Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is B éBé er á Facebook, In- stagram, YouTube og einnig með vefsíðu þar sem áhugasömum er boðið að bjarga beltum, þeim sömu og oft hafa bjargað mannslífum. Bílbeltum nánar til tek- ið, enda er slagorð fyrirtækisins beltin bjarga, björgum beltunum. Afurð BéBé eru töskur fléttaðar og saumaðar úr notuðum bílbeltum, sem ella hefði verið fargað. Samfélagsmiðlarnir eru enn sem komið er helsti markaðsvett- vangur BéBé, fyrirtækis sem skóla- félagarnir Trausti Þór Þorsteins, Aníta Þórunn Þráinsdóttirog Ívar Dór Orrason stofnuðu í vor eftir frumkvöðlaáfanga í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. „Áfanginn er í boði hjá flest- um framhaldsskólum landsins og snýst um að nem- endur stofna sitt eigið fyrirtæki og framleiða vöru. Nemendum er skipt í hópa og lentum við Aníta Þórunn og Ívar Dór í sama hópi ásamt tveimur öðrum,“ útskýrir Trausti Þór. Þremenning- arnir ákváðu hins vegar að halda þróunarstarfinu áfram þegar áfanganum lauk, stofna alvöru fyrirtæki og hefja framleiðslu. Tveir bílar í tösku „Hópurinn var samstíga í að hafa umhverfisvernd og endurnýt- ingu að leiðarljósi og búa jafnframt til frumlega vöru, sem ekki ætti sér fyrirmynd á markaðnum. Fyrst datt okkur í hug að hanna tölvutöskur úr viði og nota bílbelti sem axlabönd, en við áttum ekki mikla peninga og allt benti til að þær yrðu of dýrar í framleiðslu og aukinheldur óþægilegar. Sú hug- mynd að gera tösk- ur eingöngu úr bíl- beltum kom tiltölulega seint fram í hugmyndaferlinu, en reyndist mikið gæfu- spor. Töskurnar eru bæði afar þægilegar og sporna aukinheldur við sóun, sem okkur finnst mjög mikilvægt,“ segir Trausti Þór og hefur tölur á takteinum máli sínu ti stuðnings. „Í fyrra var sex þúsund bílum fargað á Íslandi og um leið þrjátíu þúsund bílbeltum. Í eina tösku fara átta bílbelti eða belti úr tveimur bílum því yfirleitt eru fjögur í hverjum bíl.“ Bjarga bílbeltum og búa til töskur Frumkvöðlaáfangi í Menntaskólanum við Hamrahlíð var kveikjan að fyrirtæki, sem þau Trausti Þór Þorsteins, Aníta Þórunn Þráinsdóttir og Ívar Dór Orrason settu á laggirnar í vor. Þar eru þau allt í öllu og sitja löngum stundum við saumaskap og fléttugerð í kjallara einum í Kópavogi. Samvinna Frumkvöðlarnir ungu eru orðnir býsna flinkir að sauma. Tískutöskur Unhverfisvernd og endurnýting í hávegum höfð. Rúmlega hálf milljón safnaðist í bökunarmaraþoni Blaka, sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir, eigandi og stofnandi Blaka.is, hélt á heimili sínu í Kópavogi helgina 17.- 18. september. Allt söfnunarféð rennur til Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Í maraþoninu bakaði Lilja Katrín samfleytt í 24 tíma til styrktar Krafti og giskar hún á að um 400 manns hafi heimsótt hana þá helgina. Á heimili hennar söfnuðust um 320 þúsund krónur í beinhörð- um peningum en þeir sem sáu sér ekki fært að mæta lögðu rausn- arlega inn á styrktarreikning Krafts. Þegar allt er talið saman er þetta rétt rúmlega hálf milljón króna í söfnunarfé sem hún segir framar sínum björtustu vonum. Ekki aðeins safnaðist miklu meira en Lilja Katrín gerði ráð fyrir heldur vakti tiltæki hennar miklu meiri athygli en hún átti von á. Eft- ir að forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti hana í Melgerði á síðustu metrum bakst- ursins segist hún hafa gengið undir gælunafninu „Konan sem grætti forsetann“ – jafnt hjá kunningjum sem og ókunnugum. Þá hafi ís- lenskar konur sem búsettar eru er- lendis haft samband við hana vegna þess að þær vilja færa boð- skap hennar út fyrir landsteinana og halda bökunarmaraþon eftir hennar fyrirmynd á erlendri grundu. Lilja Katrín þakkar fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn, Berglindi Jónsdóttur fyrir að leyfa sér að deila hennar sögu en hún barðist fyrir lífi sínu þegar hún greindist með krabbamein sem barn, einnig öllum styrktaraðilum og ekki síst öllum þeim sem styrktu Kraft í þessu bökunarævintýri. Bökunarmaraþon Blaka til stuðnings Krafti Góður árangur Lilja Katrín glaðbeitt með hluta söfnunarfjárins. „Konan sem grætti forsetann“ safnaði rúmlega hálfri milljón Byrjendur jafnt sem snillingar í höndunum eru boðnir vel- komnir í Hitt húsið við Póst- hússtræti kl. 18 í dag, þriðju- dag 27. september. Þá er meiningin að hekla, prjóna eða sitja við ýmiskonar hann- yrðir yfir kaffi og spjalli í um tvo klukkutíma. Áherslan verður þó á hekl því boðið er upp á sýnikennslu í undir- stöðuatriðum listarinnar að hekla. Ef að líkum lætur verð- ur líka boðið upp á hnossgæti með kaffinu. Endilega . . . . . . heklið í Hinu húsinu Hannyrðir Hekl og prjón er skemmtileg dægradvöl fyrir bæði kynin. Heilsan verður í fyrirrúmi í Borgar- bókasafninu í Sólheimum í haust. Boðið verður upp á þrjá viðburði undir heitinu „Heilsan að hausti“. Fyrsti viðburðurinn er kl. 17.30 í dag, þriðjudag 27. september, en þá mun Sólveig Sigurðardóttir fræða gesti um hreint mataræði og fjalla um hvernig best sé að bera sig að við að elda hollan og góðan mat frá grunni. Sólveig gerði gagngerar breyt- ingar á lífi sínu árið 2012 og má fylgjast með henni og nýjum lífstíl hennar á Facebook-síðunni Lífstíll Sólvegar þar sem hún gefur upp- skriftir og skrifar ýmsar hugleiðing- ar sínar um mat og annað. Á síðunni kemur m.a. fram að hún hafi skráð sig á eins árs námskeið hjá Heilsu- borg í mars 2012 og hafi rúmlega þremur árum síðar verið búin að missa 50 kíló. „Lífið er gerbreytt,“ skrifar hún. Aðrir viðburðir sem Borgarbóka- safnið í Sólheimum býður uppá und- ir merkjum „Heilsan að hausti“ eru núvitund fimmtudaginn 27. október og jakkafatajóga fimmtudaginn 24. nóvember. Vefsíðan www.facebook.com/lifsstillsolveigar Hvernig á að elda hollan og góðan mat frá grunni? Morgunblaðið/Eggert Mataræði Haustið er góður tími til að taka mataræði sitt til endurskoðunar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.