Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 12.2.2017 Leiðsögn með sýningarstjóra sunnudaginn 6. nóvember kl. 14 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 29.01 2017 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudaginn 6. nóvember kl. 14: Fjölskylduleiðsögn Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 12: Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands Stöðutákn og skaðræðistól - Víkingaaldarsverð á Íslandi Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Portrett Kaldals í Myndasal Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar á torgi Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru • Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sunnudaginn 6. nóvember: Tveir fyrir einn í Safnahúsið Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Nes- kirkju á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 17. Á efnisskrá tónleikanna eru Canzonetta eftir Sibelius, Hol- bergssvítan eftir Grieg og Selló- konsert eftir Haydn. Einleikari er Laufey Lín Jónsdóttir sellónem- andi, en hún bar sigur úr býtum í vor þegar keppt var um að koma fram sem einleikari með hljóm- sveitinni. Fyrir utan sellónámið er Laufey í söngnámi í Tónlistarskóla FÍH, en hún hefur vakið athygli í hæfileikakeppninni Ísland Got Tal- ent fyrir tveimur árum og The Voice fyrir ári. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli á land- inu, stofnaður haustið 1930. Nem- endahljómsveit tók til starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1942 og hefur starfað síðan. Stjórn- andi á tónleikunum er Sigurgeir Agnarsson og er aðgangur ókeypis. Hæfileikar Stjórnandinn Sigurgeir Agnarsson og Laufey Lín Jónsdóttir. Laufey Lín einleikari í sellókonsert Haydns AF TÓNLIST Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is Fimmtudagskvöldið í Hörpu var undirlagt af rokki og róli. Á barnum á efstu hæðinni sátu meðlimir há- værustu rokksveitar Íslands, The Pink Street Boys með kokkteila í hendi. Á neðri hæðinni sveimaði svo enginn annar en John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols. Hann steig á svið í Kaldalóni í sérstakri dagskrá Iceland Airwaves sem nefn- ist Airwords þar sem lagahöfundar fluttu texta sína. Á efri hæðinni, nánar tiltekið í Silfurbergi, var þétt dagskrá rokksveita sem hófst á sveimrokkssveitinni Oyama en lauk á stórkostlegum tónleikum The Sonics. Að sjá þessa goðsagnakenndu sveit stíga á stokk í Hörpu var hreint út sagt stórkostlegt. Ég fór líka að sjá þá spila á Kex Hostel á miðvikudagskvöldinu þannig að það má segja að mér hafi tekist að hverfa alveg aftur til sjöunda ára- tugarins á þessum fyrstu dögum há- tíðarinnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá voru The Sonics frumkvöðlar í þeirri senu sem nefnist garage rock, eða bílskúrsrokk og náðu hátindi frægð- ar sinnar um miðbik sjöunda ára- tugarins með smellum eins og Psycho, Strychnine, The Witch og Have Love, Will Travel. Útvarps- maðurinn Kevin Cole frá Settle- stöðinni KEXP kynnti þá til leiks á miðvikudaginn með orðunum, „Ef The Sonics hefðu ekki verið til þá hefði ekkert Nirvana verið til, ekk- ert Mudhoney, ekkert Pearl Jam, ekkert rokk og ról eins og við þekkj- um það í dag.“ Og það er satt, fjöl- mörg rokkbönd telja The Sonics til sinna helstu áhrifavalda, þar á með- al Bruce Springsteen og The Fall. Og Sonics komu, sáu og sigruðu á sviðinu á Silfurbergi, með þremur upprunalegum meðlimum sem eru Alvöru rokk og ról Morgunblaðið/Freyja Gylfa Wahhhh! „Þarna var allt í einu, örvænting, myrkur og dauði…“ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Iceland Airwaves-hátíðin er á fullu skriði þegar þetta birtist lesandi góður, dagarnir hafa verið fullir af tónlist sem breiðir sig út um allan bæ, og troðið er upp á stórum svið- um sem og í