Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Bankarnir settu alls 900 milljónir í Bónusa n Kaupaukagreiðslur Arion banka og Íslandsbanka jukust um alls 135 milljónir króna í fyrra A rion banki og Íslands- banki skuldbundu sig til að greiða samtals 900 milljónir króna vegna kaupaukagreiðslna til rúmlega 200 starfsmanna bank- anna og dótturfélaga þeirra á síð- asta ári. Í tilviki Arion banka voru 542 milljónir króna gjaldfærðar vegna bónusa til starfsmanna sam- stæðunnar en 358 milljónir hjá Ís- landsbanka. Framkvæmdastjórum bankanna var lofað alls 46,4 millj- ónum í árangurstengdar greiðslur og bankastjórunum tveimur sam- tals 11,1 milljón. Aukning um 135 milljónir Samkvæmt nýbirtum ársreikning- um fyrirtækjanna jukust kaupauka- greiðslur þeirra um samtals 135 milljónir króna í fyrra miðað við árið á undan. Rúmlega hundrað starfsmenn Arion banka fengu bónusa og gjaldfærður kaupauki samstæðunnar jókst um 48 milljón- ir milli ára. Níu framkvæmdastjór- um bankans var lofað alls 24 millj- ónum í árangurstengdar greiðslur sem gerir um 2,7 milljónir á hvern stjórnanda. Höskuldur H. Ólafs- son, bankastjóri Arion banka, fékk vilyrði fyrir 6,3 milljóna kaupauka á árinu. Arion banki innleiddi kaupauka- kerfi í júlí 2013. Um þrjátíu prósent upphæðanna eru í formi launa- tengdra gjalda og greiðslu 40 pró- sents kaupaukans er frestað um þrjú ár í samræmi við reglur Fjár- málaeftirlitsins (FME) um ár- angurstengdar greiðslur fjármála- fyrirtækja. Íslandsbanki útvíkkaði á síð- asta ári kaupaukakerfi bankans þannig það næði til um hundrað starfsmanna en árið 2013 náði það einungis til framkvæmdastjórnar. Samstæðan gjaldfærði bónusa til um hundrað starfsmanna í fyrra og þar var aukning um 87 milljón- ir milli ára. Átta framkvæmdastjór- ar bankans fengu vilyrði fyrir alls 22,4 milljónum eða 2,8 milljónum hver starfsmaður. Í ársreikningi bankans kemur einnig fram að ár- angurstengdar greiðslur til Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, námu 4,8 milljónum króna í fyrra. Rúmur 21 milljarður í laun Alls 1.139 manns störfuðu hjá Arion banka og dótturfélögum fyrirtæk- isins í árslok 2014 en starfsmönn- um samstæðunnar hafði þá fækkað um sex milli ára. Starfsfólki bank- ans fækkaði aftur á móti um 46 á tímabilinu. Launagreiðslur sam- stæðunnar námu 10.289 milljón- um króna árið 2013 en 10.903 millj- ónum í fyrra sem er aukning um 3,2 prósent. Framkvæmdastjórar Arion fengu samtals 227,5 milljónir í laun á síðasta ári. Hver fram- kvæmdastjóri var því með um 25,3 milljónir í árslaun eða 2,1 millj- ón á mánuði. Árslaun Höskulds H. Ólafssonar bankastjóra námu 52,2 milljónum og hækkuðu um 1,5 milljónir milli ára. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 38,6 milljónir króna í árslaun í fyrra en 36,4 millj- ónir árið 2013. Launagreiðslur til framkvæmdastjóra bankans námu alls 198,7 milljónum og stjórnend- urnir átta voru því með um 25 millj- ónir í árslaun hver. Um 1.200 manns störfuðu hjá Ís- landsbanka og dótturfélögum í lok 2014. Starfsmenn samstæðunn- ar fengu samtals 10.193 milljónir króna í laun á árinu sem er lækkun um 27 milljónir milli ára. n Engin áform um bónusa Landsbankinn hefur ekki tekið upp kaupaukakerfi og samkvæmt upplýsingum frá bank- anum stendur ekki til að greiða starfsmönnum árangurstengdar greiðslur á næstunni. Um 1.400 fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem er nánast alfarið í eigu íslenska ríkisins, fengu hins vegar um 0,8 prósenta eignarhlut í bankanum í fyrra í samræmi við samkomulag íslenska ríkisins og gamla Landsbankans (LBI hf.) frá árinu 2009. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna nam þá 4,7 milljörðum króna. „Það var hluti af samkomulaginu milli ríkisins og gamla bankans á sínum tíma en starfsmenn geta ekki selt bréfin fyrr en eftir þrjú ár. Kaupaukakerfi hefur ekki komið til tals og engin ákvörðun verið tekin um að taka slíkt kerfi upp af hálfu bankaráðs Landsbank- ans,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.