Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Tónlist Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari og Egill Árni Pálsson söngvari unnu náið saman við gerð plötunnar Leiðslu þar sem íslenskum sönglögum eftir marga af þekktari lagahöfundum landsins er gert hátt undir höfði. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ég sakna þess helst aðgeta ekki lengur séð fyrirmér alfarið með söng,“segir Egill Árni Pálsson söngvari en hann flutti heim frá Þýskalandi árið 2012. Menntaður í rekstri tölvukerfa og söng segir hann lífið á Íslandi alls ekki slæmt en vill þó sjá örlítið meiri stuðning við tónlistarmenn hér á landi. Egill segist ekki láta það trufla sig að erfiðara sé að lifa alfarið á söng á Íslandi enda í góðu starfi hjá Advania og nýbúinn að ljúka við tök- ur á nýrri plötu. „Platan nefnist Leiðsla í höfuðið á ljóði eftir Þorstein Vilhjálm Gísla- son og Sigvaldi Kaldalón gerði lag eftir,“ segir Egill en um er að ræða plötu með íslenskum sönglögum. „Þetta er aðeins íslensk tónlist, og mun að mestu innihalda fallegu ballöðurnar úr hópi íslenskra söng- laga. Við eigum ótrúlegt safn laga sem hafa ekki verið gefin út lengi og mér fannst kominn tími að gera plötu sem þessa.“ Egill segir lögin vera í hefð- bundnum búningi og finna megi lög á plötunni sem allir ættu að þekkja og jafnvel geta sungið með ef svo ber undir. „Það eru nokkur vel þekkt lög á plötunni eins og Hamraborgin, Rós- in og Draumalandið og svo eru líka minna þekkt lög en allt eftir þekkta höfunda á borð við Sigvalda Kalda- lóns og Árna Thorsteinsson. Það hefur bara ekki verið gerður íslensk- ur sönglagadiskur lengi svo það var af nægu að taka.“ Fjármagnað á netinu Fjöldi fyrirtækja og verkefna hafa fjármagnað sig með svokallaðri hópfjármögnun en Egill leitaði ein- mitt þeirra leiðar til að fjármagna nýju plötuna sína. „Ég ætlaði að gera þetta allt saman sjálfur fyrst en svo kom í ljós að þetta er dýrara en ég taldi. Það var m.a. þess vegna sem ég setti verkefnið inn á Karolinafund,“ segir Egill en búið er að safna nokkuð upp í útgáfuna þar. „Þetta er mjög sniðug leið til að fjármagna verkefni og margir tón- listamenn eru að nýta sér hóp- fjármögnunarsíðar til að koma verk- efnum sínum af stað. Í raun ertu að selja plötuna eða verkið fyrirfram og hefur þannig betri hugmynd um upplag og eigin kostnað við útgáf- una.“ Sungið í verkum heima og úti Egill lauk söngprófi frá Söng- skólanum í Reykjavík árið 2008 og setti þá stefnuna út þar sem hann vildi reyna fyrir sér. „Leið mín lá fyrst til Berlínar þar sem ég bjó og starfaði sem óp- erusöngvari. Ég tók síðan þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst mér svo að taka þátt í við- burðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti, Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Ég var svo fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010.“ Meðal hlutverka sem Egill hef- ur tekist á við eru t.d: Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog (Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesver- bot), Bobby (Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua (Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ra- gotski (Candide), Alfred (Die Fle- dermaus), Adam (Der Vogelhändler) og fleiri. „Ég hef tekið að mér marg- vísleg hlutverk og einnig unnið við söngkennslu en eftir að ég kom heim frá Þýskalandi hef ég sungið á tvennum tónleikum með Kiri te Ka- nawa í Háskólabíói, tvenna hádeg- istónleika í Íslensku óperunni, upp- setningu NorðurÓp á Eugene Onegin, hádegistónleika í Hafn- arborg, tók þátt í frumflutningi ís- lensku óperunnar „Skáldið og bisk- upsdóttirin“ eftir Alexöndru Chernyshova og fleira.“ Leiðsla kemur út 26. nóvember og verður Egill með útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi sama dag. Sönglög í hefðbundn- um búningi Söngvarinn Egill Árn Pálsson er að gefa út íslenska sönglagaplötu með lögum eftir marga af þekktustu lagahöfundum Íslands. Platan sem nefnist Leiðsla kemur út laugardaginn 26. nóvember. Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur sem vilja skiptast á sög- um, segja frá reynslu sinni og fræð- ast um aðra menningarheima. Þema haustsins eru lífssögur, þvert á tungumál, menningarheima, kyn- slóðir og tjáningarform. Sagðar eru sögur frá ólíkum tímum og stöðum og fjölbreyttum frásagnaraðferðum er beitt. Nóvemberstefnumót Söguhrings- ins er kl. 12.30 til 15.30 í dag, laug- ardag 5. nóvember, í Borgarbóka- safninu Spönginni. Leiðbeinendur eru Anna Valdís Kro og Beatriz Portu- gal og ætla þær að huga að því hvern- ig konur miðla lífssögum sínum áfram til næstu kynslóðar. Söguhringur kvenna er samvinnu- verkefni Borgarbókasafnsins og W.O- .M.E.N. á Íslandi. Í þetta sinn er sögu- hringurinn í samstarfi við Ós Pressuna, fjölmála skáldafélag á Ís- landi. Allar konur velkomnar og börn líka. Þátttaka er ókeypis. Söguhringur kvenna Lífssögum miðlað áfram Félagsskapur Söguhringur kvenna er opinn öllum konum sem vilja deila hugmyndum sínum og njóta samveru. Dagskrá Tónlistardaga Dómkirkj- unnar, sem hófust í lok síðasta mánaðar, lýkur með Mater Dei- tónleikum Dómkórsins kl. 20 sunnu- dagskvöldið 6. nóvember í Seltjarn- arneskirkju Á tónleikunum verða frumflutt ný verk sérstaklega samin fyrir kórinn eftir Báru Grímsdóttur, Friðrik Mar- grétar-Guðmundsson og Gylfa Gudjohnsen sem öll syngja með kórnum. Einnig eru á efnisskránni tónverk eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur, Eric Whitacre, Ériks Eše- nvalds, Ola Gjeilo og Trond Kverno. Stjórnandi er Kári Þormar. Mater Dei-tónleikar Dómkórsins Frumflutningur á kórverkum Morgunblaðið/Ómar Tónlistardagar Tónlistardagar Dómkirkjunnar fara fram í 34. skiptið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.