Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fleyg urðuorð skálds-ins: „Eftir
að hrunið varð, sáu
allir það fyrir.“
Skilja má að
brennd hagfræðingabörn ver-
aldar, sem ekkert sáu, og af-
neituðu að auki kröftuglega
því sem blasti við sumum öðr-
um, vilji ekki lenda í sömu
gryfju aftur.
Delluspárnar um „Brexit“
hafa þó ekkert með þessa
sálarangist að gera. Þar var öll
efnahagselítan í stjórnmála-
legum erindum. Íslendingar
eiga minningar um framgöngu
sinnar elítu í Icesave-málinu.
Rétttrúnaðarmönnum þykja
þær svo óþægilegar að þeir
banna að minnst sé á þær.
Það er eftirtektarvert að
margvísleg hættumerki sem
birst hafa reglubundið að
undanförnu eru ekki barin nið-
ur eins og gert var í aðdrag-
anda efnahagskreppunnar
2007-8.
Þannig ríkir vaxandi óvissa
um efnahagslegan stöðugleika
í Kína. Fyrir örfáum áratugum
hefði tal í þá veru ekki skotið
alþjóðlegum jöfrum skelk í
bringu, þótt fjölmennasta ríki
heims ætti í hlut. En þá var
landið sitt eigið og aðeins létt-
tengt heiminum efnahagslega.
Það hefur gjörbreyst.
Bandaríkjamenn viður-
kenna að skuldsetning í kín-
versku efnahagslífi sé
áhyggjuefni og telja að spár
um öflugan hagvöxt séu mun
loftkenndari en áður. Og þar
sem kínverskt banka- og við-
skiptakerfi lýtur að lokum
ógagnsæjum ákvörðunum for-
ystu Kommúnistaflokks Kína
er torvelt að sjá viðbrögð
„kerfisins“ fyrir. Það er sam-
dóma álit að efnahagsbólan í
Kína muni springa. Spurning-
arnar sem því tengjast eru:
Hvenær, hve hár verður hvell-
urinn og hversu vel er heim-
urinn varinn fyrir þeim efna-
hagslega skjálfta?
Bjartsýnismenn vona að blaðr-
an springi ekki, en vindurinn
nái að leka úr henni á stýr-
anlegum hraða.
Evrusvæðið er í ógöngum.
Við bætist stjórnmálalegt upp-
nám álfunnar. Það eykur vand-
ann að staða kanslara Þýska-
lands og forseta Frakklands
hefur veikst síðustu misseri.
Þessi tvö, Merkel og Hollande,
hafa verið raunverulegir
stjórnendur álfunnar. Bakland
þeirra heima brast hins vegar
hjá báðum og þar með mynd-
ugleikinn gagnvart öðrum
ESB-ríkjum. Stórmál hrann-
ast upp og vottar ekki fyrir
lausnum. Efnahagur Ítalíu er
við þolmörk. Næsti nágranni
ESB hefur innanlandsfrið þess
í hendi sér, þar sem Merkel,
Hollande og
Juncker neyddust
til að setja allt sitt
traust á Erdogan
forseta Tyrklands,
svo halda mætti
milljónum flóttamanna innan
landamæra þess. Fyrir þá
fangelsun fékk hann fúlgur
fjár og loðin loforð um frjálsa
för Tyrkja um lendur ESB.
Seinna loforðið er upp í erm-
ina. En Erdogan er ekkert
lamb að leika sér við. Hann er
til alls vís sé á honum brotið.
Spyrjið bara tyrkneska herinn.
Það sýnir hve ástandið er
kvikt að vandamál eins banka í
Þýskalandi veikti alla markaði
álfunnar. Hlutabréf í Deutsche
Bank hafa fallið mjög að
undanförnu og tóku enn nýja
dýfu í gær. Þau eru nú þriðj-
ungi lægri en þau lögðust
lægst í bankakreppunni
2007-9. Síðasta ógæfa þýska
bankans var sú að bandarísk
dómsmálayfirvöld gerðu hon-
um að greiða 14 milljarða doll-
ara sekt fyrir vafasama við-
skiptahætti.
Verð bréfa í bankanum hafa
lækkað um meira en helming
það sem af er ári.
Rétt er að halda því til haga
að bankinn hafnar sektinni og
ætlar að taka slaginn fyrir
dómstólum. En jafnvel þótt
tækist að fá sektina lækkaða
verulega þar dugir það vart til.
Efnahagur bankans hefur
veikst mikið og sama er að
segja um traust fjárfesta í
garð hans. Frekari rannsóknir
á vafasömum viðskiptum
hanga yfir bankanum, þar á
meðal varðandi tengsl við
Rússland.
