Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 25

Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í Valhöll á morgun, miðviku- daginn 28. september, kl. 12 á hádegi. Gestur fundarins verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 850 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur l kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlauginni kl. 10.50. Eftir hádegi er tálgað í tré og postulínsmálun l kl. 13. Jóga kl. 18. Árskógar 4 Leikfimi Maríu og Milan kl. 9–9.45. Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9–16. Qigong kl. 10.30–12.00. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30. Kóræfing hjá Kátum körlum kl. 13–15. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14–16. Boðinn Botsía kl. 10.30, pennasaumur og brids/kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30. Hjúkrunarfræðingur kl. 11. Leshópurinn kl. 13. Bústaðakirkja Félagsstarf á miðvikudögum kl. 13–16, spil, handa- vinna, kaffi og góðir gestir koma. Ólafur frá Íþróttafélagi fatlaðra ætlar að heimsækja okkur og kynna okkur botsía. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð í safnaðar- salnum. Haustferð eldriborgarastarfsins, lagt af stað kl. 13 frá kirkj- unni, áætluð heimkoma kl. 16. Fullt í ferðina. Hlökkum til að sjá ykkur. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16. Með- læti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45. Qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.40.Trésmíði í Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13. Botsía kl. 13.45. Vatnsleikfimi kl. 15. Bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 15 og 16. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9–12 keramik-málun, kl. 13–16Tiffany gler með leiðbeinanda, kl. 10–10.45 leikfimi með Maríu, kl. 10–10.20 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 gönguhópur, stafaganga, kl. 12–16 starf Félags heyrnarlausra. Gjábakki Kl.. 9 handavinna, kl. 9.30 silfursmíði, kl. 10 leikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13, 14 og 15 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 al- kort, kl. 18 línudans, kl. 19 samkvæmisdans. Grafarvogskirkja „Opið hús“ fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 13. Samsöngur með léttum lögum og undirleik organista. Helgi- stund, handavinna, spilað og spjallað. Kaffiveitinar. Allir velkomnir. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa kl. 13, tálgun o.fl. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9 hjá Margréti Zóphoníasd., thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10, framhaldssag- an kl. 11. Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.15. Bókabíllinn kl. 14.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 17.15. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, listmálun kl. 9 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum, kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum, heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Langahlíð 3 Kl. 10.30 netfréttatími, kl. 13.30 landið skoðað með nútímatækni, kl. 14.30 kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9–12, morgunleik- fimi kl. 9.45, upplestur kl.11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9–16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl.15.30. Uppl í síma 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Helgistund, dagskrá og veitingar í kirkjunni kl. 14. Gestur verður Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Skráning hafin í sameiginlega ferð félagsstarfsins og kirkjunnar þriðjudaginn 4. október, en þá heim- sækjum við Akranes. Skráning og allar upplýsingar hjá Kristínu í síma 8939800. Munið haustfagnaðinn 29. september, skráning. Stangarhylur 4 Qi-gong-námskeið kl. 10.15 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4, leiðbeinandi Inga Björk Sveinsdóttir. Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama. Skák kl. 13. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Glerskurður (Tiffanýs) kl. 13–16, leiðbeinandi Vigdís Hansen. Vitatorg Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, upplestur framhaldssögu kl. 12.30, handavinna kl. 13 til 15, félagsvist spiluð kl. 13.30. Félagslíf  FJÖLNIR 6016092719 I Fjhst. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Rýmingarsala 5 stk 13 R 22.5 5 stk 1200 R 20 Verð 48300 kr + vsk/ stk. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur. S. 5444333 og 8201070. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is gleði. Sú mynd lifir með mér. Síðustu æviárin bjó Ingibjörg á Eiri. Þar leið henni vel og naut hún góðrar umönnunar. Seinast þegar ég leit við hjá henni ræddum við um lífið og dauð- ann og ég fann að hún var farin að þrá hvíld. Nokkrum dögum síðar var hún látin. Ég sakna hennar og vil að leiðarlokum þakka einstaka vináttu hennar, elsku og umhyggju fyrir mér og mínum. Ragnheiði vinkonu minni, Matta, Kára og Katrínu svo og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Guð blessi minningu Ingibjargar. Ósa Knútsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Árið 1968 gerðist margt á Ís- landi, m.a. hófst hægri umferð þann 26. maí og við fengum nýjan forseta. En áður en það gerðist, í mars, hóf Ingibjörg Gunnarsdóttir störf hjá Hjúkr- unarfélagi Íslands. Ingibjörg starfaði ekki einungis hjá félag- inu, með árunum varð hún hluti af því rétt eins og samverka- kona hennar þar til margra ára, Sigríður Björnsdóttir. Þær skiptu með sér störfum á skrif- stofunni. Ingibjörg var allt í senn