Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 8
WA
OR
MT ND
MN
MI
WI
IL IN OH
PA
NY
MEVT
NH
MA
RI
CT
NJ
DE
MD
DCWV
KY
TN
MS AL GA
SC
NC
VA
FL
IA
MO
AR
LA
SD
NE
KS
OK
TX
WY
ID
NV
UT
AZ
AK
HI
NM
COCA
n al | Alabama 9
n ak | Alaska 3
n az | Arizona 11
n ar | Arkansas 6
n ca | Kalifornía 55
n co | Colorado 9
n ct | Connecticut 7
n dc | Washington DC 3
n de | Delaware 3
n fl | Flórída 29
n ga | Georgía 16
n hi | Havaí 4
n id | Idaho 4
n il | Illinois 20
n in | Indiana 11
n ia | Iowa 6
n ks | Kansas 6
n ky | Kentucky 8
n la | Louisiana 8
n me | Maine 4
n md | Maryland 10
n ma | Massachusetts 11
n mi | Michigan 16
n mn | Minnesota 10
n ms | Mississippi 6
n mo | Missouri 10
n mt | Montana 3
n ne | Nebraska 5
n nv | Nevada 6
n nh | New Hampshire 4
n nj | New Jersey 14
n nm | Nýja-Mexíkó 5
n ny | New York 29
n nc | Norður-Karólína 15
n nd | Norður-Dakóta 3
n oh | Ohio 18
n ok | Oklahoma 7
n or | Oregon 7
n pa | Pennsylvanía 20
n ri | Rhode Island 4
n sc | Suður-Karólína 9
n sd | Suður-Dakóta 3
n tn | Tennessee 11
n tx | Texas 38
n ut | Utah 6
n vt | Vermont 3
n va | Virginía 13
n wa | Washington 12
n wv | Vestur-Virginía 5
n wi | Wisconsin 10
n wy | Wyoming 3
✿ Niðurstöður kosninganna
Kjörmenn, kosnir af almennum kjósendum, kjósa forsetann – 270 atkvæði þarf til sigurs
✿ Bandaríkjaþing
Öldungadeild
100 þingsæti alls
Kosið var um 34
þingsæti til sex ára
47
Demókratar
193
Demókratar
51
Repúblikanar
239
Repúblikanar
2
Óháðir
Fulltrúadeild
435 þingsæti alls
BaNdaríkiN Sigur Donalds Trump
í forsetakosningunum í Bandaríkj-
unum hefur skotið ýmsum skelk í
bringu, þar á meðal minnihlutahóp-
um á borð við ólöglega innflytjendur
og múslimakonur.
„Börnin eru hrædd,“ var til dæmis
haft eftir konu af rómönskum upp-
runa í Los Angeles á fréttavef dag-
blaðsins LA Times.
Og bandarísk múslimakona skrif-
aði þetta á Twitter-síðu sína: „Ég ótt-
ast að dagurinn í dag verði sá síðasti
sem mér hefur fundist ég vera sæmi-
lega örugg með slæðuna.“
Í Kaliforníu, New York og víðar
hefur fólk haldið út á götur til að mót-
mæla hinum nýkjörna forseta.
Sjálfur lagði Trump sig hins vegar
fram um það að róa fólk og boðaði
sættir í ávarpi sínu í gærmorgun,
þegar úrslitin voru komin í ljós: „Ég
heiti því að verða forseti allra Banda-
ríkjamanna, og þetta skiptir mig
miklu máli.“
Hann hét því að sýna öllum sann-
girni og eiga gott samstarf við allar
þjóðir heims. Svo ætlar hann að tvö-
falda hagvöxt Bandaríkjanna og fá
andstæðinga sína til liðs við sig.
Clinton sagðist í símtali sínu við
Trump, stuttu áður en hann flutti
ávarp sitt, hafa boðist til þess að starfa
með honum að málefnum Banda-
ríkjanna og hún sagðist vonast til þess
að hann muni reynast vel: „Ég veit hve
vonsvikin þið eruð því ég er það líka,“
sagði hún. „Þetta er sársaukafullt og
mun verða það lengi.“
Hins vegar verði Bandaríkjamenn
að viðurkenna úrslitin og una þeim:
„Stjórnarskrárbundið lýðræði okkar
krefst þess að við tökum þátt, ekki
bara á fjögurra ára fresti heldur alltaf.“
Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði
en Donald Trump í forsetakosning-
unum á þriðjudag, en tapaði engu að
síður. Það stafar af því að hún fær ekki
jafn marga kjörmenn.
