Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 12

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Díana Rós A. Rivera dianarosarivera@gmail.com Þ orgrímur Kári sat á yngri árum nokkur námskeið hjá Mynd- listaskóla Reykjavíkur og að loknu stúdents- prófi við Menntaskólann í Reykjavík lá leiðin í listnám í listaakademíunni ESA St. Luc Bruxelles í Belgíu. Hann játar því að hafa alltaf verið teiknandi og segir það hafa verið ástríðu frá unga aldri. Hann segist alltaf hafa ætlað sér í myndlistar- nám og hafa valið skólann í Belgíu því að þar var í boði braut sem var sérstaklega tileinkuð mynda- sögugerð, enda rík hefð fyrir myndasögum þar í landi, auk þess sem kennari hans í myndlistaskól- anum hafði mælt með skólanum. Sem barn hafði hann mikið dá- læti á belgískum teiknimyndasögum á borð við Tinna og Ástrík en teikni- stíll hans kemur annars staðar frá. „Ég las mikið Andrés Önd og ef teikningar mínar úr myndasögunum eru skoðaðar held ég að stíllinn sé undir augljósum áhrifum þaðan.“ Auka verður aðal En hvernig fer maður úr teikni- myndaseríu og yfir í skáldsögu? „Það er frekar einfalt. Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var í 4. bekk í MR og áleit sem svo að það mundi taka of langan tíma að teikna þetta allt þannig að ég ákvað að skrifa bara sögu í staðinn,“ segir Þorgrímur Kári, en bókin er þykk og mikil og ekki ólíklegt að það hefði verið ansi tímafrekt að teikna jafn langa sögu. „Ég var líka hræddur um að ef ég reyndi að teikna söguna mundi hún taka það miklum breyt- ingum á meðan ég teiknaði hana að þegar ég væri búin með hana væri ég ekki lengur ánægður með byrj- unina.“ En þótt hvort tveggja sé sköp- un, að teikna og semja texta, er það ekki endilega líkt. Eða hvað? „Fyrir mér er ekki mikill mun- ur. Ég held að ég hafi alltaf teiknað fyrst og fremst til að segja sögur. Það var því í rauninni ekki mikið stökk fyrir mig að skrifa sögu í stað- inn fyrir að teikna hana. Ég hef líka alltaf lesið töluvert mikið og tel mig hafa þokkalegan skilning á því hvernig maður segir sögu með orð- unum einum saman.“ Áhugi á norrænni goðafræði Eins og fram kemur á bakhlið Sköglu eru sögusvið og persónur dregin víðs vegar að úr kvæðum og handritum fornskálda um norrænu goðin og heim þeirra. Sagan segir frá dverg sem heitir Nýráður og mennskri fósturdóttur hans, Skögul. Þegar þau halda til fundar við kon- unginn í Næríki á hvorugt þeirra von á hremmingunum sem bíða þeirra. Launráð verða til þess að þeim er stíað í sundur og þurfa þau að vaða eld og brennistein til þess að finna hvort annað á ný. Aðspurður segir Þorgrímur Kári vonast til þess að bókin sé fyrir alla, allt frá táningum til þeirra sem hafi mikinn áhuga á norrænni goða- fræði. „Þegar ég geri sögur miða ég venjulega við það sem mér finnst sjálfum skemmtilegt.“ Hann segist alltaf hafa haft áhuga á goðafræði og lesið mikið svokallaðar Goð- heimabækur, sem eru teiknimynda- sögur byggðar á norrænni goðfræði eftir Peter Madsen, og segir frá- bært að farið hafi verið í að þýða þær allar yfir á íslensku og endur- útgefa. Hugmyndina að Sköglu fékk hann hins vegar í menntaskóla þeg- ar farið var yfir Snorra-Eddu og fleiri forn norræn handrit. Þar kynntist hann mörgum auka- persónum í handritunum sem birt- ust einu sinni eða tvisvar og síðan ekki meir og þær vöktu áhuga hans. Á svipuðum tíma komu svo út bæði ofurhetjumyndin um Þór og ís- lenska teiknimyndin um Þór. „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri hægt að gera heilsteypta sögu byggða á goðafræðinni sem væri ekki með Þór í aðalhlutverki og væri heldur ekki með neinni þekktri persónu, hvort það væri hægt að spinna einhvern veginn út frá því efni sögu sem gerðist í sama heimi og maður les um í handritunum, en sem væri ekki um neinar frægar persónur.“ Þorgrímur Kári útskrifaðist í vor úr náminu í ESA St. Luc Brux- elles og spurður að því hvað sé á döfinni hjá honum segist hann enn ekki búinn að ákveða hver næstu skref verði. Honum finnist hvort tveggja skemmtilegt, að teikna og skrifa sögur, og geti ekki gert upp á milli, enda sé það óþarfi. „Ég held að maður geti alveg gert bæði.“ Hann segist vera með ákveðnar hugmyndir í kollinum þótt þær séu ekki fastmótaðar enn þá. „Ætli ég geri ekki myndasögu næst til að breyta til.