Morgunblaðið - 28.11.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016
✝ Freyja KolbrúnÞorvaldsdóttir
fæddist í Flatey á
Breiðafirði 26.
febrúar 1947. Hún
lést á Landspít-
alanum eftir
skammvinn veik-
indi 14. nóvember
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Bergþóra Árna-
dóttir, f. í Holti á Barðaströnd
12. mars 1918, d. 8. september
2005, og Þorvaldur Kristinn
Þorvaldsson frá Skerðings-
stöðum í Grundarfirði, f. 23.
maí 1916, d. 10. júlí 1993. Þau
slitu samvistum. Freyja var
elsta barn foreldra sinna, al-
systir hennar er: Auður Sig-
urdís, f. 21. janúar 1949, eig-
inmaður hennar er Elí
Halldórsson, f. 30. des. 1946.
Sammæðra Aðalbjörg Sólrún, f.
19. september 1953, d. 1. febr-
úar 2006, og samfeðra Maggý
R., f. 26. janúar 1960.
Árið 1967 giftist Freyja eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Herði Sigþórssyni, f. 2. ágúst
1947 á Siglufirði. Foreldrar
hans eru Ásta M. Einarsdóttir,
dóttir. 4) Árni Jón, f. 13. maí,
1973, börn hans eru a) Alex-
andra, f. 17. október 1994. b)
Hörður Róbert, f. 28. júlí 1998.
c) Ísak Breki, f. 11. maí 2012. 5)
Kolbrún Hrönn, f. 12. júlí 1978,
eiginmaður hennar er Ólafur
Eyberg Rósantsson, f. 6. febr-
úar 1975. Börn þeirra eru a)
Sunneva Lind, f. 17. desember
1997. b) Theódór Sölvi, f. 21.
mars 2001. c) Viktor Freyr, f.
10. maí 2007. d) Rósant Leó, f.
3. ágúst 2009.
Fyrstu árin bjó Freyja í Flat-
ey á Breiðafirði, á Bergi, húsi
sem amma hennar og afi áttu.
Hún fluttist síðan með móður
sinni og systrum sínum sam-
mæðra á Hellissand en þar
bjuggu þær til ársins 1958, þá
fluttust þær til Reykjavíkur og
svo í Kópavoginn. Árið 1964
kynnist Freyja eiginmanni sín-
um, Herði. Þau bjuggu í
Reykjavík flest sín hjúskaparár,
lengst af í Efra-Breiðholti þar
sem þau ólu upp börnin sín
fimm. Árið 2013 fluttust þau á
Akranes þar sem margir af af-
komendum þeirra búa.
Fyrstu hjúskaparárin var
Freyja að mestu heimavinn-
andi. Hún vann ýmis hlutastörf
á meðan börnin voru enn ung,
en réð sig síðar í fasta vinnu á
Heilsugæslustöðinni í Mjódd og
starfaði þar í rúma tvo áratugi
áður en hún lét af störfum.
Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
f. 14. maí 1928, og
Sigþór Guðnason,
f. 16. ágúst 1925, d.
23. febrúar 1953.
Fósturfaðir Harðar
var Páll Gunn-
laugsson Gunnólfs-
son, f. 12. janúar
1931, d 11. ágúst
2016. Freyja og
Hörður eignuðust
saman fimm börn,
þau eru 1) Birgitta,
f. 19. júni 1966. 2) Hrafnhildur,
f. 3. okt. 1967, eiginmaður
hennar er Guðmundur A. Sig-
urðsson, f. 8. júní 1965. Börn
þeirra eru a) Arnór, f. 20. apríl
1988, hann er í sambúð með
Birgittu Þuru Birgisdóttur,
dóttir þeirra er Hafdís María.
b) Andri, f. 8. ágúst, 1990, hann
er í sambúð með Erlu Sif Krist-
insdóttur, dætur þeirra eru El-
ísabet Ásta og Vilborg Birta. c)
Hulda Björk, f. 21. október
2001. 3) Ásta Pála, f. 27. júní
1970, eiginmaður hennar er Al-
bert Sveinsson, f. 7. nóvember
1969. Synir þeirra eru a) Sindri,
f. 29. nóvember 1990. b) Atli, f.
3. nóvember 1994. c) Albert
Páll, f. 19. janúar, 1996, kær-
asta hans er Emilía Halldórs-
Hvernig kveður maður móður
sína? Fyrir 11 árum síðan
kvaddi mamma mín mömmu
sína. Í minningu til hennar
skrifar mamma þessa spurn-
ingu. Ég stend núna í þessum
sömu sporum og mamma mín
fyrir 10 árum og kveð mína
heittelskuðu mömmu. Sama
spurningin brennur á mér,
hvernig fer ég að því að kveðja
þig? Mamma hefur verið til
staðar allt mitt líf, stutt og hvatt
áfram, faðmað og huggað, sam-
glaðst og fagnað.
