Fréttablaðið - 10.11.2016, Síða 56
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.
is eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir,
afi og sonur,
Kristþór Halldórsson
Moldhaugum,
lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins
á Akureyri, þriðjudaginn 8. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ása Björk Þorsteinsdóttir
Sigríður Kristín Kristþórsdóttir Gunnar Reynisson
Elmar Freyr Kristþórsson
Agnes Þóra Kristþórsdóttir Andri Már Sigurðsson
Halldór Árnason
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Þorfinnur Óli Tryggvason
Réttarheiði 12,
Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands
28. október sl. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna
og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala.
Alda Berg Óskarsdóttir
Steinunn Þorfinnsdóttir Sigurður Kristófersson
Anna Margrét Þorfinnsdóttir Ásgeir Andrason
Tryggvi Óli Þorfinnsson
Margrét Guðmundsdóttir Björn Ingi Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Sigbjörnsdóttir
Akureyri,
er látin.
Kristín Gunnarsdóttir Gunnar Kristinsson
Gunnar Gunnarsson
Guðbjörg Þorvaldsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og okkar besti vinur,
Hilmar Vilhjálmsson
fyrrverandi forstjóri,
lést á sjúkrahúsi í Bad Reichenhall
20. október. Minningarathöfn verður
föstudaginn 11. nóvember kl. 16.30
í Hjallakirkju.
Hallgrímur Kr. Hilmarsson Nijole Hilmarsson
Hafdís Hilmarsdóttir Baldvin Baldvinsson
Berglind Hilmarsdóttir Óskar Borg
Elín Brynja Hilmarsdóttir Eyjólfur Kr. Kolbeins
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir okkar og systir,
Guðríður Ósk
Jóhannesdóttir
Þorrasölum 2, Kópavogi,
f. 18. nóvember 1967, lést á líknardeild
Landspítalans Kópavogi, þann 4. nóvember
síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00.
Jaap de Wagt, Sientje Sólbjört Nína de Wagt,
Alex Matthías Dagur de Wagt, Sigurður Ingvar Geirsson,
Viðar Geirsson, Hannes Geirsson, Anton Jóhannesson,
Guðjón Jóhannesson
Elskulegur unnusti minn,
stjúpfaðir, sonur og bróðir,
Friðjón Fannar
Hermannsson
Laugateig 54, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
30. október sl. Útförin fer fram frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 11. nóvember nk. kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
styrkja er bent á reikning: 0301-26-200004, kt. 2208524749.
Margrét Gígja Þórðardóttir
Þórunn, Eysteinn, Emil og Sóla
Hermann Jóhannesson og Elísa Friðjónsdóttir
Hermann og Hjörvar
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Erla Ásgeirsdóttir
Borgarhrauni 10,
Hveragerði,
sem lést á Sjúkrahúsi Selfoss
þann 3. nóvember, verður jarðsungin frá
Kotstrandarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Krabbameinsfélagið.
Ólafur Pétursson
Magnús K. Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir
Hólmfríður Bjarkadóttir Páll Eggert Ólason
Anna Elín Bjarkadóttir
Pétur Már Ólafsson Aðalheiður Lára Guðmundsd.
Eva María Ólafsdóttir Bragi Konráðsson
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
Guðmundar Viggóssonar
frá Ísafirði,
Skipalóni 10, Hafnarfirði.
Við þökkum starfsfólki Drafnarhúss og hjúkrunar-
heimilisins Ísafoldar fyrir góða umönnun og kærleika.
Alda Garðarsdóttir
Helga Björk Guðmundsdóttir Einar Már Jóhannesson
Kristín Þorbj. Guðmundsdóttir Sigurður B. Sigurðsson
Sæmundur G. Guðmundsson Íris Hrund Sigurðardóttir
Hafdís Erla Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug vegna fráfalls
Þorkels Bergssonar
Haukshólum 3.
Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir
Bergur Þorkelsson Sigríður Ósk Halldórsdóttir
Þórey Þorkelsdóttir Anton Lundberg
Kristi Jo Jóhannsdóttir Nancy Lyn Jóhannsdóttir
Laufey Anna Guðmundsdóttir
Birna Bergsdóttir Björgvin Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Baldur Gunnarsson
Víðilundi 24, Akureyri,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
2. nóvember, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju mánudaginn
14. nóvember kl. 13.30.
