Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 leiðinni þangað skoðuðum við Vatns- leysufoss í landi jarðarinnar Vatns- leysu. Þessi foss var mikil uppgötv- un fyrir þátttakendur, sem aldrei höfðu séð þennan glæsilega og mikla foss fyrr. Í Skálholti hittum við Kristján Val aftur og drukkum kaffi. Boðið var upp á ketilkaffi eins og á dögum Maurers 1858, því pokakaffi kom ekki til sögunnar fyrr en um aldamótin 1900. Oft er minnst á kaffi í ferðasögu Maurers og undrast hann vinsældir þessa drykkjar hjá landsmönnum. Þegar Íslendingar kynntust kaffinu lögðu þeir slíka of- urást við þessa veig að þeir gerðu hana að þjóðardrykk sínum. Þjóðsögur og fljótaskrímsli Frá Skálholti var farið í Hraun- gerðiskirkju þar sem sagt var frá þjóðsögum og fljótaskrímslinu í Hvítá, sem reyndist höfrungur, sem grafinn var upp hjá Oddgeirshólum. Ferðalagið endaði í Kaldaðarnesi þar sem húsráðendur, Ingibjörg Ey- þórsdóttir, ekkja Gauks óðalsbónda Jörundssonar, og börn þeirra Guð- rún og Jörundur ásamt tengda- dóttur tóku á móti hópnum við gamla kirkjugarðinn og buðu upp á púrtvín. Ánægjulegur endir á skemmtilegu ferðalagi. Þó að ferðasaga Maurers frá 1858 sé hryggjarstykkið í þessum ferðum okkar fara þær langt út fyrir ferð Maurers. Okkar ferðir eru í nútím- anum, ferðir fólks sem þykir vænt um land sitt, menningu þess og sögu, fegurð og náttúru. Fólks sem nýtur þess að vera til og njóta þess sem við eigum svo dýrmætt. Ferðasaga Maurers hjálpar okkur að meta og halda í heiðri land okkar og sögu. Fyrir það viljum við virða hann á móti og leggja rækt við lífsstarf hans og framlag, sem er hluti af okkar arfi. Í þessum tilgangi var í síðasta mánuði stofnað Konrad Maurer Ver- ein í München í Þýskalandi. Til stendur að stofna einnig hér í landi Konrad Maurer-stofnun til að kynna verk og lífsstarf Maurers hér á landi og annars staðar. Höfundur er stórkaupmaður. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Íslandsferð Gengin var sama leið og Konrad Maurer fór árið 1858. Upplestur Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, les úr Morgunblaðsgrein um Maurer í Þingvallakirkju. Fasteignir Kaupfélags Kjalarnesþings við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar, dagsett 15. des- ember 2010, eru umtalsverðar breytingar gerðar á stærðum og nýtingu lóðanna við Háholt 16, 18, 20, 22 og 24. Gert er ráð fyrir að öll hús á lóðunum við Háholt 18, 22 og 24 víki fyrir nýbyggingum samkvæmt skipulaginu. Skipulagið gerir ráð fyrir að reist verði kirkju- og menningarhús á lóðunum við Háholt 16-18, eins og þeim er breytt samkvæmt skipulaginu. Þá er gert ráð fyrir byggingu þriggja hæða verslunar- og þjónustuhúsnæðis auk bílakjallara á sameinaðri lóð við Háholt 20-22 og fjögurra hæða fjölbýlishúsi auk bílakjallara með verslun/ þjónustu á götuhæð, en íbúðum á efri hæðum á lóðinni við Háholt 24. Vakin er athygli á því að samkvæmt skipulagslögum eignast sveitarstjórn forkaupsrétt að fasteignum sem henni er nauðsynlegt að fá umráð yfir til þess að framkvæma skipulag. Afar mikilvægt er að tilboðsgjafar kynni sér ítarlega skilmála núgildandi deiliskipulags, þær kvaðir sem á lóðunum hvíla samkvæmt lóðarleigu- samningum og öðrum þinglýstum gögnum. Allar frekari upplýsingar um fasteignirnar er unnt að nálgast á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. Óðinsgötu 4. Skilanefnd Kaupfélags Kjalarsnesþings áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum í fasteignirnar. Háholt 16, Mosfellsbæ, fastanúmer 233-1094, landnúmer 178316 Um er að ræða óbyggða 4.152,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Réttindi seljanda byggja á lóðarleigu-samningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1988. Framsal lóðarleiguréttindanna er háð leyfi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar samkvæmt skilmálum lóðarleigusamningsins og hefur Mosfellsbær innlausnarrétt að tilteknum skilyrðum uppfylltum samkvæmt fylgiskjali 1 við lóðarleigusamninginn. Háholt 22, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5090, landnúmer 178318 Um er að ræða 126,9 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1976, merkt 01-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 1.851,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Við sölu Kaupfélags Kjalarnesþings á fasteigninni að Háholti 20, Mosfellsbæ, var 8 metra breitt belti á mörkum lóðanna Háholts 20 og 22 undanskilið til að útbúa þar bifreiðastæði vegna notkunar á lóðunum Háholti 22 og 24. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa hafnað að breyta lóðarleigusamningum lóðanna til samræmis við samkomulag lóðarhafanna. Breytt lóðarmörk eru óumdeild milli eigenda Háholts 20 og Háholts 22 en hafa ekki fengist opinberlega færð. Háholt 18, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5086, landnúmer 178315 Um er að ræða 106,4 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1960, merkt 01-0101, og hins vegar 130,5 m2 vörugeymslu byggða árið 1968, merkta 02-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 1.412,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Háholt 24, Mosfellsbæ, fastanúmer 208-5085, landnúmer 125635 Um er að ræða 769,2 m2 verslunarhúsnæði byggt árið 1967, merkt 01-0101, ásamt lóðarréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi við Mosfellsbæ frá 19. febrúar 1998 um 5.242,8 m2 viðskipta- og þjónustulóð. Fyrir hönd skilanefndar Kaupfélags Kjalarnesþings svf. auglýsir Fasteignamarkaðurinn ehf. eftir tilboðum í eftir- farandi fasteignir félagsins í Mosfellsbæ. Tilboðum í eignirnar skal skila fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. nóvember 2016. Hér er um að ræða fasteignir á svæði sem skilgreint er sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2004– 2024. Þetta svæði er ásamt aðliggjandi svæðum aðal verslunar- og þjónustusvæði sveitarfélagsins, svonefndur „hverfiskjarni“. Svæðið liggur vel við Vesturlandsveginum og sést vel þaðan. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali. – með morgunkaffinu Fram hefur komið í fjölmiðlum að erlendir ísmolar séu seldir í ís- lenskum verslunum á mun lægra verði en þeir íslensku. Jafn- framt hefur verið gagnrýnt að uppruna- land erlendra ísmola sé ekki sérstaklega til- greint á umbúðum. Guðni Ágústsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, skoraði á mig „að fara yfir þessi mál og krefjast vottunar og ærlegrar merkingar á uppruna- landinu“. Mér er bæði ljúft og skylt að verða við áskorun Guðna. Ég gerði mér ferð út í búð og skoðaði inn- fluttu ísmolana og umbúðir þeirra. Í þeirri verslun sem ég heimsótti voru upplýsingar um framleiðanda og upprunaland á umbúðum. Sér- staklega var tekið fram að ísmol- arnir væru úr hreinu norsku vatni. Nú er mér tjáð að í verslunum hér séu ísmolar frá fleiri löndum og er talað um Bretland og Bandaríkin í því efni. Rannsókn mín var ekki vís- indaleg en hún gefur til kynna að uppruna- merkingar á umbúðum séu til staðar, í það minnsta á norska ísn- um. Það er síðan áleitin spurning hvers vegna í ósköpunum verið er að flytja ís til Íslands? Og hvernig stendur á því að erlendur ís sem búið er að flytja jafnvel þús- undir kílómetra yfir hafið í frystigámi getur verið ódýrari en íslenskur ís, sem væntanlega er framleiddur úr ís- lensku lindarvatni? Er álagningin hjá framleiðendum íslensks íss svona mikil? Eru kannski við- skiptatækifæri fólgin í því hjá ís- lenskum bændum og öðrum athafna- mönnum að frysta íslenskt lindarvatn og selja það á vægara verði en núverandi framleiðendur? Þó að margar erlendar stórborgir hafi gripið til þess ráðs að hreinsa og endurvinna vatn til að dæla því aftur til notenda sem drykkjarvatni verð- ur að teljast líklegt að vatn sem er sagt vera hreint norskt vatn sé feng- ið úr norskri náttúru fremur en end- urvinnslustöð, án þess að hægt sé að fullyrða neitt í þeim efnum. Margir horfa öfundaraugum til Ís- lands, sem býr yfir gnægð drykkjar- vatns á sama tíma og vatnsskortur gerir vart við sig víða erlendis. Því kemur það mjög á óvart að unnt sé að flytja frosið erlent vatn með til- heyrandi kostnaði og umhverfis- áhrifum yfir hafið til Íslands og selja á lægra verði til neytenda en vatnið sem streymir fram úr fjallalindum hér um allt land. En aftur að upprunamerkingum. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir upprunamerkingum á öllum matvælum og á síðasta þingi Neyt- endasamtakanna, sem haldið var 22. október sl., var svohljóðandi áhersla Neytendasamtakanna samþykkt: „Neytendasamtökin gera kröfu um upprunamerkingar á öllum mat- vælum, hvort sem þær eru í lausu í verslunum, í neytendaumbúðum, magninnkaupum (þ.m.t. á ópökk- uðum varningi), á veitingahúsum eða í mötuneytum.“ Neytendasamtökin lýsa furðu sinni yfir því að erlendir ísmolar geti verið seldir á lægra verði en þeir sem framleiddir eru hér á landi. Ætli það sé góður markaður fyrir íslensk- an sand í Sahara? Þá getum við eins flutt sand til Sahara Eftir Ólaf Arnarson »Hvernig getur er- lendur ís sem fluttur hefur verið yfir hafið verið ódýrari en íslensk- ur ís? Er álagningin hjá íslenskum framleið- endum svona mikil? Ólafur Arnarson Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.