Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 4
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 20154 Fréttir
Atvinna í boði
staða sölumanns
Viltu skipta um vinnu?
Vantar þig vinnu?
Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan
og harðduglegan sölumann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera duglegur,
góður sölumaður, samviskusamur, heiðarlegur,
ábyrgur, jákvæður, lausnamiðaður, skemmtilegur
og hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is
n Klæddi sig úr sjálfur n Reyndur verjandi hefur ekki séð annað eins
A
nnar hælisleitendanna frá
Sýrlandi, sem lögreglustjór
inn á höfuðborgarsvæðinu
vildi hneppa í gæsluvarð
hald í byrjun vikunnar,
var auk þess að vera handjárnaður
leiddur nakinn fyrir dómara í Hér
aðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn
föstudag. Maðurinn virtist í miklu
andlegu ójafnvægi en skipaður verj
andi hans ber að hann hafi sjálfur af
klæðst áður en honum var lesinn úr
skurður um að hann yrði ekki settur
í gæsluvarðhald. Verjandi mannsis
segist enn fremur ekki vita og ekki
vilja tjá sig nánar um hvort mað
urinn hafi verið kviknakinn eður
ei. Hann var þó sveipaður teppi á
meðan hann var í réttarsalnum og
á göngum hússins. Verjandinn lofar
lögregluna fyrir framgöngu hennar í
málinu. „Það er rétt að hann var bú
inn að rífa sig úr fötunum, en ég varð
ekki vitni að því,“ staðfestir hann í
samtali við DV.
Það var þann 21. janúar síðast
liðinn sem tveir menn, sýrlenskir
bræður að eigin sögn, gáfu sig fram
við lögregluna og sóttu um hæli á Ís
landi. Þeir höfðu komið til Íslands
daginn áður. Mennirnir komu frá
Danmörku en höfðu samkvæmt
upplýsingum DV ferðast norður í
gegnum Evrópu með það fyrir aug
um að komast til Íslands. Þeir sögð
ust við yfirheyrslur hafa dvalið í
Líbíu síðastliðin misseri en þar áður
í heimalandi sínu, Sýrlandi. Til Ís
lands komu þeir að lokum frá Dan
mörku.
Vildi taka þátt í stríði fyrir guð
Hæstiréttur staðfesti á mánudag úr
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem
hafði synjað þeirri beiðni lögreglu
stjórans að úrskurða mennina tvo
í gæsluvarðhald. Við yfirheyrslur
hafði annar mannanna, samkvæmt
héraðsdómi, lýst yfir stuðningi við
hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann
vildi taka þátt í stríði fyrir guð. „Varn
araðili hef ur á köfl um sýnt af sér
ógn andi hegðun og til b urði í þá átt
að skaða sjálf an sig, eins og rakið er
í grein ar gerð sókn araðila. Þá bend ir
skýrslu taka af hon um til þess að
hann sé í nokkru and legu ójafn vægi,
auk þess sem hann virðist sækja í
mynd efni á in ter net inu sem teng ist
ógn ar verk um hryðju verka sam taka
bók stafstrú ar manna.“
Mikill hamagangur
Jón Sigfús Sigurjónsson héraðs
dómslögmaður var skipaður verj
andi mannsins. Hann var, ásamt
túlki, viðstaddur yfirheyrslur yfir
mönnunum á fimmtudag en í kjöl
farið voru þeir leiddir fyrir dómara.
Það gekk að sögn Jóns þokkalega fyr
ir sig, þó að umbjóðandi hans hafi
ekki verið ánægður með stöðu mála.
Það var svo á föstudaginn, þegar
lesa átti upp úrskurðinn, sem mað
urinn ungi lét ófriðlega. Raunar ber
Jón, sem er reynslumikill lögmaður,
í samtali við DV að hann hafi ekki
áður orðið vitni að slíkum látum
fyrir dómi. Heimildir DV herma að
maðurinn, sem kveðst vera 16 ára,
en greining leiðir í ljós að sé um
tvítugt, hafi raunar verið algjörlega
stjórnlaus. Hamagangurinn hafi ver
ið mikill og það hafi ekki farið fram
hjá þeim sem staddir voru í dómhús
inu síðastliðinn föstudag. Jón er þess
ekki fullviss að umbjóðandi hans
hafi, sökum ójafnvægis, meðtekið
þann úrskurð sem honum var les
inn, þrátt fyrir að túlkur færi yfir það
með honum.
Lýsir aðdáun á lögreglunni
Jón mótmælti á fimmtudeginum
gæsluvarðhaldskröfunni og því tók
dómari sér dags frest til að leggja
mat á málið. Spurður hvort hann hafi
gert athugasemdir við að þinghaldið
færi fram undir þeim kringumstæð
um sem við blöstu á föstudag, segist
hann ekki hafa gert það. Öllum við
stöddum hafi þó verið ljóst að mað
urinn var í miklu ójafnvægi. Jón seg
ist aðspurður ekki þekkja ástæður
þess að maðurinn hafi verið svo óró
legur. „Það örlaði ekki á því að að
stæðurnar tengdust harðræði,“ segir
Jón í samtali við DV. Hann hafi aldrei
gefið það í skyn, hvorki við hann né
túlk. „Ef eitthvað er þá get ég nánast
lýst aðdáun minni á lögreglunni fyrir
stillingu og góða stjórn á aðstæðum,
sérstaklega þarna á föstudaginn.“
Aðstæður hafi alls ekki verið auð
veldar viðfangs og raun fordæma
lausar frá hans sjónarhóli. „Þetta var
ekki einfalt mál.“
„Óheppilegt fyrir samfélagið“
Í dómi Hæstaréttar kom fram að
maðurinn hafi sýnt af sér hegðun
sem gefi til kynna að af honum stafi
hætta. Hins vegar hafi lögreglu
stjórinn ekki reynt vægari úrræði
en gæsluvarðhald. Því var kröfunni
hafnað og mennirnir látnir lausir.
