Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 17

Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hjálpargögn komust til fjögurra umsetinna borga í fyrsta skiptið í sex mánuði í Sýrlandi að því er Rauði krossinn tilkynnti í gær. Samkvæmt frétt BBC komst 71 flutningabíll með hjálpargögn til borganna Madaya og Zabadani sem eru í höndum uppreisnarmanna, en þær eru nálægt Damaskus. Um 40.000 búa í borgunum. Farmur bílalestarinnar var aðallega matur. Ástandið í umsetnu borgunum í Sýrlandi mjög slæmt Setið hefur verið um borgirnar frá því í júní árið 2015. Það vakti al- þjóðlega athygli í janúar á þessu ári þegar fréttir bárust af því að börn og gamalt fólk hefðu látist úr hungri í þessum borgum. Stjórn- arherinn lét þá undan þrýstingi og leyfði takmarkaðan flutning hjálp- argagna inn á svæðið. Núna var bílalest aftur leyft að fara inn á svæðið en þó ekki nema að á sama tíma færi bílalest með hjálpargögn til umkringdu borganna Foah og Kefraya sem eru undir yfirráðum stjórnar Assad. Þar búa um 20.000 manns. Í þessum borgum búa sjía- múslimar sem styðja flestir Assad, forseta Sýrlands. Ástandið hefur verið slæmt síðan uppreisnarmenn hófu umsátur um þessar borgir í mars árið 2015. Fyrir rúmri viku var ráðist á bílalest með hjálpargögn, sem varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hættu að flytja hjálpargögn í Sýr- landi í 48 klukkustundir. Í þeirri árás létust a.m.k. 12 manns. Ekki ljóst hver gerði árásina Bandaríkin og Rússland hafa stutt hvort sinn aðilann í þau fimm ár sem borgarastríðið hefur staðið yfir. Bandaríkin styðja uppreisnar- menn en Rússar styðja stjórn Assad. Þeir saka hvor annan um þessa árás á bílalestina. Árásin kom í framhaldi af því að vopnahléð var brotið og stjórnarher Assad hóf árásir á Aleppo á nýjan leik. Þótt Aleppo hafi verið stærsta borg Sýrlands og miðstöð viðskipta í landinu er hún orðin lítið annað en rústir í dag. Sumir velta því fyrir sér hvers vegna hún sé þá svo mikilvæg fyrir stjórnarher Assad, en borgin heldur áfram að vera hernaðarlega mikilvæg og táknræn fyrir þær sakir. Lítið um mat í Aleppo Í umfjöllun CNN um ástandið í Aleppo er henni lýst sem drauga- borg. „Allir eru að bíða eftir því að geta komist út úr Aleppo,“ segir hinn 28 ára gamli Monther Etaky í umfjölluninni, en hann á eiginkonu og son. „Það eru einvörðungu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar á ferðinni og undanfarna þrjá daga hafa sprengjuárásirnar verið skelfi- legar,“ segir hann. „Ég hafði vanist tunnusprengj- unum og náð að sofa þrátt fyrir þær en núna get ég ekki sofið, nýju flugskeytin eru svo hávær og hræðileg.“ Etaky segir að verð á matvælum hafi rokið upp úr öllu valdi. Fjöl- skylda Etakys treysti á linsubaunir, hrísgrjón og eggaldin. Í umfjöllun CNN segir að yfir 200 loftárásir hafi verið gerðar á Aleppo um helgina. Alla borgara- styrjöldina hefur hluti Aleppo verið í höndum uppreisnarmanna en hinn hlutinn í höndum stjórnarhersins. 