Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Virka, ein þekktasta vefnaðarvöruverslun landsins. Öflugt fyrirtæki í
góðum rekstri með gott orðspor og vörumerkjavild.
• Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er
á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður.
Langur leigusamningur.
• Rótgróið, öflugt og vel tækjum búið þvottahús í miklum vexti sem
þjónar aðallega hótelum og gistiaðilum. Gott tækifæri til að gera
enn betur.
• Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða.
• Kraum, einstök verslun með íslenska hönnun, fatnað og gjafavöru.
• Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa
möguleika til þróunar.
• Lítið fyrirtæki með sterka stöðu á sérhæfðum markaði með sjálfsala
og leiktæki. Velta og afkoma stöðug, en tækifæri á að gera enn
betur. Spennandi tækifæri fyrir einstakling eða hjón.
• Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg
velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara
send með Íslandspósti.
• Gamalgróinn og mjög vinsæll veitingastaður, staðsettur á einstökum
stað í miðbænum. Frábær eining fyrir hjón eða einstaklinga.
• Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingar-
iðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni.
Velta 300 mkr. og afkoma góð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Lítið varð úr mótmælaaðgerðum
grunnskólakennara í gær, en all-
margir úr þeirra hópi höfðu lýst því
yfir fyrr í vikunni í lokuðum hópi á
Facebook og á öðrum vettvangi að
þeir hygðust tilkynna veikindi og
mæta ekki til vinnu vegna óánægju
með kaup, kjör, úrskurð kjararáðs
og langvarandi samningsleysi.
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, FG, segir að á
11 ára formannstíð sinni hafi hann
ekki orðið var við jafn mikla
óánægju meðal kennara. Verði ekk-
ert að gert blasi fjöldauppsagnir við.
Samninganefndir FG og Sambands
íslenskra sveitarfélaga munu hittast
á mánudaginn þar sem allt kapp
verður lagt á að ná saman.
Eftirfarandi spurning var borin
upp á Facebook-síðunni Grunn-
skólakennarar á Íslandi fyrr í vik-
unni: „Hvað segið þið um að taka
veikindafrí á föstudaginn? Það er
flensa að ganga. Að gera ekki neitt
þýðir að samþykkja ruglið sem nú er
boðið upp á.“ Svörin létu ekki á sér
standa. „Ja, þetta gera
flugumferðarstjórar, af hverju ekki
við?“ Annar kennari svaraði: „Svei
mér ef ég er ekki að fá flensu ...á
föstudaginn.“
Aðrar athugasemdir voru af
svipuðum toga og af þeim má ráða
að talsverð reiði sé innan grunn-
skólakennarastéttarinnar. „Það þarf
eitthvað róttækt til,“ skrifaði einn
kennari. Annar hvatti til hóp-
uppsagna eða að allir tilkynntu veik-
indi. „Ég hef aldrei verið jafn nálægt
því og nú að segja upp. Það er lík-
lega það eina sem virkar,“ skrifaði
kennari nokkur á áðurnefnda Fa-
cebook-síðu.
Nokkuð heilsuhraustir
Morgunblaðið hafði samband
við skólastjóra í yfir 20 grunnskólum
víða um land í gær og spurði þá
hvort veikindafjarvistir kennara
hefði verið óvenju margar í gær.
Svörin voru öll á þá lund að svo væri
ekki. „Hér eru kennarar nokkuð
heilsuhraustir,“ var svar Haraldar
Haraldssonar, skólastjóra í Lækjar-
skóla í Hafnarfirði. „Hér eru ekki
meiri veikindi en venjulega,“ sagði
Kristrún Guðmundsdóttir, skóla-
stjóri Hlíðaskóla í Reykjavík, í gær.
„En ég heyri vel að fólki er misboðið,
það mætir samningslaust mánuð eft-
ir mánuð og sinnir sínum störfum.“
En hvað veldur þessari óánægju inn-
an Félags grunnskólakennara,
stærsta aðildarfélagi Kennarasam-
bands Íslands, með um 4.600 félags-
menn?