skrifstofustjóri, fjármála- stjóri, bókari, gjaldkeri, kjara- málaráðgjafi. Sigríður var próf- arkalesari, einkaritari formanns, sá um sjóðina og skráði auglýsingar, ásamt al- mennum skrifstofustörfum. Samskiptum við erlend hjúkr- unarfélög og aðila hvað störf og fleira snerti skiptu þær á milli sín ásamt öllu hinu í daglega rekstrinum. Við hinar þrjár sem störfuðum þar höfðum skýrara verksvið; fræðslumál, útgáfumál og formannsmál. Það var mannbætandi að starfa með þessum hugsjónakonum sem vildu veg hjúkrunar og hjúkr- unarfræðinga sem mestan og bestan. Þegar félagið festi kaup á hæðinni að Suðurlandsbraut 22 voru Ingibjörg og hennar góði maður, Móses Aðalsteins- son, vakin og sofin yfir að gera hana sem best úr garði. Hjónin voru einstaklega samhent, og gott var að koma á menningar- heimili þeirra að Fremristekk í Breiðholti. Ingibjörg var heims- kona, víðsýn, áhugasöm, fróð- leiksfús, greiðvikin og framúr- skarandi dugleg. Ljóðelsk var hún og fór með heilu kvæða- bálkana á góðum stundum. Ís- lensk hjúkrunarstétt á Ingi- björgu Gunnarsdóttur mikið að þakka gegnum óeigingjarnt starf á skrifstofu félagsins í átatugi. Það var því vel við hæfi að gera hana að heiðursfélaga árið 1997, fyrir farsæl störf að málefnum hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar um árabil. Hjúkrunarfræðingar þakka samfylgdina og alla umhyggju hennar fyrir íslenskri hjúkrun- arstétt og skjólstæðingum hennar. Dóttur hennar og fjöl- skyldu vottum við einlæga sam- úð. Fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sigþrúður Ingimundardóttir. Egilsstaðakerfið varð og fyrir- mynd kerfa á hinum Norðurlönd- unum og víðar. Guðmundur starf- aði síðar náið með hugbúnaðarsérfræðingum og öðr- um læknum að þróun Sögukerfis- ins, útbreiddasta rafræna skráningarkerfis í heilbrigðis- þjónustu á Íslandi. Sögukerfið var í fyrstu hannað fyrir starfsemi heilsugæslu en síðan þróað áfram til þess að nýta mætti það við skráningu annars konar starfsemi í heilbrigðisþjónustu. Aðkoma Guðmundar að þróun Sögukerfis- ins hafði án efa úrslitaáhrif á hve hratt og vel tókst að koma því í notkun og hve vel það sinnti þörf- um heilsugæslunnar. Þrátt fyrir að Guðmundur hafi verið viðloðandi rafræna skrán- ingu í heilbrigðisþjónustu allan sinn starfsaldur var hann fyrst og síðast ákaflega góður og vel met- inn heimilislæknir. Eftir fram- haldsnám starfaði hann um 20 ára skeið við heilsugæslustöðina á Sel- tjarnarnesi. Á þeim tíma var hann oft kallaður til annarra starfa meðfram heimilislækningum, m.a. hjá Landlæknisembættinu. Hann leysti gjarnan af annaðhvort land- lækni eða aðstoðarlandlækni, sat í nefndum og vinnuhópum og vann ýmis brýn verkefni fyrir embætt- ið. Það var engin tilviljun að leitað var til Guðmundar um margvísleg málefni. Hann hafði einstaklega góða dómgreind og var fljótur að greina kjarnann frá hisminu. Síðasta hluta starfsævinnar starfaði Guðmundur á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Hólma- vík. Það var augljóst að honum féll vel að starfa þar og jafnaugljóst að Hólmvíkingum og nærsveitar- mönnum hugnaðist vel þjónusta þessa reynda og víðsýna læknis. Fjarlægðin gerði okkur hjá Emb- ætti landlæknis erfiðara að næla í Guðmund í önnur verkefni en þó var alltaf hægt að leita til hans um góð ráð. Guðmundur naut virðing- ar samstarfsfólksins og var jafn- framt skemmtilegur vinnufélagi með hlýja og kraumandi kímni- gáfu. Minning Guðmundar mun lifa áfram í verkum hans. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum samfylgdina. Ástvinum hans vott- um við innilega samúð. Sigríður Haraldsdóttir og Ingi Steinar Ingason. hvern veginn nærður. Þessi fyrsti kúrs minn í myndlist var eini kúrs- inn minn hjá henni, en það sem eft- ir var (kúrsar í Myndlistaskólanum í Reykjavík fram til tvítugs) þá var hún á vappi inni á skrifstofu, í hús- næðinu við Tryggvagötu, á vappi inni á kaffistofunni, sem skóla- stýra, að flytja eitthvað hingað eða þangað, ætíð brosandi og geislandi og sagði eina og eina hvetjandi setningu, eins og kertalogi. Kannski þegar ég var svona 35 ára, þá fattaði ég hvað Katrín hlyti að hafa gert mikið til þess að búa til andrúmsloftið í skólanum. Hún var með hænur og kannski kanínur, og svo óteljandi stórar plöntur og kaktusa og áhugaverða skrítna hluti, skúlptúra og blómaker, bæk- ur, tímarit og fleira. Það ríkti góður andi í skólanum. Hún var eins og Gandalfur, kvenleg útgáfa, þó ekki með grátt hár, heldur bara dökkt og þykkt, fallegt hár, sem sló tón- inn með sprota sínum. Í reiðstíg- vélunum sínum, og ljósbrúnum buxum og hlýrri peysu, hún var eins og Lea prinsessa í Starwars. Maður var með stjörnurnar í aug- unum. Það var blessun að vera þarna með Katrínu og hinum frá- bæru kennurunum í skólanum í 12 ár. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa minningargrein er að skila aðstandendum hennar einhverju af því sem hún gaf mér. Ég myndi sko ekki leggja þetta á mig fyrir hvern sem er, með fullri virðingu, að skrifa svona, en hún var og er enn, skýr og fagur kertalogi sem lýsir mig upp að innan í hvert skipti sem ég hugsa til hennar. Enn og aftur segi ég: Takk, elsku besta Katrín, þú gafst mér óendanlega mikið og eflaust ótal fleirum sem fóru í gegn um Myndlistaskólann í Reykjavík, bæði í þinni tíð og síðar, því óm- urinn af tóninum sem þó slóst, heyrist enn. Ég ætla að reyna að læra ekki bara að teikna og mála, því það getur hver sem er, heldur að skína eins og þú, því það geta allt of fáir. Þinn einlægur nemandi Egill Sæbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.