Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Níu hafa sótt um að reka Nasa N íu manns hafa sótt form- lega um að reka Nasa en um- sóknarfrestur rann út fyrir rúmum mánuði. Enn fleiri sýndu rekstrinum áhuga og sendu inn fyrirspurnir. Ákvörðun varðandi nýjan rekstraraðila verður tekin á næstu dögum eða vikum. Með umsóknunum fylgdu tillögur um reksturinn en Elín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eignarhaldsfé- lags eignarinnar, segir þær vera af ýmsum toga. „Við höfum ákveðið að halda trúnað við umsækjendur og ræða ekki hugmyndir þeirra fyrr en búið er að semja við aðila,“ segir Elín. Ólafur Björnsson keypti fasteign- irnar á Landsímareitnum í desember og lýsti því yfir í kjölfarið að athugað yrði hvort forsendur væru fyrir því að hefja rekstur á Nasa að nýju. Húsið er að Thorvaldsensstræti 2, þar sem skemmtistaðurinn Nasa var starf- ræktur frá 2001 til 2012. Forsætis- ráðherra friðlýsti salinn að tillögu Minjastofnunar í desember. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði áður friðað húsið árið 2011. Spurð hvort líkur séu á því að tón- leikar verði haldnir á Nasa í fram- tíðinni segir Elín: „Það eru líkur á því að þarna verði tónleikahald í einhverjum mæli en aðrar hug- myndir eru einnig skoðaðar.“ Hún segir húsið bjóða upp á marga möguleika. „Mér líst mjög vel á þetta húsnæði. Þetta er fallegt hús með mikla sögu og sjarma.“ n freyr@dv.is Líklegt er að tónleikahald verði þar í einhverjum mæli í framtíðinni Stuð á Nasa Fjölmargir tónleikar voru haldnir á Nasa áður en staðnum var lokað. Skagafjörður kynntur fjárfestum í París n Fulltrúi frá sveitarfélaginu fer á koltrefjaráðstefnu í Frakklandi B æjaryfirvöld í Skagafirði ætla að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á stóra kol- trefjaráðstefnu í París í mars til að kynna áform UB Koltrefja um byggingu verksmiðju í firðinum. Félagið, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, Bjarna Ármannssonar fjárfestis og sveitar- félagsins, hefur unnið að undir- búningi verkefnisins í tæp sjö ár án þess að ákvarðanir um fjárfestingar hafi verið teknar. Með ferðinni á að vekja athygli á Skagafirði sem vænlegum kosti fyrir framleiðslu koltrefja og koma á frekari sam- skiptum við fulltrúa erlendra trefja- framleiðenda. „Eftirspurn eftir koltrefjum er að aukast aftur eftir mikinn samdrátt þannig við viljum raunverulega bara halda áfram að vinna í verk- efninu. Við höfum verið í sambandi við erlend fyrirtæki, og þá fleiri en eitt, sem hafa sýnt því áhuga í gegn- um tíðina og erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Gunnsteinn Björnsson, formaður atvinnunefndar Skagafjarðar. Samdráttur í sölu eftir hrun UB Koltrefjar var stofnað vorið 2008 en forsvarsmenn einkahluta- félagsins stefndu þá að byggingu verksmiðju með afkastagetu upp á 1.500 til 2.000 tonn á ári. Heildar- fjárfesting verkefnisins var þá metin á fjóra til sex milljarða króna en koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði og er oft notað í bíla, flugvél- ar og reiðhjól, og er bæði léttara og sterkara en ál. Samdráttur varð í sölu á koltrefj- um í kjölfar efnahagskreppunn- ar og viðræðum við stóra erlenda framleiðendur var hætt en sveitar- félagið vann áfram að undirbún- ingi verkefnisins. Komið var á fót námsbraut í koltrefjaiðnaði í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og haustið 2013 keyptu Skaga- fjörður og Kaupfélag Skagfirðinga bátasmiðjuna Mótun sem fram- leiðir trefjaplastbáta. „Þessi ráðstefna snýr að því að halda tengslum við þá sem við höf- um rætt við og fylgjast með því sem er að gerast en þetta er stærsta ráð- stefnusýningin í þessum geira,“ seg- ir Gunnsteinn og bætir við að það