Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Ófeigur Töskuhönnuðir og -framleiðendur Trausti Þór, Aníta Þórunn og Ívar Dór skarta eigin framleiðslu. Þau unnu frumgerðina algjör- lega sjálf og þurftu að prófa sig tölu- vert áfram áður en þau voru ánægð; hreinsa beltin, mæla, klippa, flétta og síðast en ekki síst að læra að sauma. „Aníta Þórunn var sú eina sem kunni svolítið að sauma og ein- hver í hópnum útvegaði saumavél,“ segir Trausti Þór og lætur þess get- ið að strákarnir hafi verið fljótir að læra handbrögðin og gefi Anítu Þór- unni nú lítið eftir í saumaskapnum. Viðurkenning fyrir sjálfbærni En fyrst lá leiðin í Vöku. Þar var tekið ljúfmannlega í erindi þeirra og nægt hráefni á boðstólnum gegn vægu gjaldi. Í fyllingu tímans þegar varan var orðin frambærileg tefldu þau henni fram í keppni Juni- or Achievement Ísland – Ungir frumkvöðlar 2016, sem allir í frum- kvöðlaáföngum framhaldsskólanna, um 70 hópar, tóku þátt í og Nýsköp- unarmiðstöð Íslands stóð fyrir. „Við vorum meðal þeirra 15 sem komust áfram og bauðst að kynna vöruna fyrir fjárfestum auk þess sem við fengum viðurkenningu fyrir áherslu á sjálfbærni í vöruþróun, “ segir Trausti Þór og jafnframt að tösk- urnar hafi vakið mikila athygli á uppskeruhátíð í Smáralind í apríl. „Þá sýndu 35 fyrirtæki, sem þátt tóku í áfanganum, vörur sínar á jafn- mörgum básum.“ Viðtökurnar gáfu þeim byr und- ir báða vængi og síðan hafa þau setið löngum stundum og saumað í kjall- aranum heima hjá Anítu Þórunni þar sem þau hafa þrjár saumavélar til afnota og ráðið ráðum sínum um vöruþróun, hönnun og markaðs- setningu og allt sem því fylgir að reka alvörufyrirtæki. Verkaskipt- ingin er ekki niðurnjörvuð, en mark- aðsmálin hafa þó svolítið fallið í hlut Trausta Þórs undanfarið. „Við erum í viðræðum við nokkrar hönnunar- verslanir, en höfum fram til þessa aðallega selt og auglýst á netinu, enda höfum við ekki mikil fjárráð. Til dæmis höfum við fengið fólk sem er vinsælt á samfélagsmiðlum til að auglýsa töskurnar og borgum því fyrir með töskum.“ Eilífðartöskur Frumkvöðlarnir ungu eru allir í námi, Trausti Þór á tvö ár í stúd- entspróf, Ívar Dór er á síðasta ári og Aníta Þórunn á fyrsta ári í tölvunar- fræði í Háskóla Íslands. Drjúgur tími fer í töskugerðina, lauslega ág- iskað þrír tímar í hverja tösku sem þau þurfa að vinna í sameiningu því ekki er eins manns verk að flétta saman níðsterk bílbelti, hefta og sauma síðan saman og fóðra, en það síðastnefnda er tímafrekasta og mesta nákvæmnisvinnan. „Heilmikil kúnst, en við erum orðin býsna flink,“ segir Trausti Þór. „Við höfum mikinn áhuga á að halda starfinu áfram og erum með margar hugmyndir á prjónunum. Þótt tösk- urnar séu ætlaðar fyrir bæði kynin á öllum aldri, er raunin sú að þær eru vinsælli hjá stelpum og því erum við að þróa bakpoka úr bílbeltum sem líklegir eru til að falla meira í kramið hjá strákunum. Og svo erum við að pæla í að búa til töskur með renni- lásum en ekki segulsmellum eins og eru núna á þeim,“ segir hann og bætir við að BéBé-töskurnar séu sannkallaðar eilífðartöskur því þær séu með ólíkindum slitsterkar. Í fyrra var sex þúsund bílum fargað á Íslandi og um leið þrjátíu þús- und bílbeltum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti og viðtölum við forsvarsmenn hótelsins. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 22.00 Heimsókn á Hótel Selfoss í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 22.00 í kvöld. • Rekstur í rúm 30 ár • Stærsti gististaður á Suðurlandi • Vinsæll staður fyrir árshátíðir og ráðstefnur • Nýleg stækkun hótelsins um 40 herbergi Fyrir þá sem hafa gaman af að taka sér snúning er kjörið tækifæri að bregða sér í Dansverkstæðið við Skúlagötu 30 kl. 19 í kvöld, þriðju- dag 27. september og dansa í klukkutíma við dúndrandi tónlist. Á hverjum þriðjudegi er dansglöðu fólki boðið að koma þar saman, gleðjast og dansa af hjartans lyst. Dansað er í dimmu því öll ljós eru slökkt um leið og kveikt er á tón- listinni, en í hverri viku er nýtt mix og tónlist af ýmsum toga. Tíminn er ekki leiddur og því er hver og einn frjáls í myrkrinu og dansar bara nákvæmlega eins og honum er lagið. Þátttakendur þurfa að vera við- búnir því að svitna því fjörið getur verið býsna mikið. Tíminn kostar 1.000 krónur og aðeins er tekið við reiðufé. Hægt er að kaupa 5 skipta kort á 3. 000 kr. Nánari upplýsingar á www.fa- cebook.com/dansidimmu. Dansverkstæðið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sveifla Sæmi Rokk í sveiflu kringum 1960, líklega í Silfurtunglinu. Dansinn dunar í dimmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.