Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ✝ Gerður Bene-diktsdóttir fæddist í Garði í Að- aldal 20. janúar 1920 og ólst upp á Höskuldsstöðum í Reykjadal. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands, Húsavík, 27. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Anna Jóns- dóttir, f. 1891, d. 1995, og Bene- dikt Baldvinsson, f. 1884, d. 1969. Systkini hennar, börn Benedikts og Matthildar Hall- dórsdóttur, voru Baldvin, f. 1915, d. 1916, Guðný, f. 1917, d. 2007, Halldór, f. 1919, d. 1958, Skafti, f. 1925, og Hólmfríður, f. 1928. Gerður giftist Jóhannesi Kristjánssyni pípulagn- ingameistara 1952. Jóhannes var fæddur 1901 og lést 1956. Sonur þeirra er Ingólfur Ásgeir, pró- fessor við Háskóla Íslands, f. Gerður Bin, f. 2002, og Ólöf Kristín Lin, f. 2004, grunn- skólanemar. Eiginkona Þorláks er Ingunn Guðbjörnsdóttir, skólaliði við Reykjahlíðarskóla, fædd 1967. Börn þeirra eru Magnús Þorri Jónsson matreiðslumaður, f. 1987, dóttir hans er Milly Magn- úsdóttir Jensen, f. 2013; Jón Ás- geir húsasmiður, f. 1989, sam- býliskona Perla Dögg Eyþórs- dóttir, sjúkraliði og snyrtifræðingur, f. 1992; og Hulda María háskólanemi, f. 1994. Gerður bjó á Höskuldsstöðum til ársins 1952, á Akureyri til 1958 og á Skútustöðum í Mý- vatnssveit til dauðadags, þar sem fjölskyldan stundaði búskap með kindur og kýr til ársins 1988. Auk barnaskólanáms stundaði Gerður nám í Húsmæðraskólan- um á Laugum veturinn 1939- 1940. Gerður vann langan vinnu- dag við heimilisstörf og bústörf. Hún stundaði hannyrðir alla ævi og var á síðustu árum og til dauðadags virkur félagi í Dyngj- unni, félagi handverksfólks í Mý- vatnssveit. Útför hennar fer fram frá Skútustaðakirkju í dag, 5. nóv- ember 2016, klukkan 11. 1954. Eiginkona hans er Auður Páls- dóttir, lektor við Háskóla Íslands, f. 1965. Börn hennar og stjúpbörn Ingólfs eru Páll Ágúst Þór- arinsson háskóla- nemi, f. 1995, og Bjargey Þóra Þór- arinsdóttir mennta- skólanemi, f. 1998. Gerður giftist Jóni Þorlákssyni bónda á Skútu- stöðum í Mývatnssveit 1958. Jón var fæddur 1912 og lést 1996. Börn þeirra eru Arnfríður Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1959, og Þorlákur Páll, vélamaður hjá Landgræðslunni, f. 1962. Sonur Arnfríðar er Jón Bergmann Mar- onsson eðlisfræðingur, f. 1981. Sambýliskona Jóns Bergmanns er Emma Shannon vefari, f. 1979. Eiginmaður Arnfríðar er Örnólfur Jóhannes Ólafsson, sóknarprestur á Skútustöðum, f. 1955. Dætur þeirra eru Dóróthea Í dag lít ég til baka með hjarta fyllt sorg en líka þakk- læti. Borin er til grafar tengda- móðir mín og fyrirmynd á margan hátt. Ég kynntist Gerði fyrst þeg- ar ég heimsótti fjölskyldu Ing- ólfs á Skútustöðum fyrir um átta árum síðan. Þar birtist fjölskyldunni á Skútustöðum konan sem hafði lokkað Ingólf suður yfir heiðar svo hann varði minni tíma austur í Mý- vatnssveit en áður. Fyrst um sinn spurði Gerður mig frétta af sjálfri mér og mínum börn- um, forvitnaðist svo um fjöl- skyldu mína. Smám saman upp- lýsti hún mig um ættar- og vinatengsl fjölskyldu minnar í sveitunum í kring enda Gerður glögg og mjög ættfróð. Síðar fór hún að læða að mér ýmsu um son sinn sem henni fannst mikilvægt að ég vissi og flest af því sagði hún mér brosleit á svip. Þetta voru hlutir eins og að hann væri ekki vanur að skipuleggja fjölmennar veislur, hann væri þrjóskur ef sá væri á honum gállinn, hann væri ein- staklega blíður og góður og stundum færi hann ekki ein- földustu leið í verklegum við- fangsefnum. Svo kímdi hún svo skemmtilega og bætti gjarnan við að ég væri líklega búin að átta mig á þessu. Gerður var glögg kona, hrein og bein og fylgdist vel með gangi mála. Hún var iðin og gjarnan með prjóna eða bók sér við hönd. Þá var hún þol- inmóð og úrræðagóð og skipti þá engu hvort um var að ræða einhvers konar handavinnu eða samskipti