Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Tilboðsdagar 7. - 11. nóvember Ofangreind verð gilda aðeins vikuna 7.11. - 11.11.2016meðan birgðir endast. 18V sett: 6 verkfæri í einu setti Kr. 190.000,- með VSK SDS+ Höggborvél með broti Kr. 23.900,- með VSK SDSMAX Brotvél Kr. 118.900,- með VSK ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefverslun: www.thor.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þau eru mörg handtökin sem þarf til þess að koma heilu verki í höfn. Hugsaðu vel um hvernig þú getur bætt samskipti þín við aðra. Það eru einhverjir hnökrar á því. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að hugsa alvarlega um hvað það er sem í raun skiptir máli í þínu lífi. Nú væri rétt að gera ferðaáætlun fyrir næsta ár. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. Ekki efast um eigin getu eða finna til minnimáttar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú bera skarðan hlut frá borði þegar hvíld og afslöppun er annars vegar. Ekki fara yfir strikið í hreingerningum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlýjan streymir frá þér til umhverf- isins og margir sækja í hana gleði og upp- örvun. Reyndu að gera öllum eitthvað til góða en láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt þú getir ekki bjargað öllum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu að blanda þínum eigin skoð- unum í frásögn af gangi mála á vinnustað. Láttu það ekki fara í skapið á þér þó allt gangi ekki eins og þú óskir. Þolinmæði er dyggð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur verið nánast óstöðv- andi á liðnum misserum og dirfska þín út á við hefur leitt til álags í sambandi við maka. Láttu efasemdir um eigið ágæti lönd og leið og haltu þínu striki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eins og veröldin sé öll í þoku fyrir þér. Hefur þú nokkuð unnið yfir þig? Sé svo er kominn tími á hvíld frá dag- legu amstri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er rangt að reyna að þröngva fram breytingum sem þú vilt berjast fyrir. Hreyfing þyrfti að vera á dagskrá alla daga vikunnar, góður göngutúr gerir kraftaverk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur fyrir frelsi og eigin krafti. Þú ert á kafi í ástamálum annarra og gefur góð ráð. Þú ert ekki af baki dottin/n í félagslífinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að einbeita þér að færri hlut- um sem þú getur þá klárað. Ekki leika fórn- arlamb, þú ert ekki góður leikari. Þessi var síðasta laugardagsgátaGuðmundar Arnfinnssonar: Í sorpinu rótar sífellt og hrín. Í sjó er það reyndar hvalur. Svo er það eins konar auraskrín. Örlagabytta sá halur. Harpa á Hjarðarfelli leysir gát- una þannig: Í sorpinu oft róta svínin mín, í sjónum marsvín flækist upp á grín og sparisvín er skondið auraskrín, en skelfing eru til mörg fyllisvín Þessi er lausn Helga Seljan, „en frjálslega farið með orðið þeysa. Og raunar fleira en orðið er þó alla vega svín“: Hreinlátt þykir svínið þó, þeysa marsvín höfin breið. Sparigrís í spakri ró spennir fyllisvín í neyð. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Í sorpið er gölturinn settur. Syndir marsvínið væna. Um sparigrís drykkjusvín dettur. Dansar lítil gul hæna því hún hefur sigrað svínið og svangan kött yfirbugað, að hundinum hæðst, ljóta grínið. Háttvís vinnufíkn dugar. Árni Blöndal á þessa lausn: Svínin trýni í sorpið pota. Syndir marsvín sem ei hrín. Aurabaukinn ýmsir nota. Ölur karlinn fyllisvín Helgi R. Einarsson svarar: Merkir sýr, við mar er kennt, mitt var auraskrín, af óreglunni er það brennt. Á ég hér við svín. