Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is VW GOLF GTE PREMIUM PLUG IN HYBRID Eigum tvo bíla til afhendingar strax. Annar er óekinn, hinn ekinn 1500 km, báðir bensín/rafmagn (204hö), sjálfskiptir, 18“ serron-felgur, íslenskt navi o.fl. Staðgreiðsluverð 4.580.000 - 4.890.000 kr. Skoðum skipti! Ath. ófáanlegur í umboði! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verði Alþingi kallað saman áður en tekist hefur að mynda nýja ríkis- stjórn er talið víst að núverandi stjórn muni leggja frumvarp til fjárlaga árs- ins 2017 fyrir þingið þegar það kemur saman, svo fullnægt verði skilyrðum stjórnarskrár um framlagningu fjár- lagafrumvarps. Enn er þó alveg óvíst hvort þing kemur saman fyrr en ný ríkisstjórn hefur tekið við. Viðmælendur sem þekkja vel ferli fjárlagavinnunnar eru þeirrar skoð- unar að þótt skammur tími sé til jóla eigi hann að duga til að afgreiða fjár- lög næsta árs. Gjörbreyting hefur orðið á framsetningu fjárlaga og öllu fjárlagaferlinu með lögunum um op- inber fjármál sem tóku gildi um sein- ustu áramót. Í reynd er búið að leggja allar meginlínur um umfang ríkis- rekstrarins með fjármálastefnu og fjármálaáætluninni til næstu fimm ára, sem Alþingi samþykkti 18. ágúst sl. Fjárlagafrumvarpið ætti því að vera minna í sniðum en áður var. Ætli ný ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á frumvarpinu sem lagt verður fram þyrfti hún að leggja fram nýja ríkisfjármálaáætlun, en lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra leggi nýja áætlun fyrir þingið í apríl ár hvert. Eins og staðan er núna bind- ur því gildandi ríkisfjármálaáætlun hendur væntanlegrar ríkisstjórnar. Vinnan við sjálft fjárlagafrumvarpið hefur staðið yfir frá því snemma á árinu. Ríkisstjórnin samþykkti meg- inramma þess snemma í sumar, þeir byggjast á gildandi fjármálaáætlun og er frumvarpið sagt vera tilbúið til framlagningar í fjármálaráðuneytinu. Breytingin sem gerð hefur verið með lögunum um opinber fjármál á framsetningu og vinnubrögðum við fjárlagagerðina felst m.a. í því að út- gjöldin eru þegar mörkuð til 34 mál- efnasviða og í frumvarpinu er fjár- heimildunum síðan skipt á milli 102 málaflokka. Ekki er því útilokað að þær breytingar og nýjar áherslur sem ný ríkisstjórn vill gera á frum- varpinu komi ekki fram fyrr en á milli umræðna á þinginu og vegna tíma- skorts yrði hugsanlega að bíða með allar veigameiri breytingar á sjálfri ríkisfjármálaáætluninni fram á vor- mánuði, að mati heimildarmanna. Einn viðmælenda sagði það liggja í loftinu að erfitt yrði af praktískum ástæðum að gera miklar breytingar í haust á því fjárlagafrumvarpi sem er sagt vera tilbúið í ráðuneytinu. Fjárlagafrumvarp skal vera fyrsta mál þingsins skv. þingsköpum en dæmi er þó um undantekningu frá því. Haustið 1988, þegar Alþýðuflokk- ur og Framsóknarflokkur slitu stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn og ný ríkisstjórn var mynduð skömmu áður en þingið kom saman, var fjárlagafrumvarpið ekki tilbúið á þingsetningardegi 10. október. Kom það ekki fram fyrr en nokkru síðar. Ný stjórn bundin af fjármálaáætlun Morgunblaðið/Ómar Alþingi Afgreiðsla fjárlaga er stórt verkefni nýkjörinna þingmanna.  