fólks. Eru mér sér- staklega minnisstæð orð henn- ar um að líklega væri alltaf best að mæta fólki með blíðu, en vera samt staðfastur. Það er sárt að kveðja Gerði, konu sem ávallt fylgdi birta sem við hin höfum svo ríkulega fengið að njóta. Hennar mun ég sárt sakna. Um leið og ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að vera samferða Gerði í lífinu bið ég Guð að blessa alla fjölskylduna og veita henni styrk sinn og kraft. Auður Pálsdóttir. Mig langar að setja á blað örfá minningabrot tengd frænku minni, Gerði Benedikts- dóttur. Mæður okkar voru syst- ur, uppaldar að Höskuldsstöð- um í Reykjadal. Þar ólst Gerður einnig upp með móður sinni, Olgeiri móðurbróður og öðrum skyldmennum. Þar man ég fyrst eftir henni er ég sem barn kom í heimsóknir með móður minni. Á hestbaki með Gerði er ein af fyrstu bernsku- minningum mínum. Við tví- menntum en reiðtúrnum lauk með því að við duttum af baki og afleiðingarmar þær að ég rankaði ekki aftur við mér fyrr en inni í stofu. Ótaldar eru berjaferðirnar í Höskuldsstaði en þar er mikið berjaland. Veiðiferðir voru farnar á Vest- mannsvatn, dregið fyrir silung. Fyrir barn á Húsavík var það ævintýri líkast að ferðast til Akureyrar um miðja síðustu öld. Þar bjó Gerður nokkur ár með fyrri manni sínum, Jó- hannesi Kristjánssyni, sem lést langt um aldur fram, og móður sinni sem flutti með henni þangað. Þau Jóhannes eignuð- ust soninn Ingólf Ásgeir og bjuggu fyrst í gamla Höepfner- húsinu . Ég fór í margar heim- sóknir þangað og síðar á Eyr- arlandsveginn þar sem litla fjölskyldan bjó eftir að Jóhann- es lést. Eftirminnilegur er flat- kökubakstur þeirra mæðgna, brauðið var selt í verslanir. Eftir sex ár á Akureyri flutti Gerður í Skútustaði í Mývatns- sveit og tók saman við bóndann þar, Jón Þorláksson. Þar hefur frænka mín búið síðan í nær 60 ár, seinni árin með móður sinni Önnu eftir að Jón lést og börn þeirra Arnfríður og Þorlákur svo og Ingólfur fluttu að heim- an. Anna varð 104 ára, alla tíð ótrúlega frísk og stálminnug. Það var alltaf gaman að koma til Gerðar, hún var líka stálminnug og mundi allt, gam- alt og nýtt, var skrafhreifin, prjónaði og las. Prjónaskapur hennar var einstakur, einkum eru vettlingarnir símunstraðir og fagrir eins og listaverk vel þekktir enda seldir í Dyngj- unni, handverkshúsi, þar sem hún var félagi og tók þar vaktir fram á síðustu ár. Hún var heilsuhraust, varð varla mis- dægurt fyrr en síðustu dagana, en þurfti þó hin síðari ár að fara til Reykjavíkur til augn- læknis. Heimilið var fallegt og handavinnan hennar áberandi. Gerður barst ekki mikið á og ferðaðist ekki víða, fór aldrei til útlanda ef frá er talin ein ferð út í Hrísey eins og hún orðaði það sjálf! En hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, ekki síst um- hverfismálum, þó hún væri ekki stöðugt að flíka þeim en gat svarað skýrt og skorinort fyrir sig. Fyrirsögn í viðtali við Morgunblaðið sl. sumar lýsir vel nægjusemi hennar og við- horfum. Þar sagði: „Fólki líður ekkert betur þó það eignist allt sem það langar í.“ Hún var ótrúlega snögg í hreyfingum og fljót í förum allt til hins síðasta. Við sátum nýlega saman við jarðarför í Skútustaðakirkju og vildi hún endilega að ég liti að- eins inn hjá sér áður en við færum í erfidrykkju í Skjól- brekku. Létt á fæti hljóp hún yfir hlaðið frá kirkjunni og heim í eldhús og varð langt á undan mér þennan stutta spöl. Minningabrotin eru mörg en verða ekki fleiri talin upp hér, þau munu lifa með öllum sem þekktu þessa mætu og einstöku konu. Við Vigga vottum öllum aðstandendum innilegustu sam- úð. Guðmundur Bjarnason. Látin er góða vina mín, Gerður Benediktsdóttir hús- freyja á Skútustöðum í Mý- vatnssveit. Kynni okkar Gerðar hófust er dóttir mín, Auður, og sonur hennar, Ingólfur Ásgeir, urðu par og síðan hjón. Við Gerður vorum góðar