Það bætti ekki úr skák
þegar „traustar heimildir“
hermdu að Angela Merkel
kanslari útilokaði að nota rík-
isfé til að bjarga bankanum
fyrir haustkosningar á næsta
ári. Slík björgun gengi gegn
nýlegum reglum ESB og yrði
vont fordæmi gagnvart öðrum,
svo sem Ítölum. Í febrúar á
þessu ári fullyrtu yfirvöld að
staða bankans væri traust og
undirstrikuðu þannig yfirlýs-
ingar forsvarsmanna hans. Að-
eins fjórum mánuðum síðar
sagði Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn hins vegar að Deutsche
Bank væri ríkulegra áhyggju-
efni en nokkur annar banki og
vísaði þá ekki síst til þess
hversu mikil tengsl hans væru
við fjármálastofnanir víða um
heim.
Bandaríski bankinn Lehman
Brothers var ekki nafli heims-
viðskipta fyrir tæpum 10 ár-
um. En hann var í hlutverki
þúfunnar þegar þunga hlassið
valt.
Það er meðal annars þess
vegna sem margur er svo var
um sig núna.
Stendur gamla
kreppan enn eða er
von á nýrri?}
Aðvörunarmerki hræða
É
g hef verið að pæla í útlitsdýrkun
undanfarið og þessu „staðlaða“
útliti sem við eigum öll helst að
vera með. Flest viljum við líta vel
út og það er gott og blessað, og
skiljanlega vilja flestir vera hreinir og þokkalega
til fara. En við ráðum auðvitað ekki því sem okk-
ur var úthlutað í vöggugjöf og eru ekki allir
ánægðir með að vera með ættarnefið, lærin
hennar ömmu eða eyrun hans afa. Öll höfum við
eitthvert sérkenni og kannski er best að taka því
fagnandi. Því voðalega væri jú leiðinlegt ef við
værum öll eins!
Ég er til að mynda með ægilegar býfur, af
konu að vera. Fæturnir eru bæði breiðir og lang-
ir og henta illa fyrir pena skó, hvað þá hælaskó.
Með árunum hef ég lært að láta þetta ekki á mig
fá og hef ég fundið marga kosti við þessar býfur.
Til dæmis er ég mjög stöðug á fótunum. Dreifi þunganum
ágætlega á stórum iljunum. Þannig hef ég ekki haft miklar
áhyggjur af þessu enda lítilvægt atriði í stóra samhenginu
sem lífið er.
En það hefur stundum verið erfitt að finna skó því skó-
búðir taka ekki oft mörg pör í mínu númeri og hef ég stund-
um þurft frá að hverfa af því það er bara til í 39, í mesta lagi
40. Sennilega sparað stórfé í gegnum árin. En það hafa
stundum komið upp skemmtilegar senur vegna fótastærðar
minnar. Sennilegast var sú fyrsta þegar ég var um 16 ára og
átti stóra og fallega körfuboltaskó sem voru voða móðins ár-
ið 1983. Ég gisti eina nóttina hjá vinkonu og við létum ekki
mömmu hennar vita. Morguninn eftir kallar
móðir hennar með strangri röddu á hana, og
notaði m.a.s. millinafnið, sem aldrei er notað.
Vinkonan skildi ekkert hvað var í gangi en þá
vildi mamman vita hver ætti eiginlega þessa skó
í anddyrinu, hvaða karlmaður væri þarna að
gista!
Annað sinn var ég í skóbúð að máta og kvart-
aði yfir að það væri ekkert í minni stærð. Búð-
arkonur reyna oft að troða mér í 40 með bulli
eins og „þetta eru svo stór númer“. Virkar aldr-
ei. Alla vega, þessi búðarkona segir við mig og
dæsir: „Já, þú ert náttúrulega með soddans býf-
ur.“ (Takk) Ég gekk frekar fúl út og yfir götuna
og mátaði þar buxur sem voru alltof síðar. „Þú
ert náttúrulega með svo stuttar lappir,“ var sagt
þar. (Takk) Þetta var á þeim árum þegar ég var
enn með smá komplexa yfir þessu þannig að
mér fannst þetta fullmikið af því góða. Svo síðar var ég í
Bandaríkjunum hjá systur minni og við fórum í mollið. Syst-
ir mín er alltaf voða veik fyrir skóm þannig að við fórum inn
í skóbúð og ég fór að skoða. Spurði svo konuna hvort hún
ætti eina í 41, jafnvel 42. Hún horfði á mig í forundran og
sagði þessa fleygu setningu: „THEY DOŃT MAKE SHO-
ES THAT BIG.“ Skemmst er frá því að segja að við syst-
urnar pissuðum á okkur af hlátri. Oft hafði verið gert grín að
býfunum mínum, en þetta sló öll met.
Þannig geta „gallar“ manns verið endalaus uppspretta
gleði. Og ekki verra ef hægt er að hlæja sig máttlausa.
asdis@mbl.is
Ásdís Ás-
geirsdóttir
Pistill
Að elska býfurnar sínar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flýta þarf uppbyggingu inn-viða á Vestfjörðum. Einn-ig þarf að vinna markvisstað því að gera svæðið
samkeppnishæft sem búsetukost,
fyrir fyrirtæki á samkeppnismark-
aði og í samgöngum. Þetta er niður-
staða nefndar sem gerði aðgerða-
áætlun á sviði samfélags- og
atvinnuþróunar fyrir Vestfirði.