13,5 milljónir þurfa aðstoð Sameinuðu þjóðirnar áætla að 13,5 milljónir manns þurfi aðstoð í Sýrlandi. Þar af eru 5,47 milljón manna á svæðum sem er mjög erf- itt að komast til og 600.000 þeirra á svæðum sem eru í umsátri. Norðmaðurinn Jan Egeland, sem hefur verið ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna í hjálparstarfinu í Sýr- landi, sagði að helsta vandamálið í landinu væri að þar væru saddir og vel nærðir embættismenn að leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að hjálpargögn kæmust til sveltandi fólks. Hjálpargögn komust til umsetinna borga í Sýrlandi  Árás á bílalest með hjálpargögn í síðustu viku stöðvaði aðstoð alþjóðasamtaka um tíma  Bílalestir aðallega með mat komust til fjögurra borga í gær AFP Grimmd Myndin sýnir sýrlenskar sveitir stjórnarhersins þegar þær náðu á vald sitt mikilvægri hæð norðan við Aleppo þaðan sem er gott útsýni yfir austurhluta borgarinnar þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Fátt annað komst að hjá helstu bandarísku sjónvarpsstöðvunum og netmiðlunum í gær en vangaveltur um sjónvarpskappræður milli fram- bjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump til forseta Bandaríkj- anna. Sjónvarpskappræðurnar hóf- ust klukkan eitt í nótt. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Trump náð að höggva þó nokkuð á fylgi Clinton undanfarnar vikur. Á vefritinu Politico var rifjað upp að fyrsti hálftíminn væri yfirleitt mikilvægastur í sjónvarpskappræð- um. Á fyrsta hálftímanum hefði Richard Nixon byrjað að þurrka svitann af enninu með vasaklútnum sínum sem þótti miður gott, á fyrsta hálftímanum hefði Al Gore byrjað að stynja og Gerald Ford komið með þá mishugsuðu setningu: „Það eru eng- in sovésk yfirráð yfir Austur-- Evrópu,“ sem fékk sjónvarpsáhorf- endur til að lyfta brúnum árið 1976. Aðeins tveir frambjóðendur Þáttastjórnandinn kunni Lester Holt hjá NBC-stöðinni stýrði kapp- ræðunum frá Hofster-háskólanum. Clinton og Trump voru aðeins tvö á sviðinu enda er reglan sú að fram- bjóðandi þurfi að hafa náð 15% fylgi í skoðanakönnunum til að komast í kappræðurnar. AFP Heimurinn fylgist með Í Katalóníu á Spáni er hefð fyrir því að búa til fígúr- ur fyrir jólin af frægu fólki með buxurnar niður um sig. Siður frá 18. öld. Spenna fyrir sjón- varpskappræður  Aðeins Clinton og Trump komust að Vandræði á lög- mannsstofu eru talin kveikjan að því að maður hóf skothríð við sólarupprás fyr- ir utan versl- unarmiðstöð í Houston í Texas í gærmorgun. Lögreglan hefur staðfest að níu hafi særst í árásinni. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn einn að verki Lögreglustjórinn Martha Mont- alvo segir að árásarmaðurinn hafi verið lögfræðingur. Lögreglan rannsakar hvort vandræði á lög- fræðistofu hans hafi orðið kveikjan að árásinni. Af þeim níu sem særðust í árás- inni voru sex fluttir á sjúkrahús en hlúð var að hinum á vettvangi. Einn er talinn í lífshættu og ástand ann- ars fórnarlambs er sagt vera mjög alvarlegt. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. BANDARÍKIN Skotárás í versl- unarmiðstöð í Texas Skotárásin sem var gerð í fyrra- kvöld í Malmö hefur leitt til eins andláts og þrír liggja særð- ir á spítala. Vitni segja að skotið hafi verið um 20 skotum á bíl á meðan fótboltaleikur stóð yfir á sunnudagskvöldinu á milli Malmö FF og Helsingborgs IF. Eitt vitni hélt því fram að skotið hefði verið úr Audi-bifreið sem síð- an keyrði á brott á miklum hraða. Sprengingar heyrðust stuttu síð- ar í hverfi ekki langt frá staðnum þar sem skotárásin átti sér stað. En í dag er talið að það sé ótengt og hafi líklegast bara verið flug- eldar. Atvikið átti sér stað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sprengja fannst við skóla í Gauta- borg. SVÍÞJÓÐ Skotárás í Malmö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.