Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 BAKSVIÐ Sigurður Ægisson sae@sae.is Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héð- insfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sam- einingu Ólafsfjarðarbæjar og Siglu- fjarðarkaupstaðar. Grunn-, leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþrótta- félög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR, sem hefur getið sér afar gott orð, var t.a.m. valinn Stofnun ársins 2016 af SFR - stéttarfélagi í almanna- þjónustu. Og í lok ágústmánaðar varð til enn einn tónskólinn, þegar Tón- skóli Fjallabyggðar sameinaðist þeim á Dalvík svo að úr varð Tónlistarskól- inn á Tröllaskaga, TAT, með starfs- stöðvar á öllum þremur stöðunum. Þrátt fyrir allar breytingarnar og raskið blómstra staðirnir og unga fólkið sýnir því meiri áhuga en áður að búa í heimabyggð, eins og fram kom í skýrslu Ástu Júlíu Aðalsteins- dóttur í fyrra, sem bar yfirskriftina Ungt fólk í Fjallabyggð og var hluti af stærrra verkefni sem nefndist Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menning- arleg áhrif Héðinsfjarðarganga. Sú rannsókn hófst árið 2008 og var henni ætlað að meta jákvæð og neikvæð áhrif Héðinsfjarðarganganna á Mið- Norðurlandi. Unglingar í Fjalla- byggð eru þar sagðir mun líklegir til að vilja búa áfram í heimabyggð sinni en jafnaldrar þeirra í öðrum byggðar- kjörnum af svipaðri stærð. Smástrákar af báðum kynjum Eitt af því sem stendur 13-17 ára unglingum í Fjallabyggð til boða, fyr- ir utan hefðbundnar íþróttaæfingar og tómstundir, sem mikill fjöldi sæk- ir, er það sem Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur verið með um árabil en hefur aldrei verið vin- sælla en einmitt núna. „Já, við erum með 23 krakka í ung- lingadeildinni Smástrákum, reyndar af báðum kynjum þrátt fyrir nafnið, og bæði úr Ólafsfirði og Siglufirði, því Björgunarsveitin Tindar í Ólafsfirði er ekki með unglingastarf, einungis Björgunarsveitin Strákar. Þess vegna buðum við austurbæingum að vera með okkur, enda er þetta eitt sveitarfélag og bara eðlilegt og sjálf- sagt að leyfa öllum á þeirra reki sem vilja að koma hingað til að ná sér í fræðslu og reynslu,“ segir Magnús Magnússon, sem er einn þeirra sem veita starfinu forstöðu. Hin eru Gunnar Örn Óskarsson, Hilmar Sím- onarson, Ragnar Már Hansson, Unn- ur María Unnarsdóttir og Sara Þor- steinsdóttir. „Við hittumst einu sinni í viku, nánar tiltekið á þriðjudags- kvöldum, og þá eru kennd grunn- atriði í fyrstu hjálp, leitartækni, fjallamennsku, hnútum og ýmsu öðru, þ.e.a.s. grunnatriðunum í að verða björgunarmaður.“ Að sögn Magnúsar er verið að frá september og fram í miðjan júní, og skotist í óvissuferð á einhverjum af seinustu fundunum á vorin, þar sem gjarnan er reynt að brjóta þetta upp, gera eitthvað öðruvísi. „Við fórum fórum t.d. í rafting og paintball síðast, borðuðum eitthvað gott og tókum svo keilu og bíóferð í lokin á Akureyri. Þátttökugjöld eru engin, það eina sem þarf að borga er í óvissuferðina og svo 2.500 krónur í hettupeysu merkta Smástrákum, en það er vara sem kostar töluvert meira ella,“ segir hann. Strákar líka í örum vexti Magnús hefur verið umsjónar- maður í átta ár og ýmsir komið til að- stoðar með honum. „Ég byrjaði með sex unglinga en fyrir 4-5 árum varð sprenging í þátttökunni, eftir að starfið varð þéttara og við sýnilegri. Við erum ekki að fá mikið til okkar krakka sem eru í knattspyrnu, enda svo mikið um æfingar þar, að svona myndi einfaldlega rekast á eða yrði hreinlega of mikið fyrir þá krakka, heldur eru þetta unglingar sem eru lítið eða ekki í öðru íþrótta- og tóm- stundastarfi, nema þá badminton, sem er afar vinsælt hér í Siglufirði og búið að vera áratugum saman. Þann- ig að þetta er svona viðbót við þetta öfluga félagsstarf sem er hérna í sveitarfélaginu, beggja vegna. Það hefur líka verið að fjölga í Strákum, það hefur verið að koma fólk inn og prufa, bæði kyn, sem er mjög já- kvætt, svo að við horfum björtum augum til framtíðarinnar hvað þetta og annað varðar.“ Í alvörusveitina, Stráka, komast unglingarnir við 18 ára aldurinn. Þar eru um 20 starfandi núna. Formaður er Jón Hrólfur Baldursson. „Björg- unarsveitin Strákar er líka einu sinni í viku með starf, vinnukvöld, á fimmtudögum, og svo erum við með ýmsa smærri hópa, t.a.m. bílahóp, sleðahóp, fjallahóp, bátahóp og fleiri og það er æft þegar mönnum hentar, þ.e.a.s. þegar flestir geta mætt.“ Stefnir í metumferð um göngin Í ágústmánuði síðastliðnum jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra. Hefur umferðin aukist um tæp 12% frá áramótum miðað við sama tímabil í fyrra. Stefnir í metumferð um Héð- insfjarðargöngin nú í ár og að heild- arökutækjafjöldi verði 250-260 þús- und. Meðalumferð á dag stefnir því í um 710 ökutæki á sólarhring. Unglingastarfið í blóma  Áhrif Héðinsfjarðarganga á æskulýðinn í Fjallabyggð jákvæð  Margt er í boði á fræðslu-, íþrótta- og tómstundasviði  Sprenging hefur orðið í unglingadeild Björgunarsveitarinnar Stráka Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Mikill áhugi Unglingarnir sem mættir voru þriðjudagskvöldið 25. október voru tilbúnir í að nema eitthvað gagnlegt í björgunarfræðunum. Kennslustund Gestur Hansson, fjallagarpur og snjóaeftirlitsmaður Veður- stofu Íslands á Siglufirði, var með fræðslu um ýmsar gerðir af hnútum. Árlega hefur ritið Vísbending metið fjárhagslegan styrk ís- lenskra sveitarfélaga og tekið heildarniðurstöðurnar saman. Úttektin byggir á ársreikn- ingum þeirra og er farið ræki- lega yfir skuldir, tekjur, íbúa- fjölda, eignir og grunnrekstur, bæði A-hluta og B-hluta í efna- hagsreikningi þeirra. Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir nokkrum þátt- um eða forsendum sem leiða til þess að það sveitarfélag sem skorar hæst fær útnefn- inguna Draumasveitarfélagið. Fjallabyggð lenti þetta árið í 3. sæti með einkunnina 7.5, en var í fyrra í 6. sæti með 7.1 stig. „Niðurstaðan verður að telj- ast afar ánægjuleg og sýnir að rekstur Fjallabyggðar er mjög traustur,“ segir í frétt á heima- síðu sveitarfélagsins. Fjallabyggð upp í 3. sæti DRAUMASVEITARFÉLAGIÐ Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Ráðgjöf og þjálfun nolta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.