Hún var komin með um það bil 150
þúsund atkvæðum meira en Trump
þegar búið var að telja rúmlega 98
prósent atkvæða, en allt stefndi í að
Trump fengi vel yfir 300 kjörmenn
af 438, sem dugar honum ríflega til
sigurs.
Þetta hefur gerst fjórum sinnum
áður í sögu forsetakosninga í Banda-
ríkjunum, síðast árið 2000 þegar
Repúblikaninn George W. Bush sigr-
aði Demókratann Al Gore sem hafði
fengið fleiri atkvæði.
Trump hefur með sér meirihluta
Repúblikanaflokksins í báðum
deildum Bandaríkjaþings, en sú staða
hefur verið harla sjaldgæf á síðustu
áratugum.
Þar með mætti ætla að Trump
muni eiga frekar auðvelt með að
koma stefnumálum sínum í gegnum
þingið.
Þótt Bandaríkjaforseti geti verið
valdamikill með öflugan þingmeiri-
hluta sér við hlið, þá er völdum hans
veruleg takmörk sett ef þingið er ekki
með honum. Þingið þarf til dæmis að
samþykkja öll útgjöld, til dæmis ef
reisa á múr við landamæri Mexíkó, og
þingið þarf að vera fylgjandi hernaði
sem Trump gæti viljað hrinda af stað.
Eitt af því fyrsta sem nýkjörið þing
gæti hins vegar komið í framkvæmd,
með Trump í fararbroddi, er að koll-
varpa heilbrigðisþjónustulöggjöf
Baracks Obama sem hefur verið
eitt helsta hitamálið í bandarískum
stjórnmálum árum saman.
„Þegar Trump tekur formlega við
embættinu 20. janúar næstkomandi
verður hann 70 ára gamall og kominn
220 daga inn á 71. árið.
Þar með verður hann elstur allra
forseta Bandaríkjanna á innsetning-
ardegi. Næstur kemur Ronald Reagan
sem var 69 ára og 349 daga þegar
hann tók við embætti árið 1981.
Trump lofar að sýna öllum sanngirni
Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði
þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár vonbrigði.
Donald Trump ásamt Mike Pence þegar úrslitin voru orðin ljós snemma í gærmorgun. Trump tekur við forsetaembættinu 20. janúar næstkomandi og Pence verður
varaforseti hans. NORDICPHOTOS/AFP
Demókrati
Hillary
Clinton
Repúblikani
Donald
Trump
22
8 279
Ríkin sem hún vann sigur í Ríkin sem hann vann sigur í
20 28
kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna getur
haft mikil áhrif á Hæstarétt Banda-
ríkjanna. Enn á eftir að skipa í stöðu
níunda dómarans eftir að öldunga-
deild Bandaríkjaþings neitaði að taka
tilnefningu Baracks Obama á Merrick
Garland til meðferðar. Hefði sú
skipun verið samþykkt hefðu Demó-
kratar náð meirihluta í réttinum í
fyrsta skipti í meira en hálfa öld.
Donald Trump, fyrstur forseta-
frambjóðenda í sögunni, lagði fram
lista í kosningabaráttunni yfir þá sem
honum finnst að gætu sest í hæsta-
rétt Bandaríkjanna. Trump hét því í
kosningabaráttunni að hann myndi
skipa íhaldssaman dómara sem
myndi vernda skotvopnaréttindi,
snúa við eins og hálfs árs gömlum
dómi um lögleiðingu hjónabands
samkynhneigðra og snúa við dómi
frá árinu 1971 sem samþykkti rétt
kvenna til að gangast undir fóstur-
eyðingu.
Niðurstaða kosninganna kann að
hafa haft áhrif á hvort Ruth Bader
Ginsburg, 83 ára, og Stephen Breyer,
78 ára, sjái sér fært að setjast í helgan
stein á kjörtímabilinu, en þau voru
bæði skipuð af Demókrötum. Ákveði
þau hins vegar að láta af störfum má
gera ráð fyrir að Repúblikanar haldi
meirihluta í réttinum næstu árin og
jafnvel áratugina.
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
1 0 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 F i m m T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
D
-E
7
C
4
1
B
3
D
-E
6
8
8
1
B
3
D
-E
5
4
C
1
B
3
D
-E
4
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K