„Í grunninn snýst þetta um að
laun kennara eru of lág og að verk-
efnum þeirra fjölgar stöðugt,“ segir
Ólafur. „Það er sífellt þrengt að
kennslunni með ýmsum öðrum
störfum. Auðvitað er þetta allt nauð-
synlegt; síaukin þörf fyrir grein-
ingar, upplýsingagjöf til ýmissa að-
ila, barnaverndarmál, samskipti við
félags- og heilbrigðisþjónustu og svo
mætti áfram telja. En það er vert að
velta þeirri spurningu upp hvort
þessi verkefni eigi að vera á hendi
kennaranna, hvort rétti fagaðilinn sé
að vinna þau.“
- Er kennsla þá orðin afgangs-
stærð í kennslustarfinu?
„Það er farið að halla í það, eins
og þetta lítur út í dag.“
Ólafur segir að um nokkurt
skeið hafi kennaraforystan og
sveitarfélögin rætt um að setja
ramma utan um þau verkefni sem
skólarnir eigi að sinna, þannig að
kennsla verði forgangsverkefni.
„Sem dæmi má nefna mennta-
málaráðuneytið með síbreytilegar
námsskrár, námsmat og læsisstefnu.
Allt þetta eykur álag á kennara, því
engin verkefni eru tekin út á móti.
Sveitarfélögin verða að geta sagt
stopp við þá sem ráða menntamálum
þegar þeim finnst ástæða til. En það
hefur ekki verið hlustað á það.“
Í ár hafa stjórn og samninga-
nefnd FG lagt tvo kjarasamninga
fyrir félagsmenn sína, annan í júní
og hinn í september. Báðir voru
felldir og óánægjan stigmagnast. Í
gær og fyrradag hafa ályktanir
kennara úr fjölmörgum grunn-
skólum verið birtar á vefsíðu KÍ. Í
sumum þeirra er talað um gjá á
milli forystu FG og félagsmanna.
Ólafur segir eðlilegt að fólk velti því
fyrir sér hvort ástandið sé vísbend-
ing um að forystan sé úr tengslum
við vilja kennara. „Undanfarið höf-
um við heimsótt 150 skóla af um 170
um allt land og heyrt hljóðið í kenn-
urum. Enginn þeirra hefur sagt að
við höfum samið um röng atriði í
þessum tveimur samningum en það
er alveg rétt að okkur hefur ekki
tekist að semja um tiltekna þætti
sem varða vinnutíma og laun. Svo
kemur þessi óskapnaður, þessi úr-
skurður kjararáðs, kornið sem fyllti
mælinn.“
Kennarar í Rimaskóla í Reykja-
vík eru einn þeirra kennarahópa
sem hafa sent frá sér ályktun um
ástand mála. Þar segir m.a. að meiri-
hluti kennaranna sé tilbúinn í að-
gerðir vegna stöðu kjaramála.
„Kennarar eru fjölbreyttur hópur
með ólíkar skoðanir á þessu, en við
erum að sjálfsögðu að tala um lög-
legar aðgerðir,“ segir Sigurbjörg
Jakobsdóttir, kennari í Rimaskóla.
Hún segir kennara þar og víða ann-
ars staðar vera langþreytta, úr-
skurður Kjaradóms hafi síðan verið
„eins og blaut tuska í andlitið“.
Ólafur hefur verið formaður FG
frá árinu 2005 og á þeim tíma hafa
grunnskólakennarar ekki farið í
verkfall, en það gerðist síðast árið
2004. Áður starfaði hann við kennslu
og segir hann að á öllum ferli sínum
hafi hann ekki heyrt jafn margar eða
jafn sterkar óánægjuraddir. „Málið
er grafalvarlegt, flóttinn úr stéttinni
er hafinn og mun halda áfram á með-
an aðstæður og laun kennara eru
eins og þau eru.“
Stjórn og samninganefnd FG
funduðu í gær ásamt formönnum
svæðafélaga og urðu lyktir þær að
ákveðið var að funda með fulltrúum
samninganefndar sveitarfélaganna á
mánudaginn. „Það má segja að þetta
sé úrslitatilraun og það er mikil
pressa frá kennurum um að við
náum samningum. Það kom skriður
á málin í vikunni og það er engin
launung að þar eiga viðbrögð við
ákvörðun kjararáðs stóran hlut að
máli,“ segir Ólafur. „Það verða ein-
hver vatnaskil á mánudaginn en það
er of snemmt að ræða aðgerðir eða
viðbrögð ef við náum ekki saman.“
Kjararáðskornið sem
fyllti kennaramælinn
Morgunblaðið/Eggert
Í skólastofu Viðmælendur Morgunblaðsins segja að óánægja grunnskólakennara með kaup og kjör hafi ekki verið
viðlíka í langan tíma. Breytinga sé þörf; nú þegar sé atgervisflótti úr stéttinni og hann eigi eftir að aukast.