„Það er auðvitað óheppi legt fyr ir
sam fé lagið að þar sé ein hver sem
eng inn veit hver er, hvað hann heit ir,
hvaðan hann kem ur eða hvers megi
vænta af hon um,“ hafði mbl.is eftir
Jóni H. B. Snorra syni, sak sókn ara og
aðstoðarlög reglu stjóra höfuðborg
ar svæðis ins, vegna málsins á mánu
dag.
Fram kemur í dómnum að þjóð
erni mannanna liggi ekki fyrir en
þeir segjast vera frá Sýrlandi. Einnig
kemur fram að yngri maðurinn hafi
viðhaft hótanir í garð starfsmanns
Útlendingastofnunar og hótað að
sprengja þúsund manns í loft upp ef
hann yrði sendur frá Íslandi. Maður
inn ber að hann sé alls ekki eldri en
16 ára en hann hefur gefið upp tvo
ólíka fæðingardaga, báða árið 1998.
Aldursgreining hjá tannlækni hefur
aftur á móti leitt í ljós að maðurinn
sé líklega á tuttugasta aldursári.
Fara til Danmerkur
Innanríkisráðuneytið hefur greint frá
því að beggja mannanna bíði framsal
til Danmerkur, en þaðan komu þeir
til Íslands, á grundvelli Dyflinnar
reglugerðarinnar. Þangað til eru
mennirnir á framfæri Reykjavíkur
borgar en að sögn aðstoðarlögreglu
stjóra er fylgst með ferðum þeirra. n
Stakk sig með eggvopni
Fram kemur í greinargerð verkefnastjóra í málefnum hælisleitenda að maðurinn ungi
hafi fljótlega eftir komuna farið að sýna af sér sjálfsskaðandi hegðun. Hann hafi meðal
annars borið eld að rúmi sínu og gefið þær skýringar að hann væri að reyna að kveikja
í sér. Þá greindi DV frá því þann 28. janúar síðastliðinn að sérsveit lögreglu hefði verið
kölluð á vettvang vegna hnífsstungu Sýrlendings í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglu
mætti alblóðugur maður en síðar kom í ljós að maðurinn, sem hér í fréttinni er fjallað
um, hafði veitt sér áverkana sjálfur.
Þess má geta að Rauði krossinn annast sálgæslu fyrir hælisleitendur þegar þörf krefur.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Átök Maðurinn lét afar ófriðlega fyrir
héraðsdómi síðastliðinn föstudag.
Hælisleitandi leiddur
nakinn fyrir dómara
„Ef eitthvað er þá get
ég nánast lýst að-
dáun minni á lögreglunni
fyrir stillingu og góða stjórn
á aðstæðum, sérstaklega
þarna á föstudaginn.
Styður ISIS Ungur hælisleitandi, að
sögn frá Sýrlandi, styður hryðjuverka-
samtökin Íslamska ríkið, eða ISIS.
Í landinu hafa ótal voðaverk verið
framin síðustu misseri.
Landsvirkjun
hagnast um
10,4 milljarða
Landsvirkjun hagnaðist um 78,4
milljónir Bandaríkjadala, jafn
virði 10,4 milljarða króna, á síð
asta ári samanborið við um fimm
milljarða tap árið 2013.
Rekstrartekjur námu 57 millj
örðum sem er hækkun um
3,6 prósent frá árinu áður og
nettóskuldir lækkuðu um 31 millj
arð króna milli ára. Landsvirkjun
skuldaði 295 milljarða í árslok
2014 en skuldirnar hafa lækkað
um 80 milljarða frá árslokum 2009.
„Rekstur Landsvirkjunar gekk
vel á árinu 2014 þrátt fyrir krefj
andi rekstrarumhverfi, einkum
vegna lágs álverðs og takmörk
unar á afhendingu raforku vegna
slakrar vatnsstöðu. Hagnaður fyrir
óinnleysta fjármagnsliði var um
19 milljarðar króna, hækkaði um
20% frá fyrra ári og hefur ekki ver
ið meiri áður,“ segir Hörður Arnar
son, forstjóri Landsvirkjunar.
„Með aukinni fjármuna
myndun vegna aukinnar orku
sölu, hærra raforkuverðs og lægri
skuldsetningar munu tækifæri til
arðgreiðslna aukast verulega á
næstu árum.“
Milljarðar í
skoðunarferðir
Greiðslukortavelta erlendra
ferðamanna í janúar sýnir að er
lendir gestir eyddu um níu pró
sentum meira í janúar en í des
embermánuði á undan. Þetta
kemur fram í tölum sem Rann
sóknasetur verslunarinnar birti
á fimmtudag. Þar kemur fram
að sú grein ferðaþjónustunnar
sem bar mest úr býtum í janúar
er sú sem bauð skipulegar ferðir,
skoðunarferðir og fleira. Erlendir
ferðamenn greiddu með kortum
sínum liðlega tvo milljarða króna
fyrir slíkar ferðir sem er 71 pró
sents aukning frá janúar í fyrra.