Morgunblaðið - 23.11.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.11.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Amerískirbílar Sími 4 80 80 80 2016 Suburban LTZ 7 manna bíll, fjórir kapteinsstólar, Blu Ray spílari í sætum, sóllúga og fl. 5,3L V8, 355 Hö. VERÐ 14.990.000,- 2017 Ford F-350 Lariat með Utlimate- og krómpakka, upphituð/loftkæld sæti, fjarstart,trappa í hlera og fl. 6,7L Diesel ,445 Hö. VERÐ11.170.000,- Eins og síðustu fjögur ár verður samstarf um jóla- aðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishers- ins, Mæðra- styrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Markmiðið hefur verið að styðja efnaminni fjölskyldur og einstak- linga á svæðinu með greiðslukort- um sem hægt er að versla fyrir í ákveðnum verslunum. Auk þess er fataúthlutun hjá Hertex og Rauða krossinum og jólagjafir fyrir börn sem safnað er á Glerártorgi. Þá hefur aukist að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar með námskeiðum, sjálfseflandi verkefnum og ráðgjöf. Sótt er um aðstoð í síma 5704090 milli kl. 10 og 12 virka daga frá 28. nóvember til 9. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Samstarf um jólaað- stoð við Eyjafjörð Hægt var að sækja nýja upp- færslu netvafr- ans Vivaldi í gær. Uppfærslan nefndist Vivaldi 1.5. Í tilkynn- ingu segir Jón von Tetzchner, forstjóri Vivaldi, að áhersla sé lögð á að búa til notendamiðaðan vafra sem fólk geti sniðið að sín- um þörfum og að hann sé sveigjanlegur. Fram kemur að Vivaldi sé fyrsti vafrinn til að bjóða upp á lita- stýringu á svonefndum snjall- perum í gegnum vafur. Notandinn velji hvaða ljósi Vivaldi eigi að stýra og vafrinn samstilli litina í nærumhverfinu og litina á vafr- anum. Þá séu margar endurbætur á fyrri uppfærslum, m.a. sé nú hægt að draga flipa, flipabunka og flipaval milli glugga. Ný uppfærsla á Vivaldi-vafranum Jón von Tetzchner Sigur rússneska áskorandansSergei Karjakin meðsvörtu í áttundu skákinni íheimsmeistaraeinvíginu í New York setur spádóma um úr- slitin í uppnám; staðan er nú 4½:3½ Karjakin í vil og aðeins fjórar skák- ir eru eftir af einvíginu. Magnús Carlsen var greinilega sleginn út af laginu og mætti ekki á blaðamanna- fund eftir á, eins og keppendur verða að gera vilji þeir hlíta einvígisskilmálum. Fyrir vikið á hann yfir höfði sér sekt, en reglur kveða á um að draga megi 5% verð- launafjár frá hlut skákmannsins í slíkum tilvikum. Vandi Magnúsar er í hnotskurn sá að hann hefur enga byrjun „sem bítur“. Þá vekur taflmennska hans spurningar um það hvernig undir- búningi hans hefur verið háttað. Skynsemi þess að tefla langt hraðskákeinvígi við Nakamura rétt fyrir stóra slaginn er hér með dreg- in í efa. Auðvitað er hægt að vera gáfaður eftir á og ekki má gleyma því að Magnús hrekkur yfirleitt í gang eftir dapurt gengi – en hrað- skákir og kappskákir eru ólík keppnisform. Helsta ástæða þess að Magnús tapaði á mánudag var fífldjörf tafl- mennska í miðtaflinu. Í tímahraki rétt fyrir 40. leik virtist Karjakin hafa sigurinn í hendi sér en sást þá yfir glæsilegan riddaraleik Magn- úsar. En þá var eins og „orkan“ væri farin; Magnús var ekki með verra en gekk illa að fást við frípeð Karjakins á a-línunni og biskupnum var haldið úti. Að lokum fann Kar- jakin snjalla leið til að spinna mát- net, með takmörkuðum liðsafla þó: New York 2016; 8. einvígisskák: Magnús Carlsen – Sergei Kar- jakin Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. e3 e6 4. Bd3 c5 5. b3 Be7 6. O-O O-O 7. Bb2 Drottningarpeðsbyrjun af þessu tagi kemur ekki á óvart og trúlega hefur Karjakin undirbúið sig fyrir þessa „stöðutýpu“. 7. … b6 8. dxc5 Bxc5 9. Rbd2 Bb7 10. De2 Rbd7 11. c4 dxc4 12. Rxc4 De7 13. a3 a5 14. Rd4 Hfd8 15. Hfd1 Hac8 16. Hac1 Rf8 17. De1 Rg6 18. Bf1 Rg4 19. Rb5 Bc6 20. a4 Bd5 21. Bd4 Bxc4 22. Hxc4 Bxd4 23. Hdxd4 23. … Hxc4 24. bxc4!? Djörf ákvörðun „strategískt“ séð. 24. … Rf6 25. Dd2 Hb8 26. g3 Re5 27. Bg2 h6 28. f4 Red7 29. Ra7 Da3! Svarta staðan er ekki án gagn- færa og Magnús spennir bogann hátt. 30. Rc6 Hf8 31. h3?! 31. Hxd7 leiðir til jafnteflislegrar stöðu. 31. … Rc5 32. Kh2 Rxa4 33. Hd8 g6 34. Dd4 Kg7 35. c5? Skemmtilegur leikur en ekki góð- ur. Jafnvægi var náð með 35. Hd7! t.d. 35. … Dc3 36. Hb7! o.s.frv. 35. … Hxd8 36. Rxd8 Rxc5 37. Dd6 Dd3?! Betra var 37. … Da4! með yfir- burðastöðu. 38. Rxe6+! Bráðsnjallt. Hvítur er sloppinn. 38. … fxe6 39. De7+ Kg8 40. Dxf6 a4 41. e4 Dd7 42. Dxg6+ Dg7 43. De8+ Df8 44. Dc6 Dd8 45. f5! a3 46. fxe6 Kg7 47. e7? Þetta peð átti hann ekki að gefa. Hvítur er sennilega með heldur betra eftir 47. Db5! t.d. 57. … Rxe6 48. Db4! Df8 49. Dxb6. 47. … Dxe7 48. Dxb6 Rd3 49. Da5 Dc5 50. Da6 Re5 51. De6? Tapleikurinn. Hann gat varist með 51. h4! 51. … h5! Fáir efuðust um að Karjakin myndi finna þennan leik, sem vinnur. 52. h4 52. … a2! Hér er hugmyndin komin fram, 53. Dxa2 er svarað með 53. … Rg4+ 54. Kh2 Dg1! 55. Db2+ Kg6! Þar sem svarta drottningin valdar a7- og b6-reitinn finnst engin vörn. Magnús gafst því upp. Níunda skákin verður tefld í kvöld og hefur Karjakin hvítt. Magnús tapaði og mætti ekki á blaðamannafund Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Spenna Mikil spenna hefur færst í heimsmeistaraeinvígi Carlsens og Kar- jakins eftir að sá síðarnefndi vann áttundu einvígisskákina á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.