Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 35
hafa átt þennan góða mann sem afa. Fyrir það er ég þakklátur. Þegar ég lít til baka og rifja upp ferðir mínar til Eyja er eitt atriði sem stendur upp úr. Þann- ig er að þegar komið var í heim- sókn á Kirkjubæjarbrautina til afa og ömmu þá tóku þau alltaf svo hlýlega á móti gestum sínum. Gestrisni þeirra var ósvikin. Meðan amma aðhafðist inni fyrir og gætti að því að gestirnir gengju ekki svangir úr húsi að heimsókn lokinni beið afi á dyra- pallinum. Þegar komið var í hlað heilsaði afi með sínum vinalega og afalega rómi, „Hæ, hæ, elsku kallinn minn. Ertu þá kominn til afa?“ Í þessum fáu orðum fólst svo mikill hlýleiki og vinátta. Mér þykir þau jafnframt endurspegla hversu góða nærveru afi hafði því það var gott að vera í návist afa. Hann var svo sannarlega vinur okkar krakkanna. Ég mun vafa- laust hlusta eftir rödd hans næst þegar ég kem í heimsókn og leyfi mér að heyra hlýju kveðjuna hans. Þá verður ekki framhjá því komist að rifja upp tóbaksdósina og -klútinn hans afa. Honum þótti nefnilega gott að fá sér örlít- ið tóbak í nefið öðru hvoru. Dós- ina var vanalega að finna í brjóst- vasanum á skyrtunni hans og klútinn í öðrum buxnavasanum. Þetta tvennt er órjúfanlegur hluti afa sem ekki verður komist hjá að nefna hér. Þegar litið er til baka er ótal- margt annað sem rifjast upp sem gaman væri að skrifa um á þess- um vettvangi og deila með öðr- um; ferðirnar í olíu-trailernum, lundapysjurnar, peyjamótin, hjólböruferðirnar, kvöldsögurn- ar um geitina í Heimakletti, þjóðhátíðir, lundaveislurnar, ára- mótin 1991, sextugsafmælið með gjafaköttinn í kassanum o.fl. o.fl. Ég læt þó staðar numið og varð- veiti þess í stað minningarnar um yndislegan afa minn í hjarta mínu. Baráttu hans við veikindi sín er lokið og er hann nú kominn á betri stað þar sem hann fylgist með okkur. Ég minnist nafna míns með hlýju og kærleik og er honum þakklátur fyrir allar góðu stundirnar. Vegna þeirra er ég ríkari. Guð geymi hann og varð- veiti. Sveinbjörn Claessen. Eftir 34 ára vináttu og samleið í lífinu er minn góði vinur og bróðir, Svenni Hjall, fallinn frá eftir hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Kynni okkar hófust þegar ég gekk í Oddfellow-stúk- una Herjólf í Vestmannaeyjum í febrúar 1982. Þrátt fyrir form- festuna í Odddfellow-reglunni hafði hann gaman af að fylgjast með mér en Hrekkjalómafélagið var á toppi ferils síns á þessum árum og Svenni hafði gaman af að fylgjast með. Svenni var fríður sýnum, lágur í loftinu og stríðn- ispúkainnrætið birtist þegar hann koma kjagandi á móti mér. Svenni sagði mér óspart til, bæði þegar ég gerði vel og ekki síður ef ég fór yfir strikið. Þá tók hann mig út í horn og las mér pistilinn. Vinur er sá er til vamms segir. Síðasti fundur okkar á sjúkra- húsinu í Eyjum á Þjóðhátíðinni í sumar og símtal eftir prófkjörið í haust lýsti vel þeim hug sem hann bar til mín og hafði ekkert breyst í 34 ár. Í næsta herbergi lá vinur okkar Gísli H. Jónasson sem við höfum verið samferða í Reglunni og þeir tveir mennirnir sem héldu utan um mig í blíðu og stríðu alla tíð. Svenni hafði lent í sjávarháska þar sem flestir áhafnameðlimir Guðrúnar VE fórust en hann einn fárra sem björguðust á ótrúlegan hátt. Þá var hann ungur og ekki tilbúinn að mæta örlögum sínum, þessi glæsilegi maður, og Guð gaf hon- um líf sem hann þakkaði fyrir af ábyrgð alla tíð. En þarna var hann tilbúinn að kveðja þegar Gísli kvaddi og Svenni sagði þá við mig að það færi vel á því að þeir tækju skrefið saman, vinirn- ir, á nýtt tilverustig. Þeir voru búnir að vera lykilmenn í starfi Reglunnar í Eyjum og höfðu tek- ið saman mörg gæfuspor og það væri ekki eftir neinu að bíða. Þó ekki hafi verið nema vegna sím- talsins sem hann átti við mig eftir prófkjörið þá var tíminn verð- mætur og samtalið honum líkt. Hann var enn að gleðjast með mér eins og sannur, hvetjandi, föðurlegur eðalvinur. Og þrátt fyrir alvarleg veikindi var hann ekki búinn að gleyma glettninni og strákskapnum sem gefur okk- ur líf sem eftirsóknarvert er að eiga. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Kostulegar heimsóknir á Shell þar sem Svenni og Doddi í Olíu- nni voru segullinn sem dró menn í kaffi og viðskipti. Þar voru ekki farnar troðnar slóðir og ekkert heilagt og Svenni Hjall snillingur í því að fá það besta út úr Dodda sem var perla og þeir einstakling- ar sem settu svip sinn á lífið í Eyjum á þessum tíma. Þar var tekið í nefið af mikilli list, tóbaks- klútum veifað og spéspegill sam- félagsins varð lifandi leikhús, uppnefni í hávegum höfð og póli- tískar áherslur á einn veg, enda hefðu þeir félagar kosið Sjálf- stæðisflokkinn þó hundur væri í framboði. Línurnar á Shell voru skýrar og gott að fara með þá sem voru að afvegaleiðast af trúnni í yfirhalningu trúboðanna ef kosningar voru í nánd. Sveinbjörn Hjálmarsson hefur lokið lífsgöngu sinni, göngu sómamanns sem fór vel með lífið, manns sem stóð vörð um góð gildi daglegs lífs og var mér fyrirmynd og lærifaðir í mörgum málum. Minningin um góðan vin sem lifir í huga mínum og ég votta Ernu og fjölskyldu hennar djúpa sam- úð. Ásmundur Friðriksson. Árið 1968 var á margan hátt örlagaríkt. Ég fór suður í menntaskóla. Var hafnað sem nemanda á þverflautu í tónskóla af því að ég gat ekki lesið neinar nótur og átti því enga framtíð fyrir mér sem klassískur hljóð- færaleikari. Kynntist fullt af fólki, þ. á m. í MR. Einu sinni fór ég á skólaball þar og tók eftir að fólk dansaði og vangaði. Enginn þurfti að sýna vottorð upp á slíkt eins og í Gagganum í Eyjum. Þar tókum við tal saman, tveir skóla- bræður, og ákváðum að freista gæfunnar með því að kaupa miða í Happdrætti Háskólans. Þá lá beinast við að hringja í umboðs- manninn í Eyjum, hann Svein- björn Hjálmarsson. Mér var sagt að þau hjón væru heiðursfólk og afskaplega gott fólk. Svenni tók mér mjög vel og við fundum núm- er sem ég gat munað. Svo liðu mánuðirnir. Ég fékk vinning. Næsta mánuð fékk bekkjarbróð- ir minn vinning og svona gekk þetta um veturinn 1968-69. Nut- um við fjármunanna og veittum bekkjarbræðrum okkar. Sumarið 1969 fór ég að vinna hjá Samvinnutryggingum. Kom til Eyja endrum og sinnum og ég gleymdi miðanum. Faðir minn dó svo þegar ég var 19 ára og skömmu síðar mundi ég eftir happdrættismiðanum. Ég hringdi í Sveinbjörn og það var frekar lágt á mér risið. Hann tók mér fagnandi og sagðist hafa geymt miðann. Það hefði komið stór vinningur á hann og hann hefði haldið honum við og borgað af honum. Ég átti ekki orð. Svo fékk ég peningasendingu frá hon- um með góðum kveðjum. Þetta var ágætis sumarauki árið 1971. Ég hef oft hugsað um þetta og þann mikla drengskap sem Sveinbjörn sýndi mér. Hann var þekktur fyrir að greiða götu fólks og var hvers manns hugljúfi. Blessuð sé minning hans. Gísli Helgason, blokkflautuskáld. Fallinn er frá Sveinbjörn Hjálmarsson, eða Svenni Hjall, eins og hann var alltaf kallaður á Eyjavísu. Örlögin höguðu því þannig að við fluttum í hús við hliðina á honum og Ernu konu hans. Þetta var árið eftir gosið. Og í rúmlega þrjátíu ár vorum við nágrannar. Að búa við hliðina á Svenna var ánægjan ein. Hann var glaðlyndur og þægilegur ná- granni og aldrei nokkru sinni féll styggðaryrði á milli okkar. Þvert á móti var spjall við Svenna þeg- ar við hittumst í garðvinnu eða við slátt ánægjan ein. Hann var afskaplega snyrtilegur og féll sjaldan verk úr hendi. Var sífellt eitthvað að vinna. Ef ekki að þvo bíllinn, þá að slá blettinn, reyta arfa eða snyrta runna. Þetta leiddi auðvitað til þess að hann var hafður sem viðmið og oft var hvatning um að nú þyrfti að taka til hendinni hjá fleirum. Einu sinni, þegar Svenni var löngu, löngu hættur að vera ung- lamb sáum við til hans þar sem hann var búinn að reisa stiga uppi á bílskúrsþaki. Þar stóð hann í efstu tröppu, haldandi með annarri hendi