Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 1
Hjartað varðeftir í Svíþjóð
Upplífg-andi á
Airwaves
6. NÓVEMBER 2016SUNNUDAGUR
Heitt
eða
kalt?
Hildur KristínStefánsdóttirsegir sérstakastemningu mynd-ast kringumAirwaves 2
Sérheiminn ísvarthvítuInga Sæland, formaður Flokksfólksins, er ánægð meðkosningabaráttuna og segirvegferð flokksins rétt að byrja 18
Hvenær er rétt að notakulda og hvenær hita viðbólgum og meiðslum 28
L A U G A R D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 260. tölublað 104. árgangur
SPRENGING Í
UNGLINGASTARFI
Í FJALLABYGGÐ
FRUMFLUTN-
INGUR Á KÓR-
TÓNLEIKUM
SCHOLA CANTORUM 49HÉÐINSFJARÐARGÖNG 18
hluti af
ÞÚ ÞARFT
um helgar
Fá en stór lykilverkefni
Stjórnarmyndun gæti orðið flókin Bjarni Benediktsson segir betur ganga að
ræða við aðra formenn Spennustigið hafi lækkað Aðrir formenn ræðast við
eins konar samnefnari um lykilmál
sem skipti grundvallaratriði en taka
önnur mál, sem skipti minna máli,
út fyrir sviga þannig að hver þing-
flokkur eða einstakir þingmenn
flytji slík mál á Alþingi án þess að
um stjórnarfrumvörp verði að
ræða.
Þannig geti ólíkir þingmeirihlutar
myndast á Alþingi um einstök mál
án þess að þingmeirihluti nýrrar
ríkisstjórnar verði í hættu.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði við
Morgunblaðið í gærkvöldi að sér
fyndist spennustigið hafa lækkað og
betur gengi að ræða við formenn
annarra flokka nú en strax eftir
kosningar.
Ekki undir einum komið
„Það sjá allir að við þurfum sam-
starf og samstarfsvilja til þess að
geta myndað ríkisstjórn. Framhald-
ið er ekki alfarið undir mér einum
komið, heldur formönnum annarra
flokka líka,“ sagði Bjarni, sem hefur
ekki tekið ákvörðun um hverja hann
boðar til fyrsta viðræðufundar um
stjórnarmyndun, né hvenær.
Formenn annarra flokka ræddust
við í síma í gær en formlegir fundir
fóru ekki fram. Voru þeir á fundum
með sínum þingmönnum.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þegar þykir ljóst að erfitt og flókið
verður að semja um myndun nýrrar
ríkisstjórnar, undir forsæti Bjarna
Benediktssonar. Þingmenn sem
rætt var við í gær eru sammála um
að allir flokkar, hverjir sem það
verða, sem munu mynda nýja rík-
isstjórn verði að gefa eitthvað eftir
af stefnumálum sínum. Nást verði MStjórnarmyndun »2, 4 og 17
Klambratún, einn stærsti almenningsgarður í
Reykjavík, setur svip sinn á Hlíðahverfið og hef-
ur svæðið lengi verið vinsælt meðal borgarbúa
sem njóta vilja náttúru og umhverfis. Túnið er,
eins og ljósmyndari komst að, einnig þægilegur
staður til þess að slaka á í kerru í vetrarsólinni.
Morgunblaðið/Golli
Kuldagalli og kerrur í vetrarsólinni í Reykjavík
Þegar hjartaþeginn Ingi Þór Ás-
geirsson gekkst undir 18 klukku-
stunda langa hjartaskiptiaðgerð á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta-
borg í fyrrahaust náði ungur maður
að lauma sér inn á skurðstofuna og
vera viðstaddur aðgerðina án þess
að hafa nokkurn rétt til þess. Málið
var litið mjög alvarlegum augum
innan sænska heilbrigðiskerfisins
enda er sjúkrahúsið leiðandi í Evr-
ópu þegar kemur að slíkum aðgerð-
um. Fór ítarleg rannsókn fram í
kjölfarið.