“ Það er augljóst að Þorgrímur Kári getur sagt sögur á fleiri en einn veg. Upplestur Rithöfundurinn Þorgrímur Kári Snævarr les kafla úr Sköglu í útgáfuhófi í bókaverslun Eymundssonar. Að segja sögu með myndum og orðum Þorgrímur Kári Snævarr var 15 ára gamall þegar hann vann myndasögusamkeppni Borgarbóka- safnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík með broti úr myndasögu sinni Bórisfrísa. Hann fékk í kjölfarið myndasöguna birta sem framhaldssögu árin 2009- 2010 og síðar aðra sögu, Skar og Skarkala, árin 2011-2012, en nýverið kom út fyrsta skáldsaga hans hjá útgáfunni Óðinsauga sem ber heitið Skögla, helreið Nýráðs til Jötunaheima. Söguhetjurnar Skögul og dvergurinn Nýráður. Við stöndum öll frammi fyrirýmsum vandamálum á lífs-leiðinni, þau eru sjálfsagð-ur hluti af lífinu. Vanda- málin geta verið misstór og misjafnt hversu auðvelt er að leysa þau. Við bregðumst mismunandi við ef eitt- hvað bjátar á en margir hafa örugg- lega upplifað þá tilfinningu að erf- iðleikarnir séu svo yfirþyrmandi að það hljóti að vera ómögulegt að leysa úr þeim. Hvort sem við erum að reyna það ein eða með öðrum. Það gerist að við sitjum föst og ein- blínum svo mikið á vandamálið að við komum ekki auga á neinar lausnir. Einföld mynd af þessu er maðurinn sem stendur fyrir framan lyftudyrnar og les aftur og aftur seðilinn þar sem stendur að lyftan sé biluð. Hann þarf að komast upp á þriðju hæð en áttar sig ekki á að horfa aðeins til hliðar þar sem hann hefði komið auga á tröppur. Maður í hjólastól hefði þurft að finna enn aðra lausn, t.d. að hringja og biðja um að fundurinn yrði haldinn á fyrstu hæð. Það eru ekki sömu lausnir sem henta okkur öllum. Stundum reynum við að leysa sama vandamálið ítrekað með sömu aðferðum. Það er eins og við höldum að með því að beita sömu aðferðinni aftur og aftur hverfi vandamálið að lokum. Nýjar lausnir Býflugan sem vill komast út í fríska loftið á það til að fljúga ítrekað á rúðuna til að reyna að komast út. Hún ætti bara að vita að glugginn fyrir ofan hana er opinn og þar kæm- ist hún auðveldlega út í fallegan sum- ardaginn. Til að leysa vandamál þarf að reyna nýjar lausnir, ekki eitthvað sem hefur verið margreynt og virkar ekki. Það er mikið til í því sem Amer- ískur fréttamaður, Sydney J. Harris, sagði einu sinni; að klípan sem við er- um í er að við bæði hötum og elskum breytingar, helst vildum við að allt væri við það sama en yrði samt betra. Þetta er náttúrlega algjör mót- sögn, ekkert verður betra án þess að breytast. Þetta á við um sálræna og andlega örðugleika eins og allt annað. Hugrekki og vandamál Það krefst oft hugrekkis að horfast í augu við vandamálin, gera eitthvað í málunum og koma af stað breyt- ingum. Maður veit hvað maður hefur en ekki hvað maður fær. Það sýnir sig að stundum eru smávægilegar breyt- ingar nóg og ekki mikið sem þarf til að finna góða lausn. Oft er það auðveldara að sjá lausn- irnar á vandamálum annarra heldur en sínum eigin og það getur verið óþolandi að hlusta á aðra segja manni hvernig maður á leysa málin. Einhver sagði að bjartsýnismaðurinn sæi allt- af björtu hliðarnar á vandamálum annarra. Ef við viljum finna okkar eigin lausnir verðum við að leggja okkur fram og vera tilbúin til breytinga þó þær geti verið óttavekjandi.  Heilsu- og ráðgjafarstofa, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is HEILSUPISTILL Ásdís Herborg Ólafsdóttir sálfræðingur Ekkert verður betra án þess að breytast Ráðvillt býfluga Býflugan sem vill kom- ast út í fríska loftið á það til að fljúga ítrek- að á rúðuna til að reyna að komast út. „Hver er staðan?“ heyrði hún Káru spyrja fyrir aftan sig. „Sigmundur og Sinfjötli unnu saman á Óttari vendilkráku,“ svaraði Göndull án þss að hafa augun af bardaganum, „Illugi Gríðarfóstri barðist við Angantý og sigraði hann en ég held ekki að hann endist mikið lengur með þetta magasár . . . ó, og Arn- grímur frá Blómi er nýbúinn að höggva höfuðið af kærastanum þínum.“ „Hvað þá?“ spurði Kára og hleypti brúnum. „Aftur? Þetta er í þriðja skiptið í þessum mánuði„“ „Fimmta skiptið samkvæmt minni talningu,“ sagði Göndull glottandi. „Segðu honum að hætta að draga til sín athyglina í hvert sinn sem hann fellir einhvern. Hann gæti alveg eins kastað frá sér vopnunum og sagt: Hér er ég, vinsamlegast drepið mig!“ „Þetta er herópið hans,“ sagði Kára og geiflaði var- irnar. „Það hræðir andstæðinga hans og stappar stál- inu í félaga hans. Hann getur ekki barist án þess.“ Kollur kærasta Káru BROT ÚR BÓKARKAFLA Áhugasömum er bent á síðu Þorgríms á Facebook, Teikningar og sögur - Þorgrímur Kári Snæv- arr, https://www.facebook.com/ TeikningarOgSogurThorgrimurK- ariSnaevarr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.