Ásta Hallgrímsdóttir
María Baldursdóttir Helgi Helgason
Guðrún Baldursdóttir Halldór Víðir Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Opnunarsýningin á barnasýningunni
Hvítt í Listasafni Reykjavíkur verður
styrktarsýning fyrir UNICEF. Sýningin
verður aftur tekin til sýninga á laugardag-
inn og hefur forseti landsins, Guðni TH.
Jóhannesson, þegar boðað komu sína.
Barnasýningin Hvítt fékk magnaða
dóma þegar hún var sýnd í Hafnarborg
og fékk meðal annars fjórar stjörnur
í Fréttablaðinu. Draumur þeirra sem
bjuggu sýninguna til var að hún væri sýnd
í listasöfnum og það tókst hér á Íslandi.
Gunnar Helgason, leikstjóri sýningar-
innar, segir að sýningar hafi gengið svo
vel að enginn hafi verið við því búinn.
„Sýningin fékk svo góða dóma að maður
fór bara hjá sér. Þess vegna var tilvalið að
fara inn í Listasafn Reykjavíkur þegar það
var til í að hýsa sýninguna.
Það er nefnilega erfitt að sýna þessa
sýningu í leikhúsi því leikhús eru í eðli
sínu svört en listasöfn hvít þannig það
sparar vinnu að fara á listasafn. Hún á
heima á listasafni vegna litanna og það
var draumur þeirra sem bjuggu til sýn-
inguna að hún ætti heima þar.“
Aðstandendum sýningarinnar lang-
aði að vekja athygli á því góða starfi sem
UNICEF vinnur og sérstaklega neyðar-
söfnuninni fyrir börn í Sýrlandi. Á opn-
unarsýningunni á laugardag klukkan 13
er tækifæri fyrir almenning til að leggja
sitt af mörkum með því að kaupa leik-
húsmiða.
Hvítt er heildræn leikhúsupplifun
sérstaklega gerð fyrir börn á aldrinum
2-6 ára. Hvítt er heimur án lita, fullur af
fuglasöng og fuglahúsum. Tveir vinir,
Bómull og Krumpa, annast heiminn sem
er bjartur, skipulagður og hvítur. Hins
vegar kemur í ljós að ekki er allt hvítt.
Hvítt var fyrst frumsýnt í Edinborg
2010 af skoska barnaleikhúsinu Cath-
erine Wheels Theatre Company og hefur
sýningin hlotið fjölda viðurkenninga.
„Tengingin við UNICEF er að við bjóð-
um alla liti í heiminum velkomna, ekki
bara hvíta. Það er hin djúpa merking
verksins. Það var alveg dásamlegt að sjá
Íslendinga af erlendu bergi brotna koma
á sýninguna og sjá hvernig þeir upplifðu
hana. Þeir tengdu við verkið alveg rosa-
lega sterkt og öðruvísi en hinn upplýsti
leikhúsunnandi.
Þess vegna er svo frábært að tengja
sýninguna við forsetann því forsetafrúin
okkar, hin frábæra Eliza, er af erlendu
bergi brotin og þetta syngur allt saman,“
segir Gunnar. benediktboas@365.is
Á heima á listasafni
Barnasýningin Hvítt verður tekin aftur til sýninga í takmarkaðan tíma í Listasafni Reykjavík-
ur. Á laugardag verður sérstök opnunarsýning þar sem allar tekjur fara til UNICEF á Íslandi.
Guðni Th., forseti Íslands, hefur nú þegar boðað komu sína á sýninguna. Í Listasafni Reykjavík-
ur verður hægt að láta taka mynd af sér með Bómull og Krumpu og verða myndirnar hengdar
upp í safninu undir yfirskriftinni „Ég elska alla liti!“ Guðni hefur þegar tryggt sér mynd.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r44 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
tímamót
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
3
D
-D
8
F
4
1
B
3
D
-D
7
B
8
1
B
3
D
-D
6
7
C
1
B
3
D
-D
5
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K