Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 10.11.2016, Qupperneq 35
fólk kynningarblað Fagurlega og frumlega mynd­ skreyttir bolir grafíska hönnuð­ arins Bjarna Helgasonar vekja at­ hygli hvar sem þeir sjást. Bjarni hóf að hanna bolina undir merk­ inu Bolabítur fljótlega upp úr 2008 þegar hann, að eigin sögn, hafði allt í einu heilmikinn tíma aflögu. „Á þeim tíma var ég nýfarinn að teikna aftur og hafði lengi langað til að læra silkiþrykk. Ég hef allt­ af verið mikill bolamaður og safn­ aði stuttermabolum þegar ég var ungur. Það lá því beinast við að panta tæki frá Bandaríkjunum, læra silkiþrykk af YouTube og teikna og þrykkja mína eigin boli.“ Myndirnar sem prýða bolina hans eru í grunninn útúrsnúning­ ur og orðaleikir sem honum dett­ ur í hug eða einhver samsuða af tveimur ólíkum hugmyndum sem mynda eina að eigin sögn. „Bol­ irnir eru auk þess allir vandað­ ir, eru úr 100% lífrænni bómull og þrykktir með endingargóðu en umhverfisvænu bleki.“ Bjarni segir boli afar hentugan klæðnað af ýmsum ástæðum. „Í fyrsta lagi eru bolir ekki mjög dýr fatnaður og þar af leiðandi telst það ekki stór ákvörðun að kaupa bol. Þannig er frekar einfalt að koma sér upp góðu safni af bolum. Þeir geta líka verið ákveðin yfirlýsing um hvernig manneskja þú ert, út frá þeirri mynd sem prýðir bolinn hverju sinni. Það getur tengst pólitískum skoðunum, ein­ hverjum húmor eða almenn­ um nörd­ isma.“ Megas og obi-Wan Aðspurður um uppáhaldsbol úr eigin safni nefnir hann helst Walk­ ing Dead bolinn (sem Bjarni klæð­ ist á myndinni). „Svo er maður alltaf hrifinn af nýjastu teikning­ unni sinni hverju sinni. Svo kemur bara í ljós hvernig hún eldist. Ef ég ætti að nefna einn erlendan bolahönnuð dettur mér fyrst í hug Jaco Haasbroek, en hönnun hans má m.a. sjá og kaupa á Threadless. com. Annars eru endalaust marg­ ir góðir bolahönnuðir til í heimin­ um í dag.“ Hann segir viðtökur hafa verið góðar frá upphafi en helstu sölu­ staðirnir eru síðan hans, nothing. is, auk Leynibúðarinnar í Reykja­ vík og verslunarinnar Flóru á Ak­ ureyri. „Ég bætti nokkrum bolum við línuna síðasta vetur, þar á meðal Viva Las Megas, Helköttaður og Obi­Wan bolnum. Svo er markmiðið að bæta við nokkrum nýjum gerð­ um núna fyrir jólin.“ Skoða má úrvalið af bolunum, og mörgum fleiri verkum Bjarna, á www.nothing.is, á Face book (Bjadddni) og Instagram (elskubola- bitur). Í fyrsta lagi eru bolir ekki mjög dýr fatnaður og þar af leið- andi telst það ekki stór ákvörðun að kaupa bol. Þannig er frekar einfalt að koma sér upp góðu safni af bolum. Þeir geta líka verið ákveðin yfirlýsing um hvernig manneskja þú ert, út frá myndinni sem prýðir bolinn hverju sinni. Bjarni Helgason 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r Bolir geta verið ákveðin yfirlýsing um hvernig manneskja maður er, út frá þeirri mynd sem prýðir bolinn hverju sinni að sögn Bjarna Helgasonar, eiganda Bolabíts. MYND/ERNIR Meistari Megas heiðraður – Viva las Megas. ÚtÚrsnÚningur og orðaleikir Grafíski hönnuðurinn Bjarni Helgason hefur alltaf verið mikill bolamaður. Fyrir nokkrum árum lét hann drauminn rætast, lærði silkiþrykk af YouTube og hóf að framleiða eigin boli með skemmtilegum og frumlegum myndum. Netverslun á tiskuhus.is Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Nýjar vörur í hverri viku Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ísbirnir koma reglulega í heimsókn til Íslands en fá jafnan óblíðar móttökur frá yfirvöldum. Logi er að elda hakk og spaghetti, allt í einu birtist Obi-Wan honum og minnir hann á að nota kraftinn, kjötkraftinn. 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 D -D D E 4 1 B 3 D -D C A 8 1 B 3 D -D B 6 C 1 B 3 D -D A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.