sé ekki enn komið á hreint hver fari fyrir sveitarfélagið á ráðstefnuna JEC Composites. Hafa rætt við ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sagst vera bjartsýn á að erlend fyrirtæki sjái sér hag í að hefja framleiðslu á koltrefjum hér á landi. Í svari hennar við fyrir- spurn Össurar Skarphéðins sonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem ráðherrann lagði fram á Alþingi í apríl í fyrra, kom fram að Ísland væri á meðal samkeppnishæfustu landa heims á sviði koltrefjaframleiðslu í kostnaðar legu tilliti. Stuttu eftir að svar ráðherrans birtist hrósaði hún Skagfirðingum í viðtali í Morgun- blaðinu fyrir þann undirbúning sem farið hefur í verkefnið. „Við höfum náttúrlega komið þeim skilaboðum inn í ríkisstjórn- ina að við teljum okkur vera kom- in býsna langt í undirbúningi að því að geta tekið á móti svona verk- efni. Þetta er eitt af því sem maður horfir til varðandi uppbyggingu hér á svæðinu. Við höldum því áfram og vinnum í þessu en svona hlutir eru alltaf langhlaup,“ segir Gunn- steinn. n Kaupfélagið á 40% Kaupfélag Skagfirðinga og Gasfélagið ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, eiga bæði 40 prósent í eignarhaldsfélaginu UB Koltrefjum. Sveitarfélagið Skagafjörður á 20 prósent. Bjarni Ármannsson og Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri sitja í stjórn UB Koltrefja samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2013. Bjarni segir í samtali við DV að markaðsaðstæður hafi orðið óhagstæðar eftir hrun og því hafi verið ákveðið að bíða með verkefnið. „Þetta er ennþá áhugavert og er enn til skoðunar en það hafa engar ákvarðanir verið teknar og því frá voða litlu að segja. Við erum hvorki nær né fjær því að fara í verkefnið,“ segir Bjarni. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Formaður atvinnunefndar Skagafjarðar Gunnsteinn Björnsson, segir eftirspurn eftir koltrefjum hafa aukist. „Við höfum náttúrlega komið þeim skila- boðum inn í ríkisstjórnina að við teljum okkur vera komin býsna langt í undirbúningi að því að geta tekið á móti svona verkefni 4 handteknir eftir líkamsárás Fjórir voru handteknir aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um lík- amsárás í austurhluta borgar- innar. Tilkynnt var um árásina um klukkan hálf tvö og var fórn- arlambið flutt á spítala með stóran skurð á enni. Meintir árásarmenn voru látnir gista fangageymslur og yfirheyrðir á fimmtudag. Verkefni lögreglu aðfaranótt fimmtudags voru fleiri og af ýms- um toga. Einn var handtekinn vegna brots á vopnalögum en hann reyndist vera með þrjá hnífa og hafnaboltakylfu í fórum sínum. Þá þurfti lögreglan sem sinnir Breiðholti og Kópavogi að sinna tilkynningu um heimilisofbeldi. Gerandinn var farinn af heimilinu þegar lögreglan kom á vettvang. Málið er í rannsókn. Þá sótti móð- ir sautján ára gamlan son sinn á lögreglustöðina í Vesturbænum en pilturinn hafði drukkið of mik- ið og verið til vandræða sökum ölvunar. Selja dóp á Facebook Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur undanfarnar vikur handtekið á annan tug manna og lagt hald á talsvert af fíkniefnum í aðgerðum sem beinast gegn sölu fíkniefna á samfélags miðlum. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá lög- reglu. Við húsleit tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af amfetamíni, auk kannabisefna. Í hópi hinna handteknu eru aðallega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Að mati lögreglu er umfang fíkni- efnasölu á samfélagsmiðlum verulegt, en aðgerðunum verð- ur fram haldið. Þess má geta að allnokkrum Facebook-síð- um, sem hafa boðið fíkniefni til sölu, hefur verið lokað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.