Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Þegar blaðamaður náði tali af Jóni Stefáni Einarssyni arkitekt ígær hafði hann nýlokið fundi með sýslumanni höfuðborgar-svæðisins. Batteríið arkitektar, sem Jón Stefán er einn eigenda að, hannaði húsnæði í Hlíðasmára 1 þar sem skrifstofur sýslumanns- ins verða sameinaðar. „Þetta var úttekt en sýslumaðurinn flytur þangað á næstunni. Fyrr um morguninn var ég að lóðsa hóp sænskra arkitekta um Hörpuna, en arkitektum finnst alltaf spennandi að ganga þar um og spyrja þeir margra efnislegra spurninga um bygg- inguna,“ en Batteríið hannaði Hörpuna ásamt arkitektastofunni Henning Larsen. Batteríið var að vinna tvær samkeppnir, annars vegar fyrir versl- unarmiðstöð rétt hjá Leifsstöð sem heitir Rósasel og hins vegar fyrir íbúðabyggingar á Hverfisgötu 91, en sá reitur er á horni Barónsstígs. „Rósaselið er mjög spennandi verkefni og á Hverfisgötunni verða betri íbúðir 24 alls, á besta stað í bænum.“ Jón Stefán hefur unnið á Batteríinu frá 2004 og verið einn af eig- endum stofunnar frá 2010. Hann býr í Reykjanesbæ þar sem hann ólst upp. „Ég hef keyrt í bæinn síðan 2004 og aldrei litið á það sem neinn vanda, heldur sem kost að hafa þetta næði að búa í Reykjanesbæ. Þetta er flott leið að keyra og aldrei sama ásýndin yfir hrauninu. Ég er afleitur gítarleikari en hef gaman af því að taka í hann,“ segir Jón Stefán spurður um áhugamál. „Ég hef líka mjög gaman af því að fara í sund, maður syndir sína metra og hittir síðan fólkið í pottunum. Það verður unninn vanalegur dagur á afmælinu og eftir það verð ég í faðmi fjölskyldunnar. Það verður skellt í gott partí seinna og fengnir tónlistarmenn sem kunna að spila.“ Eiginkona Jóns Stefáns er Guðfinna Dís Kristinsdóttir, blóma- skreytir og flugvallarstarfsmaður, og börn þeirra eru Kormákur Ragnar 12 ára og Melkorka Sól 10 ára. Arkitektinn Jón Stefán er einn af eigendum Batterísins. Harpan heillar alltaf Jón Stefán Einarsson er fertugur í dag M aría Elínborg Ingva- dóttir fæddist í Hörg á Svalbarðs- eyri 27.9. 1946 en ólst upp á Akureyri. Hún var ung í sveit á sumrin hjá öf- um sínum og ömmum, í Hörg á Sval- barðseyri og í Brekku í Aðaldal. Síð- ar dvaldi hún nokkur sumur hjá Hildi, frænku sinni, og Böðvari, á Gautlöndum í Mývatnssveit. María gekk í Barnaskóla Íslands á Akureyri, síðan í nýbyggðan Odd- eyrarskóla, stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúd- entsprófi við MA og prófi í viðskipta- fræði við HÍ. Eftir háskólanámið starfaði María í eitt ár á hagdeild Verðlagsstofnun- ar, var deildarstjóri hagdeildar SÍS, hóf störf hjá Útlflutningsráði Ís- lands 1987 og var þar fjármálastjóri og forstöðumaður erlendra viðskipta og var síðan viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Moskvu. María var síðan fjármálastjóri Reykjavíkur Menningarborgar 1998-2001, framkvæmdastjóri hjá Íslenska dansflokknum og ráðgjafi hjá Rekstrarverktaki ehf. Hún var eigandi og framkvæmdastjóri bók- halds- og ráðgjafarfyrirtækisins Beggja hags ehf. frá árinu 2006, en frá ársbyrjun 2016 hefur hún starfað hjá KPMG. María er auk þess skógarbóndi í Rangárþingi ytra. En hvernig kom skógræktin til? „Ætli sveitin og ræktun landsins blundi ekki í okkur öllum, þörfin fyr- ir að sjá árangur af störfum sínum. Þegar ég var í Moskvu fannst mér borgarmengunin mikil og undarlega farið með fallegt land, það hefur lík- lega ýtt við mér. Ég festi því kaup á María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur – 70 ára Með barnabörnum María með Högna Hallgrími, Jónasi Nóa og Maríu Elenu – og auðvitað eru þau í skógarrjóðri. María sveiflar haka og ræktar nýjan skóg Skógarbændur að störfum María með nöfnu sinni við trjámælingar. Elín Margrét Guðmundsdóttir og Jóhanna Valdís Branger héldu tombólu og seldu dót heiman frá sér og frá ömmu sinni. Þær söfnuðu 1.972 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum til góðra verka. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.