Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa. Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík. Árshátíð á hálendi Íslands SÉRBLAÐ Norðurslóðir Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 6. október Eitt glæsilegasta sérblað Morgunblaðsins kemur út 6. október. The Arctic Cricle ráðstefnan verður haldin á Íslandi dagana 7.-9. október. Blaðið kemur út með bæði íslenskum og enskum texta. Umsjón: Ragnar Axelsson ljósmyndari og Orri Páll Ormarsson blaðamaður. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 3. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Böðvar Bergsson Sími: 569 1126, bodvar@mbl.is Mikið hefur verið rætt og karpað síð- ustu daga um lýð- ræðisleg prófkjör og niðurstöður þeirra. Almennt skiptir það ekki máli hjá kjós- endum hvort kona eða karl skipa efstu sæti á framboðs- listum til Alþingis. Það er líklegt hæfi viðkomandi til að koma þörfum málum í verk fyrir þjóðfélag- ið. Að sjálfsögðu er hægt að taka al- mennt upp einræð- isleiðina og stilla upp á framboðslista af þröngum hópi fólks eins og víða er gert, en er sú leið heppileg? Reyndar furðar okkur að flokkarnir skuli ekki taka upp kerfi þar sem flokksbundn- ir kjósendur geta gefið ábendingar um áhugaverða frambjóðendur og síðan sé kosið rafrænt um þá sem gefa samþykki til framboðs. Það sama á við um störf í atvinnu- lífinu, hæfi viðkomandi á að ráða för, ekki kynjakvóti né klíkuskapur og ættartengsl. Að ýta hæfi fólks til hliðar getur valdið stöðnun og mikl- um skaða hjá viðkomandi rekstrar- einingum. Síðan á að stoppa af með lögum misræmi í launum fyrir samskonar störf. Kjósandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Prófkjör og ráðningar Kosningar Bréfritara finnst stefnumál Pírata óljós. Alveg varð mér hálfillt er ég hlustaði á Steingrím J. á Hringbraut um dag- inn. Hann var í því að afsaka sig og blikkaði stanslaust augunum sem ég myndi segja að væri vegna þess að hann segði ekki satt og rétt frá, eða vissi ekki hvernig hann ætti að svara Sigurjóni, alla- vega passaði Steingrímur sig vel á því að bulla eitthvað sem hann sjálfur heldur að fólk trúi, þannig að Sigurjón hreinlega komst ekki að, svo var tíminn bara búinn. Mér er spurn. Hvað hefur Stein- grímur J. gert fyrir okkur Íslend- inga? Kannski það eina að mínu viti er að hann hefur bullandi munn fyrir neðan nefið. Varðandi þessa skýrslu Vigdísar Hauksdótt- ur og Guðlaugs Þórs, þá skil ég alls ekki af hverju menn eins og Steingrímur og fleiri rjúka svona upp, nema þá Steingrímur sem sennilega veit upp á sig sökina, en það eru engin nöfn nefnd í þessari skýrslu, allavega ekki mér vitan- lega. Það vita það allir sem vilja vita að öll lán okkar Íslendinga voru seld nýju bönkunum með verulegum aföllum, en nýju bank- arnir innheimtu svo lánin að fullu, þ.e. með vöxtum, dráttarvöxtum og öðrum innheimtukostnaði. Ég á kannski eftir að segja mína sögu, er varðar Búnaðarbanka – KB banka, Kaupþing banka og síð- an Arion banka. Þvílíkt rugl, enda var alveg gósentíð hjá lögmönnum, bæði í bankahruninu og fyrstu árin eftir svo- kallað hrun og allir fóru í lögfræði til að gerast innheimtu- menn fyrir bankana. Ég hef verið að fara yfir þessi ár sem rík- isstjórn Jóhönnu og Steingríms J. stjórn- aði þessu landi. Það eina sem ég fæ út úr þessu hjá mér er að ör- yrkjar og eldri borg- arar voru látnir blæða. Margir urðu gjaldþrota vegna innheimtu- aðgerða bankanna, fólk missti heimili sín og svona gæti maður endalaust talið upp, og hvað svo, jú það á að greiða þeim sem eru dug- legastir að selja eignir bankanna sérstakan bónus fyrir dugnaðinn. Þvílík hneisa. Hvað er svona markvert við ráð- herratíð Katrínar Jakobsdóttur? Ég get bara ekki séð neitt, nema það að hún vill ólm komast í ráð- herrastól aftur. Svandís Svavars- dóttir gerði meiri óskunda en nokkur annar ráðherra, enda fékk hún dóm fyrir frekjuna í sér. Svo er það Oddný Harðardóttir sem er í brúnni hjá Samfylkingunni, hún vill líka í ráðherrastól, en er eitt- hvað svo umkomulaus, heldur að hún geti stjórnað, en áttar sig ekki á því að Samfylkingin er á hraðri