Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 54

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Föst lág söluþóknun - Allt innifalið 399.990 Verðmat - Gagnaöflun - Fagljósmyndun - Sýningar Opin hús - Eftirfylgni við kaupendur - Skjalagerð Lárus Óskarsson Lögg. fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820 - 0303 Anna Teitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 BOÐSKORT Ársalir- fasteignamiðlun kynna með stolti samstarf sitt við Euromarina sem er öflugt og traust byggingarfyrirtæki á Spáni. Þér/ykkur er boðið á kynningu laugardaginn 5. nóvember nk. á Grand Hótel Hvammi milli kl. 13 og 17. Þar verða fulltrúar þeirra ásamt okkur. Upplagt tækifæri til að skoða kynningar efni um glæsi- legar fasteignir af ýmsum stærðum og gerðum og fá upplýsingar um öll þau atriði er tengjast því að kaupa og eiga fasteign á Spáni. Við verðum einnig með kynningu 6. nóvember á skrifstofu Ársala að Engjateigi 5, milli kl. 13 og 17. Verið velkomin Um miðjan október birtum við hjá Lands- neti skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagn- ingu Suðurnesjalínu 2 eru tilgreindir og bornir saman. Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meg- influtningskerfisins til að mæta vaxandi þörf fyrir raforkuflutning á Suð- urnesjum og kröfum um bætt af- hendingaröryggi. Undirbúningur vegna hennar hefur staðið yfir í mörg ár og ítarleg gögn hafa verið lögð fram. Framkvæmdir við lín- una hafa tafist vegna ágreinings við eigendur jarða sem línan á að liggja um og dóma í Hæstarétti vegna eignarnámsheimildar og leyfis Orkustofnunar. Skúli Jóhannsson verkfræðingur skrifar um valkostaskýrsluna í Morgunblaðið fyrr í vikunni og viljum við þakka honum fyrir að vekja athygli á henni en bendum jafnframt á að í skýrslunni er m.a. farið ítarlega yfir þörfina fyrir bætta tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið. Mikilvægt er að til staðar séu að lágmarki tvær tengingar við Suð- urnes til að afhendingaröryggi á rafmagni á svæðinu sé ásætt- anlegt. Ein raflína til Suðurnesja þýðir að raforkuvinnsla og raf- orkunotkun eru háð þessari einu línu og truflanir valda skerðingu og straumleysi bæði hjá íbúum og atvinnulífi á svæðinu auk þess sem virkjanir á svæðinu nýtast lítið eða ekki til orkuvinnslu. Það sama gildir þegar taka þarf línuna út vegna viðhalds. Rekstur jarð- varmavirkjana hefur einnig reynst illmögulegur þegar flutningur um Suðurnesjalínu 1 hefur rofnað og Suðurnesin þar með aðskilin meg- influtningskerfinu. Raforkuflutningur til og frá Suð- urnesjum ræðst af því hversu mik- il raforka er framleidd og notuð á svæðinu á sérhverjum tíma. Við uppbyggingu flutn- ingskerfisins þarf að horfa til framtíðar og taka tillit til beggja þessara þátta, óháð hvor öðrum. Til lengri tíma getur álag aukist á Suðurnesjum, án þess að orkuvinnsla þar aukist samhliða. Það kallar á aukinn innflutning inn á svæðið. Eins getur orkuvinnslan aukist, án þess að notkunin fylgi eftir og þá þarf að flytja orku út af svæðinu þar sem orku- framleiðendum er frjálst að selja orku hvert á land sem er og kaup- endum að kaupa hvaðan sem er. Í skýrslunni eru settar fram þrjár sviðsmyndir álagsþróunar á Suðurnesjum og þrjár sviðsmyndir þróunar orkuvinnslu – sviðsmyndir sem allar leggja áherslu á að Landsnet geti staðið við loforð sitt um rafvædda framtíð í takt við samfélagið. Valkostaskýrslan er aðgengileg á vef Landsnets, www.landsnet.is. Þar er einnig að finna myndband sem sýnir þá þrjá meginkosti sem eru í umræðunni, einn kost sem gerir ráð fyrir loftlínu og tvo sem gera ráð fyrir jarðstreng. Við hjá Landsneti hvetjum alla til að lesa skýrsluna og ef ein- hverjar spurningar, athugasemdir eða hugleiðingar vakna þá