Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2017
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá
listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum
ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness
2017.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal vera reiðubúinn að vinna
með menningarsviði bæjarins að því að efla áhuga á list og
listsköpun á Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins
með það að leiðarljósi.
Í umsókninni skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um
náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir um á hvern
hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna.
Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi
við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu
bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur
Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi merkt:
„Bæjarlistamaður 2016“ eða á netfangið
soffia.karlsdottir@seltjarnarnes.is fyrir 25. nóvember.
Menningarnefnd Seltjarnarness
www.seltjarnarnes.is
Kjartan Magnússon, borgar-fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
hefur árum saman beitt sér fyrir
því að bókhald borgarinnar verði
opnað þannig að borgarbúar geti
fylgst með því á net-
inu hvernig skattfé
þeirra er varið.
Fyrst flutti hanntillögu um
þetta fyrir fjórum
árum og hefur ýtt á
eftir málinu síðan en
án árangurs.
Árangursleysiðstafar ekki af
því að meirihlutinn í
borgarstjórn hafi
fellt tillögu þessa
efnis fyrir fjórum árum. Þvert á
móti var tillagan samþykkt, en
Dagur B. Eggertsson og aðrir
fulltrúar gagnsæis og opinnar
stjórnsýslu hafa síðan hindrað að
málið kæmist til framkvæmda.
Síðan hefur það gerst að Kópa-vogsbær opnaði á dögunum
bókhald sitt á þennan hátt, enda
sennilega ekkert að fela á þeim bæ.
En hvað hefur Dagur að fela?Hvað veldur því að hann hefur
tekið fjögur ár í að vinna að þessu
máli og enn ekki orðið neitt ágengt?
Og hvernig stendur á því að sam-starfsflokkar Samfylkingar-
innar í meirihlutanum í Reykjavík,
Björt framtíð, Vinstri græn og Pír-
atar, sætta sig við þessi vinnu-
brögð?
Hafa þeir eitthvað að fela?
Eða er talið um opna og lýð-ræðislega stjórnsýslu ekkert
annað en það? Bara tal.
Kjartan
Magnússon
Hvað hefur meiri-
hlutinn að fela?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Veður víða um heim 4.11., kl. 18.00
Reykjavík 5 léttskýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 2 skýjað
Nuuk 1 rigning
Þórshöfn 6 léttskýjað
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur -1 skýjað
Helsinki -3 léttskýjað
Lúxemborg 5 rigning
Brussel 8 skýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 7 skúrir
London 9 skúrir
París 7 rigning
Amsterdam 9 þoka
Hamborg 8 skýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 6 heiðskírt
Moskva -2 snjóél
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 14 rigning
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 4 skýjað
Montreal 2 skýjað
New York 13 léttskýjað
Chicago 11 léttskýjað
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:26 16:58
ÍSAFJÖRÐUR 9:46 16:48
SIGLUFJÖRÐUR 9:29 16:30
DJÚPIVOGUR 8:59 16:23
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þetta er hærra hlutfall en áður, það
eru fleiri nemendur í fleiri fögum
sem fá undir B í einkunn. Ég hefði
viljað sjá þetta lægra,“ segir Helga
Kristín Kolbeins, skólameistari
Framhaldsskólans í Vestmanna-
eyjum, en hún greindi fræðslunefnd
Vestmannaeyja frá námsstöðu nem-
enda við upphaf framhaldsskóla-
göngu á dögunum.
Nú stunda 236 nemendur nám við
FÍV og þar af eru 49 nýnemar. Af
þeim hefja 19 nemendur nám á fram-
haldsskólabrú, sem er námsbraut
fyrir þá nemendur sem standast ekki
viðmið til að hefja strax nám til stúd-
entsprófs að loknum grunnskóla.
Nemendur eru í brúnni lengst í tvö
ár en styst í eina önn.
Minni tími fyrir vinnu
Alls sóttu 4.139 nemendur um
skólavist í framhaldsskóla árið 2016
en 21% nemenda innritaðist á al-
menna námsbraut eða framhalds-
skólabraut sem ætlaðar eru þeim
sem ekki uppfylla inntökuskilyrði til
að komast beint inn á aðrar náms-
brautir. Þetta kemur fram í upplýs-
ingum frá Menntamálastofnun.
„Miklar breytingar hafa átt sér
stað síðustu misseri vegna styttingar
framhaldsskólanáms úr fjórum árum
í þrjú. Kannski hefur verið farið of
geyst í þær breytingar en búið er að
flytja heilmikið af efni framhalds-
skólans niður í grunnskólana,“ segir
Helga. Skoða þurfi hvort samþætta
megi betur þennan flutning náms-
efnis. Krakkarnir séu því yngri þeg-
ar þau byrja að fást við námsefni sem
áður var í framhaldsskólanum.
„Ef það á að útskrifa þau fyrr þá
er minni tími fyrir vinnu og það þarf
meiri einbeitingu í námið,“ segir hún
einnig en ekki sé víst hvort sátt
myndist um það þar sem vinnumenn-
ingin sé sterk í Vestmannaeyjum.
„Þegar farið í gegnum svona stórar
breytingar þá tekur það tíma, menn-
ingin hér er að geta gert margt fleira
en að vera bara í skólanum og það
tekur tíma að breyta því.“
Morgunblaðið/Eggert
Stúdent Nemendum sem ekki standast viðmið til náms til stúdentsprófs og
hefja fyrst nám á framhaldsskólabrú hefur nú fjölgað í Vestmannaeyjum.
Fleiri skortir hæfni
til stúdentsprófs
Undanfari stúdentsprófs
» 236 nemendur hófu nám við
FÍV í ár og þar af 49 nýnemar.
» Tæp 40% nýnema náðu
ekki viðmiði til að hefja nám til
stúdentsprófs og fara á fram-
haldsskólabrú.
» 21% nýnema á landsvísu
innritast á framhaldsskóla-
brautir sem ætlaðar eru þeim
sem ekki uppfylla inntökuskil-
yrði á aðrar brautir.
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Krist-
insson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í
Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik, en dómur
héraðsdóms var kveðinn upp í gærmorgun.
Ákæruvaldið krafðist þess að Geirmundur yrði dæmd-
ur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki
skemur en til fjögurra ára. Var hann ákærður fyrir að
hafa misnotað afstöðu sína hjá sparisjóðnum með lán-
veitingum til einkahlutafélaga. Námu fjárhæðirnar í
ákærunni tæpum 800 milljónum króna. Brot þessi geta
varðað allt að sex ára fangelsi.
Fram kemur í dómi að ríkissjóði ber að greiða allan
sakarkostnað, samtals 7,2 milljónir króna.
Geirmundur sýknaður í héraði
Geirmundur
Kristinsson