Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 19

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Síðasti biti í háls Stundum er gott að vera með langan háls, til dæmis þegar bitist er um brauð- ið við smærri fugla þá er góða fólkið kemur að Reykjavíkurtjörn til að gefa þeim í gogginn. Eggert Það var svo fallegt á Degi ís- lenskrar tungu og margir létu svo fögur orð falla um ágæti tung- unnar og að hún hefði aldrei staðið með öðrum eins blóma síðan á dögum Rasks. Aðrir veltu fyrir sér hinu nýja rafræna, stafræna um- hverfi tungunnar með stolti þeirra sem trúa á framfarir og bentu á þessa tvo íslensku stráka sem per- sónulega beittu sér í kapphlaupinu um það hvaða tungumál yrðu hlut- geng – fengju að vera með í Örkinni hans Nóa, ef þannig má að orði komast. Og hafi þeir reyndar eilífa þökk og umbun að launum! Svo var haldið upp á daginn með ýmsu móti. Sigurður Pálsson flutti afburða erindi. Enn hljóma þó raddirnar. En svo var sparidagurinn á enda. Stöð tvö hélt áfram að auglýsa Maraþon ná, sem mun vera pakki af erlendu afþreyingarefni (á hvaða máli?); aðrir voru hvattir til að verða sér úti um „christmas jólatré“ í búð sem ég hlífi við að nafngreina; allt varð eins og vant er í blessaðri gróðavænlegu heimsvæðingunni, sæbermondei væri í nánd og við gætum haldið áfram með okkar sales og outlets eins og ekkert hefði ískorist. Svo fékk ein auglýsingastofan heila- bylgjuhugmynd: af hverju tökum við ekki Black Friday með stormi!?! Og þegar blakkfrædeigsvitleysunni lýkur finna menn örugglega upp á einhverju nýju frá útlandinu til að selja og græða og selja og græða, skítt veri með það þó að við höfum ekki tíma til að snúa þessu á íslensku fyrir Íslend- inga. Skilja ekki allir ensku? Meira að segja eru auglýsingablöð stíluð á börn og þau ávörpuð á ensku með fyrirsögnunum, Kids eða Back to School. Og í þessum skrifuðum orðum kom enn einn óboðinn pésinn inn um lúguna: Á forsíðu stendur Óskalistinn. Under Armour; þessir kaupahéðnar vilja selja mér ágætlega útlítandi iþróttafatnað, einar tuttugu tegundir, en allar bera þær amerísk eða ensk nöfn, nema hvað verðið er tilgreint á íslensku (sennilega af því að við höfum ekki enn tekið upp dollarann). Íslensk stjórnvöld eiga í hlálegri deilu vegna heitisins Iceland. Erlend verslunarkeðja hafði smekk í sér til að nota þetta sem vörumerki. En nú geta slík mál verið snúin. Segjum til dæmis að fyrirtæki hjá okkur veldi sér vörumerkið Danmark upp á gamlan vinskap og tengsl. Sér- hæfði sig síðan í kjötfarsi. Og merkti sér vör- una. Þá gætum við farið út í búð og beðið um 400 g af Danmörku! Og svo gætum við auðvitað borgað það cash, eins og enn bankinn auglýsir nú grimmt – og minnir mig á þegar Rauði krossinn tók upp á því að vera næs! Við lifum í upplýsingasamfélagi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fyrir nokkrum árum man ég að við höfðum áhyggjur af því að íslenska var ekki kennd í Mynd- listarháskólanum, svo vond var stafsetning nem- enda miðað við þær reglur sem þó heitir að eigi að vera í gildi. Hvað þá hjá þeim, sem lærðu fag- ið í LA! Nú beinast áhyggjurnar að því, hvort ekki sé lengur hægt að koma saman einni aug- lýsingu fyrir Íslendinga án þess að hnykkt sé á væntanlegum kaupum með einhverju snjallyrði á ensku. Eða þannig, að minnsta kosti á ensku. Dæmin eru svo mýmörg, að myndu skipta hundruðum ef við segjum að við tækjum okkur fyrir hendur að kemba prent- og ljósfjölmiðla í þessum sökum á einum degi. Og vel á minnst: Er búið að gera hagræðingarlíkan sem segir