Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 25
því að þetta eru líka þroskasögur persónanna. Hvernig fólk mótast af umhverfinu og hvernig venjulegt fólk leiðist út í það að gera hræðilega hluti við ákveðnar aðstæður,“ segir Ragnar en áhorfendur mega búast við að sjá söguna birt- ast á skjánum eftir tvö ár ef allt gengur eftir. Verðlaun og viðurkenningar Ragnar er greinilega kominn á glæpasagna- kortið og inn rignir viðurkenningum og tilnefn- ingum til verðlauna. „Ég hef fengið tvær verð- launatilnefningar á þessu ári og vann í annað skiptið en það voru Mörda-verðlaunin fyrir best þýddu glæpasöguna í Bretlandi árið 2015, fyrir Náttblindu. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri. Að sjá bækurnar fara á toppinn í Amazon og svo þegar Snjóblinda var valin ein af bestu glæpasögum ársins í Independent fyr- ir jólin í fyrra. Það var líka mögnuð tilfinning að fá dóma í blöðum eins og Times. Ég hef lesið bókasíðurnar í Times í áraraðir og aldrei hvarflaði að mér að þar yrði einhvern tímann fjallað um bók eftir mig. Það er mjög óraun- verulegt,“ segir Ragnar og nefnir einnig að það sé stórskrítið að sjá bækur sínar á ýmsum framandi tungumálum. Búið er að selja útgáfuréttinn á bókum Ragnars til þrettán landa og hafa bækurnar nú þegar komið út á sjö tungumálum. Hann nær í eintak af bók sinni á kóresku þar sem aug- ljóslega skilst ekki eitt orð. „Hún er t.d. vænt- anleg á japönsku, tyrknesku, arabísku og ar- mensku,“ segir Ragnar. Fékk útgefanda eftir tapleik Fyrsta bók Ragnars kom út árið 2009 og það var árið 2015 sem fyrsta bókin kom út á ensku. Mikil vinna fór í það hjá Ragnari að kynna sig erlendis en hann sótti bókmenntaviðburði víða í mörg ár áður en hann sjálfur fékk útgefanda. „Fyrstu árin þegar bækurnar komu aðeins út hér heima þá notaði ég ritlaunin til að ferðast á glæpasagnahátíðir og bókmenntaviðburði og var duglegur að kynna mig úti. Ég mætti á bókmenntahátíðir í Bretlandi og Bandaríkj- unum þótt ég væri ekki með bók. Ég mætti bara sem íslenskur höfundur. Þannig var ég í mörg ár í raun að fjárfesta í sjálfum mér. Það síðan skilar sér að lokum,“ segir Ragnar sem segir tilviljun hafa ráðið samningi í Bretlandi. „Það tók nokkur ár að fá þennan útgáfu- samning í Bretlandi. En þetta datt samt inn fyrir tilviljun. Ég lenti í því að spila fótbolta með þessum útgefanda. Við vorum saman í liði og það kom í ljós eftir leikinn að hún var að stofna bókaforlag og var að leita að nýjum höfundum og hafði heyrt af mér,“ segir Ragn- ar. „Þetta var á bókmenntahátíð þar sem fundið var upp á þeirri nýjung að láta glæpasagnahöf- unda frá Skotlandi keppa við Breta. Skotarnir völdu mig í lið Breta af því þeir vissu að ég væri ekkert mjög góður. Við töpuðum 14-0. Og í þessu breska liði var kanadísk kona, Karen Sullivan, sem endaði sem útgefandinn minn,“ segir Ragnar. „Það eru fáránlegar tilviljanir sem keyra þetta áfram.“ Fótboltinn hjálpar á ný Í sumar sem leið var Ragnar staddur í Frakklandi að fylgjast með íslenska landsliðinu í fótbolta. „Ég fór á fjóra leiki. Það vildi svo skemmtilega til að Snjóblinda kom út í Frakk- landi í maí og það komu hingað til Íslands nokkrir blaðamenn frá stórum blöðum; Figaro, Paris Match og ELLE og ég fór með þeim norður til Siglufjarðar. Svo heppilega vildi til að það snjóaði þar, í maí, þannig að þeir voru mjög ánægðir. Þetta var eins og að stíga inn í bókina,“ segir Ragnar og hlær. „Ég sagði við blaðamennina að ef Íslandi myndi ganga vel á EM hefði það kannski áhrif á hvernig bókinni yrði tekið en auðvitað bjóst maður ekki við að þeim myndi ganga svona vel. Auglýsingaherferð fyrir bókina var að byrja akkúrat í júní, það voru stórar auglýsingar á lestarstöðvum og á flugvöllum. Svo bara gerist þetta með íslenska landsliðið ofan í auglýsinga- herferðina og blaðaumfjöllunina. Þetta var frá- bær tímasetning og algjör tilviljun,“ segir Ragnar en daginn eftir sigur Íslands á Eng- landi birtist viðtal við Ragnar í stórblaðinu Le Parisien og mynd af honum í íslensku fótbolta- treyjunni. Þannig að velgengni íslenska liðsins hjálpaði Ragnari en þar seldust á þriðja tug þúsunda eintaka í sumar og von er á næstu bók þar í maí. „Það var afar ánægjulegt að sjá viðtökurnar í Frakklandi þar sem bókin varð, þegar upp var staðið, í fjórtánda sæti yfir mest seldu glæpa- sögur sumarsins þar í landi,“ segir Ragnar sem sér fram á spennandi tíma og fleiri morð. Morgunblaðið/Ásdís FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Við skiljum eftir drauma í Póstboxi fyrir þá sem ætla sér stóra hluti VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.