Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Föst lág söluþóknun - Allt innifalið 399.990 Verðmat - Gagnaöflun - Fagljósmyndun - Sýningar Opin hús - Eftirfylgni við kaupendur - Skjalagerð Lárus Óskarsson Lögg. fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820 - 0303 Anna Teitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 BOÐSKORT Ársalir- fasteignamiðlun kynna með stolti samstarf sitt við Euromarina sem er öflugt og traust byggingarfyrirtæki á Spáni. Þér/ykkur er boðið á kynningu laugardaginn 5. nóvember nk. á Grand Hótel Hvammi milli kl. 13 og 17. Þar verða fulltrúar þeirra ásamt okkur. Upplagt tækifæri til að skoða kynningar efni um glæsi- legar fasteignir af ýmsum stærðum og gerðum og fá upplýsingar um öll þau atriði er tengjast því að kaupa og eiga fasteign á Spáni. Við verðum einnig með kynningu 6. nóvember á skrifstofu Ársala að Engjateigi 5, milli kl. 13 og 17. Verið velkomin Um miðjan október birtum við hjá Lands- neti skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagn- ingu Suðurnesjalínu 2 eru tilgreindir og bornir saman. Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meg- influtningskerfisins til að mæta vaxandi þörf fyrir raforkuflutning á Suð- urnesjum og kröfum um bætt af- hendingaröryggi. Undirbúningur vegna hennar hefur staðið yfir í mörg ár og ítarleg gögn hafa verið lögð fram. Framkvæmdir við lín- una hafa tafist vegna ágreinings við eigendur jarða sem línan á að liggja um og dóma í Hæstarétti vegna eignarnámsheimildar og leyfis Orkustofnunar. Skúli Jóhannsson verkfræðingur skrifar um valkostaskýrsluna í Morgunblaðið fyrr í vikunni og viljum við þakka honum fyrir að vekja athygli á henni en bendum jafnframt á að í skýrslunni er m.a. farið ítarlega yfir þörfina fyrir bætta tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið. Mikilvægt er að til staðar séu að lágmarki tvær tengingar við Suð- urnes til að afhendingaröryggi á rafmagni á svæðinu sé ásætt- anlegt. Ein raflína til Suðurnesja þýðir að raforkuvinnsla og raf- orkunotkun eru háð þessari einu línu og truflanir valda skerðingu og straumleysi bæði hjá íbúum og atvinnulífi á svæðinu auk þess sem virkjanir á svæðinu nýtast lítið eða ekki til orkuvinnslu. Það sama gildir þegar taka þarf línuna út vegna viðhalds. Rekstur jarð- varmavirkjana hefur einnig reynst illmögulegur þegar flutningur um Suðurnesjalínu 1 hefur rofnað og Suðurnesin þar með aðskilin meg- influtningskerfinu. Raforkuflutningur til og frá Suð- urnesjum ræðst af því hversu mik- il raforka er framleidd og notuð á svæðinu á sérhverjum tíma. Við uppbyggingu flutn- ingskerfisins þarf að horfa til framtíðar og taka tillit til beggja þessara þátta, óháð hvor öðrum. Til lengri tíma getur álag aukist á Suðurnesjum, án þess að orkuvinnsla þar aukist samhliða. Það kallar á aukinn innflutning inn á svæðið. Eins getur orkuvinnslan aukist, án þess að notkunin fylgi eftir og þá þarf að flytja orku út af svæðinu þar sem orku- framleiðendum er frjálst að selja orku hvert á land sem er og kaup- endum að kaupa hvaðan sem er. Í skýrslunni eru settar fram þrjár sviðsmyndir álagsþróunar á Suðurnesjum og þrjár sviðsmyndir þróunar orkuvinnslu – sviðsmyndir sem allar leggja áherslu á að Landsnet geti staðið við loforð sitt um rafvædda framtíð í takt við samfélagið. Valkostaskýrslan er aðgengileg á vef Landsnets, www.landsnet.is. Þar er einnig að finna myndband sem sýnir þá þrjá meginkosti sem eru í umræðunni, einn kost sem gerir ráð fyrir loftlínu og tvo sem gera ráð fyrir jarðstreng. Við hjá Landsneti hvetjum alla til að lesa skýrsluna og ef ein- hverjar spurningar, athugasemdir eða hugleiðingar vakna þá hvetjum við ykkur til hafa samband – við erum alltaf til í að taka samtalið. Afhendingaröryggi, valkostir og umræðan um Suðurnesjalínu 2 Eftir Sverri Jan Norðfjörð »Mikilvægt er að til staðar séu að lág- marki tvær tengingar við Suðurnes til að afhendingaröryggi á rafmagni á svæðinu sé ásættanlegt. Sverrir Jan Norðfjörð Framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Þriðjudaginn 26. október varð alvar- legt umferðarslys á Mosfellsheiði. Í því slysi lentu milli 40 og 50 manns í því að rúta fór á hliðina og fjöldi fólks slasaðist. Viðbragð neyðar- þjónustu, bæði þeirra sem vinna við þetta dagsdaglega, eins og lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutninga og starfsfólks heil- brigðisþjónustu, sem og sjálfboða- liða björgunarsveita og Rauða krossins, var skjótt og ákveðið. Á undrastuttum tíma var fólki bjarg- að og það flutt í sjúkrahús og/eða fjöldahjálparstöð. Þar fékk fólkið sjúkrahúsmeðferð og andlegan stuðning eftir alvarleika í hverju tilfelli. En ástæða þess að þetta gekk svona vel var ekki tilviljun. Í byrj- un október var haldin hópslysaæf- ing á Reykjavíkurflugvelli. Æfing- ar sem þessar hefur ISAVIA haldið með reglubundnum hætti á þeim flugvöllum sem eru i rekstri og staðsettir eru um land allt. Þessar æfingar hafa á síðustu ár- um verið sá vettvangur sem hefur gefið dagsdaglegu neyðarþjónust- unni og þeim sjálfboðaliðum sem bakka hana upp í stórslysum tæki- færi til að vinna saman. Æfingar þessar hafa verið notaðar til að æfa alla þætti skipulagsins. Farið er yf- ir alla þætti í viðbragði við flug- slysi allt frá fyrstu tilkynningu, þar til vettvangur er fluttur yfir á ábyrgð rannsóknaraðila. Þó svo að æfingarnar snúist um flugslys eru verkefni manna að miklu leyti þau sömu og við hvert annað hópslys. Þannig hafa æfingar þessar átt stóran þátt í því að tryggja að allir aðilar sem að svona viðbragði koma þekkja sitt hlut- verk í heildarskipulag- inu. Rútuslys eins og varð á Mosfellsheiði kallaði á að þessir sömu aðilar kæmu til hjálpar. Æfingar eins og sú sem var á Reykjavíkurflugvelli í byrjun október tryggðu það að allir gengu til verka samkvæmt ákveðnu skipulagi sem gekk upp. Hvort sem það voru björgunar- menn sem unnu á vettvangi, stjórnstöð Aðgerðastjórnar höfuð- borgarsvæðisins, bráðamóttaka Landspítalans eða fjöldahjálpar- stöð í Mosfellsbæ. Því langar mig að þakka ISAVIA fyrir að halda þessar æfingar um land allt með reglubundnum hætti. Því ég er viss um að í rútuslysinu á Mosfellsheiði skipti sköpum að menn vissu sitt hlutverk. Einnig vil ég hvetja þá til dáða að halda ótrauðir áfram. Því ef íslensk neyð- arþjónusta á að hafa getu til að bregðast við hópslysum um land allt, skiptir sköpum að hafa æft og undirbúið. Takk fyrir, ISAVIA Eftir Þorstein Þorkelsson Þorsteinn Þorkelsson » Í október varð alvarlegt rútuslys á Mosfellsheiði. Fumlaus og skjót viðbrögð við- bragðsaðila má þakka samstarfi á æfingum ISAVIA. Höfundur hefur starfað í björgunarsveit í 32 ár. Ég finn mig knúinn til að kvarta undan þjónustu Fréttablaðsins á Ak- ureyri þar sem ég bý. Í mínu hverfi er frágang- ur blaðbera þannig að blaðið er aldrei sett alla leið inn um lúguna, sem þýðir að það blotnar í úr- komu og auk þess kólnar í húsinu. Annað er það sem blaðberi í þessu hverfi gerir og það er það að hann brýtur blaðið skakkt saman þegar það er þykkt, en þykkt blað verður að brjóta langs- um því annars kemst það ekki í lúgur án þess að skemmast. Blaðberi Mogg- ans gerir það alltaf, enda rifnar blaðið aldrei hjá honum. Nú skora ég á Fréttablaðið að laga þetta. Birgir Sveinarsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Léleg þjónusta hjá Fréttablaðinu ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.