Mörg þúsund ferðamenn fara í skipulagðar norðurljósaferðir á degi hverjum  Yfirleitt „bullandi ljós“ fyrir þá sem vita hvar á að leita að þeim Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ljósadýrð loftið fyllir Þessi norðurljós léku um himininn yfir Héðinsfirði fyrir nokkru. Erlendir ferðamenn koma hingað til þess að sjá þessi undur. Kristján Daníelsson Björn Hróarsson Norðurljós myndast vegna truflana á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir frá sól- inni valda, samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands. Breytingar á segulsviðinu eru skráðar á segulmælingastöðvum víða um heim, ein þeirra er í Mosfells- bæ. Norðurljósaspá Veðurstofu er gerð á grundvelli þeirra mælinga, en einnig á grund- velli skýjafars og veðurs. Alveg trufluð norðurljós SEGULSVIÐ, SKÝ OG VEÐUR Norðurljós Þessi ljós lýstu upp himininn yfir Fljótum í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.