kústaskápum. Það jafnast ekkert á við það og þegar gæsahúðin hríslast um allan líkamann. Ég er ekki að tala um það þegar hún sprettur fram á hand- leggnum, hárin rísa og þú færð vel- líðunartillfinningu í tvær, þrjár sek- úndur. Nei, ég er að tala um þessa sem byrjar einhvern veginn í hvirfl- inum, leiðir niður hausinn, bringuna, búkinn, sprettur fram í báða hand- leggi og þýtur líka niður í fótleggi þannig að maður stendur bók- staflega á stilkum. Þetta gerðist er Julia Holter, hin mjög svo hæfileikaríka tónlistarkona frá Los Angeles, lagði í annað lag sitt í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið. „Feel You“ er og opnunarlagið á fjórðu hljóðvers- plötu hennar, Have You in my Wild- erness, sem toppaði marga árslist- anna sem besta plata síðasta árs (þar með talinn minn). Það þarf því ekki að orðlengja um þann feng að fá hana upp að landi elds og ísa, alla leiðina frá hinni sólríku Kálhorníu. Settið hennar var dásemd og með- reiðarsveinar og -meyjar á sviði studdu vel við okkar konu. Airwaves hófst formlega á mið- vikudaginn en upptakturinn er bú- inn að vera lengri. Hátíðin er farin að teygja sig í báða enda, fólk getur eiginlega ekki beðið eftir því að hrinda henni í gang og endurómur- inn er langur. Er það vel. Hátíðin hefur fyrir margt löngu markað sér viða- og veigamikinn sess innan ís- lenskrar tónlistarmenningar og er marglaga í mætti sínum. Þetta er tækifæri fyrir íslenska listamenn að láta ljós sitt skína, sem þeir gera í hundraðatali á enn fleiri tónleikum úti um borg og bý. Erlendir lista- menn koma þá í heimsókn með nýja sem gamalsiglda strauma; nær óþekkt bönd sem verða risastór eftir eitt misseri eða þá lifandi goðsagnir. Og allt þar á milli. Allt þetta og fleira til er í gangi á Airwaves-hátíðunum. „Bransinn“ fær þá tækifæri til að líta upp úr tölvupóstunum, treystir bönd í mannheimum og fólk skiptist á hugmyndum, kynnist og hlær. Há- tíðin í ár er þá merkilega kvenlæg og það er dásamlega hressandi því að hlutföllin þar eiga það til að vera verulega skökk. Warpaint, Kate Tempest, Björk, PJ Harvey – öll stærstu nöfnin í ár eða svo gott sem voru af estrógenættinni. Fimmtudagskvöldið byrjaði ann- ars á Laundromat Cafe af öllum stöðum, einn af þeim fjölmörgu sem bjóða upp á tónlist utan formlegrar dagskrár og þar létu Jónas Sigurðs- son og Ritvélar framtíðarinnar gamminn geisa sem aldrei fyrr. Stóðu uppi á borði að því er virtist, gíndu yfir salnum sem var sneisa- Þegar gæsahúðin hríslast … Útvarpsleikhúsið frumflytur í nóv- ember verkið Lifun eftir Jón Atla Jónasson sem fjallar um alræmd- asta sakamál Íslandssögunnar; rannsóknina á hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. „Í verkinu er upptökum, flestum frá þeim tíma er rannsókn málsins fór fram og viðtölum við þá sem tengdust mál- inu, blandað saman við leiktexta. Má því segja að um sé að ræða leik- verk með heimildum. Verkið fjallar um rannsókn saka- málsins og einblínir að miklu leyti á gæsluvarðhaldsvist sakborninga í málinu, harðræði í Síðumúlafang- elsinu, áhrif einangrunarvistar og samskiptaleysi milli sakborninga og verjenda þeirra í málinu sem er fáheyrt í vestrænum lýðræð- isríkjum,“ segir í tilkynningu. Verkið er í fjórum þáttum. Sá fyrsti verður fluttur á Rás 1 í dag, laugardag, kl. 14 og síðan næstu þrjá laugardag, þ.e. 12., 19., og 26. nóvember. Leikstjóri er Stefán Hallur Stefánsson, en í helstu hlut- verkum eru Atli Rafn Sigurðarson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Stefán Jónsson, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Harpa Arn- ardóttir. Nýtt útvarpsverk um rannsókn sakamáls Dularfullt Þýski sakamálafræðing- urinn Karl Schütz, sem stýrði rann- sókninni, á blaðamannafundi í febr- úar 1977 ásamt Leirfinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.