Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Fílasteikur og gríðarleg fátækt n Robert Mugabe heldur upp á afmæli sitt í skugga fátæktar þjóðar sinnar Í næstfátækasta ríki heims verða um helgina haldin mikil hátíðarhöld til heiðurs forseta ríkisins. Á golf- velli verða bornar fram vísunda- lundir og fílasteikur, en tilefnið er 91 árs afmæli Roberts Mugabe, for- seta Simbabve. Þá verða kúdúna- antílópur og impala-antílópur á boðstólum, en forsetanum verður að auki fært uppstoppað ljón og krókó- díll. Verðmiðinn fyrir kræsingarnar í veislunni hljóðar upp á um 13 millj- ónir íslenskra króna en veislan sjálf ætti að kosta um eina milljón dollara. Afmælisveisla forsetans er árlegur viðburður og er yfirleitt afar umdeild. Sjálfur afmælisdagurinn var fyrr í vik- unni en veislan verður haldin um helgina. Hátíðarhöldin, sem verða öll hin veglegustu, þykja taktlaus og skammarleg fyrir forseta þjóðar sem býr við gríðarlega fátækt. Óðaverðbólga Í ríkinu er óðaverðbólga og er efna- hagur þess í miklum ólestri. Ætla má að íbúar Simbabve lifi margir á um 50 krónum á dag. Merkja má nokkrar framfarir í Simbabve, til dæmis með því að horfa til Evrópusambandsins sem hefur að nýju hafið að veita þró- unaraðstoð til ríkisins og hefur dreg- ið úr refsiaðgerðum gagnvart stjórn- málamönnum þar í landi. Mugabe er að auki um þessar mundir forseti Afríkusambandsins. Þrátt fyrir það er ástandið afar slæmt í ríkinu og þá berast fregnir af því að Mugabe hafi annaðhvort afhent eiginkonu sinni, Grace Mugabe, forsetavald eða verið neyddur til þess. Hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í kosningunum árið 2018, en þá yrði hann 94 ára, og sitja til 100 ára aldurs. Hann hefur nú þegar stýrt Simbabve í 35 ár. Robert Mugabe hefur sagt að það arfleið sína að koma hvítum mönn- um frá öllum völdum í Afríku og hef- ur titlað sig „Hitler Afríku“. „Guð hefur hugsað“ um hann Stuðningsmenn Mugabes segja hann vel á sig kominn, þrátt fyrir ald- ur og fyrri störf. Sjálfur þakkar hann guði heilsu sína og velferð. „Guð hef- ur hugsað vel um mig,“ segir hann. Veisluhöldin munu fara fram á golfvelli nærri Victoria-fossum í Simbabve. Þar býr að sögn dyggur stuðningsmaður Mugabes, bóndi, Tendai Musasa, sem hyggst gera vel við forsetann og gesti hans. Sagt er hann hyggist drepa antílópurn- ar fyrir Mugabe, en Musasa sér- hæfir sig í ræktun sjaldgæfra dýra. Musasa segir veisluna vera nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir Muga- be og sýni að framfarir hafi verið miklar að undanförnu í ríkinu. „Við erum afrakstur sögulegra og mikil- vægra umbóta í landinu. Við erum að gefa til baka manninum sem hef- ur gefið okkur allt. Mugabe er hetj- an okkar.“ Undir þetta tekur amma Musasas, sem segir að hún sé þakk- lát fyrir langlífi forsetans. „Ég er bara svo glöð yfir því hvað hann hefur lif- að lengi. Leyndarmálið að baki slíku langlífi er að hlýða því sem foreldr- ar þínir segja þeir að gera, þeir vita muninn á réttu og röngu,“ segir Ell- ina Maphosa, 95 ára. Að sögn stjórnarliða mæta for- ystumenn nágrannaríkja Simbave til veislunnar og hafa stjórnmálamenn í Mósambík, Suður-Afríku, Angóla og Namibíu boðað komu sína. Neyddir til að borga Þrátt fyrir mikla fátækt og skort eru borgarar í Simbabve neyddir til að greiða fyrir veisluna og hafa kennur- um til dæmis verið gert að greiða um 10 dollara hver án þess þó að vera boðið. „Við vitum að í mörgum hér- uðum hefur fólk verið neytt til þess að greiða upp í kostnaðinn við af- mælið og við vitum að þeir ætluðu að nota féð til að fá flugvél og greiða fyrir afskaplega dýra veislu,“ segir leið- togi framsýnna kennara, Raymond Majognwe. Mörg einkafyrirtæki segj- ast hafa fundið fyrir þrýstingi um að taka þátt og munu að sögn hafa feng- ið þau skilaboð þegar þau streittust á móti að gripið yrði til aðgerða. Þá hafa ríkisrekin fyrirtæki verið skikkuð til að greiða fyrir kostnaðinn sem hlýst af því að koma gestunum á golfvöllinn. n Rekin á brott Ung kona eldar við bágar aðstæður. Ríkisstjórn Simbabve hafði stuttu áður gert landsvæðið þar sem hún bjó að þjóðlendu og þar á að byggja skemmtigarð. Konan hafði búið á svæðinu, Mazou við Mazowe, ásamt 200 öðrum en landið höfðu þau byggt frá 2001 þegar það var gert upptækt og hvítir ábúendur þess reknir þaðan. Veisla Mugabes verður haldin á svæði sem á sér sömu fortíð; áður voru ábúendur þar hvítir og voru reknir á brott. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Við erum að gefa til baka mannin- um sem hefur gefið okk- ur allt. Mugabe er hetjan okkar „Guð hefur hugsað vel um mig Robert Mugabe Robert Mugabe hefur verið forseti Simbabve í 35 ár. MyNd ReuteRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.