Fréttablaðið - 10.11.2016, Page 1

Fréttablaðið - 10.11.2016, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 6 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 0 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Einar Páll Gunnarsson skrifar um innherja í pólitík. 32 sport Guðmundur fór vel með erfiða stöðu að mati dansks blaðamanns. 38 Menning Sálumessa sungin í minningu Jóns Stefánssonar og ný bók frá Einari Kárasyni. 48 Laugavegi 178 - Sími 568 9955 STELLADAGUR -20% AF ÖLLUM MATAR- OG KAFFISTELLUM AÐEINS Í DAG dóMsMál Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristian sand í Noregi fallist á til- lögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofn- ana hér og í Noregi, en norsk barna- verndaryfirvöld vildu fá lokaniður- stöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur stað- festi dóm héraðsdóms um að barna- verndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfir- völdum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengs- ins. Eftir að móðirin var svipt for- ræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niður- stöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórn- kerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að vel- ferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. – aó Sátt í sjónmáli við norsku barnaverndina Viðræður við norsk barnaverndaryfirvöld um örlög íslensks drengs sem flytja á til Noregs þvert á óskir aðstandenda lofa góðu. Hæstiréttur úrskurðaði í málinu í gær. Málið er sagt á viðkvæmu stigi. Gríðarleg viðbrögð hafa orðið um allan heim við kjöri Donalds Trump sem bandaríkjaforseta. Til dæmis kom hópur fólks saman við bandaríska sendiráðið í London í gær og mótmælti. Fréttablaðið fjallar í dag ítarlega um kosningarnar, niðurstöðurnar og áhrifin sem þær kunna að hafa. Sjá bls. 8, 10, 12, 16, 18 og 20 og leiðara á bls. 24. kJaraMál Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, hefur afþakkað 600 þúsund króna launahækkun sem átti að koma í hans hlut í kjölfar umdeildrar ákvörðunar kjara- ráðs um hækkun þingfararkaups. „ É g þ e k k i náttúrlega ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algjörlega úr takti,“ segir Gunnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar frestaði í gær tillögu minnihlutans um að ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjar- fulltrúa í Hafnar- firði. – gar / sjá síðu 4 Afþakkar 600 þúsund tækni Sprotafyrirtækið Magic Leap ætlar að bylta tækniheiminum með nýjum sýndarveruleikagleraugum. Ólíkt sams konar gleraugum sem eru á markaði í dag ætlar fyrirtækið að framleiða linsur í gleraugu sem varpa myndum beint í augu notand- ans svo sýndarveruleikinn blandist raunverulegu umhverfi. Fyrirtækið er eitt það umtalað- asta í tæknigeiranum og hefur safnað um 155 milljörðum króna í hlutafé. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest eru Google og JPMorgan. „Við erum að gera eitthvað sem er virkilega frábrugðið öllu öðru,“ segir Rony Abovitz, stofnandi Magic Leap, í samtali við Forbes. Ef hugsjónir hans rætast gætu gleraugun gert tækni á borð við sjónvarpið úrelta þar sem hver sem er gæti í raun varpað skjá upp á vegg heima hjá sér. – þea / sjá síðu 22 Ætla að bylta tækniheiminum Gunnar I. Birgisson. n o rd Ic ph o to S/ G et ty lÍFið Hannes Óli leikur einleik í verkinu Hún pabbi, sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu 6. janúar. 64 plús 1 sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 D -A 7 9 4 1 B 3 D -A 6 5 8 1 B 3 D -A 5 1 C 1 B 3 D -A 3 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.