Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
LISTVINAfélag hallgrímskirkju 34. starfsár
THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY 34TH SEASON
KÓRTÓNLEIKAR Á ALLRA HEILAGRA MESSU
Choir concert in Hallgrimskirkja on All Saint’s Day
Sunnudaginn 6. nóvember kl. 17
Sunday November 6th at 5 pm
L I S T V I N A F E L A G . I S • S C H O L A C A N TO R U M . I S
EFNISSKRÁ / PROGRAMME:
Sigurður Sævarsson: REQUIEM (frumflutningur - PRÉMIÉRE)
Hugi Guðmundsson: Fyrir ljósi myrkrið flýr
Kjell-Mörk Karlsen:Missa defunctorum (Requiem)
FLYTJENDUR / performers: SCHOLA CANTORUM
STJÓRNANDI / Conductor: Hörður Áskelsson
AÐGANGSEYRIR / ADMISSION: ISK 3500
MIÐASALA / Ticket sale: Hallgrímskirkja s. / tel. 510 1000 og MIDI.IS ( online midi.is )
Von er á allt að 300 framhaldsskóla-
nemum af Norður- og Austurlandi í
Háskólann á Akureyri í vikunni, en í
gær og í dag eru opnir dagar í skól-
anum þar sem tækifæri gefst til að
kynna sér námið með því að spjalla
við kennara og nemendur.
„Þetta er í fyrsta skipti sem dag-
arnir eru tveir enda er áhuginn mik-
ill, ekki bara hjá útskriftarnemum,
heldur erum við í auknum mæli að
taka á móti yngra fólki sem er þegar
farið að spá í hvað tekur við að stúd-
entsprófi loknu,“ segir Katrín Árna-
dóttir, forstöðumaður markaðs- og
kynningarsviðs HA. Allir eru vel-
komnir og í gær var töluvert um aðra
en framhaldsskólanema.
Eftir kynningu í hátíðarsalnum
var gengið í litlum hópum um skól-
ann og kíkt inn í verklega tíma,
t.a.m. hjá hjúkrunarfræðinemum,
sem og í rannsóknarstofurnar.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor
Háskólans á Akureyri, segir mikil-
vægt að gefa áhugasömum tækifæri
til að ræða við háskólanemendur um
námið og fá sýn þeirra á námið og að-
stöðuna í HA. „Það skiptir engu máli
hversu vel gerðar auglýsingarnar
um námið eru – um leið og persónu-
leg tengsl myndast við svona að-
stæður þá verða spurningarnar og
svörin einlægari og það ræður oft úr-
slitum um ákvörðunina um háskóla-
nám“, segir Eyjólfur.
Stúdentar í HA
Reiknað með um 300 menntskælingum
á opna daga í Háskólanum á Akureyri
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
„Ég get staðfest að það er fótur fyrir
því að fólk var hvatt til að strika út
nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar á kjörseðlinum,“ segir Anna
Kolbrún Árnadóttir, formaður
Landssambands framsóknarkvenna.
Nafn Sigmundar Davíðs var strik-
að út 817 sinnum, en það eru 18%
þeirra atkvæða sem greidd voru
Framsóknarflokknum í Norðaustur-
kjördæmi. Í yfirlýsingu sem hann
sendi samflokksmönnum í kjördæmi
sínu segir hann að hópur manna hafi
hvatt til útstrikana.
Anna Kolbrún segir það einkenna
andrúmsloftið í flokknum að ekki sé
um frjáls skoðanaskipti að ræða og
skoðanakúgunar gæti.
„Það er mjög áberandi að fólk í
hópi stuðningsmanna Sigmundar
Davíðs, sem reynir að tjá sig, er kveð-
ið í kútinn samstundis af samflokks-
mönnum, því þeim finnst greinilega
skoðanirnar ekki vera réttar.“
Völdunum rænt
„Ég er á því að völdum í flokknum
hafi verið rænt. Það voru ekki nema
40 atkvæði sem skildu Sigmund Dav-
íð og Sigurð Inga að og þarna mætti
fólk og tók þátt í atkvæðagreiðslunni
sem ég hef ekki séð um langan tíma í
flokksstarfinu. Það eru engar sættir á
leiðinni meðal flokksmanna. Ég mun
því íhuga mína stöðu.
