Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 37

Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 JK Rowling, höf- undur sagnanna um Harry Potter, gladdi sjö ára stúlku í hinni stríðshrjáðu sýr- lensku borg Aleppo þegar hún sendi henni bæk- urnar um Potter í rafbókaformi. Móðir Bana Alahed „tísti“ til Rowl- ing eftir að Bana hafði horft á kvik- myndirnar um galdrastrákinn og sagði að dótturina dreymdi um að lesa sögurnar. Rowling sendi þær þá til hennar og óskaði henni gæfu. Gladdi ungan lesanda í Aleppo JK Rowling Íslensk ofurfæða – villt og tamin bbbbb Texti og myndir eftir Áslaugu Snorradóttur. Vaka Helgafell gefur út. 239 bls., kilja. Þessi dásamlega matarbók er margslungin í ágæti sínu. Hún er einstaklega falleg, því Áslaug er einfaldlega frábær ljósmyndari sem ekki ein- ungis myndar matinn fag- urlega heldur verður mat- urinn í hennar meðferð að hreinu listaverki, þar sem litir og form takast á. Að því leytinu til er þetta bók fyrir bæði sælkera og fag- urkera sem jafnt má geyma á sófaborðinu og á eldhús- bekknum. Eins og hinn hugvitssami titill ber vitni um er Áslaug einlægur aðdáandi náttúrunnar okkar og þess sem hún gefur okkur; bæði þess sem við þurfum að tína sjálf og þess sem við ræktum. Bókin býr yfir mik- ilvægum og merkilegum upplýsingum um gjafir íslensku náttúrunnar okkur til handa, sem á tím- um vaxandi vitundar um sjálfbærni, væri af- skaplega gott fyrir sem flesta að tileinka sér. Uppskriftirnar eru frumlegar, girnilegar og ekki eins flóknar og þær gætu litið út fyrir að vera. Hér má finna krækiberjasmjör, makrílstöppu, ein- staklingsbrauðtertur, kerfilspestó og margt sem við þekkjum betur. Þetta er matur sem má láta henta vel við flest tækifæri, sérstaklega ef mann langar til að búa til fallegan mat, hollan og skemmtilega öðruvísi. Mögnuð matarbók sem allir ættu að geta nálg- ast á sínum eigin forsendum, lært af og notið. Eitthvað ofan á brauð bbbbn Texti og myndir eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Iðunn gefur út. 135 bls., kilja. Eins og titillinn gefur til kynna, má í þessari bók finna gnótt uppskrifta af áleggi af ýmsum toga, sem ætti að falla vel í kramið hjá brauðátsþjóðinni sem við nú erum. Sumt áleggið þekkjum við vel, en það er þá í nýrri á spennandi útgáfu snillingsins Nönnu. Annað er meira framandi og má þar nefna hið forvitnilega (en óárennilega) potkäse, reykt makrílmauk og hina spennandi beikonsultu. Ég er ekki síst hress með mikið úrval baunamauks, þar sem það er mun erfiðara að finna í verslunum hér- lendis en erlendis, og í takt við tíðarandann henta margar uppskriftanna grænkerum (vegan). Þetta er lítil og handhæg bók sem í má finna girnileg- ar uppskriftir fyrir uppá- komur af öllum toga og hversdaginn líka. Mynd- irnar hjá Nönnu eru mjög fínar; soldið rústík en heim- ilislegar um leið, og þær falla mjög vel að þeirri tegund matar sem hér er borinn fram fyrir les- endur. Sniðug bók handa öllum sem vilja gera vel við gesti sína – eða sjálfa sig – á einfaldan hátt. Mömmubitar – næring og hollusta á meðgöngu bbbbn Texti eftir Anítu Briem og Sólveigu Eiríksdóttur. Myndir eftir René F. Hansen og fl. JPV gefur út. 197 bls., innb. Það er krefjandi verkefni að ganga með barn, bæði líkamlega og andlega. Bókin Mömmubitar lýsir vel þeirri reynslu og líðan móður á með- göngu. Hún lýsir löng- uninni til að borða góðan mat; mat sem eykur orku og vellíðan í allri þreytunni, en sem að sama skapi er góður og hollur fyrir litla krílið. Það getur verið erfitt og flókið að finna þann mat. Í Mömmubitum er allt á einum stað; upplýsingar um þarfir líkama bæði móður og barns, hagnýt ráð til að komast sem best í gegnum daginn, og svo er bókin auðvitað uppfull af fínustu uppskriftum sem henta öllum stundum meðgöngunnar, allt frá ógleðisnakki til óáfengra kokteildrykkja. Það er ekki auðvelt að finna góða meðgöngubók sem talar til manns, en ég trúi að nú hafi verið bætt úr því. Skrifin hennar Anítu eru bæði einlæg, falleg, og líka raunsæ, þar sem sagt er frá góðum og slæmum stundum óléttunnar. Mömmubitar eru falleg bók, jafnvel smávæmin, sem mér finnst bara sætt og viðeigandi. Myndirnar eru ljúfar, upp- skriftirnar á laxableikum bakgrunni og saurblöðin með litlum bleikum hjörtum. Tilvalin jólagjöf fyrir tilvonandi mömmur og pabba. Frumlegar, spennandi og girnilegar uppskriftir Gluggað í þrjár ólíkar íslenskar matreiðslubækur, þar sem finna má uppskriftir fyrir öll tækifæri á mismunandi stundum lífsins. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Lystarlist Í höndum Áslaugar verður maturinn að hreinu listaverki, þar sem litir og form takast á. Leikarinn kunni Tom Hanks dregur ekki upp blíðlega mynd af leikstjór- anum og hasarhetjunni Clint Eastwood sem leik- stýrði honum í fyrsta skipti í kvikmyndinni Sully. Hún fjallar um flug- stjórann Chesley „Sully“ Sullenberger sem tókst að nauðlenda þotu á Hudson- fljóti. „Maður vill svo sann- arlega ekki fá eitt af þess- um Eastwood-augna- tillitum,“ sagði Hanks þegar hann var gestur í sjónvarpsþætti Graham Norton. „Hann kemur fram við leikarana eins og hesta því þegar hann vann að sjónvarpsþáttaröðinni Rawhide á sjöunda ára- tugnum þá kallaði leik- stjórinn bara „Axjón!“ og hestarnir stukku af stað. Nú þegar hann leikstýrir segir hann bara þýðlega, „Allt í lagi, af stað,“ og í stað þess að kalla „kött!“ í lok senu segir hann „Þetta er gott.“ Það er verulega ógnvænlegt.“ Þannig lýsir Hanks leikstjórn Eastwood og bætir við að flugstjórinn hafi líka haft sig mikið í frammi við tökur kvik- myndarinnar, skipt sér af túlkun leikaranna og jafnvel skammað Eastwood þegar hann var eitt sin tuttugu mínútum of seinn. Hanks og Clint Eastwood voru í and- stæðum fylkingum í nýafstöðnum forsetakosningum, Hanks eindreg- in stuðningsmaður Hillary Clinton en Eastwood Donalds Trump. Eastwood stýrir leik- urum eins og hestum AFP Samstarfsmenn Tom Hanks og Clint East- wood taka við verðlaunum í Hollywood. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. BAD SANTA 2 6, 8, 10 FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9 HACKSAW RIDGE 8, 10.45 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.