Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 25

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 25
því að þetta eru líka þroskasögur persónanna. Hvernig fólk mótast af umhverfinu og hvernig venjulegt fólk leiðist út í það að gera hræðilega hluti við ákveðnar aðstæður,“ segir Ragnar en áhorfendur mega búast við að sjá söguna birt- ast á skjánum eftir tvö ár ef allt gengur eftir. Verðlaun og viðurkenningar Ragnar er greinilega kominn á glæpasagna- kortið og inn rignir viðurkenningum og tilnefn- ingum til verðlauna. „Ég hef fengið tvær verð- launatilnefningar á þessu ári og vann í annað skiptið en það voru Mörda-verðlaunin fyrir best þýddu glæpasöguna í Bretlandi árið 2015, fyrir Náttblindu. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri. Að sjá bækurnar fara á toppinn í Amazon og svo þegar Snjóblinda var valin ein af bestu glæpasögum ársins í Independent fyr- ir jólin í fyrra. Það var líka mögnuð tilfinning að fá dóma í blöðum eins og Times. Ég hef lesið bókasíðurnar í Times í áraraðir og aldrei hvarflaði að mér að þar yrði einhvern tímann fjallað um bók eftir mig. Það er mjög óraun- verulegt,“ segir Ragnar og nefnir einnig að það sé stórskrítið að sjá bækur sínar á ýmsum framandi tungumálum. Búið er að selja útgáfuréttinn á bókum Ragnars til þrettán landa og hafa bækurnar nú þegar komið út á sjö tungumálum. Hann nær í eintak af bók sinni á kóresku þar sem aug- ljóslega skilst ekki eitt orð. „Hún er t.d. vænt- anleg á japönsku, tyrknesku, arabísku og ar- mensku,“ segir Ragnar. Fékk útgefanda eftir tapleik Fyrsta bók Ragnars kom út árið 2009 og það var árið 2015 sem fyrsta bókin kom út á ensku. Mikil vinna fór í það hjá Ragnari að kynna sig erlendis en hann sótti bókmenntaviðburði víða í mörg ár áður en hann sjálfur fékk útgefanda. „Fyrstu árin þegar bækurnar komu aðeins út hér heima þá notaði ég ritlaunin til að ferðast á glæpasagnahátíðir og bókmenntaviðburði og var duglegur að kynna mig úti. Ég mætti á bókmenntahátíðir í Bretlandi og Bandaríkj- unum þótt ég væri ekki með bók. Ég mætti bara sem íslenskur höfundur. Þannig var ég í mörg ár í raun að fjárfesta í sjálfum mér. Það síðan skilar sér að lokum,“ segir Ragnar sem segir tilviljun hafa ráðið samningi í Bretlandi. „Það tók nokkur ár að fá þennan útgáfu- samning í Bretlandi. En þetta datt samt inn fyrir tilviljun. Ég lenti í því að spila fótbolta með þessum útgefanda. Við vorum saman í liði og það kom í ljós eftir leikinn að hún var að stofna bókaforlag og var að leita að nýjum höfundum og hafði heyrt af mér,“ segir Ragn- ar. „Þetta var á bókmenntahátíð þar sem fundið var upp á þeirri nýjung að láta glæpasagnahöf- unda frá Skotlandi keppa við Breta. Skotarnir völdu mig í lið Breta af því þeir vissu að ég væri ekkert mjög góður. Við töpuðum 14-0. Og í þessu breska liði var kanadísk kona, Karen Sullivan, sem endaði sem útgefandinn minn,“ segir Ragnar. „Það eru fáránlegar tilviljanir sem keyra þetta áfram.“ Fótboltinn hjálpar á ný Í sumar sem leið var Ragnar staddur í Frakklandi að fylgjast með íslenska landsliðinu í fótbolta. „Ég fór á fjóra leiki. Það vildi svo skemmtilega til að Snjóblinda kom út í Frakk- landi í maí og það komu hingað til Íslands nokkrir blaðamenn frá stórum blöðum; Figaro, Paris Match og ELLE og ég fór með þeim norður til Siglufjarðar. Svo heppilega vildi til að það snjóaði þar, í maí, þannig að þeir voru mjög ánægðir. Þetta var eins og að stíga inn í bókina,“ segir Ragnar og hlær. „Ég sagði við blaðamennina að ef Íslandi myndi ganga vel á EM hefði það kannski áhrif á hvernig bókinni yrði tekið en auðvitað bjóst maður ekki við að þeim myndi ganga svona vel. Auglýsingaherferð fyrir bókina var að byrja akkúrat í júní, það voru stórar auglýsingar á lestarstöðvum og á flugvöllum. Svo bara gerist þetta með íslenska landsliðið ofan í auglýsinga- herferðina og blaðaumfjöllunina. Þetta var frá- bær tímasetning og algjör tilviljun,“ segir Ragnar en daginn eftir sigur Íslands á Eng- landi birtist viðtal við Ragnar í stórblaðinu Le Parisien og mynd af honum í íslensku fótbolta- treyjunni. Þannig að velgengni íslenska liðsins hjálpaði Ragnari en þar seldust á þriðja tug þúsunda eintaka í sumar og von er á næstu bók þar í maí. „Það var afar ánægjulegt að sjá viðtökurnar í Frakklandi þar sem bókin varð, þegar upp var staðið, í fjórtánda sæti yfir mest seldu glæpa- sögur sumarsins þar í landi,“ segir Ragnar sem sér fram á spennandi tíma og fleiri morð. Morgunblaðið/Ásdís FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Við skiljum eftir drauma í Póstboxi fyrir þá sem ætla sér stóra hluti VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.