Ég veit að formaður og varafor-
maður flokksins gera allt sem þeir
geta til að komast í ríkisstjórn en það
er mín persónulega skoðun að við eig-
um ekki að gera það.“
Páll Marís Pálsson, formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna, seg-
ist ekki hafa trú á að staðið hafi verið
kerfisbundið að því að strika út nafn
Sigmundar.
Vantrúaður á hvatningu
„Mér finnst mjög ólíklegt að fólk
innan flokksins hafi verið að hvetja
fólk til að strika yfir Sigmund Davíð,“
segir Páll. „Ef fólk er ósátt á það að
geta sagt sína skoðun á málunum.“
Hann segir það koma sér á óvart að
trúnaðarmaður innan flokksins segi
skoðanakúgun vera meðal flokks-
manna. „Við þurfum þá að komast til
botns í því máli, hvort þetta eigi við
rök að styðjast. Við þurfum þá að
skoða það frekar og laga,“ segir Páll.
Skoðanakúgun í flokknum
Formaður Landssambands framsóknarkvenna staðfestir
að hvatt hafi verið til útstrikana í Norðausturkjördæmi
Morgunblaðið/Eggert
Flokksþing Um 40 atkvæðum munaði á Sigmundi Davíð og Sigurði Inga.
Páll Marís
Pálsson
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Ríkisstjórnarflokkarnir héldu velli í
skuggakosningum ungmenna í
Fjarðabyggð. Þær voru um leið og
þingkosningarnar 29. október sl. At-
kvæðin voru talin í fyrradag.
Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta-
og tómstundafulltrúi í Fjarðabyggð,
sagði að á kjörskrá hefðu verið ung-
lingar 14 ára og eldri sem ekki voru
orðnir 18 ára. Kjörsókn var að með-
altali 22%. Hún var best á Reyðar-
firði þar sem 39% unglinganna kusu.
Kosið var á kjörstöðum alþingis-
kosninganna, sem voru sex talsins í
sveitarfélaginu.
Hægt var að kjósa stjórnmála-
flokka sem buðu fram í Norðaustur-
kjördæmi. Framsóknarflokkurinn
fékk 28% atkvæða og fjóra þing-
menn, Sjálfstæðisflokkurinn fékk
23% og þrjá þingmenn, VG fékk 14%
og einn þingmann, Píratar fengu 9%
og einn þingmann og Viðreisn fékk
8% og einn þingmann. Aðrir flokkar
fengu ekki þingmenn.
Páll Björgvin Guðmundsson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði að
bæjarstjórnin hefði tekið hugmynd
ungmennaráðs Fjarðabyggðar um
kosningarnar vel. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Reyðarfjörður Kjörsókn ungmennanna var best á Reyðarfirði, eða 39%.
Stjórnin hélt velli í
skuggakosningunni
Unglingar í Fjarðabyggð kusu
Verslunin Brynja á Akureyri gaf í
vikunni Heimahlynningu þar í bæ
180 þúsund krónur. Á matarsýning-
unni Local Food á dögunum var
seldur Brynjuís fyrir 90 þúsund
krónur, sú upphæð rennur öll til
Heimahlynningar og verslunin
bætti öðru eins við.
Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrun-
arfræðingur og formaður minning-
arsjóðs Heimahlynningar, segir
styrkinn mikilvægan. „ Sjóðurinn
styrkir starfsemina, til dæmis vegna
kaupa á hjálpartækjum sem nýtast
til þess að skjólstæðingar okkar geti
verið sem lengst heima hjá sér.“
Heimahlynning er sérhæfð
heimahjúkrun sem veitir fólki með
langvinna sjúkdóma sérhæfða líkn-
armeðferð í heimahúsum.
Á myndinni eru, frá vinstri: Krist-
ín S. Bjarnadóttir, sonur hennar
Kjartan Valur Birgisson, Fríður
Leósdóttir, starfsmaður Brynju, og
Þröstur Sigurjónsson, eigandi versl-
unarinnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Styrktu Heimahlynningu