Svona stór og mikilvægur að-
ili í lífi manns, hvernig er hægt
að kveðja? Ekki veit ég það og
ekki veit ég hvernig maður held-
ur áfram að lifa án móður sinn-
ar. Aldrei hef ég fundið svona
til, aldrei vissi ég að hægt væri
að finna svona til. Mamma mín
var allt í senn, fögur að utan
sem innan, listræn í orði og
verki, næm, umhyggjusöm, hug-
ljúf og blíð. Börnin og barna-
börnin voru henni allt. Að fylgj-
ast vel með öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur, ráð-
leggja og hvetja alveg fram á
síðasta dag.
Síðustu mánuðir hafa verið
erfiðir, fullir af ótta, sorg og
trega. Frá því að sjúkdómurinn
válegi greindist í byrjun ágúst
og þar til yfir lauk þann 14. nóv-
ember sl hefur elskulega
mamma mín staðið sig svo vel.
Stundum leyfðum við okkur að
vona og óskuðum svo heitt að
mamma næði bata, gæti áfram
átt með okkur góðar stundir.
Það segir svo mikið til um
hvernig mamma mín var að
henni fannst svo vont að þurfa
að fara frá okkur, hópnum sín-
um sem hún vildi halda áfram að
vernda og hlúa að.
Ég veit það, elsku mamma
mín, að þú heldur áfram að vaka
yfir okkur, vernda og leiðbeina á
besta veg. Ég lofaði þér að það
yrði allt í lagi og ég stend við
það.
Elsku hjartans mamma mín
besta, ég bið Guð að taka þig í
sinn faðm og þangað til við
sjáumst aftur ertu ávallt í hjarta
mér
Nú ertu farin frá mér, elsku mamma
mín.
Hvert tár á hvarmi mínum er
minningin til þín.
Það er svo sárt að missa, þó
sérstaklega þig.
Því alla mína ævi þú umvafið hefur
mig.
Þegar við hittumst aftur og alveg
þangað til,
viltu halda áfram að umvefja mig.
(Höf. ÁPH)
Fjölskyldan sendir starfsfólk-
inu á deild 11G Landspítala við
Hringbraut hjartans þakkir fyr-
ir alla þá umhyggju og fag-
mennsku sem mömmu og okkur
öllum var sýnd. Eins og mamma
sagði sjálf þá var hún umvafin
englum á deild 11G.
Þín dóttir,
Ásta Pála.
4. ágúst sl. fengum við þær
skelfilegu fréttir að mamma
væri veik, með alvarlegan sjúk-
dóm sem kom skyndilega og
hratt. Mamma tók þessum frétt-
um með stóískri ró og sagðist
vera fegin að það væri hún sem
hefði veikst enn ekki einhver af
afkomendunum. Hún lagði síðan
af stað í erfiða baráttu 5. ágúst,
baráttu sem tók á líkama og sál.
Baráttu sem lauk 14. nóvember
sl. Ég var við hlið mömmu minn-
ar þegar hún tók síðasta and-
ardráttinn í þessum heimi og
hélt af stað í ferðalagið sitt.
Ferðalag sem hún hélt af stað í
allt of snemma. Eftir sit ég dofin
og full af söknuði yfir því sem
var og því sem átti eftir að
verða, öllum stundunum sem ég
átti með mömmu og öllum
stundunum sem ég gerði ráð
fyrir að fá að eiga með henni.
En ég er líka svo þakklát fyrir
allar góðu minningarnar um
yndislega konu sem ég var svo
heppin að fá að kalla mömmu
mína. Ég hugsa um æskuárin
sem voru svo hlý og góð, lögin
sem hún söng fyrir mig, trúna
sem hún hafði á mér, hvað hún
var stolt yfir öllu sem ég tók
mér fyrir hendur, endalaus og
skilyrðislaus ást sem ég fékk að
njóta, faðmlög, þegar hún hélt í
höndina á mér þegar ég sat við
hliðina á henni. Ég hugsa um
stundirnar þegar ég átti börnin
mín og stolt hennar og gleði yfir
þeim, áhugi hennar að vera ná-
lægt þeim og vera til staðar fyr-
ir þau, taka þátt í gleðistund-
unum með þeim og hjálpa þeim
þegar það voru erfiðleikar. Ég
er þakklát fyrir stundirnar sem
ég fékk með mömmu í sumarbú-
staðnum Bergi, staðnum henn-
ar, þar sem henni leið best, þar
sem hún hlúði að öllu af alúð,
naut þess að vera úti í nátt-
úrunni og gróðursetti tré fyrir
hvern afkomanda. Ég er þakklát
fyrir morgunhittingana okkar,
þar sem við sátum og ræddum
um heima og geima. Ég er þakk-
lát fyrir allar samverustundirn-
ar og minningar sem ylja mér í
þessari miklu sorg og söknuði
sem ég finn fyrir núna.
