Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Enn snjallara heyrnartæki
Beltone Legend
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Samtök heimsminjastaða á Norður-
löndum voru stofnuð á Þingvöllum síð-
astliðinn föstudag.
Athöfnin fór fram í táknrænni út-
gáfu af hinni fornu Lögréttu sem
útbúin var á Neðri-Völlum. Unnið hef-
ur verið að undirbúningi samtakanna
um nokkurt skeið. Aðilar að samtök-
unum verða fulltrúar heimsminjastaða
á Norðurlöndunum en 40 heimsminjar
eru skráðar á Norðurlöndum og fleiri
tilnefningar í undirbúningi. Hin nýju
samtök munu vinna að faglegu sam-
starfi staðanna og vera vettvangur til
að vinna að kynningu og framgangi
heimsminjastaðanna, að því er fram
kemur í frétt á heimasíðu þjóðgarðsins
á Þingvöllum. Tveir Íslendingar eiga
sæti í 10 manna stjórn, Einar Á.E.
Sæmundsen og Ólafur A. Jónsson.
Frá árinu 1995 hafa stjórnendur
heimsminjastaða á Norðurlöndunum
komið árlega saman til fundar til að
ræða um stjórnun og starfsemi heims-
minjastaða. Ráðstefnan var að þessu
sinni á Íslandi og komu um 100 gestir
til ráðstefnunnar frá öllum Norður-
löndunum. Ráðstefnan var haldin í
Reykjavík en ferðir voru farnar til
Vestmannaeyja vegna Surtseyjar og
til Þingvalla. Báðir staðir eru á heims-
minjalista UNESCO.
Fjölgun ferðamanna rædd
Hluti ráðstefnugesta fór í tveggja
daga ferðalag fyrir ráðstefnuna yfir
Fjallabak í Landmannalaugar og að
Kirkjubæjarklaustri og svo þaðan aft-
ur til Reykjavíkur. Í þeirri ferð var
fjallað um nokkra þá staði sem eru á
yfirlitsskrá yfir heimsminjar, m.a.
Torfajökulsvæðið og Vatnajökuls-
þjóðgarð en einnig um þær áskoranir
sem fjölgun ferðamanna hefur haft á
Íslandi undanfarin ár.
sisi@mbl.is
Samtök
heimsminja-
staða stofnuð
Stofnfundurinn á Þingvöllum
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Stofnfundur Athöfnin fór fram í táknrænni útgáfu af hinni fornu Lögréttu sem útbúin var á Neðri-Völlum.
Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala
lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi
hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í
heilbrigðiskerfinu í skýrslu McKin-
sey um rekstur og stöðu Landspít-
alans. Mikill skortur sé á hjúkrunar-
fræðingum nú þegar og vanmat á
þeim skorti sé grafalvarlegt mál.
Í ályktuninni segir: „Skýrsla
McKinsey er langt frá því að greina
frá mönnunarvanda hjúkrunar á
Landspítala og víðar. Nýliðun hjúkr-
unarfræðinga er ekki í takt við
aukna þörf fyrir hjúkrunarfræðinga,
hvað þá þann atgervisflótta sem
raun ber vitni og þann fjölda hjúkr-
unarfræðinga sem fara á eftirlaun á
næstu árum. Brýn þörf er á að-
gerðaráætlun til að bæta mönnun í
hjúkrun nú og til framtíðar.“
Í skýrslunni sé fjallað um skort á
sérfræðilæknum og áhrif þess að
læknar þurfi að fara utan í sérfræði-
nám á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þá sé
áhersla lögð á nauðsyn þess að fjölga
sérfræðilæknum til að auka afköst,
viðhalda reynslu og jafnvel fækka
legudögum. Hjúkrunarráð tekur
undir þessar staðhæfingar í skýrsl-
unni. Álag á marga sérfræðilækna sé
mikið, sem bitni á skilvirkni, yfirsýn
yfir meðferð sjúklinga og flæði á
spítalanum.
Í skýrslunni komi fram að legu-
dagar á hvert stöðugildi hjúkrunar-
fræðinga séu um 75% fleiri á Land-
spítala en á samanburðarsjúkrahús-
unum tveimur og að yfirvinna
hjúkrunarfræðinga hér sé mikil. Þá
sé dregin sú ályktun að legudögum
megi fækka með fjölgun sérfræði-
lækna og þar með minnka þörf á
hjúkrunarfræðingum.
Furða sig á ráðleggingum
„Hjúkrunarráð furðar sig á þess-
um ráðleggingum og hefði viljað sjá
frekari rökstuðning. Í fyrsta lagi
hefði verið gagnlegt að sjá úttekt á
yfirvinnu hjúkrunarfræðinga og
kostnaði sem henni fylgir. Í öðru lagi
hvaða áhrif yfirvinna og hvíldartíma-
brot hafa á öryggi sjúklinga og
starfsmanna, gæði þjónustu, veik-
indi starfsfólks og hvíldartímarétt-
indi. Í þriðja lagi úttekt á hvort unn-
in yfirvinna nægi til að minnka álag
og halda nægum rúmafjölda opnum
á Landspítala. Í fjórða lagi saman-
burð á yfirvinnu á Landspítala við
samanburðarsjúkrahúsin. Þessa
þætti vantar í skýrsluna.
Hjúkrunarráð bendir líka á þá
staðreynd að útskriftir tefjast einnig
vegna skorts á hjúkrunarfræðingum
á öðrum þjónustustigum – eins og
endurhæfingu, hjúkrunarheimilum,
heilsugæslu og heimahjúkrun.“
Áhyggjur af litlu
vægi hjúkrunar