til um hversu mikil söluaukning reiknast sem beinn afrakstur af hinni áhrifamiklu ensku lokasetn- ingu sem krýnir auglýsinguna? Aðaláhyggjan er auðvitað sú, að settar hafa verið reglur um meðferð móðurmálsins – af því enn eru til þeir sem álíta að það sé hluti af auð- legð heimsins, auðlegð sem okkur tókst að varð- veita á fátæktarárum en sem vefst bersýnilega fyrir okkur á ríkidæmisárum – aðaláhyggjan virðist vera sú, að samfélagið setur engan til að fylgjast með fremur en háfínansinum í hruninu. Auglýsingar eru auðvitað alla vega, sumar skemmtilegar og koma manni í gott skap, aðrar ekki. Ég myndi til dæmis aldrei gera mér versl- unarferð í búð í Reykjavík sem héti Iceland. En þegar Rekstrarvörur vinna með þér hljómaði í morgunútvarpinu árum saman fann ég til vin- arþels. Þegar Happaþrennan auglýsir að líkur séu á skafrenningi, verð ég kátur og raula með mér: þeir hugsa þó á íslensku! Svo ég tali nú ekki um boðskap dagsins frá Tommaborgurum sem iðulega dugir til að gera manni glatt í geði þann dag allan. En að vísu: Stundum botna ég ekki neitt í neinu. Þegar bíll er í myndskeiði búinn að aka á þreföldum hraða þess sem íslensk lög leyfa, er manni trúað fyrir því að viðkomandi bíll, ég held það sé Skoda, sé Simply clever. Þá fellur mér all- ur ketill í eld. Og er þó ekki nema White Satur- day. Eftir Svein Einarsson »… og við gætum haldið áfram með okkar sales og outlets eins og ekkert hefði ískorist. Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Dagur íslenskrar tungu – og hinir Ég er ekki viss um að allir hafi gert sér grein fyrir að með til- lögum stjórnlagaráðs um að náttúru- auðlindir verði rík- iseign, er stefnt að meiri þjóðnýtingu en nokkru sinni hefur átt sér stað hér á landi. Þetta er slík grund- vallarbreyting, að með henni er líklegt að þjóðfélagið yrði fært aldir aftur í tímann – í átt til alræðis og vald- beitingar. Mikilvæg mannréttindi lýðræðisins, eignarrétturinn, yrði að stórum hluta skertur og færður yfir til ríkisins. En hví er verið að stefna að þess- ari miklu þjóðnýtingu? Hið op- inbera á 80% eigna þjóðarinnar hvort sem er, nú þegar. Ástæðan er sögð vera sú að þjóð- in þurfi að fá arðinn af auðlind- unum. En hér skjöplast mörgum hrapallega – þetta eru tvö aðskilin mál. Tekjur af auðlindum annars vegar og eignarhald á auðlindum hins vegar. Það ber enga nauðsyn til að ríkið sé eigandinn, til þess að arður af nýtingu renni til ríkisins og þar með þjóðarinnar. Ótal dæmi eru um þetta. Ríkið aflar iðulega tekna með skattlagningu á tekjur ein- staklinga. Slíkt er því hægt – og raunar ein- falt að gera – innan núgildandi skattkerfis. Ríkið skattleggi hagnaðinn Grundvallarmann- réttindi, eignarrétt- urinn, sem er til að vernda einstaklinginn fyrir ríkisvaldinu, er gerður að rétti ríkisins gegn einstaklingnum. Það eru höfð enda- skipti á hlutunum. Menn gera sér alls ekki grein fyr- ir því hversu gífurleg hugsunarvilla er hér á ferðinni. Ef menn viðurkenna eignarrétt ríkisins á öllum náttúruauðlindum, hefur einstaklingurinn engan stað lengur til að standa á í baráttu fyrir skapandi frelsi sínu. Ríkisvaldið slær eign sinni á alla frumvinnslu á auðlindum og hrá- efni, sem einstaklingurinn hefur átt og getað nýtt frá örófi alda. Reglan hingað til – hin eðlilega nálgun – hefur verið sú, að fyrst gera menn verðmæti úr auðlindum en ríkið skattleggur síðan hagn- aðinn, eftir á. Samkvæmt tillögum „Stjórnlaga- ráðs“ á nú að taka gjald (leigu) fyr- irfram án tillits til árangurs (hagn- aðar). Lamandi hönd er lögð á framtak einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Þeir eru lattir í stað örv- unar. Þetta er slík breyting og hindrun að þjóðfélaginu mun fara stórlega aftur. Athafnaþrá ein- staklinganna verður drepin í dróma. Aukin völd yfir einstakling- unum færð til ríkisins Ástæðan, sem gefin er upp fyrir þjóðnýtingunni er yfirskin, tál. Hinn raunverulegi tilgangur og ætl- unarverk sósíalískt hugsandi manna, með kommúnistískar að- ferðir ríkiseignar og ríkisrekstrar í farteskinu, er að ná meiri völdum yfir almenningi og takmarka frelsi hans. Í þessum tilgangi er beitt blekk- ingum og hlutirnir ekki nefndir sín- um réttu nöfnum. Ríkið er kallað „þjóðin“ og ríkiseign er kölluð „þjóðareign“. Ríkisvaldið á að ann- ast þjóðareignir eins og aðrar rík- iseignir og allar tekjur af þeim eiga að renna í ríkissjóð, eins og allir skattar, til frjálsrar ráðstöfunar fyr- ir ríkið. Upphaflega beindist þjóðnýtingin að sjávarútveginum vegna þess að þar urðu til miklar tekjur eftir skipulagsbreytingu og tilkomu framseljanlegra kvóta. Þá bentu menn á að ef náttúruauðlindir sjáv- arútvegsins ættu að verða þjóð- areign, þá ættu einnig aðrar nátt- úruauðlindir að verða það sama, t.d. vatnsorkan. Þetta varð til þess að menn slepptu sér lausum, fóru ennþá lengra út í vitleysuna, sögðu að allar náttúruauðlindir ættu að verða þjóðareign. Með því varð mál- ið að hreinni fjarstæðu. Öll frum- vinnsla atvinnustarfseminnar í land- inu yrði með þessu þjóðnýtt. T.d. gæti ríkisvaldið hafið gjaldtöku af rigningu, sem fellur á tún bóndans, sólskini, sem skín á það og vindi sem þurrkar heyið hans. Ef haldið verður lengra út á þessa óheillavænlegu braut, mun brátt verða að borga ríkinu leigu fyrir vindinn, sem knýr vindmyll- urnar, og sólskinið, sem fellur á sól- arrafhlöðurnar og fólk í sólbaði. Út- sýni og landslag verða gjaldskyld eign ríkisins. Ekki verður hægt að nýta náttúruauðlindir án leyfis og gjaldtöku ríkisins. Þetta fyrir- komulag hindrar og dregur úr framförum og nýjungum því ekki er búið að uppgötva allar náttúru- auðlindir eða nýtingarmöguleika þeirra ennþá. Sem dæmi má nefna að fram á miðja síðustu öld var humar ekki nýttur, lifur, slóg, fisk- hausar o.fl. Miklu af þessu var hent í sjóinn aftur. Nú er þetta allt nýtt og mikil verðmæti sköpuð. Athafnaþráin fái útrás og ríkið hlutdeild í hagnaði Vald ríkisins er orðið miklu meira – og meira afgerandi – þegar það er að leigja út eignir sínar heldur en þegar það er að skattleggja eignir og starfsemi einstaklinganna. Full ástæða er því til að hafna 34. gr. stjórnarskrártillögu stjórnlaga- ráðs, sem felur í sér framangreint tilræði við frjálst og skapandi at- hafnalíf í landinu. Í þess stað væri farsælt að bæta eftirfarandi ákvæði við 33. gr. um náttúru Íslands: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru almenn- ingar. Löggjafinn hefur forræði yfir almenningum.“ Þar með er komið í veg fyrir að- för ríkisins að eignarrétti og at- hafnaþrá einstaklinga, en óhagg- aður stendur réttur ríkisins til að afla tekna í þágu almennings með hlutdeild í hagnaði af nýtingu nátt- úruauðlinda okkar til lands, lofts og sjávar. Það felst í forræði ríkisins að skipuleggja nýtingu og vernd auð- linda landsins en ekki að slá eign sinni á það sem vernda þarf. Stórkostlegasta þjóðnýting Íslandssögunnar Jóhann J. Ólafsson »Menn gera sér alls ekki grein fyrir því hversu gífurleg hugs- unarvilla er hér á ferðinni. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er kaupmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.