Fyrir 11 árum kvaddir þú
mömmu þína með þessu ljóði og
í dag kveð ég þig í hinsta sinn
með sama ljóði:
Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir,
minninganna spjöld,
það er eins og englar góðir
að mér svífi í kvöld,
ástar stjarna eilíf skíni
inn í myrkrið svart,
er sem kalinn hugur hlýni,
húmið verði bjart.
Man ég alla ástúð þína,
öll þín tryggðabönd,
yfir barnabresti mína
breiddirðu milda hönd,
stundum vil ég vera góður
vænsta yndið þitt.
Það er svo gott að eiga móður
sem elskar barnið sitt.
Hver þekkir mátt, er móðir veitir,
mild og kærleiksrík?
Allri sorg í unað breytir,
engin er henni lík.
Hvar finnst vinur hlýr, svo góður,
hjartans mýkja sár?
Hvað er betra en blíðrar móður
bros og hryggðartár?
(Kristján Jónsson frá Skarði.)
Takk fyrir þig, elsku mamma,
best í heimi. Þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu og mundu „ég
á þig og þú átt mig og aaaaaa“.
Þín
Kolbrún (Kolla).
Eiginkona, móðir, amma,
langamma, systir, frænka, vin-
kona, listamaður, handverks-
kona, náttúruunnandi, áhuga-
söm um andleg málefni,
umvefjandi, ástrík og hæglát.
Sterkur og eftirminnilegur per-
sónuleiki. Þetta og svo margt
fleira kemur upp þegar ég leiði
hugann að mömmu. Hennar
bestu stundir voru þegar hún
hafði allan skarann í kringum
sig og er það enginn smáhópur.
Alveg sama hvort húsnæðið var
lítið eða stórt, alltaf var pláss
fyrir alla.
Við systkinin fengum það
veganesti út í lífið að vera góðir
og heiðarlegir einstaklingar sem
trúa á það góða í hverjum manni
og að láta gott af okkur leiða.
Ekki slæmt veganesti það.
Hið sanna ríkidæmi er í okkar
nánustu og uppsker maður eins
og maður sáir. Sást það svo
glöggt á síðustu dögum mömmu
er ljóst var í hvað stefndi að
barnabörnin komu dag eftir dag
til hennar og héldu í hönd henn-
ar og áttu sínar stundir með
henni.
Stórt skarð er höggvið í okk-
ar stóra hóp. Nú er það okkar
sem eftir erum að passa upp á
að framkvæma þá hluti sem
voru mömmu kærastir og það er
að hittast reglulega, sýna hvert
öðru væntumþykju, stuðning og
áhuga. Við lofuðum henni að
þetta yrði allt í lagi.
Hrafnhildur.
Kveðja til ömmu
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka, amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu, góði guð,
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo, amma, sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Takk fyrir allt, elsku amma,
við munum aldrei gleyma þér.
Sunneva Lind, Theódór
Sölvi, Viktor Freyr
og Rósant Leó.
Að líta dagsins ljós og alast
upp fyrstu ár ævinnar á jafn
yndislegum og öruggum stað og
Flatey á Breiðafirði og það í
faðmi stórfjölskyldunnar er for-
Freyja Kolbrún
Þorvaldsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kveðja til bestu ömmu
sem hægt er að hugsa sér.
Ömmur eru með mjúkar
hendur sem taka utan um
hendur manns, horfa á
mann með aðdáun og vilja
vita allt. Hlusta með ein-
lægum áhuga, spyrja og
ráðleggja.
Prjóna og hekla eitthvað
hlýtt, gefa kakó og kleinur.
Faðma svo fast en samt svo
ljúft. Eru alltaf til staðar
með hlýju, trú, uppörvun
og bros. Þannig varst þú,
elsku amma okkar, Freyja.
Við söknum þín, þínir
strákar,
Sindri, Atli og Albert Páll.
