Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Herinn rannsakar dularfullt píp 2. Var ekkert leyndarmál 3. Geirmundur sýknaður 4. „Fóru í rúmið með skrímsli“  Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari, sem hefur nýlokið fram- haldsnámi í Bandaríkjunum, kemur fram á tónleikum í röðinni Velkomin heim í Hörpuhorni Hörpu í dag. Hefur hún leik kl. 17 og eru allir velkomnir. Chrissie Telma býður til tónleika í Hörpu  Djasstríóið Hot Eskimos kemur fram á Tíbrár- tónleikum í Saln- um í Kópavogi í kvöld, laugardag, klukkan 20. Tríóið skipa þeir Karl Ol- geirsson, Jón Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson. Tríóið hef- ur að markmiði að ná poppinu til baka því djass var popptónlist síns tíma. Leikur það meðal annars lög eftir Jónsa, Björk, Bubba og Megas. Djassa upp ýmsar popp- og rokkperlur  Hljómsveit skipuð landskunnum djassmönnum kemur fram á tón- leikum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld og leikur mörg eftirlætislög Villa Valla, kunnar djassperlur, auk þekktra laga eftir hann sjálfan. Vilberg Vilbergsson er heiðurslistamaður Ísafjarðar. Hann er þekktur sem Villi Valli og hefur staðið tónlistarvaktina fyr- ir vestan í rúma sjö áratugi. Leika lög Villa Valla og uppáhaldslög hans FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt. Skýjað og lítilsháttar súld eða slydda á köflum SV- og V-lands, annars þurrt og bjart veður. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig við ströndina síðdegis. Á sunnudag Vaxandi sunnanátt og fer að rigna á V-verðu landinu en þurrt A-til. Sunnan 10-18 síðdegis og hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark í innsveitum NA-lands. Á mánudag Sunnan 10-15, en hvessir um kvöldið. Úrkomulítið á NA- og A-landi, annars rigning, einkum V-lands. Hiti 6 til 12 stig. ,,Við fylgdumst með Elíasi Má í leikj- um U-21 árs landsliðsins hér heima á dögunum þar sem hann stóð sig vel og þá hefur hann verið að gera fína hluti með Gautaborg. Fyrst Kolbeinn og Alfreð eru báðir utan hópsins var Elías næsti maður inn,“ segir Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari meðal annars í samtali við Morgun- blaðið í dag. »4 Elías fær tækifæri í fjar- veru framherjanna Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í gærkvöldi fyrstir til að leggja Íslands- og bikar- meistara KR að velli í Dom- inos-deild karla í körfu- knattleik á þessu keppnis- tímabili. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og unnu KR með fimmtán stiga mun í Frosta- skjólinu í gærkvöldi. Þórs- arar hrósuðu einnig sigri á Akureyri í gærkvöldi eftir framlengingu. »2,3 Meistararnir töp- uðu fyrir Þór Þ. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslands- meistari í golfi úr GR, verður í eldlín- unni í Abu Dhabi í dag. Þar er hún í toppbaráttunni í móti á Evrópu- mótaröðinni. Ólafía er í 5. sæti fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efstu konu. Ef Ólafía leikur vel í dag vinnur hún sér inn nokkrar milljónir í verðlaunafé og eykur mögu- leika sína á því að fá keppn- isrétt á mótaröðinni á næsta ári til muna. »1 Stór dagur fram undan hjá Ólafíu Þórunni Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar, mig langar til að fara í viðskiptatengt nám hérna í Dan- mörku og ég ætla að nota þetta ár til að verða betri í körfubolta og læra dönsku.“ Þetta segir Sandra Lind Þrastardóttir, tvítug körfuboltakona úr Keflavík, sem nú spilar með körfu- boltaliðinu Hørsholm 79ers sem á heimavöll í bænum Hørsholm á Sjá- landi í Danmörku. Sandra Lind fór á fyrstu körfu- boltaæfingu sína þegar hún var 11 ára og æfði síðan og spilaði með liði Keflavíkur. Hún var einn af lykil- leikmönnum meistaraflokksliðs kvenna, hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu og á að baki níu landsleiki. Mikil stemning á heimaleikjum „Sumt er betra hér í Danmörku, annað verra,“ svarar hún þegar hún er spurð um samanburð á körfubolt- anum hér á landi og ytra. „Íþróttin sem slík er svipuð, það má meira í vörn í Danmörku. Aðalmunurinn er kannski á öllu því sem er í kringum íþróttina.“ Kvennalið Hørsholm 79ers er í öðru sæti í úrvalsdeildinni í Dan- mörku og að sögn Söndru Lindar er mikil stemning í bænum og nágrenni hans þegar liðið á heimaleiki. „Þeir eru alltaf vel sóttir. En það gildir því miður það sama um körfuboltann og margar aðrar íþróttagreinar; það er meiri aðsókn á karlaleikina.“ Samningur Söndru Lindar við danska liðið er að hennar sögn „semi- atvinnumannasamningur“. Hún fær greitt fyrir að æfa og spila með lið- inu, æft er á hverjum degi og stund- um oftar þegar líður að leikjum. „En greiðslan dugar ekki til að lifa af, ég þarf að vinna aðra vinnu með. Það er algengt og lá alltaf fyrir,“ segir hún. Sandra Lind segist ekki vita um aðra íslenska konu sem spili með körfuboltaliði í Danmörku en segist vel geta mælt með því við áhuga- samar körfuboltakonur. „Það er svo margt jákvætt við þetta, það opnast margar leiðir og svo er þetta bara svo skemmtilegt.“ Spurð hvort nafn félagsins sé borið fram á dönsku, „Hørsholm ni og halvfjerds“, eða á ensku, „Hørsholm seventy nine“, segist Sandra Lind hafa velt því fyrir sér þegar hún kom fyrst til félagsins. „En auðvitað er það enska útgáfan,“ segir hún hlæj- andi. „Þetta er jú körfubolti.“ Heitir ekki ni og halvfjerds  Landsliðskonan Sandra Lind úr Keflavík spilar körfubolta í Danmörku Sigursælar Hørsholm 79ers er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Sandra Lind er í treyju nr. 12 og er fimmta frá hægri í efri röð. Ljósmynd/Mads Olesen Körfuboltakona Landsliðskonan Sandra Lind Þrastardóttir, sem áður spil- aði með Keflavík, unir hag sínum vel í bænum Hørsholm í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.