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Í sorpinu rótar svínið og hrín. Svín er í hafinu kennt við mar. Í svínslíki er margt auraskrín. Örlagabytta er drykkjusvín. Svo er limra: Hann Bjarni, sem bakar tertur, er brattur og hnakkakertur hann segist frí við allt svínarí og Panamaskjölum skertur. Og að lokum gátan: Nú skal sýna dáð og dug, draumarugli vísa á bug, og fást um stund við gátugerð, ég geysi snöggur að því verð. Háloftanna hraðbraut er. Hafa margir uppı́ í sér. Karlinn vísast er þar enn. Í hana fara liprir menn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn „en svínin eru kóngar í drafinu“ Í klípu KONRÁÐ FÆR SEKT FYRIR HROKA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER AÐ BÚA TIL JAKKA SEM ER EINS OG ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að átta sig á að enginn er fullkominn. HEFURÐU HUGMYND UM HVERSU HRATT ÞÚ ÓKST? NEI, ER ÞAÐ EKKI ÞITT HLUTVERK? JÓN, ÞAÐ ER ROSALEGA MIKIÐ AF SYKRI OG FITU Á INNKAUPA- LISTANUM ÞÍNUM. ÞÚ ÆTTIR KANNSKI AÐ STRIKA EINNA EÐA TVO HLUTI ÚT. ÞAÐ MÆTTI ALVEG SLEPPA TANNKREMI OG KLÓSETT- PAPPÍR MÍN VEGNA. HRÓLFUR, ÞÚ FÆRÐ KALDA PÍTSUAFGANGA Í MORGUNMAT! ÉG VILDI AÐ ÉG VISSI HVAÐ ÉG HEFÐI GERT TIL AÐ VERÐSKULDA ÞETTA... SVO ÉG GÆTI GERT ÞAÐ AFTUR! Skítastuðull fjölskyldumeðlim-anna er ekki sá sami. Þegar kemur að heimilisþrifum telur Víkverji sig ekki vera mjög stíf- an á meiningunni. Það er að segja, hann er ekki mjög upptek- inn af því að hafa hreint og fínt á heimilinu alltaf hreint. Hann tekur sig til og tekur til einu sinni í viku. Það telur hann vera nokkuð gott og viðráðanlega stærð fyrir alla sem vinna úti og eiga börn. Sambýlingurinn er ekki á sama máli því skíta- stuðullinn er miklu hærri á þeim bænum. Það er einkennilegt því þetta fólk býr undir sama þaki. Þegar Víkverji byrjar að tuða í karlmenninu er ekki hlustað. Það er ekki skrítið því Víkverji er ekki sá skemmtilegasti. x x x Eina ráðið er að bíða bara ogsjá hvenær sambýlingurinn fær alveg nóg og sýnir frum- kvæði að því að taka til. Víkverji bíður enn. Reyndar er eitt nokk- uð sniðugt sem Víkverji er að átta sig á í þessum skrifuðu orð- um. Í hvert skipti sem móðir hans kemur í heimsókn byrjar hún að þrífa. Víkverji er hættur að veita því eftirtekt þegar móðir hans tekur tuskuna óumbeðin og þurrkar af. Sitt sýnist hverjum um það framtak. Aldraða móðirin má þó eiga eitt; hún er hætt að tuða yf- ir skítnum og býsnast yfir því hversu óhreint er hjá afkvæm- inu. Líklega hefur það eitthvað með það að gera að Víkverji hef- ur beðið hana vinsamlegast að hafa ekki hátt um iðjuna ef hún ætlar sér á annað borð að fá að þurrka af. x x x Að minnsta kosti er Víkverjihættur að bíða og ákvað frek- ar að fara í bústað í stað þess að vera einn í störukeppni við rykið og mögulega móður sína. Alla- vega er sambýlismaðurinn í engri keppni og ypptir bara öxlum og spyr hvort það verði ekki örugg- lega grill í bústaðnum og pottur, slétt sama um rykmaurana í hornunum í Reykjavíkinni. víkverji@mbl.is Víkverji Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur (MT. 24.4.2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.