✝ Kristín Jón-asdóttir fæddist
í Reykjavík 15. sept-
ember 1921. Kristín
andaðist á Land-
spítalanum 18. nóv-
ember 2016.
Hún var dóttir
hjónanna Jónasar
Páls Árnasonar og
Franzisku Sig-
urjónsdóttur.
Bræður Krist-
ínar; Árni Jónasson, f. 2.6. 1925,
d. 25.11. 2003. og Sigurjón Jón-
asson. f. 6.4. 1929.
Kristín giftist Snorra Guð-
mundssyni. f. 29.11. 1914, d. 27.6.
1992, og eignuðust þau níu börn.
Haukur Öxar, f. 17.3. 1945, lést af
slysförum 19.9. 1969; Erla Hrönn,
f. 9.6. 1946. Hún á
þrjú börn og sex
barnabörn og eitt
barnabarnabarn,
maki Guðjón Weihe,
f. 4.6. 1945; Sig-
mundur, f. 8.11.
1947, barn: Snorri
Örn, f. 3. maí 1974,
d. 28.3. 1977; Hrafn-
hildur, f. 27.1. 1949,
hún á þrjú börn og
sjö barnabörn, maki
Gísli Hauksson, f. 16.3. 1951;
Bára, f. 23.1. 1950, hún á fjögur
börn og níu barnabörn, maki Við-
ar Marel Jóhannsson, f. 7.7. 1951;
Bryndís, f. 28.2. 1954, hún á tvær
dætur og fjögur barnabörn, maki
Eiríkur Rafnsson, f. 26.4. 1958;
Ásdís, f. 22.12. 1955, hún á tvær
dætur og fimm barnabörn, maki
Guðlaugur Þór Böðvarsson, f.
16.8. 1954; Birna, f. 7.8. 1958, hún
á þrjár dætur og sjö barnabörn,
maki Jón Halldórsson, f. 17.6.
1956; Snorri Birgir, f. 21.8. 1963,
hann á þrjú börn, maki Petra Dís
Magnúsdóttir, f. 30.6. 1979.
Kristín ólst upp ásamt bræðr-
um sínum hjá foreldrum sínum á
Vatnsstíg 9 í Reykjavík, en fluttist
með eiginmanni sínum í Akursel í
Öxarfirði þar sem þau bjuggu til
ársins 1960. Vegna veikinda
Snorra brugðu þau búi og fluttu
ásamt börnum sínum til Reykja-
víkur og bjuggu lengst af í
Breiðagerði 29.
Kristín starfaði í Sælgætis-
gerðinni Freyju og í mötuneyti
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi.
Útför Kristínar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 28. nóv-
ember 2016, kl. 13.
Kristín Jónasdóttir, tengda-
móðir mín, var alveg einstök
kona, hjartahlý og gjafmild. Ég
kynntist Kristínu fyrir 12 árum
þegar ég og yngsti sonur hennar,
Snorri Birgir, fórum að hittast.
Kristín tók mér strax opnum
örmum og var alveg yndisleg
tengdamóðir, amma og vinkona
allan þann tíma.
Það var gaman að koma til
hennar í kaffi, hún spurði alltaf
frétta af börnum, öðrum afkom-
endum og vinum okkar enda
mjög áhugasöm um menn og mál-
efni. Kristín fylgdist einnig vel
með öllu sem var að gerast í þjóð-
félaginu. Hún eignaðist níu börn
og marga afkomendur. Hún sá til
að allir fengu jóla og afmælisgjaf-
ir á hverju ári. Þetta fór hún létt
með alveg fram á síðasta dag og
var ótrúlega fær í að velja fal-
legar gjafir fyrir alla aldurshópa,
hún var í raun í fullri vinnu við að
gefa öðrum gjafir. Hún var mjög
ráðagóð og það var alltaf gott að
leita ráða hjá Kristínu um börn
og barnauppeldi. Börnin elskuðu
að koma til ömmu sinnar sem var
með eindæmum gjafmild, gest-
risin.
Ég kveð Kristínu með söknuði
og þakklæti fyrir allt.
Petra Dís Magnúsdóttir.
Elsku amma Stína. Það er
skrýtið að hún, sem hefur verið til
staðar frá því að við munum eftir
okkur, sé farin. Þegar við hugs-
um um ömmu Stínu koma fyrst
upp í hugann bækur. Hún hafði
yndi af því að lesa og við spjöll-
uðum saman um bækur og sögur,
sérstaklega þegar við vorum litl-
ar. Hún las alls konar bækur, líka
barnabækur, og kemur hún oft
upp í hugann þegar maður sest
niður með bók í hönd til að lesa
fyrir sjálfan sig eða börnin. Þau
voru svo heppinn að eiga lang-
ömmu Stínu að fyrstu árin sín.
