Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jörðin Fell í Suðursveit ásamt austurströnd Jökulsárlóns á Breiða- merkursandi var slegin hæstbjóð- anda hjá sýslumanninum á Suður- landi í gær. Söluferlið hefur staðið yfir í sex mánuði og á þessum úr- slitadegi buðu einn landeigandi og sá sem átti næsthæsta boðið áður til skiptis þannig að kaupverðið hækk- aði um 350 milljónir króna. Uppboðið hjá sýslumanni var til slita á sameign. Áður hafði verið afl- að matsgerðar sem sýndi að ekki væri fært að skipta jörðinni öðruvísi en með sölu. Jörðin var slegin Fögrusölum ehf., sem er dótturfélag Thule Invest- ments, fyrir 1.520 milljónir kr. Við lok uppboðsfrests var fyrirtæki Skúla G. Sigfússonar með hæsta boð, 1.170 milljónir. Á þessum lokafundi gafst tilboðsgjöfum kostur á að hækka tilboð sín og einstakir land- eigendur gátu sömuleiðis boðið bet- ur. Sú hringekja fór af stað í gær. Fögrusalir og stærsti einstaki land- eigandinn, Einar Björn Einarsson, sem rekur Ferðaþjónustuna Jökuls- árlóni, buðu til skiptis þangað til Ein- ar hætti þegar hann var kominn í 1.510 milljónir kr. Meirihluti vildi selja Áður en sýslumaður tók afstöðu til hæsta tilboðsins kannaði hann vilja fulltrúa viðstaddra landeigenda. Meginhluti þeirra, eigendur um 90% jarðarinnar, vildu að boðinu yrði tekið. Eigendurnir sem óskuðu eftir uppboðinu fannst verðið enn of lágt og lýstu sig mótfallna því að salan yrði samþykkt. Þeir hafa frest fram til klukkan 12 næstkomandi föstudag til að afturkalla uppboðsbeiðnina. Ef þeir gera það fer málið aftur á byrj- unarreit. Aðrir landeigendur gætu óskað uppboðs að nýju en það tekur aðminnsta kosti ár til viðbótar að fá niðurstöðu í því. Sölulaun ríkisins og annar útlagður kostnaður við upp- boðið er vel á annan tug milljóna kr. Þar fyrir utan er verulegur lögfræði- kostnaður landeigendanna sjálfra. Á sama tíma á föstudag rennur út frestur ríkisins til að neyta forkaups- réttar síns að eigninni. Fulltrúar ríkisins hafa fylgst með söluferlinu og eiga að vera búnir að fá upplýs- ingar um niðurstöðuna. Fulltrúi minna bátafyrirtækisins við Jökulsárlón, Icelagoon, lét bóka mótmæli við sölunni. Taldi unnt að slíta sameigninni með öðrum hætti. Einar Björn sagðist í samtali við mbl.is ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki fengið jörðina. Taldi hann málinu lokið af sinni hálfu. Þarf að greiða fjórðung Ef uppboðið verður ekki afturkall- að og ríkið neytir ekki forkaupsrétt- ar á föstudag verður samið við Fögrusali um kaup á jörðinni. Þann dag þarf fyrirtækið að greiða fjórð- ung kaupverðs því til staðfestingar. Standi fyrirtækið ekki við boðið verður gengið til samninga við næst- bjóðanda, Einar Björn Einarsson. Tilboðin hækkuðu um 350 milljónir króna  Buðu til skiptis í Fell  Ríkið gæti neytt forkaupsréttar Jökulsárlón Keppst hefur verið um jörðina Fell og austurströnd Jökulsárlóns. Uppboð fór fram í gær. Opið 10-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook 20% afsláttur af öllum kjólum í dag - Str. 36-56 FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Fylgist með okkur á faceboock Kringlunni Sími 568 4900 Komið og skoðið úrvalið Kjóll 24.990,- Kjóll 29.990,- Margar gerðir og stærðir af KJÓLUM Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið Facebook.laxdal.is GERRY WEBER TILBOÐSDAGAR 20% afsláttur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráð- herra í gær þar sem mál dómara í Tyrklandi voru rædd. Að sögn Skúla var niðurstaða fundarins að haft yrði samband við sendiherra Tyrklands á Íslandi og honum gerð grein fyrir hversu alvarlegum augum dómara- félagið og stjórnvöld á Íslandi litu á hreinsanir í dómskerfi Tyrklands. Á fundinum kom einnig fram að bréf sem utanríkisráðuneytinu var afhent í lok ágúst frá Dómarafélag- inu hefði strax verið tekið til greina að hálfu yfirvalda. Bréfið hefði stutt yfirlýsingar Íslands á vettvangi Evr- ópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna í málefnum Tyrklands. Skúli segir þetta mál flókið og erfitt sé að beita sér gagnvart ríki eins og Tyrklandi. Ástandið virðist síst fara batnandi og ekki liggi fyrir nein réttarhöld yfir þeim dómurum sem teknir voru höndum eftir valdaránstilraunina í júlí í sumar. Allt bendi til þess að þeir muni aldrei koma aftur til starfa og yfirvöld þar í landi séu að endur- nýja dómarastéttina í heild sinni. Vilja styðja við dómara í Tyrklandi  Dómarar funduðu með ráðherra Skúli Magnússon Lilja Alfreðsdóttir Héraðsdómur Reykjaness hefur úr- skurðað þrjá karla og eina konu í vikulangt gæsluvarðhald á grund- velli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Fólkið var handtekið í tengslum við rannsókn á eldsvoða í snyrti- stofu í Hafnarfirði. Eldur kom upp í húsi að Dalshrauni aðfaranótt 1. nóvember sl. og hefur rannsókn leitt í ljós að menn komu þar að á bifhjóli og hentu sprengieldi eða tívolíbombu inn um rúðu. Mikill eldur braust út sem olli miklum skemmdum á húsnæðinu. Fjórir í gæsluvarð- hald vegna íkveikju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.