Óvíst hvenær Alþingi kemur saman og fjárlagafrumvarp verður lagt fram  Ríkisfjármálaáætlun er í gildi en skammur tími til stefnu að afgreiða fjárlög Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Enska hefur mikil áhrif á íslenskt tungumál á samfélagsmiðlum og framburðarritháttur er sífellt meira áberandi, samkvæmt niðurstöðum ritgerðar Önnu Snæbjörnsdóttur til meistaraprófs í náms- og kennslu- fræði við menntavísindasvið Há- skóla Íslands. Anna skoðaði orðmyndun á sam- félagsmiðlum í ritgerð sinni og komst að því að mikil blöndun ís- lensku og ensku væri í textum á samfélagsmiðlum, bæði væri um að ræða hrein ensk orð í íslenskum texta og ensk orð löguð að íslensku. Þá væri mikið um að orð væru skrif- uð samkvæmt framburði og þá um leið í segðum án orðaskila eða orðum skellt saman í eina heild. Anna segir að reglur um stafsetningu séu oft víðsfjarri á samfélagsmiðlum og virðist ekki trufla tjáningarþáttinn í frásögninni. „Það sem einkennir skrif og sam- skipti á samfélagsmiðlum fyrst og fremst er að þeim er ætlað að vera á forsendum samtals. Einstaklingar eru að spjalla sín í milli en nota til þess ritmiðil. Fyrir vikið hefur tal- málið færst yfir á ritmál en þó ekki hefðbundið ritmál. Tungumálið á samfélagsmiðlum er eins konar millimál eða netmál sem er nær tal- máli en ritmáli í mörgum tilfellum,“ segir Anna um niðurstöðu rannsóknarinnar. Anna er grunnskólakennari á mið- stigi og segir að framburðar- rithátturinn komi við kennsluna hjá sér. „Á samfélagsmiðlum eru skrif- aðar úrfellingar sem við höfum alltaf notað í töluðu máli, það virðist vera orðin samþykkt stafsetning á netinu og er byrjað að rugla fólk í lögbund- inni stafsetningu, það skrifar „ver- uru“ í stað „verður þú“ og ég sé það bæði hjá börnum og fullorðnum. Það er eðlilegt að fella úr í töluðu máli en okkar löggilta stafsetning segir að við eigum ekki að gera þetta. Ég held að þetta sé þáttur sem gæti þurft að taka til umræðu í stafsetn- ingarkennslu.“ Anna tók viðtöl við notendur sam- félagsmiðla og safnaði dæmum af netinu. Hún segir tungumálið ekki skiptast lengur bara í talmál og rit- mál heldur sé kominn þriðji flokk- urinn, svokallað netmál. „Í viðtöl- unum sem ég tók kom fram að aðalmarkmiðið með samskiptunum á netinu er að tala saman þótt það sé verið að skrifast á, og því fær textinn þessi talmálseinkenni. Einnig lögðu viðmælendur mikla áherslu á að mestu skipti að koma meiningu orða sinna vel til skila. Í því samhengi töl- uðu þeir um að ensk orð væru oftar en ekki þægilegri í notkun, eitt orð á ensku kæmi oft í stað heillar setn- ingar á íslensku og í sumum tilfellum ætti íslenskan ekki til hugtakið sem um væri að ræða. Slangureinkenni eru líka býsna sterk.“ Anna er á því að málið á netinu muni þróast áfram og tákn verði not- uð í auknum mæli. „Einn þáttur í þessari þróun er að það er engin rit- stýring á netinu, þar eru allir útgef- endur að sínu efni. Íslenskan er allt- af að þróast og taka inn ný orð sem eru löguð að íslensku beyging- arkerfi. En eins og þetta blasir við mér þurfum við fyrst og fremst að hugsa um hvernig íslenskan þróast í sambandi við framburðareinkennin því það gætu orðið svo miklar breyt- ingar á rituðu máli ef þau fá að vera meira ofan á.“ Annað tungumál á samfélagsmiðlum  Reglur um stafsetningu víðs fjarri  Framburðarritháttur er sífellt meira áberandi sem ógnar lög- gildri stafsetningu  Enskan hefur mikil áhrif  Notuð í íslenskum texta og löguð að íslenskunni Morgunblaðið/Golli Kennari Anna Snæbjörnsdóttir skoðaði orðmyndun á samfélagsmiðlum. Nafnorð með enskum rit- hætti í íslenskum texta: -smá tips. -algert centerpiece. -prótein shake. -taka selfie. Lýsingarorð með enskum rithætti í íslenskum texta: -yndislega banal. -kjöt í spicy sósu. Málsgreinar með erlendum orðum en íslenskum sagn- orðum: -þetta stjórna-og-syngja element er brilljant eitt og sér. -Jamm, þeir gerast ekki meira original. Nokkur erlend orð saman í málsgrein: -við erum svona package deal. -segist sjálfur vera drop out... -þetta bros er a.m.k. to die for. Notkun á netmáli DÆMI ÚR RITGERÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.