Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.2016, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 Dagur Ragnarsson og VignirVatnar Stefánsson sigr-uðu á alþjóðlegu ung-lingamóti sem fram fór í Uppsölum í Svíþjóð „Uppsala young champions“ og lauk á miðvikudaginn. Þeir hlutu báðir 6½ vinning af níu mögulegum en Dagur var ½ stigi ofar og hreppti því gullverðlaunin. Mótið var eins og nafnið bendir til skipað ungum skákmönnum undir tvítugu og voru keppendur 20 talsins þar af 16 Svíar, þrír Íslendingar en stiga- hæsti keppandinn var frá Finnlandi. Oliver Aron Jóhannesson var í loka- umferðinni í færum til að lenda einn í 3. sæti en missti þráðinn í betri stöðu og tapaði. Hann hlaut 5 vinninga og varð í 8.-9 sæti. Íslands-tengingin nær aðeins lengra þar sem einn af skipuleggjendum mótsins var Guð- mundur Sverrir Þór sem býr í Sví- þjóð og er þekktur skákdómari. Tefldar voru níu umferðir á sex dög- um en tímamörk voru 90 30. Dagur og Vignir Vatnar bættu báðir duglega við stigatölu sína og á næsta lista verður Vignir sem er að- eins 13 ára væntanlega kominn með í kringum 2.350 elo-stig. Dagur náði forystunni snemma og hélt henni allt til loka. Hann fór illa að ráði sínu með gjörunnið tafl gegn Sví- anum Martin Jogstad í 3. umferð en í 8. umferð slapp hann með skrekkinn í tapaðri stöðu gegn Finnanum Toivo Keinänen. Þessu var ekki ólíkt farið með Vigni Vatnar sem oft komst í ’ann krappan og flýtti sér stundum of mikið. Lokadaginn hefði hann getað náð efsta sæti einn en missti unna stöðu niður í jafntefli í fyrri skákinni af tveimur sem tefldar voru þann dag. Mótið er ágæt vísbending um styrkleika okkar yngstu skákmanna en sænskir skákmenn hafa alltaf ver- ið þéttir fyrir. Ungir skákmenn eiga það til að fyllast vonleysi þegar þeir sitja andspænis mun stigahærri and- stæðingi. Vænlegra til árangurs er að líta á slíkt stigabil sem áskorun og það gerði Vignir Vatnar þegar hann mætti stigahæsta keppanda mótsins í upphafi móts: 2. umferð: Toivo Kainänen – Vignir Vatnar Stefánsson Enskur leikur 1. c4 e5 2. g3 h5!? Hrauslega leikið í anda Ungverj- ans Rapport. Finninn gerir enga til- raun til að stöðva för h-peðsins. 3. Rc3 Rc6 4. Rf3 Bc5 5. d3 Rge7 6. Bg2 d6 7. a3 a5 8. 0-0 Rg6 9. Hb1 h4 10. Bg5? f6 11. Bxh4 Bg4! Biskupinn getur sig hvergi hrært á h4 og svartur vinnur peðið til baka. 12. Re4 Bxf3 13. Bxf3 Rxh4 14. gxh4 f5! 15. Rg5 Þvingað þar sem 15. Rxc5 er svar- að með 15. … Dxh4! o.s.frv. 15. … Hxh4 16. Re6 De7 17. Bd5 Rd8 18. Rxc5 Dg5+ 19. Bg2 dxc5 20. e3 Re6 21. Df3 Ke7 22. h3 Hah8 23. Dg3 Df6 24. f4 Svartur er búinn að hlaða liðsafla sínum á kóngsvænginn og hótaði 24. … f4 en þessi leikur gerir illt verra. 24. … exf4 25. exf4 Dd4+ 26. Kh1 Rxf4 27. Hbe1+ Kf6! Þarna stendur kóngurinn ágæt- lega. 28. Hf3 Hxh3+ Einfaldara var sennilega 28. … Hg4! en þetta vinnur líka. 29. Bxh3 Hxh3+ 30. Dxh3 Rxh3 31. Hxh3 Dxb2 32. Hhe3 Db6 33. He8 Dd6 34. H8e3 c6 35. Hb1 Dd4 36. Hg3 f4 37. Hh3 Dd7 38. Kh2 g5 39. Hg1 g4 40. Hh4 Kg5 41. Hh8 g3 42. Kg2 Dxd3 43. Hg8+ Kf6 44. Hf8+ Ke7 45. Hxf4 Dd2+ 46. Kf3 Df2+ – og hvítur gafst upp. Guðmundur fimmti á NM Guðmundur Kjartansson vann í lokaumferð Skákþings Norðurlanda sem lauk í Finnlandi um síðustu helgi. Guðmundur hlaut 5 vinninga af níu mögulegum og endaði í 5. sæti. Dagur og Vignir Vatnar unnu „Uppsala young champions“ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þann 11. september síðastliðinn var farin þriðja Maurer-ferð þar sem fylgt var ferðaleið Konrads Maurers í Ís- landsferð hans árið 1858. Fyrsta ferðin, 2014, var farin um Suð- urland, frá Arnarbæli í Ölfusi að Skógum und- ir Eyjafjöllum. Önnur ferð, 2015, var um slóð- ir Laxdælu, frá Fjarðarhorni í Hrútafirði um Saurbæ, Skarðs- strönd, Fellsströnd að Sauðafelli í Dölum. Sú þriðja var aftur um Suð- urland, frá Reykjavík, um Þingvelli, Haukadal að Kaldaðarnesi í Flóa. Margir hafa farið í allar þessar ferðir og vilja komast í hverja ferð. Nútíma-Íslendingar eru svo upp- teknir af öllu sem þeim býðst og geta þeirra og skyldur