Skortur á sterkum innviðum
hefur staðið fjölbreyttum atvinnu-
tækifærum fyrir þrifum á Vest-
fjörðum, að því er fram kemur í
frétt forsætisráðuneytisins. Nútíma
samskiptatækni skortir og því
stendur landshlutinn verr að vígi
varðandi það að laða yngra fólk til
búsetu.
Nefndin segir að tryggja þurfi í
fjárlögum næstu ára að innviðir á
sviði orku, samgangna og fjarskipta
verði efldir á Vestfjörðum. Stytting
vegalengda á milli byggðarkjarna
og öruggari vegir opni möguleika til
að móta stærri og lífvænlegri at-
vinnu- og búsetusvæði. Öryggi í
orkumálum, betri samgöngur og
fjarskipti ásamt framboði á góðri
menntun og tryggri heilbrigðisþjón-
ustu muni veita fólki á öllum aldri
öryggi og bæta búsetuskilyrði þess.
Lögð er áhersla á fjóra þætti í
tillögum nefndarinnar: Að fjölga
íbúum, fjölga störfum, nýta sóknar-
færi og auka þannig verðmætasköp-
un og að treysta byggð með eflingu
innviða.
Fram kemur í skýrslunni að
íbúum á Vestfjörðum hafi stöðugt
fækkað síðan um 9. áratug 20. aldar.
1. janúar síðastliðinn voru þeir 6.883
talsins. Fækkun er í öllum aldurs-
hópum frá 0-50 ára en fjölgun í þeim
eldri. Íbúar af erlendum uppruna
eru um 10% mannfjöldans á svæð-
inu. Sjávarútvegur er langöflugasti
atvinnuvegurinn. Fiskeldi og ferða-
þjónusta eru vaxandi greinar.
Samgöngubætur í forgang
Pétur G. Markan, sveitarstjóri í
Súðavík og formaður Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga, starfaði
með nefndinni ásamt fleirum. Hvað
telur hann sem heimamaður að
þurfi helst að setja í forgang?
„Samgöngurnar eru afar mikil-
vægar, ekki síst fyrir þá uppbygg-
ingu sem er fyrir dyrum. Það ríður
á að koma vörunni hratt frá okkur á
markað,“ sagði Pétur. Í skýrslunni
segir að horfa eigi til þess m.a. að
ljúka Vestfjarðavegi 60 um Gufu-
dalssveit og Dýrafjarðargöngum
sem muni opna og bæta suðurleið-
ina allt árið. Pétur sagði að mikil
samstaða væri á meðal Vestfirðinga
um samgöngubætur.
Hann kvaðst sjálfur hafa mik-
inn áhuga á tveimur þáttum skýrsl-
unnar. Annars vegar að farin yrði
svipuð leið og í Norður-Noregi varð-
andi tímabundnar skattaívilnanir til
einstaklinga og fyrirtækja og eins
afslátt af námslánum til þeirra sem
flyttu út á land. „Ég hef trú á að
þannig fáum við ungt menntað fólk,
sem við þurfum, til að flytjast út á
land,“ sagði Pétur.
Honum fannst nefndin hafa
fjallað af mikilli ábyrgð um hvernig
hægt væri að flytja opinber störf út
á land. Hún lagði m.a. til að miðstöð
fiskeldis yrði staðsett á Vestfjörð-
um.
„Sú þekking sem verður til í
kringum nýja atvinnugrein eins
og fiskeldið á að vera þar sem
þungamiðjan er,“ sagði Pétur.
Hann kvaðst telja auðveldara og
raunhæfara til að styrkja
byggðirnar að staðsetja nýj-
ar stofnanir úti á landi í
stað þess að flytja þangað
rótgrónar ríkisstofnanir.
Aðgerðaáætlun fyrir
Vestfirði lögð fram
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vestfirðir Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein fyrir vestan. Samgöngu-
bætur eru nauðsynlegar til að koma afla og afurðum á markað.
Nefnd sem forsætisráðherra
skipaði 21. júní 2016 til að vinna
aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði
hefur skilað skýrslu. Tilefni skip-
unar nefndarinnar var að alvar-
leg staða hefur skapast í sam-
félags- og atvinnuþróunarmálum
á Vestfjörðum á síðustu áratug-
um.
Í nefndinni sátu Ágúst Bjarni
Garðarsson, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, formaður, Daníel
Jakobsson, fulltrúi norðanverðra
Vestfjarða, Valgeir Ægir Ing-
ólfsson, fulltrúi sunn-
anverðra Vestfjarða,
Aðalbjörg Ósk-
arsdóttir, fulltrúi
Stranda og Reyk-
hólahrepps, og
Hanna Dóra Más-
dóttir, sérfræðingur
í atvinnuvega- og
nýsköpunarráðu-
neytinu, og
starfsmaður
nefndarinnar.
Aðgerða-
áætlun kynnt
STAÐAN Á VESTFJÖRÐUM
Pétur G. Markan