Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Árlegir kórtónleikar kammerkórs-
ins Schola Cantorum verða haldnir
á allra heilagra messu á morgun,
sunnudag, kl. 17.
Á efnisskránni eru tvær nýjar
sálumessur eftir Sigurð Sævarsson
og Kjell Mörk Karlsen auk mót-
ettu eftir Huga Guðmundsson.
Sálumessur Sigurðar og Kjell
Mörk eru samdar við hinn hefð-
bundna latneska texta Requiem og
eru báðar ætlaðar til flutnings án
undirleiks. Sigurður er ekki aðeins
tónskáld heldur einnig meðlimur
Schola Cantorum. Hann hefur á
undanförnum árum sérstaklega
sinnt sköpun kórverka, sem fallið
hafa í góðan jarðveg, bæði hjá
flytjendum og áheyrendum. Stíll-
inn er hægferðugur og mínimal-
ískur og fellur sérlega vel að end-
urómi stórkirkna á borð við
Hallgrímskirkju. „Þetta er 30 mín-
útna löng sálumessa. Ég valdi úr
gamla latneska messutextanum þá
kafla sem mér fannst mögulega
hægt að syngja yfir látnum ástvini
í dag. Þeir sem þekkja gamla text-
ann vita hvað ég er að tala um.
Vegna þessa er hljómur sálumess-
unnar bjartari en maður á kannski
að venjast,“ segir Sigurður.
Ekki meðvitað undir áhrifum
Sigurður segist ekki hafa verið
undir neinum sérstökum áhrifum
einhvers eins tónskálds, meðvitað,
er hann samdi sálumessuna en þó
sé aldrei að vita. „Ég held að fá
tónskáld byrji nýtt verk með það í
huga að hljóma eins og eitthvert
annað tónskáld. En svo eðlileg, í
gegnum sköpunarferlið, geta
áhrifavaldarnir smogið sér inn í
verkið og það gera þeir yfirleitt,“
segir Sigurður.
„Eitt sinn fór ég til Ítalíu að
vera viðstaddur frumflutning á
kórverki eftir mig. Ég hafði eðli-
lega ekki getað fylgst með æfing-
um og mætti því á síðustu æfingu
fyrir tónleika. Þarna sat ég furðu-
lostinn og heyrði í fyrsta sinn tón-
smíð mína hljóma í blússandi
Rachmaninoff stíl. Ég er mjög
hrifinn af Rachmaninoff en mér
bara datt ekki í hug að hann væri
að stjórna einhverju í kollinum á
mér. Ég held að það sé álíka auð-
velt að ráða hverjir eru áhrifavald-
ar sínir eins og að ráða því hvernig
smekk maður hefur.“
20 ára starfsafmæli kórsins
Kammerkórinn Schola Cantor-
um fagnar 20 ára starfsafmæli á
þessu ári en Hörður Áskelsson
stofnaði kórinn. Sigurður hefur
sungið með kórnum frá 2008 og
eru meðlimir í kringum 20 talsins.
„Ég mun syngja með kórnum á
sunnudaginn. Ég hreinlega tími
ekki að sleppa því, þó að það væri
líka gaman að sitja og hlusta sem
áheyrandi. Að fá að standa með
þessu yndislega listafólki og flytja
verk undir stjórn Harðar eru því-
lík forréttindi. Ég þakka fyrir
hvern dag sem ég fæ að syngja
með þeim, hvort sem það er á æf-
ingum eða tónleikum,“ segir Sig-
urður einlægur.
Semja af ást og söknuði
Ákveðið þema má finna í tónleik-
unum en skáldin þrjú tileinka verk
sín minningum um látna ástvini.
Sálumessa Sigurðar er tileinkuð
minningu föður hans, Sævars
Helgasonar.
Mótetta Huga Guðmundssonar
er tileinkað minningu föður hans,
Guðmundar Hallgrímssonar og
Björgvins Ingimarssonar en þeir
létust með tveggja daga millibili í
febrúarmánuði árið 2013.