svo miklar að margt þarf að gera í einu. Helst þyrftu menn að hafa 36 klukku- stundir í sólarhring til að njóta allra þeirra lystisemda og tækifæra sem bjóðast og hugur þeirra stendur til. Margir eru erlendis, í veislum, á skemmtunum, að passa barnabörn, í vaktavinnu og svo framvegis. Þótt tómstundir hafi aukist hefur fram- boð á tómstundagamni aukist enn meir. Það eru þó alltaf um 60 manns sem leggja upp frá höfuðstöðvum Ferðafélags Íslands í hvert skipti. Áfangastaður allra Fyrsti áfangi var að rótum Mos- fellsheiðar fyrir ofan Miðdal, sem var kunnur áfangastaður allra sem riðu á Þingvöll frá Reykjavík fyrr á öldum. Áður en akvegurinn til Þing- valla var lagður yfir Mosfellsheiði 1890 fóru menn reiðgötur um Selja- dal, sem er á milli Grímmannsfells og Mosfellsheiðarinnar. Síðan ókum við um Mosfellsdal til Þingvalla. Við stöðvuðum rútubílinn á Hakinu og gengum niður Al- mannagjá til Þingvalla- kirkju. Margir áratugir eru síðan menn höfðu gengið eða ekið þessa leið. Kristján Valur Ing- ólfsson vígslubiskup opnaði fyrir okkur Þingvallakirkju og rúmaðist allur hóp- urinn vel í þessu litla en snotra húsi. Hljóð- burður í þessum litlu íslensku timburkirkjum er frábær og enginn svo raddlítill að hvert hans orð heyrist ekki skýrt og greinilega. Menn ættu að gera meira af því að nota þessi ágætu hús til fundarhalda. Kristján Valur hóf með sinni góðu og þjálfuðu rödd lestur 49 ára gam- allar blaðagreinar úr Morg- unblaðinu frá 11. ágúst 1967. Hún var viðtal við dótturdóttur Konrads Maurers, frú Wheitrauch, sem þekkti afa sinn persónulega og hafði búið á heimili hans. Í viðtalinu birt- ust margar persónulegar lýsingar á Maurer og heimilishaldi hans. Haukdælir að fornu og nýju Eftir góða, íslenska kjötsúpu á Geysi komum við saman í Hauka- dalskirkju. Þar hélt Bjarni Harð- arson, fyrrverandi alþingismaður og bókaútgefandi, frábæran fyrirlestur, blaðalaust, um Haukadal og Hauk- dæli að fornu og nýju. Einnig dældi Bjarni fróðleik yfir ferðamenn með hljóðnemann í rútunni á leiðinni. Næsti áfangi var Skálholt en á Í fótspor Maurers Eftir Jóhann J. Ólafsson » Þó að ferðasaga Maurers frá 1858 sé hryggjarstykkið í þessum ferðum þá fara þær langt út fyrir ferð Maurers. Jóhann J. Ólafsson Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Seljalandsleið Greinarhöfundur fetar í fótspor Maurer um Mosfellsheiði. u BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is 22 pör í Gullsmára Spilað var á 11 borðum (22 pör) í Gullsmára mánudaginn 31. október. Úrslit í N/S: Guðm. Pálsson - Sveinn Símonarson 219 Þóður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 216 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 183 Gunnar Guðmss. - Sveinn Sveinsson 176 A/V: Pétur Jósefss. - Ágúst Vilhelmsson 208 Reynir Bjarnason - Sigurður Gíslason 200 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 199 Gunnar M. Hansson - Hjörtur Hanness. 183 Tólf borð hjá FEBR Mánudaginn 31. október var spil- að á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Jón Þór Karlsson – Sturla Snæbjörnss. 268 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 249 Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnsson 247 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 227 A/V: Björn E. Péturss. – Helgi Hallgrímss. 270 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 267 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 241 Elín Guðmanns. – Friðgerður Benedikts.228 Félag eldri borgara í Rvík Fimmtudaginn 3. nóvember var spilað á 10 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Helgi Samúelsson – Sigurjón Helgason 261 Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 254 Soffía Daníelsd. – Pétur Skarphéðinss. 238 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 237 A/V Björn E. Pétursson – Helgi Hallgrss. 250 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 234 Margrét Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd.230 Friðrik Jónsson – Björn Svavarsson 221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.