í rennubrún og teygði hina höndina með máln- ingarpensil og var að mála undir glugga. Þarna var honum rétt lýst. Snyrtimennskan í fyrsta sæti en öryggið í öðru. En eftir situr að hafa haft þennan ágæta mann sem ná- granna öll þessi ár þar sem minn- ingarnar eru góðar minningar. Við kveðjum Svenna Hjall með vinsemd og virðingu og sendum Ernu og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Auróra og Bjarni. HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn Ég kveð þig með kær- leika, virðingu og þakklæti fyrir tímann okkar saman. Ástvinir sem við elskum eru eins og stjörnur sem glitra og skína um alla eilífð. Hafðu þökk fyrir allt og allt, minn kæri. Þín dóttir, Ásdís Ingunn. Afi minn, hann Svenni Hjall, var einn hugrakkasti og yndislegasti maður sem ég veit um, hann var einn minn besti vinur. Alltaf trúði hann á hið góða og réttláta og hvatti mann áfram, sama hvað var, og hann var snillingur í að koma manni í gott skap . Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, afi minn, ég elska þig svo mik- ið og minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín Elísa. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir og systir, PAMELA S. GUEST ERLENDSSON, Mánabraut 4, Kópavogi, sem lést á heimili sínu þann 1. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 11. nóvember klukkan 15. . Haraldur G. Erlendsson, Róbert J. Haraldsson, Rósa Dögg Ómarsdóttir, Sara Jóna Haraldsdóttir, Sæþór Hallgrímsson, Aron Tómas Haraldsson, Elísabet Sif Haraldsdóttir, Gunnar Örn Arnarsson, barnabörn, Stanley Guest, Robert Guest. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁNSSON löggiltur endurskoðandi, Þorragötu 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju- daginn 8. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. . Anna Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, Stefán Sigurðsson, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Gunnar Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG HELGADÓTTIR, Áshlíð 10, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð þriðjudaginn 25. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Rósfríður Friðjónsdóttir Helgi Friðjónsson Ragna Karlsdóttir Hulda Friðjónsdóttir Sæmundur Friðriksson María Friðjónsdóttir Páll Friðjónsson Þórey Albertsdóttir Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir Páll Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, ÞÓRÓLFUR S. ÁRMANNSSON frá Myrká, Grænugötu 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. nóvember klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Þórunn og Bryndís Ármannsdætur. Ástkær sonur okkar og bróðir, SVERRIR KETILL GUNNARSSON, Miðtúni 13, Höfn í Hornafirði, lést af slysförum þann 30. október. Útför hans verður gerð næstkomandi miðvikudag, 9. nóvember, klukkan 14 frá Hafnarkirkju. . Gunnar Páll, Helga Guðbjörg, Guðbjartur Freyr, Guðrún Ósk og aðrir aðstandendur. Ástkæri bróðir okkar, OLGEIR JÓN JÓNSSON, Hafnargötu 70, Keflavík, lést á heimili sínu, þriðjudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13. . Þórdís Guðný Jónsdóttir Harvey, Hafdís Björnsdóttir Wright, Níels Jónsson Björnsson, Laufey Jónsdóttir, Auðunn Jónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra GUÐNA RUNÓLFSSONAR frá Bakkakoti 1, Meðallandi, síðast til heimilis að Sigöldu 6, Hellu. . Ingunn Anna Hilmarsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN GÍSLADÓTTIR matráðskona, Þangbakka 10, áður Brún við Írafoss, lést á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 23. október. Hún verður jarðsungin mánudaginn 7. nóvember klukkan 11 frá Fella- og Hólakirkju. Þeir sem vilja minnast hennar láti minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans njóta þess. . Gyða Kristinsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Magnús Sveinþórsson, Ögmundur Jónsson, Gísli Jónsson, Júlíana Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.