Ljóðið við verkið samdi Vilborg
Davíðsdóttir rithöfundur, en hún
er eftirlifandi eiginkona Björgvins.
Sálumessa Kjell Mörk er skrifað
til minningar um eiginkonu tón-
skáldsins sem hann missti fyrir
tveimur árum. Verkið hans var
frumflutt fyrir einu ári í Osló og er
20 mínútna langt. Hann hefur sam-
ið mikið á sviði kirkjutónlistar í
Noregi og meðal annars skrifað
stór og smá kórverk sem og org-
eltónlist og hljómsveitarverk.
Sálumessa um látna ástvini
Tvær nýjar sálumessur frumfluttar á kórtónleikum í Hallgrímskirkju ásamt
fagurri mótettu Hinn 20 ára kammerkór Schola Cantorum syngur
Morgunblaðið/Golli
Tónskáldið Sigurður Sævarsson situr æfingu með kammerkórnum Schola Cantorum í Hallgrímskirkju. Hann segir
það forréttindi að fá að flytja verk undir stjórn Harðar Áskelssonar. Kórtónleikarnir fara fram á sunnudaginn.
Aníta Elefsen,
safnstjóri Síld-
arminjasafnsins á
Siglufirði, flytur
á morgun, sunnu-
dag kl. 15.30, er-
indi í dagskránni
Sunnudagskaffi
með skapandi
fólki í Alþýðuhús-
inu á Siglufirði.
Eins og áður verður kaffi á könnu
Alþýðuhússins og allir velkomnir.
Anita hyggst í léttu spjalli segja
frá margbreytilegu starfi sínu á
safninu og hlutverki þess í samfélag-
inu – tala um störf, framkvæmdir og
framtíðarsýn.
Safnstjóri í kaffi-
spjalli á Siglufirði
Aníta Elefsen
Sýning Höllu Birgisdóttur mynd-
skálds, Skjól, verður opnuð í sýn-
ingarrýminu Harbinger að Freyju-
götu 1 í dag, laugardag, kl. 16.
Í tilkynningu segir að skjól geti
verið af tvennum toga, annars
vegar skjól sem griðastaður og
hins vegar skjól sem felustaður.
Halla útskrifaðist frá myndlist-
ardeild Listaháskóla Íslands árið
2013 og hefur síðan tekið þátt í
mörgum samsýningum sem og
haldið einkasýningar. Halla notar
teikningar og texta til þess að
skapa brotakennd frásagnarrými
sem birtast áhorfendum ýmist sem
innsetningar, bókverk, veggteikn-
ingar, textíl-teikningar og/eða
kvik-teikningar. Hún kallar sig
myndskáld.
Í tilkynningunni segir að til sé
myndlist sem talar hvorki um
sjálfa sig né umhverfið í heild
sinni. Það er myndlist sem á í
einkasamtali við hvern og einn
áhorfanda. Þannig er myndlist
Höllu.
Opið er í Harbinger fimmtu-
daga til laugardaga, frá kl. 14 til
17.
Einkasamtal Ein af teikningum Höllu Birgisdóttur á sýningunni.
Halla Birgisdóttir
sýnir í Harbinger
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HACKSAW RIDGE 5, 8, 10.45 (P)
DR. STRANGE 3D 8, 10.30
DR. STRANGE 2
JACK REACHER 2 8, 10.30
TRÖLL, ÍSL TAL 2, 4, 6
BRIDGET JONES´S BABY 5, 8, 10.25
HEIMILI FRÖKEN PEREGRINE 2
POWERSÝNING
KL. 22.45
Miðasala og nánari upplýsingar
Grunnur að góðu lífi
34 ára reynsla í fasteignasölu
Þorlákur Ómar Einarsson,
löggiltur fasteignasali.
Sími 820 2399
thorlakur@stakfell.is