hvetjum við ykkur til hafa samband – við erum alltaf til í að taka samtalið. Afhendingaröryggi, valkostir og umræðan um Suðurnesjalínu 2 Eftir Sverri Jan Norðfjörð »Mikilvægt er að til staðar séu að lág- marki tvær tengingar við Suðurnes til að afhendingaröryggi á rafmagni á svæðinu sé ásættanlegt. Sverrir Jan Norðfjörð Framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Þriðjudaginn 26. október varð alvar- legt umferðarslys á Mosfellsheiði. Í því slysi lentu milli 40 og 50 manns í því að rúta fór á hliðina og fjöldi fólks slasaðist. Viðbragð neyðar- þjónustu, bæði þeirra sem vinna við þetta dagsdaglega, eins og lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutninga og starfsfólks heil- brigðisþjónustu, sem og sjálfboða- liða björgunarsveita og Rauða krossins, var skjótt og ákveðið. Á undrastuttum tíma var fólki bjarg- að og það flutt í sjúkrahús og/eða fjöldahjálparstöð. Þar fékk fólkið sjúkrahúsmeðferð og andlegan stuðning eftir alvarleika í hverju tilfelli. En ástæða þess að þetta gekk svona vel var ekki tilviljun. Í byrj- un október var haldin hópslysaæf- ing á Reykjavíkurflugvelli. Æfing- ar sem þessar hefur ISAVIA haldið með reglubundnum hætti á þeim flugvöllum sem eru i rekstri og staðsettir eru um land allt. Þessar æfingar hafa á síðustu ár- um verið sá vettvangur sem hefur gefið dagsdaglegu neyðarþjónust- unni og þeim sjálfboðaliðum sem bakka hana upp í stórslysum tæki- færi til að vinna saman. Æfingar þessar hafa verið notaðar til að æfa alla þætti skipulagsins. Farið er yf- ir alla þætti í viðbragði við flug- slysi allt frá fyrstu tilkynningu, þar til vettvangur er fluttur yfir á ábyrgð rannsóknaraðila. Þó svo að æfingarnar snúist um flugslys eru verkefni manna að miklu leyti þau sömu og við hvert annað hópslys. Þannig hafa æfingar þessar átt stóran þátt í því að tryggja að allir aðilar sem að svona viðbragði koma þekkja sitt hlut- verk í heildarskipulag- inu. Rútuslys eins og varð á Mosfellsheiði kallaði á að þessir sömu aðilar kæmu til hjálpar. Æfingar eins og sú sem var á Reykjavíkurflugvelli í byrjun október tryggðu það að allir gengu til verka samkvæmt ákveðnu skipulagi sem gekk upp. Hvort sem það voru björgunar- menn sem unnu á vettvangi, stjórnstöð Aðgerðastjórnar höfuð- borgarsvæðisins, bráðamóttaka Landspítalans eða fjöldahjálpar- stöð í Mosfellsbæ. Því langar mig að þakka ISAVIA fyrir að halda þessar æfingar um land allt með reglubundnum hætti. Því ég er viss um að í rútuslysinu á Mosfellsheiði skipti sköpum að menn vissu sitt hlutverk. Einnig vil ég hvetja þá til dáða að halda ótrauðir áfram. Því ef íslensk neyð- arþjónusta á að hafa getu til að bregðast við hópslysum um land allt, skiptir sköpum að hafa æft og undirbúið. Takk fyrir, ISAVIA Eftir Þorstein Þorkelsson Þorsteinn Þorkelsson » Í október varð alvarlegt rútuslys á Mosfellsheiði. Fumlaus og skjót viðbrögð við- bragðsaðila má þakka samstarfi á æfingum ISAVIA. Höfundur hefur starfað í björgunarsveit í 32 ár. Ég finn mig knúinn til að kvarta undan þjónustu Fréttablaðsins á Ak- ureyri þar sem ég bý. Í mínu hverfi er frágang- ur blaðbera þannig að blaðið er aldrei sett alla leið inn um lúguna, sem þýðir að það blotnar í úr- komu og auk þess kólnar í húsinu. Annað er það sem blaðberi í þessu hverfi gerir og það er það að hann brýtur blaðið skakkt saman þegar það er þykkt, en þykkt blað verður að brjóta langs- um því annars kemst það ekki í lúgur án þess að skemmast. Blaðberi Mogg- ans gerir það alltaf, enda rifnar blaðið aldrei hjá honum. Nú skora ég á Fréttablaðið að laga þetta. Birgir Sveinarsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Léleg þjónusta hjá Fréttablaðinu ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.