Þau eiga líka margar bækur sem
hún hefur gefið þeim og fannst
alltaf gaman að koma til ömmu
Stínu.
Upp í hugann koma líka jóla-
kjólar og jólaskór, Megas, Þver-
brekkan, afi Snorri, myndin af
síðustu kvöldmáltíðinni sem hékk
í eldhúsinu, að sitja í glugganum í
stofunni og reyna að sjá ljósin á
Perlunni, Stöð 2, barnaefni sem
hún tók upp á spólur handa okkur
þegar við vorum í Ási, gamli Peu-
geot-inn hennar, nammi, sterkir
molar, kók, Maríubakkinn, sam-
tölin við hana þegar við komum í
heimsókn. Hún sneri skífunni á
úrinu sínu alltaf inn á við, því
þannig þurfti hún að hafa það
þegar hún vann í Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi svo skífan
myndi ekki rispast þegar hún
gekk meðfram veggjunum. Hún
hafði gaman af því að syngja og
var með skemmtilega, fallega
söngrödd sem margar konur í
ættinni hafa síðan erft. Amma var
líka búin að uppgötva Björk löngu
áður en hún varð heimsfræg.
Amma Stína var dugleg, sjálf-
stæð og iðin og vissi upp á hár
hvað hún vildi. Hún hafði alltaf
allt á hreinu og það var gott að
heyra í henni til að fá fréttir af
fólkinu sínu. Hún hafði svo sann-
arlega lifað tímana tvenna og það
var gaman að heyra um allt það
sem hún hafði upplifað, bæði sem
barn í Reykjavík og ung móðir í
Akurseli. Henni fannst einstak-
lega gaman að gefa gjafir, bækur
og fallega hluti og við höfum not-
ið þess í gegnum tíðina.
Minningarnar eru margar og
góðar og eru órjúfanlegur hluti
æsku okkar. Við kveðjum þig
með söknuði, elsku amma Stína.
Ólöf, Sunna og Hildur.
Kristín Jónasdóttir er fallin
frá og við söknum hennar mikið.
Hún var alltaf til staðar fyrir okk-
ur og lifði fyrir börnin okkar,
Hrafnhildi Völu og Gísla Hrafn –
hafði alltaf nægan tíma fyrir þau.
Hún bjó í tæp 15 ár fyrir neðan
okkur í Maríubakkanum og við
kölluðum hana aldrei annað en
ömmu niðri. Alla morgna fórum
við niður til ömmu og þar var
lagður grunnurinn að deginum,
hafragrautur snæddur og málin
rædd.
Hún tók daginn alltaf snemma,
hlustaði á fréttirnar klukkan sjö
til að geta sagt okkur það helsta
sem þar var í fréttum þegar við
mættum í morgunmatinn. Það
fór ekkert framhjá henni, var
með tvö útvarpstæki þar sem
annað var stillt á Bylgjuna og hitt
á RÚV. Síðustu árin var sjónin
farin að daprast og það varð
henni erfitt því hún var alla tíð
lestrarhestur mikill. Var full af
fróðleik sem hún miðlaði til okkar
sem yngri erum. Við vorum rík að
eiga hana að og hún kenndi dótt-
ur okkar, Hrafnhildi Völu, m.a.
að lesa og skrifa þegar sú stutta
var aðeins fimm ára gömul.
Amma niðri var dugnaðarfork-
ur og hraust alla tíð. Hún fékk
ekki heimilislækni fyrr en hún
var 93 ára gömul og segir það allt
um hve heilsuhraust hún var.
Mér varð það fljótt ljóst að hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir og
ekki þýddi að rökræða við hana.
Hún var snillingur í eldhúsinu
enda kunni hún vel til verka þar.
Það kom enginn að tómum kof-
unum hjá henni í sambandi við
eldamennsku. Alltaf var hægt að
leita til hennar með uppskriftir af
hinum ýmsu réttum. Hún elskaði
að hlusta á tónlist og voru Megas
og Björk í mestu uppáhaldi.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka henni samfylgdina
og fyrir allar þær fjölmörgu
stundir sem við deildum með
henni. Það eru forréttindi að hafa
átt hana að og við munum minn-
ast hennar með mikilli hlýju alla
tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku amma niðri.
Valur B. Jónatansson.
Kristín Jónasdóttir