niðurleið eftir fyrrverandi for- mann, Árna Pál, og það mun kall- ast gott ef blessaður karlinn hann Össur kemst á þing. Svo eru það Píratar, ekki batnar það þar. Ég held að blessað fólkið í Pírötum haldi að það sé bara nóg að breyta stjórnarskránni, þá verði bara allt gott, en ég held að enginn hafi sýnt Alþingi Íslendinga og okkur Íslendingum eins mikla óvirðingu og Birgitta Jónsdóttir Pírati. Hún las upp barnaljóð eftir ræðu foset- isráðherra, setti ofan í við forseta landsins vegna þess að ræða hans við þingsetningu höfðaði ekki til hennar og endaði svo með því að sýna þjóðinni fokkmerkið á Aust- urvelli. Ætla kjósendur virkilega að treysta því fólki sem ég hef nefnt hér að framan? Ekki ég. Ég vil sjá áframhaldandi hagvöxt. Skuldir ríkissjóðs hafa ekki verið lægri síð- an fyrir hrun. Laun hafa aldrei hækkað eins mikið eins og á nú- verandi kjörtímabili (nema hjá okkur öryrkjum og eldri borgur- um, en það er víst sama hver stjórnar við erum alltaf látin sitja á hakanum). Atvinnuleysi mælist varla, þannig að atvinnuleysissjóð- ur getur endurgreitt um 2 millj- arða til ríkissjóðs. Þá er það, hvað á maður að kjósa? Hverjum getur maður treyst? Eftir Friðrik I. Óskarsson » Það vita það allir sem vilja vita að öll lán okkar Íslendinga voru seld nýju bönk- unum með verulegum aföllum, en nýju bank- arnir innheimtu svo lán- in að fullu. Höfundur er eldri borgari og fv. framkvæmdastjóri. Friðrik I. Óskarsson Dagana 5.-9. júní sl. hélt Félag ís- lenskra hljómlist- armanna ráðstefnu í Hörpu fyrir hönd FIM, alþjóðasamtaka tónlistarfélaga. Ráð- stefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og mæta til hennar fulltrúar stéttarfél- aga tónlistarmanna um allan heim. Árið 2012 var falast eftir því að FÍH kæmi að skipulagningu ráðstefn- unnar og tók stjórn félagsins þessari áskorun enda mikill heiður fyrir ein fámennustu félagasamtök innan FIM að takast á við slíkt verkefni. Stjórn FÍH sá þarna tækifæri til að kynna íslenska tón- list og tónlistarflytjendur jafn- framt því að kynna land og þjóð en síðast en ekki síst að kynna Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús þjóðarinnar. Bygging tónlistarhúss var eitt helsta baráttumál tónlistarmanna og FÍH í áratugi og með opnun Hörpu hefur starfsaðstaða tónlist- armanna gjörbreyst til hins betra. Opnun Hörpu hefur haft þau áhrif að aðsókn að tónleikum hefur auk- ist verulega og áhugi á tónlist meðal almennings hefur vaxið jafnt og þétt. Aðsóknartölur Hörpu tala sínu máli en árið 2015 heimsóttu 1,7 milljónir manna húsið. 210.000 aðgöngumiðar voru seldir og 672 listviðburðir voru haldnir í húsinu. Tvennir tónleikar á dag með tilheyrandi tónleika- gestum en 210.000 miðar voru seldir í miðasölu Hörpu árið 2015. Okkar erlendu gestir áttu ekki til orð yfir glæsileika hússins og þeirri aðstöðu og þjónustu sem húsið hefur upp á að bjóða. Lipurð og hjálpsemi starfs- manna hússins var einstök og skemmst er að segja frá að allt stóðst eins og stafur á bók. Við upplifðum þarna á eigin skinni hvernig Harpa skilar líka óáþreifanlegum verðmætum; í formi velvildar þeirra sem hússins njóta og sem glæsileg ásýnd þjóð- arinnar í menningar- málum. Í tilefni þess að það eru fimm ár síðan Harpa var tekin í notkun þá viljum við tónlistarmenn þakka það sem vel er gert og um leið þeim stjórnmálamönnum sem komu að ákvörðun um byggingu hennar. Einnig þökkum við þeim stjórnmálamönnum sem höfðu þrek og þor til að berjast gegn hugmyndum sem upp komu í kreppunni um að hætta við upp- bygginguna. En síðast en ekki síst þökkum við öllum þeim hundr- uðum þúsunda gesta sem sótt hafa tónleika okkar hljómlistarmanna á þessum fimm árum frá opnun Hörpu, tónlistar- og ráðstefnu- húss. Til hamingju, Harpa. Við erum stolt af þér. Lifandi tónlist – lifandi fólk. Að vera stoltur af því sem vel er gert Eftir Björn Theódór Árnason Björn Th. Árnason » Viljum við tónlistar- menn þakka það sem vel er gert og um leið þeim stjórnmála- mönnum sem komu að ákvörðun um byggingu hennar. Höfundur er formaður FÍH. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.