Ekkert varð af fjöldaveikindum Vatnaskil á mánudag
Í yfirlýsingu frá kennurum í
Akurskóla í Reykjanesbæ segir
að ástandið í stéttinni sé ólíð-
andi og ákvörðun kjararáðs hafi
verið kornið sem fyllti mælinn.
Ef forysta FG skipuleggi ekki
samræmda vinnustöðvun kenn-
ara muni kennarar skólans
grípa til hópuppsagna í maí.
Þorgerður Guðmundsdóttir,
kennari og trúnaðarmaður í
Akurskóla, segir að með þessu
sé ekki verið að hvetja til verk-
falls: „Heldur viljum við heyra í
forystunni okkar. Það er þeirra
að ákveða hverjar aðgerðirnar
verða.“ Þorgerður segir flesta
kennara sem hún þekki vera í
a.m.k. tveimur störfum. Margir
vinni við þjónustu á hótelum og
veitingahúsum. „Launin eru alls
staðar hærri,“ segir hún.
Í tveimur
störfum
UNDIR FORYSTUNNI KOMIÐ
Mikill viðbún-
aður var hjá
Landhelgisgæsl-
unni í gærmorg-
un vegna togara
sem datt út úr
ferilvöktun djúpt
norður af land-
inu. Samkvæmt
tilkynningu frá
Landhelgisgæsl-
unni hóf hún
frekari eftirgrennslan en tilraunir
til þess að ná sambandi við togar-
ann í gegnum millibylgju og gervi-
hnattasíma báru engan árangur.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
óskaði eftir því að nærstödd skip
sem voru í um 40 sjómílna fjar-
lægð reyndu einnig að ná sam-
bandi við togarann en þau náðu
heldur ekki sambandi. Því kallaði
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út
TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar, og björgunarskip Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar á
Siglufirði. Þá var varðskipinu Tý
gert viðvart og það beðið um að
halda á staðinn.
Um klukkan 11.40 tókst stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar að ná
sambandi við togarann og reyndist
allt vera í lagi um borð þrátt fyrir
að ekki hefði tekist að ná sam-
bandi fyrr. Var þá allur viðbún-
aður afturkallaður.
Ekki náðist í togara sem datt úr vöktun
LGH Ekki náðist
samband við skipið.
Lögreglumenn á Suðurnesjum urðu varir við bifreið sem ekið var lúshægt
eftir Reykjanesbrautinni að kvöldi dags í vikunni. Að sögn lögreglunnar
var bifreiðin ljóslaus en með blikkljósin kveikt. Þarna reyndist vera á ferð-
inni erlendur ferðamaður sem var í stökustu vandræðum með að rata til
Reykjavíkur. Lögreglumenn leiðbeindu honum um hvernig hann ætti að
nota ljósabúnaðinn á bifreiðinni og aðstoðuðu hann við að rata á hótel í
Reykjavík.
Að sögn lögreglunnar átti annað tilvik sér stað í vikunni. Þar reyndist
erlendur ferðamaður undir stýri sem var óvanur að aka í myrkri og var
akstursmátinn því ekki alveg upp á það besta. Báðir komust þessir ferða-
langar þó leiðar sinnar heilir á húfi. Segir lögreglan það geta verið snúið
að vera ferðamaður á Íslandi, óvanur aðstæðum.
Ferðamenn í vandræðum í umferðinni