Maðurinn hafði um nokkurt skeið
þóst vera læknanemi og myndað
persónuleg tengsl við Inga Þór og
fjölskyldu hans. „Hann hafði náð að
svindla sér þarna inn og var með
skilríki; hann var með pappíra, bréf
og vitneskju. Hann var nógu klár til
að plata nokkra af bestu hjarta-
skurðlæknum í heimi til að fá að
vera viðstaddur 18 klukkustunda
hjartaskiptiaðgerð,“ segir Guðrún
Brynjólfsdóttir, móðir Inga Þórs,
um atburðarásina.
Fjölskyldan hefur þó fyrirgefið
manninum og ákvað að leggja ekki
fram kæru.
Ítarlegt viðtal er við Inga Þór og
foreldra hans í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins þar sem þau lýsa
sjúkrasögu Inga Þórs.
Laumaðist
inn í hjarta-
skurðaðgerð
Ungur maður
villti á sér heimildir
Aðgerð Ingi Þór lengst til hægri og
læknaneminn meinti fyrir miðju.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að
Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé komin
á lista yfir flugvelli þar sem mögulegt
er að taka upp bandaríska toll- og
vegabréfaskoðun. Verði heimildin
nýtt mun allt eftirlit sem jafnan hefur
farið fram við komu til Bandaríkj-
anna, fara fram á Keflavíkurflugvelli.
Gæti þessi breyting leitt til meiri
þæginda varðandi vegabréfa- og toll-
eftirlit fyrir farþega sem fara um
Keflavíkurflugvöll á leið sinni til
Bandaríkjanna. Björn Óli Hauksson,
forstjóri Isavia, segir ákvörðun
bandarískra
stjórnvalda mikla
viðurkenningu
fyrir flugvöllinn.
„Þetta er yfir-
lýsing um að
stjórnvöld í
Bandaríkjunum
treysti mjög vel
því eftirliti sem
hér er viðhaft.
Verði af þessu
munu ferðamenn sem fara um Kefla-
víkurflugvöll í raun fljúga til Banda-
ríkjanna eins og þeir séu í innanlands-
flugi. Það mun stytta mjög þann tíma
sem fólk þarf að verja á bandarískum
flugvöllum eftir lendingu,“ segir
hann. Nú muni íslensk og bandarísk
stjórnvöld, í samráði við Isavia, hefja
athugun á því hvort þetta fyrirkomu-
lag henti á flugvellinum.
„Það er nauðsynlegt að skoða fram-
tíðaráform okkar út frá þessum
möguleika og verði hann að veruleika
er ljóst að við þurfum að laga þá að-
stöðu sem við hyggjumst byggja upp
að þeim kröfum sem heimildinni
fylgja,“ segir Björn Óli.
Aðeins einn flugvöllur í Evrópu
hefur viðlíka heimild í dag, en það er
alþjóðaflugvöllurinn í Dublin. Þar
starfa bandarískir tollverðir sem hafa
búsetu á Írlandi og vænta má þess að
svipað fyrirkomulag verði uppi hér,
komi til þess að heimildin verði nýtt.
Margir flugvellir í Evrópu hafa í
hyggju að sækjast eftir heimild af
þessu tagi og þannig verður þetta
fyrirkomulag meðal annars tekið upp á
Arlanda-flugvelli í Svíþjóð á árinu
2018.
Heimildin felur ekki í sér skuld-
bindingu af hálfu íslenskra yfirvalda.
„Það mun taka töluverðan tíma að
fara yfir þetta mál og það er ljóst að ef
af þessu verður munu stjórnvöld hér
heima og í Bandaríkjunum þurfa að
undirrita sérstakan milliríkjasamn-
ing varðandi eftirlitið,“ segir Björn
Óli.
Auðvelda ferðir til Bandaríkjanna
Keflavíkurflugvöllur á lista sem opnar fyrir þægilegra vegabréfa- og tolleftirlit
Örfáir flugvellir í heiminum njóta slíks trausts hjá bandarískum stjórnvöldum
Björn Óli
Hauksson