stöllur, töluðum saman í síma um heima og geima, en sérstaklega um elskulega fjölskyldu okkar sem er okkur svo kær. Hún Gerður var yndisleg amma og börnunum hennar Auðar minnar reyndist hún hin besta amma. Fyrir það er ég þakklát. Gerður var mikil hannyrða- kona og voru til dæmis vett- lingarnir hennar þekktir um allt land. Hún var einstaklega dugleg og vel á sig komin mið- að við háan aldur. Hún tók virkan þátt í samfélaginu og vann til dæmis í Dyngjunni sem selur handverk úr sveit- inni. Það er gott að vera á Skútu- stöðum og fékk ég að njóta þess síðastliðið vor. Það voru góðir dagar. Nú er húsfreyjan á Skútu- stöðum horfin til æðri heima og eftir stendur stórt tóm hjá þeim systkinum, Ingólfi, Fríðu og Þorláki, og fjölskyldum þeirra. Fallega minningu um yndislega móður, ömmu og tengdamóður eiga þau öll í hjarta sínu. Ég og fjölskylda mín þökk- um Gerði fyrir góða vináttu. Megi Guð blessa börnin hennar og fjölskyldur þeirra. Ég kveð Gerði með kærleika. Hrafnhildur Magnúsdóttir. Gerður Benediktsdóttir var einstök kona. Kynni okkar af Gerði voru með áratuga millibili, Halldór kynntist henni er hann var barn í sveit í presthúsi á Skútu- stöðum, að Skútustöðum flutt- ist Gerður 1957 er hún giftist Jóni Þorlákssyni bónda og síð- ar var Halldór í sveit hjá þeim hjónum. Er við rugluðum saman reyt- um lá beinast við að drífa kær- ustuna norður og kynna fyrir Gerði, það var árið 1998. Ég minnist þess er við höfð- um setið um stund í eldhúsinu hjá Gerði og drukkið besta uppáhelling, þá spyr ég um sal- ernið og Gerður svaraði snöggt „niður stigann og í austur“. Þar sem ég stóð í neðsta þrepinu vissi ég ekkert hvert ég átti að fara, en þar með átti Gerður hlut í hjarta mínu. Með okkur tókst góð vinátta. Öll sumur fórum við norður og nutum gestrisni Gerðar, svo voru það þorrablótin þau urðu fastur liður. Gerður var listakona í hönd- unum, prjónaði fallegustu vett- lingana, prjónaði dúkkur, saumaði leðurskó og prjónaði í þá leppa. Íslenskur heimilismatur fannst henni bestur, bestu kjöt- súpuna og brúnu sósurnar ásamt lambakjöti, helst af vet- urgömlu, reiddi hún fram í notalega eldhúsinu. Gerður ræktaði sitt græn- meti og kartöflur þar til í sum- ar. Berjamór var ómissandi og voru hrærðu bláberin, sem hún gerði, lostæti, best þóttu henni aðalbláberin í hlíðinni hjá frænda sínum í Hólkoti. Gerður var mjög fróð og vel lesin, hafði áhuga á því sem að var að gerast hverju sinni og mannlífinu í sveitinni og tók virkan þátt í því, var aldurs- forseti á síðasta þorrablóti. Fimmtudagar voru fimleik- arnir, eins og hún kallaði leik- fimina fyrir eldri borgarana. Gerður var félagi í hand- verkshúsinu Dyngjunni og hafði ánægju af þeim stundum er hún vann þar, nú síðast í lok sumars. Gerður steig fyrst upp í flug- vél fyrir um tíu árum, aldrei fór hún til útlanda og var það val, heima var best. Hinsvegar naut hún þess að hlusta á ferðasögur samferða- fólks og fjölskyldu og safnaði póstkortunum sem hún fékk send úr öllum heimsálfum. Gerður var gestrisin og tók einstaklega vel á móti fólki. Samband Gerðar við börnin sín öll var einstaklega fallegt og til fyrirmyndar. Okkar fjöl- skyldum og vinum tók hún opn- um örmum. Okkar bestu stundir voru í eldhúsinu hennar með rjúkandi uppáhelling, nokkrir kaplar lagðir og spjallað um heima og geima. Margar sögur sagði hún okk- ur, hún hafði svo sannarlega lif- að tímana tvenna, mestu við- brigðin er hún flutti í Mývatnssveit var rafmagns- leysið, hún hafði búið um tíma á Akureyri þar sem var raf- magn, sem kom frá Laxárvirkj- un en í sveitina kom það ekki fyrr en 1962. Minnug var hún fram á síð- asta dag, fór teinrétt í baki eins og hún var alltaf, í fótsnyrtingu föstudaginn áður en hún lést og kvaddi þennan heim fimm dög- um síðar. Það er ekki nokkur vafi að Gerður hafði mikil áhrif á okk- ur og það að við byggðum hús í Mývatnssveit. Við erum Gerði ævinlega þakklát fyrir vináttu, hlýhug og allar ómetanlegu stundirnar sem við áttum saman. Við munum sárt sakna Gerð- ar, mikið erum við þakklát fyrir að hafa eignast slíkan vin. Fjölskyldu Gerðar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur Björg Jónasdóttir, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Kálfaströnd I. Gerður Benediktsdóttir ✝ ÞorvaldurBenediktsson fæddist í Keflavík 29. september 1943. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. nóv- ember 2015. Foreldrar hans voru Benedikt Jóns- son Þórarinsson, lögreglustjóri í Keflavík, f. 25. jan- úar 1921 í Keflavík, d. 16. janúar 1983, og Hanna Amalía Lilja Jó- hannesdóttir verkakona, f. 8. ágúst 1923 í Hafnarfirði, d. 23. desember 1989. Systkini Þor- valdar eru Benedikt R. Benediks- son, f. 1948, Kristín Benedikts- dóttir, f. 1957, d. 2002, Sigrún I. Benediktsdóttir, f. 1959, Krist- leifur Lárusson, f. 1959, og Guð- mundur Guðmundsson, f. 1962. Þorvaldur var vélstjóri að mennt og starfaði við það megnið af ævi sinni. Eftirlif- andi eiginkona hans er Lilja Rósa Ólafsdóttir, f. 26. júní 1947. Þau giftu sig 16. júní 1990. Lilja Rósa á tvær dætur. Börn Þorvaldar eru: 1) Eðalrein Magðalena, fædd 1. ágúst 1966, móðir hennar var Auður Árnadóttir. Eðalrein á fjórar dætur og sex barnabörn og er gift Hafliða R. Jónssyni. 2) Marteinn Helgi, fæddur 27. júní 1967, móðir hans er Hulda Cat- hinca Guðmundsdóttir. Marteinn á þrjú börn og tvö barnabörn og er kvæntur Guðbjörgu S. Har- aldsdóttur. Útför Þorvaldar fór fram í kyrrþey 13. nóvember 2015. Elsku hjartans eiginmaður minn lést á lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 5. nóv- ember 2015. Ég vil þakka alla veitta aðstoð og hlýju. Í dag er ár síðan þú sofnaðir og fórst til Jesú Krists. Það er mikil náð að eiga Jesú Krist í lífi okkar. Drottinn var og er alltaf með okkur. Þetta er búið að vera erfitt ár og ég sakna þín sárt, en við eigum yndisleg börn og stóra fjölskyldu sem hefur haldið svo vel utan um mig, þau öll eru klett- arnir í lífi mínu núna. Á trúlof- unardaginn okkar 24. maí feng- um við litla langömmu og -afa stelpu sem fékk nafnið Elínrós Mía. Ég elska þig innilega og sakna þín sárt. Guð veiti þér hvíld og frið. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði, elsku vinur. Þín elskandi eiginkona, Lilja Rósa Ólafsdóttir. Elsku hetjan mín, nú lygnir þú aftur augum gakktu inn í ljósið, ekkert særir þig meir. Nú er bardaginn búinn, hvíldin komin er. Þegar rökkrið kemur yfir finn ég fyrir kulda, því sumarið er liðið það er komið haust. Er ég horfi út um gluggann kemur ekki sól, ég finn tárin mín falla eins og á septembernótt. Elsku hetjan mín, ekki berjast of mikið því tíminn þinn er liðinn. Er ég horfi upp í skýin brosir þú til mín. Ég finn hlýju í hjarta því þú ert hjá mér. Þetta ljóð er tileinkað þér, elsku afi, því þú hafðir alltaf trú á mér Elísabet Cathinca Marteinsdóttir Þorvaldur Benediktsson Þauvoru ljósá leiðumokkar Dagskrá við kertaljós í minningu ástvina sunnudaginn 6. nóvember 2016 í Fossvogskirkju Kl. 14:00 Hugvekja, Sr. Auður Inga Einarsdóttir María Jónsdóttir soprano og Jón Sigurðsson píanóleikari Kl. 14:30 Hugvekja, Sr. Auður Inga Einarsdóttir María Jónsdóttir soprano og Jón Sigurðsson píanóleikari Kl. 15:00 Hugvekja, Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi Leikið af hljómdiskum Kl. 15:30 Hugvekja, Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi Leikið af hljómdiskum Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Hjálparstarf kirkjunnar verður með kertasölu. Kirkjugarðarnir í Reykjavík verða opnir til kl. 21:00. Samstarf prófastsdæmanna í Reykjavík og Kirkjugarðanna. R E Y K J A V ÍK URPRÓF A ST S D Æ M A K IR KJUGARÐA R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.